Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Svar frá Skíða- ráði ísafjarðar — Áhyggjuefni að hafa Sæmund við stjómvölinn Skíðaráð ísafjarðar svarar Sæmundi Óskarssyni, formanni Skíðasambands íslands. Sæmundur Óskarsson, formaður SKÍ skrifaði grein i Dagblaðið og Vísi þann 10. apríl, þar sem hann ræðst að skiðalandsliðinu og þá sérstaklega einum iandsliðsmanni, Sigurði Jóns- syni frá ísafirði. Um þessi skrif viljum við segja þetta: A nýloknu skíðaþingi nú um páskana ásakaði stjórn SKÍ aðildar- héruð og skíðamenn fyrir að birta ágreining okkar i dagblöðunum, það leysti ekki vandamál, það sundraði kröftum okkar og veikti stöðu heildar- samtakanna. Nú bregður svo við að formaður SKÍ, Sæmundur Óskarsson, skrifar þá ósvífnustu grein sem lengi hefur sést á prenti. Þessi grein skrifar hann án samráðs við aðra stjórnar- menn sambandsins. Þaö má segja að með þessari grein sýni hann öðrum stjórnarmönnum sambandsins slika lítilsvirðingu aö ekki verður Við unað, einnig birtir Sæmundur almenningi hug sinn til landsliðsmanna og þá sérstak- lega til Sigurðar Jónssonar, því að þessi grein er ekkert annað en dylgjur og hrein lygi. Það er okkur verulegt áhyggjuefni að við stjórnvöl skíðasam- bandsins skuli vera maður svo ómerki- legur og illa innrættur sem Sæmundur Óskarsson lýsir sér best með þessum skrifum. Við höfum því ákveðið í samráði við okkar mann í aðalstjórn SKÍ, Ingvar Einarsson, að hann segji sig úr stjórninni. Ástæðan er Sæmundur telur vera fyrir því að Sigurði hafi ekki gengið eins vel síðast- liðina tvo vetur og stefnt hafi verið að er algjör fásinna og uppspuni. Sæmundur hefði átt að láta reiðina renna aðeins af sér áður en hann greip penna í hönd því hann veit miklu betur sjálfur. Sæmundur ætti að hugleiða það að árangur Sigurðar hefur ekki verið eins góður eftir að hann tók við stjórn SKÍ því Sæmundur hefur lagt mikið meira upp úr því að ná peningum út úr skíðafyrirtækjum út á Sigurðar nafn heldur en að hann fengi þá æfingu sem hann þyrfti og hefur Sæmundur viljað hafa Sigurð eins og eitt peð á taflborði sinu, en það cr einmitt það sem Sigurður hefur ekki viljað við una. Skíðaráð ísafjarðar neitar því harð- lega að samskipti okkar og Sigurðar séu ekki í góðu lagi, eins og Sæmundur vill gefa í skyn. Við viljum koma því á framfæri að við eigum Sigurði mikið að þakka og þann stuðning sem við höfum veitt honum höfum við fengið ríkulega til baka, með góðum árangri hans erlendis sem innanlands auk aðstoðar hans hér heima. Skíðaíþróttin í heild á honum einnig mjög mikið að þakka. Aldrei hefur íslendingur náð öðrum eins árangri erlendis ogengini hefur auglýst skíðaíþróttina meira en hann. Að lokum viljum við beina þeim tilmælum til Sæmundar Óskarssonar að hann sjái sóma sinn í því að biðja viðeigandi aðila afsökunar opinber- lega. Skíðaráð Ísafjarðar. Hreinn Pálsson Elías Sveinsson Hafsteinn Sigurðsson Davíð Ljöskuldsson Garðar Gunnarsson Guðjón Höskuldsson Samúel Gústafsson Sigurlið Akrancss I 2. deild kvenna. Frá vinstri i aftari röð: Þröstur Stefánsson, formaður ÍA, Ragnhildur Sigurðardóttir, Laufey Sigurðardóttir, Sigurveig Runólfsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Kristln Aðalsteinsdóttir, Valdimar Björgvinsson, formaður handknattleiksráðs Akraness. Fremri röð frá vinstri: Elisa- bet Jónatansdóttir, Kristfn Reynisdóttir, Kristfn Brandsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir og Sigurður Halidórsson, þjálfari liðsins. DB-mynd: - SSv. Skagastelpur í 1. deild —ef tir samanlagðan