Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. 33 Hún hef ur innrammaða mynd af páf anum í Róm á veggnum í stof unni: Framliðnir eru til mik- ils gagns í mannheimi — litið viðhjá Sigurrósu huglækniá Hverfisgötunni „Ég hef alla tið fundið að ég er öðru visi en almennileg. Ég hef alltaf séð framliðið fólk og verið í huglækningu í nærri fimmtíu ár,” sagði Sigurrós Jó- hannsdóttir, 84 ára gömul kona ættuð frá Skíðsholti i Hraunhreppi. Við komum í heimsókn til hennar að Hverfísgötu 83 og sátum i góðu yfirlæti drjúga stund. Ekki fer fram hjá gestum í húsi Sigurrósar að gamla konan er trúuð vel. Á veggjum eru myndir og líkneski af frelsaranum. Og þar er líka stór innrömmuð litmynd af Jóhannesi Páli páfa í Róm. „Ungur maður keypti myndina af páfanum á Spáni og færði mér. Já, ég hef alltaf verið trúuð. Mér var kennt það ungri og held að heppi- legra sé að trúa,” sagði Sigurrós. Um dagana hefur fjöldi fólks leitað til Sigurrósar um lækningu eða aðstoð í erfiðleikum. Hún segist hafa á sínum snærum hóp af framliðnum islenzkum læknum, þjóðkunnum mönnum, sem hún sendir þeim sem þurfa og vilja njóta aðstoðar úr huliðsheimi við að fá bót meina sinna. Leitað er til hennar af fleiri orsökum. „Sumir vilja hjálp til að bjarga hjónabandinu. Oftast er það óreglan sem er meinvaldurinn. Óreglan er eyðilegging á lifi margs mannsins og það fyrir misskilning.” Illir andar allt í kringum okkur Hvernig skyldi svo árangurinn vera af aðstoðinni „að handan”? „Hann er góður,” svaraði Sigurrós að bragði. „Fólk mætti að vísu vera duglegra við að koma til min og láta mig vita hvernig farið hefði. En það sem ég veit með vissu, sýnir að fram- liðnir eru til mikils gagns í mannheimi. Mér hefur oft verið þakkað innilega fyrir hjálpina. Bæði af fólki sem fengið hefur iækningu og einnig þvi sem naut annars konar hjálpar. Það eru margir illir andar í kring um okkur. Hið vonda „Sumir koma til min og leita hjálpar I hjónabandscrfiðleikum. Oftast er það óreglan sem er meinvaldurinn.” Leitaöi til Sigurrósar með kvilla sína: „NÚ ER HEILSA MÍN ALLT ÖNNUR” sem sækir á okkur eru náttúrlega djöfl- ar. Ég heyri margar sögur, ekki allar fagrar. Kona skrifaði mér og sagði að karlinn sinn væri fullur af djöflum. Já, já, ég hef séð þá. Þetta eru Ijótar svartar verur sem gera illt. Ljósu ver- urnar gera gott. Ég vil hjálpa fólki við að losna undan áhrifum hins illa. Hafsteinn Björnsson miðill kemst oft í samband við mig, sérstaklega ef erfið- leikar steðja að á heimilum, illindi eða drykkjuskapur. Hann hefur alltaf gott til málanna aðleggja.” Tek við skilaboðum frá framliðnum „Ég hef líka samband við Ólaf Tryggvason frá Hamraborg og á mikið uppskrifað eftir honum. Nú, og svo get ég sagt þér að viku eftir að Árni Óla dó komst ég í samband við hann. Árni lét mig skrifa eftir sér pistil um móttök- urnar hinum megin og vildi láta birta hann. Ég tek skilaboð frá framliðnum, Ijóðum og vísum hvað þá annað! Ég tek á móti öllum sem til min leita, lifs sem liðnum. Erfiðast þykir mér að heyra í fólki sem tekið hefur líf sitt. Það sér undantekningarlítið eftir þvi að hafa fyrirfariðsér.” Ég sá f lugvél í regnbogalíki Sérðu fyrir atburði, til dæmis nátt- úruhamfarir, mannslát eða eitthvað slíkt? spyrjum við. „Nei, ég hef ekki fundið verulega fyrir því, nei, nei. Annars get ég sagt ykkur að Krafla er ekki dauð úr öllum æðum ennþá,” bætir hún við. „Þar eiga eftir að gerast meiri tíöindi.” En pólitik, sástu fyrir hvernig ríkis- stjórn við myndum fá? „Ég var stödd í húsi úti i bæ á að- fangadag. Þá sá ég sýn sem mér er minnisstæð,” sagði Sigurrós. „Ég sá undurfagra flugvél í regn- bogalíki og í henni voru sex menn sem ég þekkti strax: Bjarni, Sveinn og Pétur Benediktssynir, Herntann Jónasson, Tryggvi Þórhallsson og Ólafur Thors. Allt skörungar og sómamenn. Þeir höfðu áhyggjur af pólitíkinni og stjórnarmyndunintii og sögðu að þetta gengi betur ef menn færu að „tala saman af einlægni og bróðurhug.” Ég er fullviss um að fyrir þeirra áhrif var ríkisstjórnin mynduð,” sagði gamla konan ákveðin. Hvernig var þeim áhrilum beitt? „Með sambandi við Gunnar Thor- oddsen og Pálma Jónsson, sérstaklega Pálma,” svaraði hún samstundis. Óttastu dauðann? spurðum við að skilnaði. „Nei, það er mesta vitleysa að óttast hann. Dauðinn er i raun og veru ekki til, þetta eru bara fataskipti. En ég vil lifa lengur. Ég vil sinna minum störfum og verða að liði.” -ARH — segir Bjami Guðmundsson „Það leið ekki langur tími þar til ég fann aö breyting varð á heilsu minni til batnaðar. Það leyndi sér ekki að Hafsteinn stjórnaði heim- sókn andlegu læknanna þegar þeir komu i heimsókn til mín og varð ég iðulega var viö þá. Nú er heilsa min aJlt önnur og fæ ég aldrei fullþakkað þeim Hafsteini, Sigurrósuog öllurn læknunum sem stundað hafa mig meðást ogkærleika.” ' Reykvikingur að nafni Bjarni Guð- mundsson leitaði til Sigurrósar Jó- hannsdóttur i matmánuði 1978 vegna veikinda sem hann hafði átt við að stríða i 25—30 ár. Bjarni skrifaði stuttan pistil um reynslu sina og framangreind tilvitnun er tekin úr honum. Hann segir að Hafsteinn Björnsson miðill, „aðalstjórnandi Sigurrósar á milli heimarina”, og ónafngreindir læknar hafi læknað sig með aðstoö Sigurrósar. Bjami segist hafa setið fáeina miðilsfundi hjá Hafsteini fyrir nokkrum árum og „varð ekki fyrir vonbrigðum að neinu leyti. Fullkomnar sannanir fékk ég á þeim fundum um fram- haldslíf og andlega hjálp.” - ARH Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.