Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. 23 v ■ v-' i 1 j Spjallað saman eftir œfingu á síðasta leikriti Jökuls Jakobssonar, I öruggri horg. Helga Bachmann lengst til vinstri, þá Valur Júlíusson sviðsmaður, Þorsteinn Gunnarsson leikari, Guðný Halldórsdóttir aðstoðarmaður leikstjóra, Dóra Einars- dóttir yfirsaumakona og Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri. Hann leikstýrír leikritinu. DB-myndir: Hörður. Nýir leikarar í aðal- hlutverkum Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur sat nánast i tvö ár samfleytt i Lands- hókasafninu við að grafa upp þetta leikrit. Það þótti vel við hæfi að sýna það nú á afmælisárinu þar sem Sig- urður varð fyrstur manna til að minnast á þjóðleikhús. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir leikritinu og er þetta í fyrsta skipti sem hún leik- stýrir i Þjóðleikhúsinu. Með aðal- hlutverkin fara tveir ungir leikarar sem ekki hafa áður leikið á stóra sviðinu, þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Árni Blandon, sem nýkominn er heim frá leiklistarnámi í London. Einn annar leikari sem aldrei hefur leikið í Þjóðleikhúsinu áður fer með eitt hlutverkið. Það er Þráinn Karls- son sem leikið hefur í mörg ár hjá Leikfélagi Akureyrar. Þjóðleikhúsið fékk hann „í skiptum’’ fyrir Árna Tryggvason sem nú er á Akureyri. Konur eru skrímsli, sögðu útilegumenn- irnir Leikritið segir frá strák sem alizt hefur upp hjá útilegumönnum. Hann hefur aldrei kvenmann augum litið og hefur honum alla tíð verið sagt að kvenmenn séu ógeðsleg skrimsli. Það kemur þó að því að strákur hittir fyrir stúlku og veit að sjálfsögðu ekki annað en hún sé strákur. Forsaga leiksins er sú að móðir drengsins — sem var af góðum ættum — verður ófrísk. Foreldrar hennar vilja senda hana í klaustur en hún strýkur upp í fjöll. Hún á barnið í fjöllunum og deyr en útilegumenn taka drenginn að sér og ala hann upp. Þeir vilja að sjálfsögðu ekki missa hann til mannabyggða og þess vegna segja þeir honum að konur séu skrímsli. Þórhildur notar tæknina mikið í þessu leikriti og á sviðinu myndast stórir skuggar Tinnu og Árna er þau mætast á fjöllunum. Skuggarnir eru siðan látnir tala með hreyfingum þeirra Tinnu og Árna. Er þetta sér- lega skemmtilegt og óvenjulegt hjá Þórhildi. I leikritinu eru alls 20—30 hlutverk. sérlega erfitt. A frumsýningunni á sumardaginn fyrsta gera áhorfendur sér varla grein fyrir vinnunni sem að baki liggur heldur fylgjast aðeins með þeim Tinnu og Árna með athygli. Hefur sett upp fjöru- tíu leikmyndir Ekkert leikrit verður sýnt án leik- mynda og búninga og því gengum við upp tröppur, eftir göngum, í gegnum herbergi og aftur upp tröppur og inn ganga til að finna Sigurjón Jóhanns- son leikmyndateiknara. Sigurjón hefur starfað við Þjóðleikhúsið siðan 1972. „Ætli ég hafi ekki sett upp i kringum 40 leikmyndir hér í Þjóð- leikhúsinu,” segir hann. Sigurjón ákveður hvernig sviðið lítur út í hverjtim þætti, hvernig búningum leikendurnir eru í, hann velur efni, liti og ótalmargt fleira. Eftir þriggja mánaða undirbúning fyrir sýningu ákveða Sigurjón og ljósameistari í Árni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir á œfingu á stóra sviðinu. Á myndinni sjást vel þcer skuggamyndir sem rcett er um I texta. Þjóðleikhúsið var vlgt 20. apríl 1950. Þá nam byggingarkostnaður þess 21.195.000.00. Guðjón Samúelsson prófessor, húsa- meistari ríkisins, gerði uppdrcetti að húsinu. DB-mynd: Jim Smart. Brlet Héðinsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson i einu atriði I leikriti Jökuls, I öruggri horg. Síðasta leikrit Jökuls < Á litla sviðinu verður frumsýnt I maí leikritið í öruggri borg eftir Jökul Jakobsson. Er þetta siðasta leikritið sem Jökull lauk við áður en hann lézt. Með hlutverkin í öruggri borg fara Briet Héðinsdóttir, Bessi Bjarnason, Helga Bachmann