Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.04.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 14.04.1980, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. Bókavetzlun — Starfskraftur Bókaverzlun í miðborg Reykjavíkur vantar starfskraft nú þegar til afgreiðslu- starfa. Tilboð sendist auglýsingadeild Dag- blaðsins merkt „Stundvísi” fyrir 17. apríl. Hefíissandur Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmenn frá 1. maí. Upplýsingar í síma 93-6749 og 91-22078. Lausar stöður Tvær fulltrúastöður við embætti ríkisskattstjóra eru lausar til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið embættis- prófi í viðskiptafræði, lögfræði eða endurskoðun. Víðtæk þekking á skattamálum, þjálfun og starfsreynsla á sviði þeirra, sem umsækjandi án embættisprófs í áðurnefndum’ greinum hefur öðlast, getur þó komið til álita við mat á um- sóknum og ráðningu. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal senda ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57 Reykjavík, fyrir 20. maí nk. Ríkisskattstjóri 11. apríl 1980. Bandaríkjastjórn þrýstir enn á bandalagsríkin að taka þátt í ref siaðgerðum gegn íran: Aðgeróir frekar en yfirlýsingar Ríkisstjórn Carters vill að fylgiríki Bandaríkjanna beiti íran viðskipta- banni sem komi til framkvæmda sem allra fyrst, sagði Warren Christopher aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna í sjónvarpsviðtali í gær. Einnig að bandamenn fari að dæmi Carters og slíti stjórnmálasambandi viðíran. „Við biðum eftir aðgerðum, ekki bara yfirlýsingum,” sagði Christopher. Ambassadorar Efnahagsbanda- lagsrikjanna i Teheran koma í dag til höfuðborga landa sinna og ræðaum deilu írans og Bandaríkjanna og þrýsting Bandaríkjastjórnar á að stjórnmálasambandi verði slitið. Hermt er að margir evrópsku ambassadorarnir hafi yfirgefið íran gegn vilja sínum og vænti þess að snúa þangað strax aftur. „Efnahags- bandalagsríkin eru undir gífurlegum þrýstingi frá Washington og urðu að gera eitthvað til að sýna lit,” sagði evrópskur sendimaður. Einn ambassador neitaði að fara heim frá Íran en var þá skipað af ríkisstjórn sinni að hlýða boði um að yfirgefa landið. Hans-Dietrich Genscher utanrikis- ráðherra Vestur-Þýzkalands lagðist gegn því í gær að stjórnmálasam- bandi yrði slitið umsvifalaust við íran. Hann sagði að það mál yrði að skoða vel áður en gripið vréri til stjórnmálaslita. „Við höfum trú á að stjórnmálasamband sé hægt að nota gíslunum í hag,” sagði Genscher. Stúdentarnir sem halda gíslunum i bandaríska sendiráðinu í Teheran hafa boðið Rauða krossinum að senda fulltrúa sina á fund gíslanna. Síðast þegar fréttist stóð í þrefi um form hugsanlegs fundar. Mick Jagger „sklrir” áheyrendur sina á liflegum Rollingahljómleikum. Nú stendur Kinverjum til boða að fara í bað hjá Jagger. OPID KL. 9 . Allar akroytingar unnar af fag- . mönnum.______ Nag bllaatcoBI a.m.k. á kvöldia HIOMUAMXIIH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 DÚIMMJÚKT FELDI fást í verzlunum um land allt — Hagstætt verð Rolling Stones verður að öllum lík- indum fyrsta popphljómsveit heims sem færjeyfi stjórnvalda í Peking til að koma í hljómleikaferð til Alþýðu- lýðveldisins Kina. Enn sem komið er hefur rokktónlistin ekki lagt undir sig fjölmennasta ríki heims, en ef til vill boðar væntanleg ferð einnar þekktustu rokkhljómsveitar heims að Kína ætli að opna menningarlandamærin að ein- hverju leyti fyrir poppinu. Mick Jagger söngvari og Charlie Watts trommari Rollinganna eru þessa dagana í Peking til skrafs og ráðagerða í boði sendi- herra Kína í Bandarikjunum. Hljóm- sveitin var fyrir skömmu að hljóðrita lög í New York og í leiðinni voru hug- myndir um Kínaferð viðraðar á fundi með sendimönnum Alþýðulýðveldisins þar í landi. Rolling Stones ætluðu á sinum tima að verða fyrstir popptónlistarmanna til að heimsækja Sovétríkin. Elton John stal senunni og spilaði í Sovét fyrstur poppara. Þvi ákváðu Rollingarnir að snúa sér að Kína i staðinn og sækja málið fast. lan Dury and the Block- heads eru líka á höttum eftir farseðlum til Kína. Mörg ríki bjóðast til að taka við flóttamönnum frá Havana: BANDARÍKIN TAKA VID 4.000 KÚBUMÖNNUM Bandaríkin hyggjast veita allt að 4.000 kúbönskum flóttamönnum landvistarleyfi af þeim hópi sem hefst við á yfirráðasvæði sendiráðs Perú i Havana á Kúbu. Fólkið ruddist inn á sendiráðslóðina eftir að kúbönsk stjórnvöld hættu að veita sendiráði Perú lögregluvernd um óákveðinn tíma. Heimildum ber ekki saman um fjölda flóttamannanna. Starfsmenn sendiráðs Perú segja fjöldann 10.875, en aðrir fullyrða að þær tölur séu stórlega ýktar. Getum er að því leitt að fólkið hafi gefið sendiráðsmönn- um upp nöfn ættingja og vina sem ekki tókst að komast inn á sendiráðs- lóðina. Kúbönsk stjórnvöld tala opinberlega um flóttafólkið sem < 3.000 „róna, glæpamenn, amlóða og Fidel Castro Kúbuleiðtogi: „Rónar, glæpamenn, amlóðar og aumingjar” flýja land. aumingja.” í Perú eru flugvélar ferðbúnar til Kúbu til að ná í 1.000 Kúbumenn sem fá landvistarleyfi í Perú. önnur riki ætla líka að aðstoða flóttafólkið. Spánn tekur við 500 manns, Costa Rica 300 og Bólivía, Kólumbía, Ecuador og Venezúela ótilteknum fjöla. Kúbönsk stjórnvöld sjá fólkinu á sendiráðslóðinni fyrir mat, vatni og læknisaðstoð. Þau hafa gef- ið út 3.000 vegabréf sem heimila flóttamönnum að fara úr landi þegar landvistarleyfi er fengið. Kúbanskur læknir lét hafa eftir sér að ef stór hluti fólksins verði ekki fluttur á brott þegar í stað sé stórhætta á að drepsóttir geri vart við sig með alvar- legum afleiðingum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.