sigur á Ármanni í tveimur úrslitaleikjum Handknattleiksstúlkurnar ungu af Akranesi brutu blaö f íþróttasögu bæjarins er þær tryggðu sér sæti i t. deild kvenna með þvi að ná jafntefli við Ármann, 11—11, í íþróltahúsinu i Hafnarfirði á laugardag í æsispennandi leik. Jafnteflið nægði þeim til sigurs í deildinni því þær unnu fyrri leikinn á Akranesi, 17—15. Ármann hafði þó yfirhöndina nær allan timann og leiddi t.d. 6—4 í hálf- leik. Þegar svo Ármann skoraði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleiknum virtist allt vera runnið út i sandinn. Hvorki gekk né rak hjá Skagadömun- um og þegar 10 mín. voru til leiksloka leiddi Ármann, 10—6. Þá kom geysi- kröftugur kafli af hálfu ÍA og þær skoruðu 4 mörk á aðeins bremur mínútum. Staðan orðin jöfn, 10—10, og allt gat gerzt. Stuðningsmenn ÍA, sem höfðu fjölmennt ofan af Akranesi, létu heldur betur í sér heyra og hvöttu lið sitt af miklum krafti. Ármann náði forystunni á nýjan leik með marki Guðnýjar Guðjónsdóttur en Guðfinna Rúnarsdóttir jafnaði fyrir Skagastelpurnar með góðu ntarki eftir að Ármann hafði misst Erlu út af í 2 mín. Undir lokinn var mikill darraðar- dans stiginn og þá varði markvörður Akraness m.a. vítakast á einkar glæsi- legan hátt. Lokatölur urðu því 11 — 11 og öruggt er að annar eins hávaði hefur ekki verið í háa herrans tið á kvenna- leik í handbolta. Mörk jA: Ragnheiður 4/1, Laufey 3, Kristín, Hrefna, Guðfinna og Ragn- hildur eitt hver. Mörk Ármanns: Guðrún 6/2, Áslaug 3, Guðný og Hjördís eitt hvor. -SSv. Hver er tilgangur Sæmundar Óskarssonar? Formaður Skíðasambands Islands, Sæmundur Óskarsson, ritar hinn 10. þ.m. grein i Dagblaðið og Vísi. Að minni hyggju er greinin svo fyrirlitleg, þegar haft er i huga að hér er um að ræða leiðtoga ungs fólks, að ekki cr hægt með ttokkru móti að láta henni ósvarað. Það hefur lengi verið vitað að samband landsliðsmanna og formanns stjórnar Skíðasambandsins hefur ekki verið upp á það besla, og nægir í þvi sambandi að vísa til síðasta Skiðáþings. Tilefni fyrrnefndar greinar mun hinsvegar vera þlaðaviðtöl við Hauk Jóhannsson núverandi íslandsmeistara í stórsvigi og Sigurð Jónsson íslands- meistara i svigi. í þessum blaðaviðtöl- um er ekki tíundað af hverju óánægja þeirra stafar, hinr vegar lýsir Sigurður því yfir, að hann muni ekki keppa á vegum Skíðasambandsins meðan áður- nefndur greinarhöfundur er formaður þess. Áður en lengra er haldið er rétt að fram komi að undirritaður er mágur Sigurðar Jónssonar, og að Sigurður býr á heimili hans þegar hann er hérlendis, þar sem foreldrar hans eru búsettir erlendis. Þar að auki er málið mér skylt vegna þess að á nýloknu Skíðaþingi á Akureyri var ég kosinn í stjórn Skíða- sambandsins. Til fróðleiks vil ég upplýsa að kvöldið áður en hin dæmalausa grein formannsins birtist í dagblööunum var fyrsti stjórnarfundur nýkjörinnar stjórnar. Á þessum fundi voru mættir 6 stjórnarmeðlimir auk formanns, serri sá ekki ástæðu til þess að segja þeim frá umræddri grein, sem hann undirritar þó sem formaður S.K.Í. Ef til vill segir þessi framkoma meira en mörg orð. Um leið og ég nú ræði nokkur atriði úr grein Sæmundar, sem blaðamaður Dagblaðsins gefur yfirskriftina „Landsliðsmenn sakaðir um fyllerí” en sem er þó fyrst og fremst svívirðilegur rógur um Sigurð Jónsson, mun ég drepa á nokkur atriði úr ferli Sigurðar sem skíðamanns. Sæmundur segir: „Aldrei fyrr hefur sá afburðaefnilegi skíðamaður Sigurður Jónsson fengíð annað eins tækifæri til að þróa hæfileíka sína á erlendri grund. í allan fyrravetur var hann kostaður af S.K.