Dagblaðið - 19.05.1980, Page 10
10
*Útg«fandi: Dagblaðiö hf.
Framkvamdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson.
^RhstjómarfuRtrúi: Haukur Halgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
SkMktofustjórí rttstjómar Jóhannos Reykdal.
Íþróttir. HaNur Simonarson. Manning: Aóalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrtt Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, AHi Rúnar HalldórssonL AHi Stainarsson, Ásgair Tómasson, Bragi
Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttk, Elin ÁÍbertsdóttir, Ema V. fngóWsdóttir, Gunnlaugúr A. Jónsson f
Óiafur Geirsson, Siguröur Svarrísson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs
son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sævar Baldvlnsson.
Skrtfstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þrálnn ÞorieHsson. Sölustjórí: IngtAar Svainsson. DreHing-
arstjórt: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siöumúla 12. Afgrelðsla, áskrtftadaild, auglýsingar og skrHstofur Þverholti 11.
Aöaisimi blaðsins ar 27022 (10 Knur).
Þeirtrúðuekki
Ein er veigamesta orsök þess, að
ísland beið ósigur fyrir Noregi í Jan
Mayen deilunni. Hún er sú, að stjórn-
málamenn okkar trúðu ekki á málstað-
inn. Þeir töldu sig vera að semja um
norskar eftirgjafir við norska eyju.
íslenzku samningamennirnir áttu
auðvitað að vefengja eignarhald Noregs á Jan Mayen.
Sú var hin eina samningsstaða, sem gat veitt íslending-
um annað og meira en ruður af norsku borði. í skák
dugir ekki að geyma drottninguna uppi í borði.
Jafnvel þeir stjórnmálamenn, sem á endanum stóðu
einir gegn uppgjöfínni, lögðu aldrei neina áherzlu á
vefengingu norsks eignahalds. Þess vegna er holur
hljómur í mótmælum Alþýðubandalagsins þessa dag-
ana.
Margt fylgir í kjölfarið, ef menn gefa sér sem horn-
stein, að Noregur eigi Jan Mayen. Þá fara menn að líta
á öll frávik frá þeim hornsteini sem sigur fyrir ísland.
Þá sætta menn sig við ruðurnar, svo sem nú hefur
gerzt.
Þeir fagna 85*Vo loðnuaflans og valdi til ákvörðunar
heildaraflans. Þeir fagna ,,sanngjörnum” hluta annars
afla. Þeir fagna skipun sáttanefndar um landgrunnið,
frestun norskrar efnahagslögsögu og óformlegu frá-
hvarfi frá miðlínusjónarmiði.
í þremur atrennum viðræðna vantaði jafnan hrygg-
inn og broddinn í röksemdafærslu hinna íslenzku
samningamanna. Enda brotnuðu þeir í öll skiptin, er
Norðmenn létu til skarar skríða með skyndisóknum og
hótunum.
Niðurstaðan er líka hryggileg. Ruðurnar eru ómerki-
legar. Norðmenn, sem nú veiða 14% loðnustofnsins,
geta hækkað hlut sinn með samningum við Efnahags-
bandalagið. Fyrir aðeins þremur árum höfðu íslend-
ingar einir alla loðnuna.
Norðmenn geta neitað íslenzkum ákvörðunum um
hámarksafla úr loðnustofninum með því að lýsa þær
„ósanngjarnar”. Þeir ákveða svo „sanngjarnan”
hluta íslendinga úr öðrum stofnum í norskri fiskveiði-
lögsögu við Jan Mayen.
Norðmenn geta neitað tillögum sáttanefndar um
skiptingu landgrunns, auk þess sem samningurinn talar
um skiptingu þess milli íslands og Jan Mayen. Þar með
er hrunin kenningin um, að Jan Mayen sé ey án efna-
hags á landgrunni íslands.
Norðmenn geta sett sér efnahagslögsögu við Jan
Mayen að rúmu hálfu ári liðnu, 1. janúar 1981. Og þeir
geta haldið áfram lögfræðilegu þrasi um, að þeir hafi
ekki formlega viðurkennt íslenzkar 200 mílur í átt til
Jan Mayen.
Niðurstaðan er sú, að Norðmenn hafa eignazt fisk-
veiðilögsögu við Jan Mayen, svo og hafsbotninn að
verulegu leyti, að minnsta kosti við Jan Mayen og
norður af eynni. í staðinn fáum við svo ýmislegt
smælki, sem meta má til 10% málsins.
Að þessari uppgjöf standa Framsóknarflokkurinn,
auðvitað Alþýðuflokkurinn og því miður báðir hlutar
Sjálfstæðisflokksins. Sárast var, að tiltölulega skelegg-
ir sjálfstæðismenn kusu að beygja sig fyrir formanni
sínum.
