Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. AP.RÍL 1980.
15
Vanþróun í f iskútf lutningi:
AÐ DUGA EÐA DREPAST
Nú orðið eru menn hættir að
undrast það þegar sólþyrstir íslend-
ingar, nýkomnir heim, færa hneyksl-
aðir i frásögur sínar frá útlandinu
þennan venjulega þátt um verslunar-
ferðina þar sem þá rak í rogastans
þegar þeir sáu úrvalið, meðferðina og
verðið á fiskmeti þar ytra.
Engu að síður eru þeir enn til sem
eru haldnir þeirri merkilegu áráttu að
vilja kynna sér mál eins og þetta
betur og þess vegna getur að líta á
hverju ári eina og eina blaðagrein þar
sem hinn hneykslaði utanlandsfari
heimtar að fá að vita af hverju í
ósköpunum við íslendingar förum
ekki eins að og aðrir, í fiskvinnslu.
Það er leiðindasaga, en sönn þó,
að áhugamenn um fiskiðnað hér-
lendis fá yfirleitt ekki önnur svör frá
hinum ýmsu aðilum fiskiðnaðarins
en þau, að fyrirkomulagið sé fínt eins
og það er og öðrum landsmönnum en
þeim sem ráða yfir iðnaðinum komi
þar að auki ekki við hvernig farið sé1
með málefni hans.
Samt er það nærri vikuleg biaða-
frétt að fiskiðnaðurinn sé á heljar-
þröm og allt auðvitað fjandans
kaupkröfum verkalýðsins að kenna.
Til að fá hugmynd um ástandið í
viðhorfum til nýbreytni á fram-
leiðsluháttum og sölumeðferð sem
líkleg eru til að gefa af sér meiri arð
en nú gerist er fróðlegt að hafa eftir-
farandi dæmi i huga:
Tækifærin
glatast
Frystihús eitt tók að frysta saltfisk
i neytendapakkningar fyrir innan-
landsmarkað. Sú hugmynd var kynnt
útflutningsaðila frystihússins, sem er
SH, að hann kannaði möguleika á
sölu vörunnar erlendis. SH vísaði
hugmyndinni hins vegar á bug og
taldi algerlega að óathuguðu máli að
markaður væri ekki til fyrir vöruna
erlendis. Þess ber að geta að vara
þessi er mjög lofuð af islenskum
neytendum.
Sama frystihús tók að framleiða
margs konar fiskmeti í neytenda-
umbúðir fyrir innanlandsmarkað og
afhenti nú SH sýnishorn til að kanna
möguleika á sölu á Englandsmarkaði
en aðili þar í landi á að sinna slíkum
verkefnum fyrir samtökin. 3 mánuðir
eru liðnir síðan sýnishornið var
afhent og þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir hefur SH ekki enn fengist til
að svara af eða á um niðurstöðu
könnunarinnar og virðist einna helst
sem sýnishornið hafi lent í maga ein-
hvers sælkerans. Annar útflutnings-
aðili hefur boðist til að hefja
markaðskönnun á sömu afurð en þar
sem frystihúsið á hlut í"SH þá verða
þau fyrst að gefa afsvar áður en aðrir
fá tækifæri.
Þetta sama frystihús og mörg fleiri
sitja nú með birgðir af ýsuflökum á
Englandsmarkað vörumerktar SH og
ekkert virðist ganga að losna við
þessar birgðir. Á sama tíma fullyrðir
annar útflutningsaðili að hann geti
selt umtalsvert magn af þessari afurð
straxog fyrir hærra verð.
Er það þá von að menn vilji fá að
vita hvað i fjandanum sé að gerast?
Það er kannski ætlun ráðamanna
þessa iðnaðar og reyndar lands-
manna allra að vísa hverju tæki-
færinu af öðru til að lappa upp á
efnahagslífið norður og niður og
segja að viðhald stöðugleika á ríkj-
andi mörkuðum verði að ráða ferð-
inni — mörkuðum sem eru einhverjir
þeir óstöðugustu á jörðinni? Að
minnsta kosti er svo að skilja á svari
óánægðs framkvæmdastjóra eins
frystihúsanna hérlendis í viðtali við
eitt dagblaðanna um daginn: Blm.:
„Hvers vegna hefur ekkert verið gert
í þessum fullvinnslumálum áður?”
