Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 11

Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 11
ÖAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. 11 Finn Lynge þingmaður Grænlands hjá Efnahagsbandalaginu vill að stjörn Ankers Jörgensens i Danmörku beiti sér gegn fyrirætlunum kanadisku stðrfyrirtækj- anna. Margir Græniendingar eru hins vegar andvigir afskiptum Dana af eigin málum. Þegar Anker var þar f heimsókn á Grænlandi lét ungur maður andúð sfna f Ijós með þvf að kasta eggi f forsætisráðherrann. Ekstrabladet segir í forystugrein sem ber heitið „Vitfirring í íshafinu” að þrátt fyrir'að Kanada kunni að hafa lagalegan rétt til að sigla olíu- skipum við vesturströnd Graenlands, þá verði að koma í veg fyrir að sigl- ingar hefjist. „Við gefum ekki græn- an eyri fyrir alþjóðlegt samstarf ef ekki er hægt að stöðva þessa firru með skynsamlegum umræðum aðila — Grænlands, Danmerkur og Kan- ada,” segir Ekstrabladet. inni. Minnst tiu sinnum á ári á svo oliuskip að fara þessa leið og „plægja” í gegnum isinn á gjöfulum veiðislóðum eskimóa við Thule. Grænlenzki þingmaðurinn Lynge fullyrðir að Kanadamenn hafi fegrað óhóflega áætlanir sínar í augum Dana. I þokkabót ætli þeir að hefjast handa um flutningana fyrr en þeir segja Dönum. Lynge hefur upplýs- ingar sínar m.a. frá kanadískum um- hverfisverndarmönnum. Vilja forðast átök við umhverfis- verndarmenn Kanadamenn eiga í vandræðum með að nýta gifurlegar olíu- og jarð- gasauðlindir sínar á norðlægum slóðum. Náttúruverndarmenn vilja ekki sjá olíuleiðslur frá lindunum og segja áhættuna sem tekin er allt of mikla. Þess vegna er gripið til þess ráðs að kanna möguleikana á flutn- ingi sjóleiðis. En ekki er hugað að möguleikum á siglingum meðfram ströndum Kanada eða vestan Baff- inslands. Allar áætlanir beinast að leiðinni suður með Grænlandsströnd- inni. En olíuskipaflutningarnir geta orðið skaðlegir þótt beinn olíuleki komi ekki af þeim. Samkvæmt upp- lýsingum frá Kanada er ætlunin að sigla 34 skipum, risaolíuskipum og minni skipum með búnað og vistir, í einni lest á grænlenzku siglingaleið- Gripið verði í taumana Finn Lynge vill að grænlenzka heimastjórnin og rikisstjórn Dan- merkur grípi þegar í stað í taumana og byggir afstöðu sína á grein 221 í uppkasti að nýjum hafréttarsáttmála sem Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur fjallað um. Þar er kveðið á um rétt strandríkja til ihlut- unar ef siglingar utan lögsögu þeirra ógna umhverfi. Ef ekki tekst að stöðva skipaflutn- ingana með olíu og gas meðfram Grænlandsströnd geta Grænlending- ar ekki annað en beðið og vonað að olíuskipin strandi ekki og brotni — eða að skipin sem hlaðin eru jarðgasi springi ekki i loft upp. Ef svo illa færi að skip með jarðgasi spryngi yrði það með krafti á borð við þann sem Hiroshima-bomban í Japan leysti úr læðingi í heimsstyrjöldinni síðari. Það hafa náttúruverndarmenn i Kanada fullyrt. ræktað land. Þá voru aðeins 7605 jarðir sem höfðu ræktað land 20 ha. eða meira. í fveim nyrstu fylkjunum, Finnmark og Troms, voru þetta ár 6185 jarðir þar sem einhver búskapur var stundaður. Á síðustu 10 árum hefur jörðum fækkað um 44 þúsund en á sama tima hefur jörðum fækkað um helming i tveimur