Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 19

Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. 19 'óttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ' . r um helgina. metá iígær lid ímikilli sókn varð Þórunn Guðmundsdóttir úr Ægi á 41,7 og þriðja Sigurlaug Guðmunds- dóttir, í Aá42,6 sek. Ólafur Einarsson sigraði siðan i 100 m flugsundi drengja á 1:16,2. Helgi Gissurarson, ÍBK varð annar á. 1:23,3 og Jóhann Björnsson, ÍBK þriðji á 1:23,5 min. Guðrún Ágústsdóttir, Ægi sigraði í 100 m bringusundi telpna á 1:21,7 en önnur varð Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, á 1:24,3. Þriðja varð svo Sigurlín Þorbergsdóttir, ÍA á 1:25,3 mín. Magni Ragnarsson frá Akranesi, sem er nýliði í landsliðinu, sigraði með yfir- burðum í 200 m bringusundi pilta. Synti hann á 2:37,4 sek. Annar varð Jón Ágústsson, Ægi á 2:55,3 og þriðji Sigurður Einarsson, UMSB á 2:58,3. í 50 m skriðsundi sveina sigraði Ragnar Guðmundsson, Ægi á 33,0 sek. Annar varð Jóhann Davíðsson, IA á 33,2 og þriðji Þorsteinn Þorsteinsson, ÍBK á 35,1 sek. Sigurlaug Guðmundsdóttir, ÍA sigraði í 50 m bringusundi meyja á 41,0 sek. og önnur varð Jóna B. Jónsdóttir á 41,1 sek. Þriðja varð svo Þórunn Guðmundsdóttir á 43,9. Í 4x 100 metra skriðsundinu sigraði sveit Ægis á 4:28,0 mín. Önnur varð B- sveit Ægis á 4:51,8 og þriðja sveit Ármanns á 5:10,9. I 4x100 metra skriðsundi pilta sigraði sveit ÍA á 4:17,0 og sveit Ægis varð önnur á 4.39,9 mín. Þriðja varð svo sveit Ármanns á 4:55,8. -SSv. 75. leikur Jóns Jón Sigurðsson lék sinn 75. lands- leik gegn Svíum og Kristinn Jörunds- son sinn 50. Þá lék Kristján Ágústsson sinn 20. landsleik gegn Dönum og Pétur náði sínum 20. gegn Finnum. Sjö met á Islands- mótinu í lyftingum Sjö íslandsmet voru sett á íslands- meistaramótinu í lýftingum, sem háð var ■ Laugardalshöllinni um helgina. Árangur á mótinu var mjög svipaður því sem bezt hefurgerzt áður á íslands- mótum en keppnin á milli þeirra Guðmundar Sigurðssonar og Guðgeirs Jónssonar i 90 kg flokknum var það sem vakti mesta athygli á mótinu. Vildi hvorugur láta sinn hlut átakalaust en Guðmundur endaði sem sigurvegari. Æðisgengin barátta var á milli þeirra í snöruninni. íslandsmetið þar var 145 kg fyrir keppnina Þeir hófu báðir að lyfta á 140 kg og fóru léttilega með það upp. Guðmundur lét þvi nœst hækka í 145.4 kg , sem var mettilraun. Upp fór það án teljandi erfiðleika og Guðmundur hafði bætt eigið met. Guðgeir lék þá hækka i 146 kg. Upp fór sú þyngd, og fór þá kl.ður um salinn. Guðmundur lét hækka i 147,5 kg en náði því ekki upp. Það gerði Guðgeir hins vegar og bætti þvi metið aftur. Guðmundur, sem er alræmdur fyrir sitt niikla keppnisskap, var ekki á þvi að sleppa metinu og bað um auka- tilraun. Bað hann um að 148 kg yrðu sett á lóðin. Með miklum átökum og látum tókst honum að ná þeirri þyngd upp og bættí þvf metið i fjórða sinn. Hins vegar fékk hann ekki nema 145,5 kg gild i sjálfri keppninni þar sem þetta var aukatilraun. En víkjum nú aftur aö gangi mála i léttari flokkunum. Keppni hófst í þeim á laugardag en skarð var fyrir skildi að keppendur voru engir í tveimur léttustu flokkunum, 52 og 56 kg. Þórhallur Hjartarsón frá Akureyri ætlaði þó að keppa i 56 kg flokki en reyndist 100 grömmum of þungur og varð að keppa i 60 kg flokki. Þar