Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. . ÍBUOB Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas KriStjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdjmarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannos Reykdal. íþróttir Halkir Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólssón. Hönnun: Hilmar Karísson. Plaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjélmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveínn Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Pr&inn Þoríolfsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Knur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Farið variega Norðmenn og íslendingar munu í þessari lotu ekki ná samkomulagi um varanlega skipan mála á Jan Mayen svæðinu. Sjónarmiðin eru svo andstæð, að það mun takajangan tíma að finna sanngjarna lausn, þótt báðir aðilar legðu sig fram. Enda munu ríkisstjórnir beggja landa telja vænlegra til árangurs að stefna að niðurstöðu á afmörkuðu sviði fyrir sumarið. Tímahrak deiluaðila er fyrst og fremst í skipulagi fískveiða á Jan Mayen svæðinu. Það skipu- lag er nú aðalmálið. Hagkvæmast fyrir báða aðila er að koma á einhverri þeirri skipan, sem í raun hindri veiðar annarra á þessu svæði og ákveði skiptingu loðnunnar milli Norðmanna og íslendinga. Slík niðurstaða væri áfangasigur fyrir báða. Vandinn er hins vegar sá, að samkomulag til bráða- birgða má ekki búa til neitt fordæmi, sem önnur hvor ríkisstjórnin geti síðan notað sér í hag í frekari viðræð- um um varanlega hagsmuni á Jan Mayen svæðinu. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Norsk stjórnvöld eru andvíg samkomulagi, sem siðar mætti túlka sem vefengingu á rétti þeirra til efna- hagslögsögu eða fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Og íslenzk stjórnvöld eru andvíg samkomulagi, sem síðar mætti túlka sem staðfestingu slíks réttar. Til bráðabirgða gætu ríkisstjórnirnar tilkynnt sam- eiginlega, að þær hefðu tekið að sér fiskvernd og skipulag fiskveiða á þessu svæði, þar með ákvörðun leyfilegs afla úr einstökum stofnum og skiptingu hans. Af norskri hálfu er því haldið fram, að sameigin- legar tilkynningar af slíku tagi hafí ekkert hafréttar- gildi. Þetta segja þeir af ásettu ráði til að negla fast það sjónarmið, að samkomulag þurfí að vera innan ramma norskrar efnahagslögsögu. í raun eru þetta marklausar röksemdir. Aðrar þjóðir, meira að segja Rússar, mundu eiga mjög erfitt með að athafna sig í trássi við sameiginlega yfírlýsingu Norðmanna og íslendinga um skipan fískveiða á Jan Mayen svæðinu. Ef litið er til fortíðarinnar, má sjá, að svokallaður hafréttur er lítið annað en formleg staðfesting á rétti, sem hinn sterki hefur tekið sér. Og enginn getur efast um, að einungis Norðmenn og íslendingar hafa þarna sögulegan efnahagsrétt. Islendingar verða að halda fast við þá skoðun, að norsk efnahagslögsaga við Jan Mayen komi ekki til greina. Fyrir því eru ýmsar gildar ástæður. Segja má, að það sé söguleg tilviljun, að hinn sterki aðili í þessum samanburði, Noregur, hafði bolmagn til að nýta hagsmuni sína á Jan Mayen til landnáms, þótt nær allar götur hafi tengslin við Jan Mayen fremur verið íslenzk en norsk. Við lítum á það sem norska útþenslustefnu, þegar reynt er að nota þessa sögulegu tilviljun til að draga úr rétti íslendinga til landgrunns á neðansjávarhryggnum út til 350 mílna í samræmi við nýjan hljómgrunn á Hafréttarráðstefnunni. Við lítum líka á það sem norska útþenslustefnu, þegar þetta sama er reynt að nota til að draga úr rétti íslendinga til umsjónar með þeim loðnustofni, sem * þeir urðu fyrstir til að nýta, á undan Norðmönnum. Efnahagslögsaga byggist á