Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGOR 14. APRÍL 1980. Fjaran fyrir neðan hefur oft verið fénu gjöful á veturna þegar litið annað hefur verið að hafa. Strætis- DB-mynd: Bj. Bj. Fjárhúsin umdeildu i Hvassahrauni. Girðingin liggur niðri þannig að féð kemst hvert á land sem er. vagnarnir eru notaðir undir hey. Fjárhúsinumdeildu í Hvassahrauni: FEÐ GENGUR UTIIANNARRA LANDI Við þessi fjárhús hefur í vetur verið gefið öðru hvoru 50—60 sauðum. Að öðru leyti hafa þeir gengið úti. Til dæmis sáust þeir við Álverið í Straumsvík daginn sem myndin er tekin. Þelta eru hin umdeildu fjár- hús Sæmundar Þórðarsonar í Hvassahrauni. Samband dýra- verndunarfélaga hefur kært Sæmund fyrir illa meðferð á fé og málið er nú í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði. En mikið hefur gengið áá undan. Sæmundur, sem er verzlunar- maður í Hafnarfirði, hefur í mörg ár verið með fé sitt þarna í Hvassa- hrauni. Hefur hann skriflegt leyfi frá Þóroddi heitnum Jónssyni, sem átti landið, til að nýta til beitar spildu sem er á annan hektara að stærð. Fé Sæmundar hefur hins vegar gengið á mun stærra svæði, svæði sem er í eigu Sauðafells hf., félags fjár- eigenda í Reykjavik. Sauðafellsmenn eru langþreyttir á fé Sæmundar, telja það aféta þeirra eigið fé, auk þess sem hrútar Sæmundar gangi í ám Sauðafellsmanna, þeim til stórtjóns. Sæmundur hefur hvað eftir annað lofað að farga fé sínu, nú síðast að gera það næsta haust. í þetta sinn er loforðið skriflegt en hefur áður verið munnlegt. ,,Féð er búið að ganga úti í allan vetur og í sumar fer það til fjalla. Þar verður það á meðan hægt er að finna nokkurt stingandi strá. Sæmundur nær því einfaldlega ekki til að slátra því á meðan á slátrun stendur,” sagði Sigurleifur Guðjóns- son, einn af Sauðafellsmönnum, í viðtali við DB. Fé Sæmundar hefur ekki veriö baðað og er ekki kunnugt um að það hafi verið bólusett gegn garnaveiki. Sauðina geldir hann sjálfur en það hefur jafnvel verið talið skilgreining- aratriði hvort sauðir Sæmundar eru sauðir eða hrútar. Öllu þessu hefur verið tekið með ótrúlegri þolinmæði yfirvalda. Síendurteknar kærur Sauðafells- manna, áskoranir Búnaðarfélags og kvartanir dýraverndunarmanna hafa farið fram fyrir daufum eyrum, þar til nú, að málið er komið í rannsókn. -DS. Heybirgðir eru i kringum 10 baggar, sem svarar til vikugjafar. NýR STEINLEIR Aðgætið eftirfarandi: 1. Að afrennsli á botni pottsins sé í góðu lagi. Hyljið t.d. hotngat með smásteinum. Stráið mold yfir. 2. Losið varlega og fjarlægið lausa mold utan úr og ofan af gamla kögglinum. 3. Komið plöntunni fyrir i svipaðri dýpt og áöur. Munið að aðgæta með gott vatnsborö. 4. Þjappið nýrri mold gætilega niður með hliðtim pottsins. en ekkert holrými má vera á milli róta og potts. 5. Vökviö vel að loknu verki og haldið plöntunni frá sól i vikutima. Umpottun er framkvæmd árlega eða annað hvert ár allt eftir því hvernig hagar til með ílát og vöxt plantna. GLIT HÖFÐABAKKA 9 SÍMI85411 Varhugavert að skilja bflana eftir mannlausa — segir bflstjóri vörubfls íárekstriá Breiðadalsheiðinni Árekstur vörubíla varð á Breiða- dalsheiði á þriðjudag svo sem DB greindi frá degi síðar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á ísafirði voru það þrír vörubílar, sem lentu í árekstri, en Bergur Guðnason, bílstjóri á Flat- eyri, segir þá fjóra. Hann ók sjálfur fjórða bílnum. Að sögn Bergs varð árekstur tveggja fyrstu bílanna um kl. 14.30 í þröngum snjógöngum. Skyggni var ákaflega lítið. Þriðja bílinn bar síðan að og lenti hann beint aftan á palli annars bílsins. Bílstjórnarnir höfðu verið að kanna skemmdir og gátu þeir naumlega forðað sér er þeir heyrðu vélarhljóð bílsins. Bilstjóri þriðja bílsins festist í bílnjjm og slasaðist á fæti. Bergur sagði siðan að menn hefðu yfirgefið bílana án þess að hægt væri að gera öðrum vegfarendum viðvart. Því hefði hann komið að og ekki náð að forða árekstri. Hann hefði ekki séð bílana fyrr en u.þ.b. 4 metra voru í þá. Þrátt fyrir að hann væri á vel búnum bíl, var ekki hægt að stöðva bílinn, en hált var undir og snjóveggirnir til hliðar. Bíllinn lenti því á snjóveggnum og lítilsháttar á kyrrstæðum vörubílnum. Bílstjórinn taldi það varhugavert að yfirgefa bílana og hefði það skapað mikla hættu. Lögreglan hefði ekki komið á staðinn fyrr en á sjöunda tímanum. Bergur kvaðst því hafa sett full ljós á bíl sinn til þess að reyna að koma í veg fyrir að fleiri lentu á bilunum. Þarna hefði orðið eignatjón er næmi 15—18 milljónum króna og mildi aðekki hlauzt af stórslys. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.