náði hann þriðja sætinu með 67,5 kg í snörun og 75 kg jafnhöttun. Annar varð Kristján Hauksson úr KR með 70 kg í snörun og 95 i jafnhöttun. Sigurvegari varð hins vegar Valdimar Runólfsson úr KR, sem lyfti 80 kg i snörun og 100 kg i jafnhöttun. í 67,5 kg flokki sigraði Viðar Eðvarðsson frá Akureyri. Lyfti 90 kg í snörun og 120 i jafnhöttun. í þeim flokkidatt ÞorvaldurB. Rögnvaldsson úr keppni. Freyr Aðalsteinsson frá Akureyri varð íslandsmeistari i 75 kg flokki. Hann náði mjög góðum árangri 1 snörun og tvíbætti íslandsmetið þar. Fyrst snaraði hann 125 kg og svo 127,5 kg en gamla metið var 122 kg. Hann jafnhattaði svo 145 kg og lyfti alls 272.5 kg, sem er nýtt met en gamla metið var 270 kg. Haraldur Ólafsson einnig frá Akureyri varð annar er hann snaraði 112,5 kg og jafnhattaði 152,5 kg. Árangur hans i jafnhöttuninni er bæði unglinga- og Íslandsmet. Alls lyfti hann þvi 265 kg. Þriðji varð Hermann Haraldsson frá Eyjum. Hann snaraði 102,5 kg og jafnhattaði 127,5, alls 230 kg. Þorsteinn Leifsson úr KR náði sínum bezta árangri til þessa og hann dugði honum til sigurs í 82,5 kg flokki. Hann snaraði 125 kg og jafnhattaði 167,5 kg. — alls 292,5 kg. Hann reyndi þarna við ólympiulágmarkið, sem er 300 kg, en var nokkuð langt frá þvi að ná því. Kristján Hjaltason frá Akureyri varð annar með 272,5 kg. Hann snaraði 122,5 kg og jafnhattaði 150 kg. Þriðji varð svo Gylfi Gíslason enn einn Akureyringurinn. Hann lyfti alls 260 kg — 110 kg i snöruninni og 150 kg i jafnhöttun. Guðmundur vann svo 90 kg flokkinn. Hann snaraði 145,5 kg í keppninni sjálfri og jafnhattaði 182,5 kg og lyfti þvi alls 327,5 kg. Guðgeir snaraði 147,5 kg og jafnhattaði 172,5 kg — alls 320 kg. Þriðji varð Guðmundur Helgason úr KR. Hann snaraði 140 kg, sem er mjög góður árangur hjá unglingi, en jafnhattaði ekki nema 160 kg. Hann reyndi við 170 kg, sem hefði orðið Norðurlandamet og þá hefði hann náð OL-lágmarki um leið. Hann fór létt með þyngdina upp á axlir en náði ekki að lyfta Jienni upp fyrir haus og missti því af lestinni að sinni. Birgir Borgþórsson sigraði i 100 kg flokknum. Hann snaraði 150 kg og jafnhattaði 187,5 kg. Alls 337,5 kg og er það hans bezti árangur. Gústaf Agnarsson sigraði í 110 kg flokki er hann snaraði 167,5 kg og jafnhattaði 200 kg. Alls lyfti hann þvi 367,5 kg og var það mesta þyngdin á mótinu. í 110+ flokki sigraði Jón Páll Sigmars- son úr KR. Hann snaraði 120 kg og jafnhattaði 150 kg. Alls 270 kg. Ágúst Kárason hóf keppni i þessum fiokki en varðaðhætta vegna meiðsla í hné. Þá var i lokin veittur bikar fyrir beztan árangur miðað við líkamsþyngd. Gústaf fékk 1. sætið og hlaut alls 235,94 stig. Annar varð Guðmundur Sigurðsson með 225,32 stig og þriðji Birgir Borgþórsson með 223,09.þ KR hlaut flest stig i félaga- keppninni — 32 talsins og sigraði í keppninni um félagsskjöldinn þriðja árið i röð. Akureyringar hlutu 18 stig, Ármann 5 og ÍBV 1. -SSv. Naumt tap gegn Pólverjum í gær — í Evrópumeistaramótinu íbadminton Islenzka badmintonlandsliðið lék i gærkvöld við Pólverja á Evrópu- meistaramótinu i Groningen í Hollandi. Þrátt fyrir góð tilþrif á köflum mátti landinn biða 2—3 tap. Rétt er að geta þess strax að Jóhann Kjartansson komst ekki utan með liðinu vegna veikinda en Sigurður Kolbeinsson fór i hans stað. Broddi Kristjánsson vann einliðaleik sinn gegn Pólverjanum vegna þess að hann meiddist í annarri lotunni. í einliðaleik kvenna mátti Kristin Magnúsdóttir bíða ósigur í tveimur lotum, 6—11 og 6—11. 