ofannefndum fylkjum. Á síðustu tveim árum hefur verulega dregið úr fækkun jarða. Það eru aðeins 33% af bændum sem hafa framfæri sitt nær eingöngu af landbúnaðarframieiðslu en 47% bænda hafa meiri hluta tekna sinna af öðru en landbúnaði. Búskaparskilyrði eru mjög breyti- leg i Noregi. Vaxtardagar eru frá þvi að vera um 100 og upp í 220 daga. Margar jarðir eru í bröttum fjalls- hlíðum þar sem litilli tækni verður viðkomið og viðast hvar eru rækt- unarskilyrði erfið og litlir möguleikar til stækkunar. Þrátt fyrir allt þetta er meginstefn- an í norskum landbúnaði að viðhalda byggð um allan Noreg og að bænda- fólk hafi sambærilegar tekjur og launþegar fyrir sama vinnuframlag. Einnig hefur verið lögð áhersla á að fólkið í sveitunum fái sömu félags- legu réttindi og þéttbýlisbúar. Bændur semja við ríkisstjórnina Árið 1950 voru teknir upp beinir samningar milli fulltrúa bænda og rikisstjórnarinnar um verðlags- og kjaramál landbúnaðarins. Þá var mörkuð sú stefna að bændafólk ætti rétt á sömu tekjum og launþegar. Því markmiði hefur ekki verið náð enn en munurinn hefur stöðugt minnkað. Félagslegar umbætur í landbúnaði Kjallarinn AgnarGuönason hafa orðið mjög miklar á þessum 30 árum. Allir bændur og makar þeirra eiga rétt á orlofi en orlofsféð greiðist úr ríkissjóði. Verði bóndi veikur eða maki hans greiðir ríkissjóður kaup afleysingamanns. Þá greiðir ríkis- sjóður einnig kaup afleysingamanna sem starfa hjá bændum vegna frí- daga þeirra sem koma í stað helgar- frí@ launþega. Svæðaskipting í Noregi Noregi er skipt niður í 8 fram- leiðslusvæði. Bein framlög til bænda miðast að nokkru við þessa svæða- skiptingu. Hún var eingöngu gerð í ✓ Krafa um opinbera dómsrannsókn Nýlega skýrði Dagblaðið Vísir frá þvi að skuldakröfur á hendur verk- takafyrirtækinu Sigurmót hf > Garða- bæ næmu um 350 milljónum króna enda þótt ekki væru fram komnar allar kröfur. Það vekur mikla undrun þeirra sem keyptu íbúðir af Sigurmót hf., hversu há þessi upphæð er þegar tillit er tekið til hve miklu var ólokið af umsömdum framkvæmdum. Þá hafði verktakinn í mörgum til- vikum knúið fram að kaupendur greiddu ibúðirnar að fullu sam- kvæmt kaupsamningi gegn því að þeir fengju afsal enda þótt stórum hluta verksins væri ólokið. Ástæðan fyrir þvi að kaupendur þeirra ibúða sem lengst voru komnar í smíðum urðu að samþykkja víxla fyrir óunnum framkvæmdum var sú að ella áttu þeir á hættu að missa íbúðirnar vegna yfirvofandi gjald- þrots verktakans. Nú virðist það ekki hafa verið ætlun verktakans að Ijúka umsömdum framkvæmdum sem hefði getað réttlætt að nokkru kröfu hans um fyrirframgreiðslu gegn afhendingu afsals. Kaupendur hefðu getað sætt sig við orðinn hlut ef for- ráðamenn fyrirtækisins hefðu boðið þeim afsal fyrir íbúðunum á því byggingarstigi sem þær voru á þegar framkvæmdum var hætt enda hefðu kaupendur þá verið búnir að inna af hendi áfangagreiðslur samkvæmt samningi. Forstöðumenn fyrirtækisins gengu ekki hreint til verks og skýrðu fyrir kaupendum fjárhagsstöðu fyrir- tækisins og á það við Sigurð Kristins- son stjórnarformann og Sigurvin Snæbjörnsson framkvæmdastjóra. Þeir gáfu rangar upplýsingar um fjár- V Kjallarinn Kristján Pétursson hagsstöðuna, tímasetningar og