Í. til að æfa og keppa með sænska landsliðinu”. Vill Sæmundur með þessu segja að honum sé ókunnugt um að eftir ólympíuleikana 1976, þar sem Sigurður Jónsson með góðum árangri, býðst honum fyrir milligöngu Þóris Jóns- sonar, fyrrverandi formanns S.K.Í. og Hákons Ólafssonar þáverandi for- manns, að æfa og keppa með sænska landsliðinu. Hóf hann þær æfingar haustið 1976. Þann vetur tók Sigurður þátt í mörgum mótum með sænska landsliðinu. Á mörgum þessara móta náði hann mjög athyglisverðum árangri, og má í því sambandi nefna sigur í tveimur sterkum FlS-mótum, annað haldið i Frakklandi en hitt í Noregi. Var hann á þessum tíma álitinn einn af 3 iíklegustu sigurvegurum á Evrópumeistaramóti unglinga sem haldið var í Júgóslavíu, enda var aðeins einn keppandi þar með betri FIS- punkta en Sigurður, en það var Búlgarinn Popangelov, sem í dag er einn besti svigmaður heims. Nokkrum dögum'' fyrir keppnina meiddist Sigurður illa í baki og gat þar af leiðandi ekki tekið þátt í þessu móti. Næsta sumar lenti Sigurður i slysi sem olli þvi að sumaræfingar fóru for- görðum. Skíðaæfingar hófust svo ekki að gagni fyrr en um miðjan desember með sænska landsliðinu, og æfði hann með því fram að heimsmeistaramótinu 1978. Þar náði hann besta árangri sem íslenzkur skiðamaður hefur náð, þ.e. 13. sæti i svigi. Ég tel nauðsynlegt að rifja þessi at- riði upp, þar sem Sæmundur Óskars- son virðist ekki þekkja þessa sögu, þ.e. árin áður en hann tók við forystu Skíðasambandsins. Hins vegar ætla ég honum að kanna fjárútlát sambandsins fyrir Sigurð á þessum árum, en kostnaðinn báru að stórum hluta velgjörðarmenn hans á ísafirði, faðir hans og að sjálfsögðu hann sjálfur. Vegna ummæla Sæmund- ar um kostnað Skíðasambandsins vegna veru Sigurðar með sænska lands- liðinu væri fróðlegt að fá upplýst hvaða tekjur sambandið (skíðasjóður) hefur haft vegna árangurs Sigurðar á fyrrgreindum tveimur árum, áður en Sæmundur tók við formannssætinu. Þá vil ég minna Sæmund á, að lang- flestar flugferðir Sigurðar hefur S.K.Í. ekki þurft að greiða. Sæmundur skrifar: ,,í tveimur utan- landsferðum af þremur, sem for- maðurinn hefur verið fararstjóri lands- liðsins í, hefir hann þurft að ávíta piltana fyrir meðferð áfengra drykkja.” Óg i lok þessara ásakana segir hann: „Sigurður Jónsson hefur á sér sérstakt orð í þessum efnum.” Fyrri fullyrðingu Sæmundar er ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að landsliðsmenn hafi neytt áfengra drykkja í þessum tveimur ferðum. Seinni fullyrðingin sem beinist eingöngu að Sigurði er slík aðdróttun að maður verður orðlaus. Þarna er Sæmundur Óskarsson prófessor og uppalandi kominn út á hálan ís, og væri fróðlegt að vita hvað lög- fræðingur segði um slíka ásökun. Þarna er Sæmundur óbeint að segja að Sigurður sé mjög óreglusamur, alla- vega er erfitt fyrir fólk að skilja setninguna á annan veg. Það er ekki á mínu færi að sanna í blaðagrein að Sæmundur fari með rangt mál, til þess þyrftu að fara fram vitnaleiðslur. Ég er þess fullviss að landsliðsmenn sjálfir munu hrekja fyrri fullyrðinguna, og ég vil i því sambandi minna Sæmund á fund, sem haldinn var með skíðamönnum. Áburðinum á Sigurð er ef til vill best að svara með því að skirskota til sænska landsliðsins. Á fundi með skiðamönnum sem haldinn var á Akureyri um páskana var þeirri spurningu beint til Sæmundar, hvort Svíarnir hefðu haft eitthvað út á Sigurð að setja í sambandi við hegðun eða annað. Svar Sæmundar var skýrt: NEI. Nú má spyrja: Heldur nokkur hugs- andi maður, að Sigurður Jónsson hafi getað æft og keppt með sænska lands- Iiðinu í 4 vetur, ef hann hefur verið slíkur óreglumaður sem Sæmundur vill vera láta. Svari hver fyrir sig. Síðast- liðið haust þegar búið var að fella niður 2 landsliðsæfingar, sem fyrirhugaðar voru fyrir ólympíuleikana, var Sigurður svo óánægður með undir- búninginn að hann hringdi sjálfur, án nokkurra afskipta S.K.