Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 12

Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. Útboð Bygginganefnd Seljaskóla í Breiðholti óskar tiboðs í loka- frágang húsa nr. 3 og 6 við skólann (gerð innveggja, loft- ræstilagna, raflagna o.flr). Útboðsgögn verða afhent á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12 Reykjavík, frá og með mánudegin- um 14. apríl nk. gegn 150.000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á teiknistofuna ARKHÖNN sf., Óðinsgötu 7 Reykjavík, og verða þau opnuð þar föstu- daginn 2. maí nk. kl. 15.00 e.h. Byggingarkrani tiisö/u Tilboð óskast í byggingarkrana, KRÖLL K 80, þar sem hann stendur á lóð Húss verzlunarinnar við Kringlumýrarbraut. Upplýsingar á staðnum og í síma 83844. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir marzmánuð er 15. apríl. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 10. april 1980. Sauðárkrókur Til sölu er raðhús á tveimur hæðum. Upplýsingar gefnar í síma 95-5250. Tilleigu iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum. Jarðhæð 750 ferm, fullfrágengin með rúmu athafnasvæði utandyra. Efri hæðin er 1.050 ferm, leigist innréttuð eða óinnréttuð. Allar nánari upplýsingar i síma 32233. Tækniteiknari Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða tækniteikn- ara. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rafmagnsveitum ríkisins, Starfsmannadeild, Laugavegi 118.105 Rey kjavík fyrir 28. apríl 1980. KONI slá i gegn um allan heim Nokkrar staðreyndir: • bremsuhæfni eykst • dekkjaslit minnkar • orkueyösla minnkar • bíllinn liggur betur á vegi • lundargeö bifreiöastjóra og farþega stórbatnar • KONI höggdeyfa þarf einungis aö kaupa einu sinni í hvern bíl • órs ábyrgö • ábyrgöar og viögerðarþjónusta hjá okkur • ódýrastir miðað viö ekinn km • ekki bara góöir heldur þeir BESTU TVÍMÆLALAUST BESTU KAUPIN Tryggiö ykkur KONI höggdeyfa tlmanlega fyrir sumariö. Sérpöntum ef á þarf aö halda ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 TVEIR ULTU OG SEX BROTNUÐU Stutt frá rásmarkinu var mikil nunga a Drautinni og hér fljúga Iveir keppendanna, þeir Halldór Sigurþórsson á Peugeotinum og Páll Grímsson á VW-inum, yfir hana meö nll hjólin á lofti. Rallíkross BÍKR: bað var margt um manninn á fyrstu rallíkrosskeppni sumarsins sem Bif- reiðaíþróttaklúbbur Reykjavikur hélt á laugardaginn var. Keppnin var haldin á nýrri braut, sem BlKR hefur lagt í malargryfjunum í landi Móa á Kjalar- nesi. í fyrrahaust var gamla brautin þeirra, sem var á sama stað, eyðilögð, þegar steypustöðin þurfti að nota malarnámurnar til efnistöku, en nú hefur, eins og fyrr sagði, verið lögð ný braut á sama stað. Að þessu sinni tóku nítján keppendur þátt í keppninni og var þeim skipt í fimm riðla en árangur í riðlakeppninni ákvarðaði síðan um hvaða sæti keppendur kepptu í úrslita- keppninni. Svo sem búast mátti við gekk á ýmsu í keppninni og var árangur manna mjög mismunandi. Sumir áttu við bilarnir að etja, aðrir brutu bíla sína, þegar þeir lentu eftir langar flug- ferðir og enn aðrir féllu úr keppnini eftir að hafa rekizt harkalega utan i aðra bíla eða moldarbörð. Tveir keppendanna veltu bílum sínum. Önnur veltan varð fyrir hreinan klaufa- skap. Þegar sigurvegarinn úr einum riðlinum kom í mark ætlaði hann að beygja inn á viðgerðarsvæðið en var á of mikilli ferð svo að bíll hans rúllaði yfir á toppinn. Hin veltan varð í einni kröppustu beygju brautarinnar og átti sér stað í fyrsta hring eins riðilsins. Þá tróðust þrír ökumenn saman i beygjuna og skipti það engum togum að þeir klesstust allir saman. Vilmar Pedersen lenti í miðjunni á Saab bíl sínum og klesstist á milli hinna bílanna. Lyftist Saabinn upp og endastakkt síðan og stöðvaðist á hliðinni. Ekki urðu nein slys á mönnum þrátt fyrir að mikið gengi á í keppninni enda eru allar öryggiskröfur, sem gerðar eru til út- búnaðar bílanna og ökumannanna, miðaðar við það að slys geti ekki átt sér stað. Meðal þeirra öryggiskrafna sem gerðar eru er að á bílunum verður að vera sterkt veltibúr sem hindrar að toppur bílsins geti lagzt niður eða hliðarnar klesstst inn við veltur og á- rekstra. Sætin í bílunum verða að vera há og styðja vel við bak ökumannsins, auk þess sem við þau verða að vera fjögra punkta öryggisbelti. Auk þess verður ökumaður að vera í eldtraustum búningi og með öryggishjálm á höfði. í úrslitariðlinum, þar sem keppt var um fyrsta til fjórða sæti, voru einungis þrír keppendur, en sá fjórði, Jón Halldórsson, gat ekki mætt til keppni vegna þess að spyrna sem hélt aftur- hásingunni var brotin. En úrslitin urðu þau að í þriðja sæti varð Rúnar Hauks- son sem keppti á VW og var timi hans 5 mín. 53 sek. Annar varð Ásgeir Sigurðsson á 5 min. 21 sek., en Ásgeir keppti á Simcu 1100. í fyrsta sæti varð Einar Gíslason og var tími hans í úr- slitunum 5 mín. og 12. sek., en Einar keppti á VW. Jóhann Kristjánsson. Saabinn hans Vilmars Pedersens liggur á hiiöinni en keppinaular hans, sem léku hann svo illa í einni beygjunni, slá ekkert af og trylla áfram. l)B-myndir: Jóhann Kristjánsson. Hagnaður Amarf lugs tæpar 230 milljónir Afkoma Arnarflugs hf. var góð á síðasta ári. Það kom fram i ræðu Axels Gíslasonar stjórnarformanns Arnarflugs á aðalfundi félagsins, sem var haldinn síðastliðinn föstudag. Hagnaður til ráðstöfunar reyndist tæplega 230milljónir króna. í ræðu stjórnarformanns kom einnig fram að í ljósi nýrra markaðs- aðstæðna yrði Arnarflug að endur- nýja flugkost sinn, ef félagið á að geta staðizt þá samkeppni, sem fram- undan er. Eftir nána athugun á hagkvæmni véla, bæði rekstrar- og markaðslega, var komizt að þeirri niðurstöðu að vél af gerðinni B 737 mundi henta Arnarflugi bezt bæði á innlendum og erlendum markaðj. Samhliða þessum athugunum hefur félagið verið að kanna önnur verkefni til að brúa bilið þar til B 737 verður keypt. -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.