efnahagsþörfum íbúa strandarinnar. Á Jan Mayen eru engir þeir íbúar, sem sækja sjó eða vinna verðmæti af hafsbotni. Við höfum hins vegar íbúa til að nýta allt landgrunn og landgrunnshaf íslands og Jan Mayen. Þessa dagana skiptir mestu, að samningamenn íslands láti ekki teyma sig út í neitt orðalag, er skert geti þann rétt, sem hér hefur verið lýst. Grænlenzki þingmaðurinn Finn Lynge kref st þess að stjómir Danmerkur og Grænlands grípi í taumana: Siglingar olíu- skipa ógna Iffsaf- komu Grænlendkœa V Kanadísk fyrirtæki hafa á prjón- unum áætlanir um að senda risaoliu- skip búin til siglinga í hafis suður með allri vesturströnd Grænlands. Einn skipsskaði með tilheyrandi olíu- rennsli nægir til að ógna fiskimiðun- um á geysistóru svæði — og þar með lífsafkomu fólksins sem byggir Grænland. Samt virðist vera fátt sem Danmörk og Grænland geta gert í málinu. Alþjóðareglur kveða á um að siglingar i „friðsamlegum tilgangi” séu heimilar í allt að 12 sjómilna fjar- lægð frá landi. , Finn Lynge, þingmaður Grænlend- inga á Efnahagsbandalagsþinginu, vakti athygli á fyrirætlunum Kanada- manna. „Það má ekki gerast að siglingar olíuskipa meðfram vesturströndinni verði að raunveruleika,” segir þing- maðurinn. „Hugmyndimar eru ógnun við lífskjör á Grænlandi og búsetu þar. Áhættan er of mikil. Ef aðeins eitt olíuskip ferst á leiðinni er voðinn vís. Þá bíður íbúanna að lifa ævina á enda á framfæri hins opin- bera.” Finn Lynge sýndi fram á að dönsk stjórnvöld hafi verið blekkt af for- ráðamönnum kanadísku fyrirtækj- anna. Hann benti grænlenzku heima- stjórninni og dönsku ríkisstjórninni þegar á að skoða málið betur. Af- hjúpanir Lynges vöktu athygli i Dan- mörku. Viðbrögð manna eru yfirleitt á eina lund: Þetta verður að stöðva. Þetta eru leiðir oliuskipanna sem Kanadamenn vilja sigla meðfram vesturströnd Grænlands. Þeir vilja ekki flytja oliuna nálægt eigin strönd- um af ótta við átök við þarlenda um- hverfisverndarmcnn. Ef eitthvað hendir skipin á leiðinni og oUa kemst I sjóinn eru gjöful fiskimið Grænlend- inga I hættu. „Bændur styrkt- ir gegn yf ir- gangi Rússa” Fyrir stuttu birtist grein í Dagblað- inu eftir Jónas Bjarnason sem hann nefndi „í vítahring vitieysunnar”. Þar skrifar hann að eigin mati af mikiili þekkingu um íslenskan land- búnað. Þó er verulegum hluta greinarinnar varið til að lýsa innri ólgu Jónasar og flokksbræðra hans. Um þá innanverki verður ekki fjallað í þessari grein en gerð tilraun til að leiðrétta mikinn misskilning hjá Jón- asi um landbúnaðarstefnu Norð- manna. Það væri miður fyrir fróð- leiksfúsa lesendur Dagblaðsins ef þeir fá ekki réttar upplýsingar og tryðu Jónasi i blindni. Til glöggvunar fer hér á eftir orð- rétt klausa úr grein Jónasar: „Það sem Norðmenn gera til að styðja landbúnaðarframleiðslu í norðurhér- uðum sínum mun einnig vera hlut- fallslega mörgum sinnum minna en hér er gert og á sér auk þess alþjóða- pólitiskar rætur, þ.e. að verja land gegn yfirgangi Rússa.” Tvennt er rangt í þessari málsgrein: í fyrsta iagi að stuðningur við bændur í N-Noregi sé margfalt minni en við islenska bændur og svo að ótti við yfirgang Rússa hafi nokkur áhrif á landbúnaðarstefnu Norðmanna. Varðandi beinan stuðning við bændur hér og í Noregi þá vita allir, sem nennt hafa að gera slikan saman- burð, að framlög tífbænda eru mtm hærri í Noregi en hér og þá sérstak- lega til bænda sem búa við erfið skil- yrði. Af heildarupphæð sem veitt er til landbúnaðarins i Noregi er óveru- legur hluti sem fer sérstaklega til stuðnings landbúnaði í norðurhéruð- unum. Fjöldi bænda í Noregi Árið 1978 voru bújarðir 110.974 sem voru með 1/2 ha. eða meira

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.