Í., til særiska skíðasambandsins og spurði hvort hann mætti koma út og vera á æfingu með þeim í októbermánuði, en ekkert slíkt hafði verið ákveðið fyrirfram. Svarið sem hann fékk var þetta: Þú getur fengið að vera með okkur hvenær sem er, hvar sem er, og eins lengi og þú vilt. Sigurður var síðan með Svíunum á 3 vikna æfingu i október síðastliðinn, og borgaði allan kostnað úr eigin vasa. Þetta sýnir vel hugarþel Svíanna til Sigurðar. Það er mín skoðunm að hafi lands- liðsmenn brotið svo freklega af sér eins og Sæmundur heldur fram, þá átti að koma hreint fram og vísa þeim úr Iandsliðinu. En jafnframt tel ég, að komi slík vandamál upp, sé það skylda þeirra sem stjórna að hafa samband við aðstandendur og skýra málin fyrir þeim, áður en ákvörðun um brottvísun er tekin. Meðan Sigurður hefur búið hjá mér hefur Sæmundur aldrei rætt 'við fjölskylduna um, að um einhver hegðunarvandamál væri við að etja. Það er vissulega rétt að margir unnendur skíðaiþróttarinnar hafa lagt fram „mikið og óeigingjarnt starf og fjárframlög” i þágu íþróttarinnar og skiðalandsliðsins. Ég er ekki í neinum vafa um að Sæmundur Óskarsson er einn af þessum mönnum og ber að þakka hans störf. En hafa þau ekki fyrst og fremst byggst á metnaði hans og áhuga fyrir þessari íþróttagrein, eða sömu forsendum og hjá þeim sem skara fram úr í íþróttinni. Gerir Sæmundur sér ekki fulla grein fyrir því hvað þessir unglingar hafa lagt á sig til þess að verða liðtækir i landslið. Til fróðleiks ætla ég að birta skrá yfir æfingar Sigurðar haustið 1978, en hann þjálfaði þá með sænska landsliðinu. Ástæðan fyrir því að ég vel sérstaklega þetta tímabil, eru staðhæfingar sem koma fram i grein Sæmundar, þar sem segir meðal annars: „Sigurður stóð varla niður nokkra braut í fyrravetur og kenndi skíðum sínum um.” Þessi skrif Sæmundar sýna vel að mínu mati hversu litla innsýn hann hefur í íþróttina sem keppnisgrein. Æfingar Sigurðar haustið 1978: Af þessu má sjá að árangurinn i fyrravetur stafaði ekki af æfingaleysi, og hér má bæta við, að þegar um tima- töku var að ræða hjá sænska landsliðinu á æfingum á þessum tíma, var Sigurður yfirleitt í þriðja sæti, þ.e. aðeins Stenmark og Stig Strand á undán- Það skyldi þó ekki vera að árangurinn hafi að einhverju leyti verið skíðunum að kenna. Fróðlegt væri að bera saman fyrr- nefnda æfingaskrá og æfingar landsliðsins á þessum vetri. Að lokum vísa ég til yfirlýsingar Skíðaráðs ísafjarðar í dagblöðum og bið Sæmund Öskarsson að hugleiða hvort hann hafi nú ekki með niðskrifum sínum um Sigurð Jónsson og fieiri landsliðsmenn eyðilagt sitt óeigingjarna starf fyrir skiðaíþróttina á liðnum árum. Ingvar Einarsson, Blöndubakka 10, Reykjavik. Júní: .lúlí: Ágúsl: Sept.: Okt: Nóv.: Des.: æfingadagar 23 þar af 16 dagar æfingardagar 16 þar af 16 dagar æfingardagar 23 þar af 10 dagar æfingadagar 22 þar af 10 dagar skíðunt skíðum skiðum skíðum æfingadagar 24 þar af 22 dagar á skíðum æfingadagar 18 þar af 12 dagar á skiðunt æfingadagar 24 þar af 18 dagar áskíðum Santtals I50dagar 93 dagar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.