Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. Málverkasala DB-mynd: Bjarnleifur. Valborg Sigurjónsdóttir skólastjórafrú á Húsabakka, Sigrióur Hafstað a Tjörn og Guðný Bjarnadóttir, Dalvik. Skál! Herbert Hjálmarsson, Július Steingrímsson og Guðlaug V. Konráðsdóttir. DB-myndir: Helgi Már Halldórsson. Glatt á hjalla. Fremst á myndinni eru hjónin á Bakka i Svarfaðardal, Ingvi Beldvinsson og Helga Þórsdóttir. Á milli þeirra sóst i Sigurð Marinósson trósmið og lengst tíl vinstri er Hafliði Ólafsson bifvóiavirki. á förnum vegi Ciölusala þrifst bærilega i Kefla- vik. Suðurnesjaiiðindi segja frá manni sem kom með málverk á samsýningu sem setl var upp i Fjöl- brautaskólanum. Myndin þólii ekki sýningarhæf og málarinn tók hana þá undir höndina og gekk heimleiðis. Mætir hann tveimur mönnum i kvöldrökkrinu sem héldu fyrst að hann hefði orðið sér úli um mál- verkið á vafasaman hátt. Þegar málarinn hafði sannað eignarréll sinn og þeir höfðu velt vöngum yfir myndinni kom þar að i samtalinu að spuri var hvort hún væri föl. Svo reyndist vera. Mennirnir tveir keyptu málverkið og geri var út um viðskiptin ástaðnum. LJONABALL Lionsmenn frá Dalvík, Hrísey, Árskógsströnd og úr Svarfaðardal héldu heljarmikla og vel heppnaða árshátíð i Víkurröst á Dalvík fyrir páskana. „Ljónin” og gestir þeirra byrjuðu á því að gæða sér á dýrindis kræsingum. Síðan var boðið upp á dag- skrárefni, söng og gamanmál. Og svo var dansað villt og galið fram eftir nóttu við undirleik Hljómsveitar Stein- gríms Stefánssonar frá Akur- eyri. Meðfylgjandi myndir voru teknar af fáeinum gestum í hátíðarskapi í Vikurröst..ARH Árni hertekinn skrif- bakteríu Forsœtisráðherra leiðtogi stjórn- arandstöðunnar? Nú er Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins fjarver- andi erlendis. Varaformaður flokksins er dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, sem kunnugt er. Sú spurning hlýtur að vakna hvort dr. Gunnar sé ekki i forföllum Geirs orðinn formaður aðal stjórnarand- stöðuflokksins, og þannig leiðtogi stjómarandstöðunnar gegn þeirri ríkisstjórn, sem dr. Gunnar Thoroddsen veitir forsæti. Hjörtur E. Þórarinsson á Tjöm ræðir málin við Angantý bússtjóra á Hauganesi. Jóhannsson útí- Árni Bergntann ritstjóri Þjóð- viljans, sent reyndar er i frii frá störfum, hefur nú fengið skril'- bakteriuna fyrir alvöru að eigin sögn. Bók hans, Miðvikudagar i Moskvu, var vel tekið og nú vinnur hann að skáldsögu sem gerist i islenzku sjávarþorpi en sjálfur er Árni frá Keflavik eins og kunnugt er. Hefur Árni sézt við rannsóknir á grónum Suðurnesjablöðum eins og Faxa i Landsbókasafninu. Fleirv* FOLK Eggjarauður Verzlun og viðskipti ber á góma á óliklegustu stöðum. Og þó. f eftirleit á einum afrétti Árnesinga sl. haust bauð leitarmaður hest sinn til sölu. Félagi hans úr hópnum gaf sig strax fram og vildi kaupa. Sá reyndist vera eggjaframleiðandi, samkvæmt heim- ildum blaðsins Eiðfaxa. Eftir nokkurt þóf voru kaupin handsöluð án þess að ein einasta flotkróna kæmi þar við sögu. Bundið var fast- ntælum að hænsnabóndinn greiddi hestinn með einu kilói af eggjunt á viku í sex ár, alls a.ni.k. 5.600egg. Nýi eigandinn breytti nafninu á hestinum til samræmis við kaupsamninginn. Heitir hann nú Eggjarauður. Risatertur og góðar kveðjur — í hófi sem Flugleiðastarfsmenn héldu Halldóri Guðmundssyni Fjölnrargir starfsmenn Flugleiða konnt sainan á Hótel Esju l'yrir skömmu og héldu kveðjuhóf l'yrir einn lélaga sinn sem er á förum til Bandaríkjanna. Sá heitir Halldór Guðmundsson, 55 ára gamall, og starfaði siðast sem forstöðumaður tæknideildar. Halldór hætti störfum fyrir Fluglciðir um mánaðamótin og flytur búferlum til Miami á Flórida. Þar tekur hann við störfum fram- kvæmdastjóra nýs fyrirtækis sem Cargolux er að stofna i Bandaríkjun- um. Halldór er í hópi þeirra manna sem hæstan starfsaldur hafa hjá Flug- leiðum. Hann byrjaði sem flugvirki 1. janúar 1947 hjá l.oftleiðum, síðan sem flugvélstjóri og siðast sem for- stöðumaður tæknidcildar. -ARII Þorvaldur Ásgeirsson yfirbakarí á Hótel Loftleiðum hafði umsjón með bökun og skreytíngu á glæsilegum tertum sem starfsfólagar Halldórs Guðmundssonar lögðu tíl kveðjuhófsins. Þær smökkuðust frábæríega vel eins og útíitíð bendir vissulega tíl, enda Þorvaldur sagður með betri brauðgerðarmönnum á landinu. Á annarri tertunni er Halldóri þakkað samstarfið. Á hinni fær hann beztu óskir um góða ferð vestur. Og leiðin frá íslandi tíl Miami á Fiórída er merkt vandlega á tertuna tíl að hann hafi hana örugglega á hreinu! FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.