niður- röðun ólokinna verkefna. Getu- og skipulagsleysi fyrirtækis- ins á nánast öllum sviðum var algjört. Dagdrauma framkvæmda- stjórans skildu engir nema hann. Enn erfiðara virtist að átta sig á fram- komu stjórnarformannsins, sem var i fyrstu hvers manns hugljúfi og vildi allra vandræði leysa. Hann átti með því ríkan þátt í að kaupendur inntu af hendi hinar óraunhæfustu greiðslur. Síðar fjarlægðist stjórnarfor- maðurinn viðsemjendur sína. Töldu þá íbúðarkaupendur fokið i flest skjól enda engrar aðstoðar að vænta frá bæjarstjórninni sem er vanmáttug og áhugalaus í slíkum efnum. Tapa hundruðum miíljóna Kaupendur hafa siðan leitað aðstoðar lögfræðinga til að reyna að ná fram rétti sínum en orðið litið ágengt þar sem réttarvernd er mjög takmörkuð í slikum málum. íbúðar- eigendur munu þvi tapa hundruðum milljóna. Nú fer þetta gjaldþrotamál til skiptaráðanda og annarra viðkom- andi aðila sem væntanlega kanna hvort íbúðarkaupendur hafa verið beittir ósannindum af hálfu verk- takans til að ná fram nauðungar- samningum. Athugað verður hvort allar greiðslur kaupenda til verk- takans hafa verið bókfærðar rétt og tímasettar og hvaða greiðslur fyrir- tækið hefur innt af hendi til stjómar- formanns, framkvæmdastjóra og lögfræðinga fyrirtækisins. Enn- fremur mun væntanlega athugað hvort byggingarsamþykkt Garða- bæjar hafi verið framfylgt, bæði er tekur til úthlutunar lóða- og eftirlits með byggingarframkvæmdum, hvernig þær íbúðir eru bókfærðar sem verktakinn seldi á síðari byggingarstigum vegna ágreinings við kaupendur, og hvernig gengið var frá bankaábyrgðum fyrir lántökum fyrirtækisins. Þegar fyrirtæki verður gjaldþrota með þeim hætti sem hér um ræðir hlýtur að sjálfsögðu að koma sú krafa frá kaupendum og öðrum viðskiptaaðilum Sigurmóts hf. að fram fari opinber dómsrannsókn á því, hvort viðskiptahættir fyrirtækis- ins hafi verið ólögmætir. Slík mál eru ekkert einkamál verktakans og tjóns- þola, heldur kunna þau í sumum til- vikum að heyra undir 248. grein hegningarlaga, þar sem segir: ,,Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.” Kristján Pétursson deildarstjóri. £ „Þegar fyrirtæki veröur gjaldþrota með þeim hætti, sem hér um ræðir, hlýtur að sjálfsögðu að koma sú krafa frá kaupendum og öðrum viðskiptaaðilum Sigurmóts hf., að fram fari opinber dómsrannsókn ...” þeim tilgangi að jafna aðstöðumun til búskapar. Þar sem búskaparskil- yrði eru erfiðust í N-Noregi fá bændur þar í nokkrum tilvikum hærri framlög eða styrki en bændur í öðrum landshlutum. Það hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með nálægð við landamæri Rússlands að gera. Framlög til landbúnaðarins Á síðastliðnu ári voru bein framlög til landbúnaðarins um 6 milljarðar norskra króna. Þessi framlög (styrkir) skiptast á allar búgreinar. Beinir rekstrarstyrkir eru áætlaðir á þessu ári 265 milljónir kr. (allar upp- hæðir eru miðaðar við norskar krónur). Upphæð styrkjanna til hvers bónda miðast við ákveðna stigagjöf en flest stigin fá minnstu jarðirnar. Rekstrarstyrkirnir eru óháðir framleiðslunni. Óafturkræf framlög til byggingar útihúsa eru frá 140 þúsund kr. og upp í 180 þúsund kr. Þá er miðað við hámarksframlög. Hæsta framlag er veitt til bænda í N- Noregi. Stuðningur