1 tvíliöaleik karla léku þeir saman Sigfús Ægir Ámason og Sigurður. Þeim tókst að sigra mótherja sína 1 hörkuskemmtilegum leik. Fyrst sigruðu Pólverjarnir 15—13 og þá þeir félagar 17—16 og síðan örugglega 15—6 í þriðju lotunni. I tvíliðaleik kvenna töpuðu þær nöfnur Kristín Magnúsdóttir og Kristjánsdóttir fyrir sínum mótherjum. Fystu lotuna unnu þær þó 15—13 en töpuðu síðan 10—15 og 11 —15. í tvenndarleiknum léku þau Broddi Kristjánsson og Sif Friðleifsdóttir saman. Þau töpuðu afar naumlega fyrir Pólverjunum i hörkuleik. Fyrstu lotuna unnu Pólverjarnir 15—6 en síöan unnu þau Sif og Broddi 15—12. í þriðju iotunni voru þau svo kominn i 14—lOen töpuðu 14—17. í dag leikur landsliðiö tvo leiki. Fyrst gegn Portúgölum og siðan gegn ítölum. Takist vel upp ætti sigur að vinnast á báðum þjóðunum. Á morgun verðursvoleikiðgegnSviss. -SSv. Akumesingar með ann- an fótinn í aðra deildina —náðu jaf ntef li gegn Þór í f yrri leik liðanna, 27-27 Akurnesingar færðust skrefi nær sæti I 2. deild næsta vetur er þeir kræktu sér í dýrmætt jafntefli á Akur- eyri á föstudagskvöld. Þeir mættu þá Þór í leik um lausa sætið i 2. deild og lauk honum með jafntefli 27—27 eftir að einnig hafði verið jafnt i hálflcik 15—15. Akurnesingar eiga nú heima- leikinn eftir og óneitanlega eru þeir sigurstranglegri i þeim leik og voru reyndar klaufar að vinna ekki Þór fyrir norðan. Akurnesingar hófu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega þremur mörkum yfir, 7—4, og síðan áfram 8—5 og 9—6. Þá kom aftur á móti afleitur kafli og Þór komst yfir i 13—11. Með harðfylgi náðu Skaga- menn að jafna metin 15—15 fyrir hlé. Svo virtist sem Þórsarar myndu taka leikinn í sínar hendur í byrjun síðari hálfleiks er þeir komust í 19—16. En lánið er fallvalt og það kom oft i ljós i þessari viðureign. Skagamennirnir náðu að jafna, 20— 20, og komust síðan örugglega yfir 25—22 er 10 min. voru til leiksloka. Þeir virtust vera með unninn leik og hafa e.t.v. hugsað svo með sjálfum sér því þeir slökuðu á i lokin. Þegar 70 sek. voru til leiksloka var staðan 27—25 Akurnesingum i vil. Ekki tókst þeim að halda forystunni og Sigurður Sigurðsson jafnaði metin 5 sek. fyrir leikslok með þrumuskoti. Leikurinn var nokkuð grófur á köflum og var ljótt að sjá hvernig Þórsararnir tóku á móti Jóni Hjalta- lín. Hann mátti ekki komast í námunda við vörnina þá voru gler- augun umsvifalaust slegin af honum. Þeir Einar Sveinsson og Helgi Gunnarsson dæmdu leikinn og gerðu það ágætlega en hefðu mátt taka miklu fastar á brotunum á línunni því leik- menn komust upp með allt of mikla hörku. Varnarleikur liðanna var þó ekki upp á marga fiska hjá liðunum þrátt fyrir hörkuna og þá ekki mark- varzlan fyrr en undir lok leiksins. Þá varði Ómar Sigurðsson, markvörður Akurnesinga, m.a. tvö vítaköst laglega og Tryggvi í marki Þórs tók að verja nokkuð. Hjá Þór var Árni Stefánsson beztur og skoraði mörg falleg mörk af linunni af miklu harðfylgi. Þeir Sigtryggur og Sigurður áttu einnig góðan leik. Hjá Akurnesingum var Kristján Hannibals- son beztur en Guðjón var aðaldrif- fjöðrin í spilinu. Mörk Þórs: Arnar 6, Sigurður 