Annað eins og þetta gerist því aðeins, að menn
byggja vígstöðuna á því, sem túlka má sem kröfugerð i
eign annarra, í stað þess að vefengja eignarhald hins.
Þetta.hafa margir sagt oft, en ekki náð eyrum íslenzkra
stjórnmálamanna.
í vetur hefur oft verið rætt um endurtekna bilun
íslenzkra stjórnmálamanna í Jan Mayen deilunni. Sú
bilun stafar að töluverðu leyti af því, að þeir neituðu
sér um skýran og kláran hornstein að standa á — mál-
stað að trúa á.
Þannig töpuðum við Jan Mayen málinu að lokum.
Finnland:
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980.
V
Mestur hagvöxtur
lökustu Iffskjörin
— þeir aðlaga sig erf iðleikunum og hafa gerzt sérf ræðingar
í viðskiptum við stóra bróður í austri
Liðið ár — 1979 — var efnahags-
lega hagstætt fyrir Finna. Eftir
margra ára erfiðleika horfa þeir nú
vongóðir fram á við. Fyrri
olíukreppan lék Finnland grátt, mun
verr en önnur ríki Evrópu. Að sjálf-
sögðu munu þeir finna fyrir þeirri
olíukreppu sem nú gengur yfir. Þeir
munu einnig verða að láta sitt af
hendi vegna alþjóðlegra efnahags-
örðugleika, þeirra sem nú ganga yfir.
Finnland er landið sem talið er
standa nokkurn veginn á mörkum
vesturs og austurs þegar Evrópu er
skipt eftir stjórnarháttum og áhrifa-
svæðum Sovétríkjanna og Vestur-
veldanna. I dag eru Finnar mun betur
undir það búnir að takast á við efna-
hagslega erfiðleika en áður. Lífs-
skilyrði þar i landi eru þó enn sem
komið er mun lakari en í nágranna-
löndunum Sviþjóð, Noregi og Dan-
mörku.
Danskir fréttamenn hafa látið
hafa eftir sér að finnskir aðilar sem
þeir hafi rætt við séu undrandi þessa
dagana. — Undrandi yfir þeim
spurningum, sem áðurnefndir
fréttamenn leggi fyrir þá. Þeir segjast
óvanir sliku.
— Spurningarnar eru gjarnan þær,
hvernig Finnar fari að því að lifa af
kreppu eða efnahagslega erfiðleika.
— Við erum vanir annars konar
spurningum frá dönskum frétta-
mönnum — segja þeir.
Ríkisvaldið í Helsinki hefur beitt
sér fyrir ýmsum hvetjandi aðgerðum
/gSi
'Sa)
á efnahagssviðinu. Má þar nefna
lækkun skatta á atvinnufyrirtækjum
og launþegum, sem hafa borið góðan
árangur. Finnska Alþýðusambandið
hefur i raun viðurkennt að hófsemi í
launakröfum sé réttlætanleg. Sagt er
að hún muni bæta almenna efnahags-
afkomu er hljóti þá einnig að koma
meðlimum Alþýðusambandsins til
góðaeins og öðrum í Finnlandi.
— Rétt er að undirstrika það að at-
vinnuleysi í Finnlandi var að
meðaltali 7,5% árið 1978.
Verkalýðsforustan viðurkennir að
raunvirði þess sem upp úr launa-
umslögunum komi verði meira með
hófsemi í launakröfum en með
harðari kröfupólitík.
í þessu sambandi er einnig rétt að
undirstrika þessa kröfu Alþýðusam-
bandsins finnska.
— Hún er sú, að skilyrði fyrir því að
hófsemi sé nú gætt i launakröfum sé
að viðbótarhagnaður fyrirtækjanna
sem vinnst við hana sé ekki notaður
til aukinnar tæknilegrar nývirkjunar.
Krafan er sú að aukinn hagnaður sé
notaður til að skapa ný at-
vinnutækifæri en ekki færri tækifæri
vegna tækninýjunga.
— Þessi krafa hlýtur að helgast af
miklu atvinnuleysi í landinu, sem eins
og áður sagði var 7,5% að meðaltali
árið 1978.
— Þess vegna er stefna finnskrar
t.
Sykurverksmiðja
í Hveragerði
Allt frá árinu 1961 hefur Hinrik
Guðmundsson verkfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Verkfræðingafélags
íslands, unnið að athugunum á því
að koma upp sykurverksmiðju á
Íslandi.
Upphaflega beindust athuganir
Hinriks að því að flytja inn hrásykur
ósekkjaðan í lest og hreinsa hann við
jarðgufu.