við mjólkur- framleiðsluna Veittur er grunnstyrkur á alla inn- vegna mjólk i mjólkursamlögin. Samtals verður hann á þessu ári 235 miiljónir kr. Greiðsla á hvern lítra miðast við búskaparskilyrði, minnst er greitt 6 árar á hvern lítra en mest 39 aurar. Þá er greiddur svokallaður magnstyrkur. Þeir bændur sem fram- leiða minnst fá beinar greiðslur sem nema 60 aurum á hvern litra. Bændur sem leggja inn nteira en 30 þúsund litra fá fasta upphæð sent er nú 15.000 kr. á ári. Þá kentur fastur l'ramleiðslustyrkur sent greiddur er á alla ntjólk sem mjólkursamlögin taka á ntóti en hann er 45 aurar á hvcrn lítra. Sérstakur styrkur er greiddur til litilla mjólkursamlaga til að greiða niður vinnslukoslnað þeirra. Auk þess sent hér hefur verið talið greiðir ríkissjóður útflutningsbætur nteð mjólkurafurðum og tekur þátt að greiða niður verð umfrant fastar niðurgreiðslur þegar haldnar eru útsölur á smjöri í Noregi: Algjör jöfnun er á flutningskostnaði á ntjólk til ntjólkursamlaganna. Stuðningur við kjötframleiðslu Hliðstæður grunnstyrkur er á nautgripa-, kinda- og svínakjöti og svæðastyrkur vegna mjólkurfram- leiðslunnar. Samtals eru þessir grunnstyrkir i ár 153 millj. kr. Ríkis- sjóður greiðir flutningskostnað á sláturgripum til sláturhúsa og flutn- ing á kjöti milli slátursvæða. Verulegur stuðningur er veittur til fjárbænda. Bændur sem eiga 50 kindur eða færri fá greiddar úr rikis- sjóði 115 kr. á hverja vetrarfóðraða kind en 60 kr. eru greiddar á kindur umfram 50. Ríkissjóður greiðir niður ullarverðið á þessu ári um 38 millj- ónir króna. Aðrir styrkir Bændur fá verulegan styrk til vot- heysgerðar, greidd er föst upphæð á hvern rúmmetra sem þeir verka í vot- hey. Tilbúinn áburður er greiddur niður. Upphæð miðast við nettó- tekjur viðkomandi bónda; sá bóndi sem hefur litlar tekjur fær meiri niðurgreiðslur á áburðinn en sá sem hefur góðar tekjur. Þá fá bændur greitt úr rikissjóði á þeim svæðum þar sem smalamennskui cru erfiðar. Mjög mikill stuðningur er við kornrækt en korn cr ek.ki ræktað i N- Noregi. Margvíslegur stuðningur er vegna ræktunar grænmetis og yl- ræktar. Til byggingar á klak- og eldisstöðv- um eru veittir styrkir. Ríkissjóður greiðir allt að 70% af kostnaði við nýræklir. Þá greiðir rikið einnig verulegar upphæðir lil markaðsleitar erlendis fyrir norskar landbúnaðarafurðir. A siðastliðnu ári voru greiddir til landbúnaðarins 48 mismunandi styrkir. Ef ætti að gera nákvæma grein fyrir þeim öllum og skiptingu þeirra til bænda nennti sennilega eng- inn að lesa þessa grein til enda. Því verður numið staðar. Þó er rétt að benda Jónasi og þeim öðrum sem hafa sömu trú og hann á að stuðn- ingur við norska bændur er ekki sprottinn af ótta við Rússa. Norð- menn hafa valið þá leið að greiða verulegan hluta af kostnaði vegna landbúnaðarframleiðslunnar beint lil bænda úr sameiginlegum sjóði, auk þess sem vöruverð er greitt niður. Trúlega eru nokkrir „Jónasar” í Noregi en þeir eru mun færri en hér á landi miðað við fólksfjölda. Norsku „Jónasarnir” eru þó ekki svo langt leiddir að þeir telji stuðning við land- búnað á íslandi vörn gegn flota Rússa í Norðurhöfum. Agnar Guðnason blaðafulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.