Dagblaðið - 19.05.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAI 1980.
5
Ameriski billinn var illa farinn eftir áreksturinn á mótum Breidholtsbrautar og
Stekkjarbakka. Slökkviliðið var kallað út vegna eldhættu.
DB-mynd: Sveinn Þormóðsson.
Vorkomunni i Reykjavik l'ylgir
alltaf stöðugt nieiri og meiri
mannsafnaður á Hallærisplaninu
svonefnda. Siðustu tvær helgar hefur
|iar verið ærið mikið um að vera. Að
sögn lögreglunnar var ekki mikið unt
skemmdarverk og ólæti þar um siðustu
helgi, cf ntiðað er við há fyrri er rúður
voru hrotnar viða um miðbæinn og
lleiri spellvirki unnin. En eins og
myndin sýnir voru þó óþrifin svipuð
og venjulega, þvagpollar í hornum,
brotnar flöskur á götum og gang-
stéltum og slettur á rúðum og veggjum.
í þessum óþrifum var Amor garnli þó á
ferðinni og ekki bar á öðru en ástin
blómstraði prýðilega á Halló aðfara-
nótt laugardagsins.
-ÁT/I)B-mynd: RagnarTh.
Sigurðsson.
Eskif jördur:
Rútan bregzt í tengslum
við Egilsstaðaflug
— þannig að síðdegisblöðin berast degi of seint
Þegar sumaráætlunin hjá
I lugleiðum hefst I. maí fer margt úr-
skeiðis hjá okkur. Þá er flogið tvisvar
til þrisvar á dag til Egilsstaða en rútan
fer frá Eskifirði kl. 9.30 og kemur aftur
kl. 1 3. Á veturna fer rútan aftur á móti
siðdegis til Egilsstaða. Við þessa
breytingu gerist það að síðdegisblöðin
koma ekki til áskrifenda niðri á
fjörðum fyrr en daginn eftir út-
komudag. Föstudags- og laugardags-
blöð komast aftur á móti ekki til við-
lakenda fyrr en á mánudegi.
Fólk er mjög óánægt með þessa
þjónustu rútunnar i tengslum við flugið
og leiðir þetta oft til þess að fólk segir
upp síðdegisblöðununt yfir sumar-
mánuðina og byrjar ekki að kaupa þau
i áskrift lyrr en á haustin altur. Þelta
hefur gerzt á hverju sumri undanfarin
ár.
Væri ekki hægt að laga þetta með
einu pennastriki og koma þvi þannig á
að rútan lari til Egilsstaða síðdegis eins
og gerist að vetrarlagi? Þannig fá menn
sin blöð samdægurs.Annað er það i
þessu sambandi, að þeir sem koma með
seinni vélunum og ætla niður á firði
standa uppi vegalausir. Það er dýrl að
þurfa að taka sér leigubíl frá Egils-
stöðum niður á firði.
í framhaldi af þessu er rétt að geta
um góða þjónustu umboðsmanns DB á
Eskifirði, Oddnýjar Gisladóttur.
Blaðið er komið i hvert hús á Eskifirði
einum og háll'um klukkutima eftir að
rútan kenntr. Sl. sunnudag fóru þau
hjónin Oddný og Sigurður Magnússon
upp á Egilsstaði og sóttu blaðið en
þetta er um 100 km leið fram og til
baka. Þetta kalla ég góða þjónustu.
-Regina.
r
Isafjörður:
Stuðningsmenn Péturs
hafa opnað skrifstof u
Stofnuð hefur verið kosninganefnd
nianna, viðs vegar að af Vestfjörðum,
er vilja stuðla að kjöri Péturs J.
Thorsteinssonar. Formaður ncfnd-
arinnar er Kjartan Sigurjónsson skóla-
stjóri, varaformaður Guðmiindur
Þórðarson byggingamaður.
Aðrir í nefndinni eru:
Hálfdán Kristjánsson, Súðavik,
Ólafur Guðbjartsson, Patreksfirði,
Erla Hauksdóttir, Flateyri, Ragnar H.
Ragnar, Ísafirði, Messina Marsellius-
dóttir, Isafirði, Einar K. Guðfinnsson,
Bolungarvík, Gunnar Proppé, Þing-
eyri, Haraldur Valsteinsson, ísafirði.
Einar Steindórsson, Hnifsdal,
Sigurður Guðmundsson, Bildudal,
Högni Þórðarson, ísafirði, Sigurður
Jónsson, prentari, ísafirði, Arnór
Stigsson, ísafirði, Geirþrúður
Charlesdóttir, ísafirði, Einar Árnason,
ísafirði, Kristján Sævar Pálsson,
Boltingarvik.
Málfriður Halldórsdóttir er l'or-
stöðumaður skrifstofunnar á ísafirði.
Verður skrifstofan opin fyrst um sinn
daglega frá kl. 14 til 18, en lengur er
nær dregur kosningum. Síminn er 94—
4232 og 94—4132.
-GAJ.
HARÐUR ÁREKSTUR
Á BREIÐHOLTSBRAUT
Þrir voru lluttir í slysadeild eftir
allharðan árekstur tveggja bifreiða á
mótunt Breiðholtsbrautar og Stekkjar-
bakka á föstudagskvöldið. Ökumenn
beggja bilanna meiddust litils háttar, en
farþegi annars bilsins fékk að fara heim
strax að skoðun lokinni.
Tildrög árekstrarins voru þau að
sendi ferðabíll kom akandi eftir
Stekkjarbakka og sinnti ekki biðskyldu
á gatnamótunum. Hann ók því inn i
hlið ameriskrar fólksbifreiðar sem átti
þar leið um. Báðir eru bílarnir talsvert
mikið skemmdir eftir áreksturinn.
Bensin lak af geymi fólksbif-
reiðarinnar svo að kalla varð slökkvilið
út til öryggis.
-ÁT-
ÚT í LOFTIÐ
ORKUSPARNAÐUR
ÞINN HAGUR
ÞJÓÐARHAGUR
Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum:
Orkusparndðarnofnd iðnaðarraðunoytisins
Bílgroinasanlbandið
Félag íslenskra bifroiðaeigenda
Olíufélögin
Strætisvagnar Reykjavíkur
Umferðarráð
Sumir keyra í rykkjum, spyrna af staö, spóla, spæna
og snögghemla. Eru í einskonar kvartmíluleik viö um-
ferðarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyðslu í för meö sér.
Viljir þú draga úr bensíneyöslunni og spara þér stórar
fjárhæöir, veröur þú aö gera þér ljóst aö aksturslagið
skiptir miklu máli.
Aktu rólega af staö. Vertu spar á innsogið. Haltu
jöfnum hraöa og hæfilegri fjarlægö frá næsta bíl. Geföu
þér góöan tíma. Þaö eykur bensíneyöslu um 20-25% að
aka á 90 km. hraöa í staö 70, auk þess sem þaö er ólöglegt.
Haföu ekki toppgrind né aöra aukahluti á bifreiðinni aö
ástæðulausu. Réttur þrýstingur í dekkjum skiptir líka
máli. c
Haföu bílinn ávallt í toppstandi.
Og reyndu jafnan aö velja hentugar akstursleiöir.
SPARAÐU AKSTURINN - ÞÁ SPARARÐU BENSÍN.