6/1, Sigtryggur 5/2, Árni 4, Benedikt 2, Gunnar 2, Valur og Oddur 1 hvor. Mörk jA: Kristján 9/1, Jón 4, Haukur 3, Óli Páll 3, Guðjón 3, Daði 2, Þórður Bj. 2 og Gunnlaugur 1. Þór fékk 6 víta- köst en Akranes aöeins 1. -SSv. íþróttir Búbbiogfélag- artöpuðuígær Jóhannes Eðvaldsson og félagar hans i Tulsa Roughnecks mátti bíða ósigur í leik sinum gegn California Surf um helgina. Lokatölur urðu 3—2 Caiiforníu-liðinu í vil. Jóhannes skoraði gullfallegt mark i leik Tulsa og Washington Diplomats um sl. helgi og það tryggði Tulsa sigur. Úrslit annarra leikja i Bandaríkjunum urðu sem hér segir: Atlanta Chiefs—Toronto Blizzard 3—1 Detroit Exp.—New Engl. Tea Menl—0 F(. Lauderdale—Rochester 2—0 San Diego—Memphis Rouges 2—1 Chicago Sting—TampaBay 2—1 Los Angeles Aztecs—Portland I—0 Vancouver—Settle Sounders 2—0 Dallas—Houston 1—0 Cosmos—Minnesote Kicks 2—1 Wash. Diplomats—Philadelphia 3—1 Fort Lauderdale er nú efst i keppn- inni með 26 stig. Dailas Tomadoer með 23. Þá kemur Tampa Bay Rowdies með 18 stig og siðan Tulsa Roughnecks ásamt nokkrum öðrum liðum með 17 stig. Inter með örugga forystu Úrslitin i 1. deild á ítaliu urðu sem hér segir: Avellino — Ascoli 2—2 Fiorentina — Cagliari 1—1 AC Milan — Bologna 4—0 Perugia — In.er Milanó 0—0 Pescara — Cantanzaro 1—1 Roma — Juventus 1—3 Udinese—I.azio 1—1 Torínó — Napólí 0—0 Inter hefur enn örugga forystu en Juventus á örlitla möguleika á að ná þeim. Með þvi að sigra í þremur síðustu leikjum sinum og að Inter tapi sínum þremur verða liðin jöfn. Anzi fjar- lægur möguleiki. Gentile, Scirea og Bettega skoruðu mörk Juvlentus i gær. Real Sociedad enn án taps Sigurganga Real Sociedad heldur enn áfram á Spáni og liðið hefur nú leikið 29 leik i röð án taps. Real Madrid er enn í rassinum á þeim með jafnmörg stig og verður gaman að fylgjast með lokasprettinum en nú eru 5 umferðir til loka keppninnar. Úrslit urðu sem hér segir í gær: Espanol — Valencia 'l—1 Las Palmas — Barcelona 0—1 Atl. Bilbao — Vallecano 4—1 Atl. Madrid — Almeria 4—1 Sevilla — Real Zaragoza 2—1 Malaga — Real Betis 1—0 Burgos — Real Madrid 1—2 Sporting — Salamanca 0—0 Hercules — Sociedad 0—0 Efstu liðin eru nú: Real Sociedad 29 15 14 0 41—15 44 Real Madrid 29 18 8 3 58—29 44 Sporting Valencia 29 14 6 9 41—29 34 29 11 11 7 46—36 33 Atl. Bilbao 29 14 4 II 46—37 32 Las Palmas 29 13 5 11 35—39 31 Víkingssigur Víkingur sigraði Þór 26—15 í síðasta leiknum i 1. deild kvenna. Staðan i hálfleik var 13—6 Víkingi í vil. Þór verður þvi að leika aukaleiki vð Ármann um lausa sætið i 1. deildinni. Þessi leikur var upphaflega settur á í Laugardalshöll kl. 19 í gær en var svo skyndilega færður fram til kl. 14 og leikinn að Varmá. Við því varð ekki séð hér á DB og því enginn maður okkar á staðnum. Á morgun kl. 19 leika Þróttur og ÍR fyrri leik sinn um luu.su sætið í 1. deild. Siðari leikurinn verður svo á fimmtudag á sama tíma. Báðir leikirnir fara fram i Höllinni. Á miðvikudag leika KR og KA kl. 19 i Höllinni um sæti í úrslitum bikarkeppni HSÍ en Haukar hafa tryggt sér hitt sætið. Ráðgert er að úrslitin i bikarkeppninni fáist 23. april og verði þá um kvöldið einnig leikið til úrslita i bikarkeppni 2. flokks og meistaraflokks kvenna. Fram er þar komið i úrslit og mætir Ármanni eða Þór.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.