Svar: „Ég held, að það stafi aðallega
af því að fiskvinnslan á íslandi er
meira og minna orðin að frysti-
geymslu fyrir þessar tvær úrvinnslu-
verksmiðjur sem eru starfræktar í
Bandaríkjunum.”
Svína- og
refafóður?
Er það raunverulega ætlun manna
eftir áratuga uppbyggingu að segja
hingað og ekki lengra, við höfum það
fint — og þar við situr — búið?
Það væri svo sannarlega alger van-
þekking á möguleikum þessa iðnaðar
og hættulegt kæruleysi í garð fram-
þróunar hans að halda áfram að selja
um 55% af afurðarmagninu úr
honum í svína- og refafóður fyrir
nánast ekki neitt (135 kr/kg) og
nærri allt það sem þá er eftir fyrir
verð sem mundi verða 25—35%
hærra ef þær afurðir væru fullunnar
og láta það bara gott heita. Við
getum mun betur og heppilegri
aðstæður en einmitt nú er varla hægt
að búast við að endist lengi.
Það er sama hvernig litið er á
dæmið — engan af veigamestu þátt-
unum skortir í það því íslendingar
hafa þá alla í hendi sér: hráefnið,
„Hráefniö, orkan, vinnuaflið og mark-
aöurinn, þetta er allt fyrir hendi. Er vilj-
inn fyrir hendi?”
Gytfi Garðarsson
vinnuaflið, orkuna, tækniþekking-
una, samgöngutækin og markaðinn.
Og eftir hverju er þá að bíða?
Englendinga vantar ferskfisk sem
sannreynt er að má vinna hérlendis í
neytendapakkningar og flytja sjóleið-
ina út áfallalaust. Mið-Evrópulöndin
eru æst í niðursoðna lifur héðan. I
Frakklandi er góður markaður fyrir
'gall. I Nígeríu er markaður fyrir
hertan kolmunna fyrir 75% af verði
þorskskreiðar. Og aldrei fyrr hafa
íslendingar átt jafnstórt tækifæri
sem í laxeldi til að bæta efnahag sinn.
Nú þegar er farið að örla á hreyf-
ingu með þjóðinni í þá átt að hefjast
handa um breytingar, t.d. varðandi
bætta stjórnun á framleiðslu, tilraun-
ir á nýjum framleiðsluháttum i átt til
fullvinnslu, stofnun samtaka um lax-
eldio.fi. og er það vel.
En ef menn vilja meiri árangur á
skemmri tima þá gerist það þvi aðeins
að almenn og öflug samstaða náist
með landsmönnum öllum um að rífa
íslenskan fiskiðnað upp af frum-
vinnslustiginu og flytja hann yfir á
fullvinnslustigið. Til þess að slikt sé "
framkvæmanlegt verður að taka mál-
efni fiskiðnaðarins föstum tökum og
það strax.
Hráefnið, orkan, vinnuaflið og
.markaðurinn, þetta er allt fyrir
hendi. — Er viljinn fyrir hendi?
Gylfi Garðarsson
námsmaður.
Innlent lán Ríkissjóðs Islands
______________1980 l.fl.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Fjármálaráðherra hefur f. h. ríkissjóðs
ákveðið að bjóða út til sölu innanlands
verðtryggð spariskírteini að fjárhæð allt
að 3000 milljónir kr.
Kjör skírteinanna eru í aðalatriðumþessi:
Skírteinin eru lengst til 20 ára, bundin
fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 15. þ. m.,
meðalvextir eru 3,5% á ári. Verðtrygging
miðast við breytingar á lánskjaravísitölu,
sem tekur gildi 1. maí 1980.
Skírteinin eru framtalsskyld, en um
skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer
eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga
eins og þau eru á hverjum tíma. Nú eru
gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t.
verðbætur,bæði taldar til tekna og
jafnframt að fullu frádráttarbærar frá
tekjum manna og þar með skattfrjálsar,
enda séu tekjur þessar ekki tengdar
atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi,
sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980.
Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum,
10, 50, 100 og 500 þúsund krónum, og
skulu þau skráð á nafn.
Sala hefst 15. þ. m. og eru sölustaðir hjá
bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum
um land allt, svo og nokkrum
verðbréfasölum í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja
frammi hjá þessum aðilum.
Apríl 1980
SEÐLABANKI ISLANDS