Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. nm i ci -- DÚNVATT (HOLLOFIL) gerirsvefn- pokann FRA BLAFELDI léttan, fyrirferdariítinn og dúnhlýjan. Aöeins 1,9 kg. FÆSTiÖLLUM SPORTVÖRUVERZLUNUM FERMINGARMYNDATÚKUR Höfum nokkra lausa tíma næstu helgar. Pöntunum veitt móttaka til klukkan 22 í kvöld. MYNDSMIÐilAN h«. Smiöjuvegi 9, Kópavogi, sími4 55 33 VMn&. FRAMRÚÐU? Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar á staðnum. ife'• DÍI Dfinniu SKÚLAGÖTU 26 DILnUtlllll SlMAR 25755 0G 25780 KRUÐHSUESÍ HOPINN? PEYSUR Nýtísku snið • 100% Acryl Margirlitir Stæróir: 1-10 Þjóðleikhúsið 30 ára: 6 hvflík vinna — hvflík þolinmæði — heimsókn bak við tjöldin — Tvö ný leikrit verða f rumsýnd í tilefni af mælisins Fyrsta leikrít Þjóðleikhússins var Nýársnótt eftir Indrióa F.inarsson. Þaó varsýnt 28 sinnum og 16.606 manns komu til aö sjá þaó. Sigurjón Jóhannsson hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu slðan 1972. Á þeim árum hefur hann sett upp 40 leikmyndir. Hér sýnir hann okkur llkan af sviði leikritsins Smalastúlkan og útlagarnir. Hvernig skyldi vera þarna bak við tjöldin? Þetta hugsa eflaust allir þeir sem horfa á ieiksýningar í Þjóðleik- húsinu. Er við Hörður ljósmyndari fengum að skyggnast bak við tjöldin sögðum við: „Þvílíkt völundarhús! Er ekki auðvelt að villast hér? Það finnst ábyggilega ekkert þessu líkt í heiminum!” Hann Árni ibsen blaða- fulltrúi Þjóðleikhússins svaraði okkur brosandi að vist væru menn stundum týndir þarna inni. Og þegar við gengum eftir göngunum og heyrðum þennan spyrja hvort hann hefði séð hinn og svo framvegis stað- festi það mál okkar um að ekki væri erfitt að týnast þarna. Brösótt byggingarsaga Tilgangur heimsóknar okkar í Þjóðleikhúsið er að forvitnast um þetta hús þar sem nú hefur verið starfað í nákvæmlega 30 ár Þjóð- leikhúsið var vigt 20. apríl 1950. Byggingarkostnaður þess nam 21.195.000.00 kr. 1 þá daga hefur þetta verið stór upphæð. Bygging hússins hófst í ágúst 1930. Húsið var steypt upp og húðað á árunum 1930—32. Bygging þess stöðvaðist síðan er skemmtanaskatturinn var um nokkurt árabil tekinn beint i ríkissjóð, á árunum 1932—41. 10. mai 1940 var húsið tekið til afnota fyrir enskt herlið og siðar ameriskt. Það var aftur afhent ríkinu 17. marz 1944. Var þá hafizt handa við að ljúka byggingu þess. Henni var að mestu lokið 20. apríl 1950, þann dag sem leikhúsið var vígt og hafnar í þvi leiksýningar. Fyrsta leikrit Þjóðleikhússins var Nýársnótt eftir Indriða Einarsson. Indriði Waage leikstýrði. Með stærstu hlutverkin fóru: Gestur Páls- son, Emelía Borg, Arndís Björns- dóttir, Baldvin Halldórsson, Bryndis Pétursdóttir, Hildur Kalman, Valur Gislason og Alfreð Andrésson. Leik- ritið var sýnt 28 sinnum og áhorf- endur urðu 16.606. Guðlaugur Rósinkranz var þjóð- leikhússtjóri frá upphafi og gegndi hann því embætti til ársins 1972 er núverandi þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, tók við. Tvö leikrit í tilefni afmælisins Tvö leikrit verða frumsýnd á næst- unni í tilefni afmælisins. Á sumar- daginn fyrsta verður frumsýnt leik- ritið Smalastúlkan og úllagarnir eftir Sigurð Guðmundsson málara. Þor- geir Þorgeirsson rithöfundur hefur fært það í leikritsgerð. Leikrit þetta á sér sérkennilega sögu. Sigurður Guðmundsson var fyrsti listmálari hér á landi. Hann átti hugmyndina að fyrstu þjóð- og skautbúningum. Hann átti hugmynd- ina að Þjóðminjasafni íslands og hann minntist fyrstur manna á þjóð- leikhús. Hann fullskrifaði leikritið Smalastúlkan og útlagarnir, en því var aldrei komið upp. Margir hafa sagt að Matthías Jochumsson hafi stælt Smalastúlkuna er hann skrifaði Skugga-Svein. Þó er Smalastúlkan mun djarfara verk í hugmyndum og margir eiga eflaust eftir að undrast hugmyndir Sigurðar er hann samdi þettaverk. Arnt lbsen blaðafulltrúi Þjóðleikhússins og ritstjóri leikskrár, Sigurjón Jóhannsson leikmyndateiknari og Elisa Gísladóttir forstóðukona saumastofunnar. Á borðinu má sjá teikningar sem Sigurjón hefurgert að búningum sem nota á i Smalastúlk- unni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.