og Þor- steinn Gunnarsson. Eitt hlutverk verður í viðbót í leikritinu en að sögn Sveins Einarssonar þjóðleikhús- stjóra, sem leikstýrir leikritinu, er það hlutverk leyndarmál enn sem komið er. Þeir eru án efa margir sem dreymir um að komast á fjalir Þjóðleikhúss- ins og fá að spreyta sig á einhverju hlutverki. Ef allir vissu hins vegar hvílík vinna og hvílíkt þolinmæðis- verk það er að koma upp sýningu þá er ég hrædd um að margir mundu missa móðinn. „Ég myndi deyja úr hita!" Við Hörður Ijósmyndari fylgdumst með æfingum á báðum þessum leik- ritum sem að ofan er fjallað um og þar sáum við og heyrðum ýmislegt sem okkur hefnr aldrei dottið í hug að væri hugsað út í. Á litla sviðinu sátu leikararnir ásanit leikstjóra og yfirsaumakonu og ræddu fram og aftur um búninga sem heppilegastir væru á hvern leik- ara fyrir sig og í hvern kafla leikrits- ins. Allt verður að passa saman, andrúmsloftið, klæðnaðurinn og hreyfingar. „Það væri svolitið smart að Briet væri í peysusetti, prjónakjól og peysu yfir. Það er svona alveg nýlt og ekki komið ennþá í tízku hérna heima,” sagði Dóra Einarsdóttir yfir- saumakona. ,,Oh, þú veizt ekki hvað cr hræðilega heitt hérna á litla svið- inu. Það lekur svitinn af okkur leikurunum eftir nokkrar minútur. Ég myndi deyja úr hita í prjónakjól,” sagði Bríet þá, og áfram halda samræðurnar og vangaveltur um hvernig bezt væri að Bríet væri klædd í fyrsta þætti leikritsins. Beinn í baki og magann inn! Á sama tíma situr Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri í salnum og æfir skuggamyndirnar með Tinnu og Árna. „Árni! Þú verður að vera beinn i bakinu, settú magann inn. Hægri fóturinn verður að vera aðeins fyrir aftan hinn,” kallar Þórhildur úr salnum og Árni hneigir sig og beygir eftir hennar óskum. Síðan er atriðið æft aftur og aftur enda virðist það sameiningu hvernig Ijósin skuli vera á sýningunni. Önnum kafnar saumakonur Sigurjón fer með okkur inn i saumastofu. Þar sitja þrjár sauma- konur og sauma búninga af fullum krafti. Saumastofan erörlitil en þrátt fyrir það er hún yfirhlaðin verk- efnum. — Verður að saunia nýja búninga fyrir hverja sýningu? Það eru aldrei notaðir aftur söntu búningarnir. Oft er unnið upp úr gömlum búningum en við reynum að geyma eins mikið og hægt er. Ef ákveðin sýning er endurvakin þá eru sömu búningar notaðir. En það er mjög óvanalegt,” segir Sigurjón. — Er það alltaf sami maðurinn sem teiknar leikntynd og búninga? „Yfirleitt er það en við stærri sýn- ingar, t.d. óperur, er þvi iðulega skipt. Fyrir Smalastúlkuna þarf að sauma fjörutíu búninga og þær eru því mjög uppteknar saumakonurnar. Ef tvær frumsýningar eru um sama leyti þá er varla að þær geti annað öllu sem þarf að gera. Það kom l yrir i vetur, þegar Óvitarnir og Kirsuber voru frumsýnd samtimis. Það þurfti að sérsauma alla búninga á börnin og þetta varð ógurleg vinna,” segir Sigurjón. Sýningin er á enda Við Hörður erum margs visari eftir þetta ferðalag okkar og hér er margt sem hefur komið ok kur á óvart. Fnnþá eru starfandi nokkrir leikar- anna sem hófu störf i upphafi Þjóð- leikhússins og má þar nefna Herdisi Þorvaldsdóttur, Róbert Arnfinnsson, Baldvin Halldórsson, Val Gislason og Ævar Kvaran. Einnig var okkur sagt frá Kristni Daníelssvni sem hcfur stillt Ijósin allar götur siðan 1950. Þjóðleikhúsið á heilmikla sögu að baki og ennþá meiri efiaust framundan. í þessu húsi fara marg- visleg störf fram og hart er unnið. Það sjáum við bezt, áhorfendurnir, er við tyllum okkur i þrjáliu ára sætin og horfunt á sýninguna á sviðinu: leikritið sem tugir manna hafa lagt í mikla vinnu svo við getum skemmt okkur sem bezt og notið ánægjulegr- ar kvöldstundar. Leikaranum hlýtur líka að hlýna um hjartaræturnar og gleyma erfið- inu þegar við klöppum hann upp í enda sýningar. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.