Þrátt fyrir mikla vinnu Hinriks,
itarlegar skýrslur og brautryðjenda-
starf, gekk illa að vinna málinu fylgi
og ná eyrum ráðamanna.
Árið 1977 flutti Þórarinn Sigur-
jónsson alþingismaður þingsálykt-
unartillögu, þar sem rikisstjórninni
var falið að kanna hagkvæmni sykur-
verksmiðju hérlendis, eða nánar til-
tekið í Hveragerði.
Þórarinn hafði þá kynnt sér vel
hugmyndir Hinriks. Tillaga Þórarins
var samþykkt á Alþingi, og þá loks
má segja, að nokkurt skrið hafi
komist á málið.
Sykurhreinsun
Hugmyndir Hinriks snerust eins og
fyrr segir um að hreinsa hrásykur við
gufuorku úr iðrum jarðar. Miðað við
að sykurneysla íslendinga er um
10.000 tonn á ári þarf um 33.000
tonn af gufu við 3 ata þrýsting til
þessarar hreinsunar.
Hinrik Guðmundsson stóð fyrir
stofnun Áhugafélags um sykuriðnað
hf. haustið 1978 til frekari athugana
á þessum málum. Áhugafélagið hóf
síðan samvinnu við Finska Socker
AB í Helsingfors um það verkefni að
kanna hagkvæmni þess nánar að
reisa hér sykurhreinsunarverksmiðju.
Finnarnir höfðu þá þróað upp nýja
.aðferð til þess að vinna sykur úr mel-
assa, sem sumir nefna „sætleðju”.
Norræni iðnaðarsjóðurinn, Nord-
isk Industrifond, veitti styrk til þess-
ara rannsókna að upphæð 250.000
FM.
L
KjaHarinn
GuðmundurG.
Þórarinsson
Melassi er úrgangsefni frá sykur-
verksmiðjum, bæði þeim sem fram-
leiða sykur úr sykurrófum og sykur-
reyr. Úr melassa hefur ekki verið
unnt að vinna sykur með venjulegum
aðferðum. Gæði melassans frá
hinum ýmsu hlutum heimsins eru
mjög mismunandi eftir vaxtarskil-
yrðum rófna og reyrs, veðurfari og
verkunaraðferðum verksmiðjanna.
Heildarframleiðflan í heiminum af
melassa hefur verið: '• 'f ’•'’••'*»«••.
1974/75 27.3 milljón tonn / ári
1975/76 28.2 — —
1976/77 31.1 — —
1977/78 33.8 — —
1978/79 34.1 — —
Verulegur hluti þessa melassa er þó
nánast ekkert notaður, og talið er að
heimsverslunin á melassa nemi um 8
milljón tonnum áári.
Islendingar myndu þurfa um
25.000 tonn/ári af melassa til þess að
framleiða þau 10.000 tonn/ári, sem
þeir nota af sykri.
Melassinn er samsettur þannig, að
um 50% hans er sykur, 20% vatn og
30% önnur efni, mismunandi eftir
hráefninu.
Helstu útflutningslönd melassa
hafa verið:
Rófu melassi tonn / ári
Tyrkland . 88.000
Marokko . 150.000
Frakkland .330.000
Grikklánd . 100.000
Belgia + Luxemburg . . 185.000
Holland . 282.000
Reyr melassi
Brasilia . 635.000
Mexíkó . 600.000
Thailand . 575.000
Kúba . 400.000
Filippseyjar . 340.000
Kosturinn fyrir íslendinga af því
að nota melassa til sykurgerðar er
fyrst og fremst sá, að heimsmarkaðs-
verð hans er óháð verðinu á hrásykri
og sveiflurnar i verði litlar þó um árs-
tiðasveiflur sé að ræða. Sveifiur í
sykurverði á heimsmarkaði geta hins
vegar verið gífurlegar eins og Íslend-
ingar þekkja. Auk þess ætti framboð
af melassa að vera nægilegt.
Gífurlega orku þarf til þess að
framleiða sykur úr melassa, og er
áætlað, að um 130.000 tonn af gufu
við 3 ata þrýsting þurfi til þess að
framleiða 10.000 tonn ,af hvitasykri
úr 25.000 tonnum af melassa.
Við hagkvæmnireikninga hefur
verið gert ráð fyrir, að melassaverðið
sé um 120 Bandaríkjadollarar á tonn
cif Þorlákshöfn af rófumelassa, en
100 Bandaríkjadollarar á tonn af
reyrmelassa.
Úr 25.000 tonnum af melassa
er gert ráð fyrir að fá 10.000 tonn af
hvítasykri og um 10.000 tonn af-
gangsefni, sem kalla má fóðurmel-
assa og nýta má sem skepnufóður.
Um 5.000 tonn af vatni gufa upp við
vinnsluna.