Dagblaðið - 19.05.1980, Síða 12

Dagblaðið - 19.05.1980, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. • T —Y Allar skreytingar unnar af fag- j mönnum. Nag bllastaSI a.ni.k. ó kvöldln 151OMÍAMXIIH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Innritun FJÖLBRAUTASKÚUNH ' Fjölbrautaskólann BREIÐHOLTI íBreiðhoftí fer fram i Miöbæjarskólanum í Reykjavík dagana 3. og 4. júni næst- komandi kl. 9.00—18.00, svo og í húsakynnum skólans við Austurberg dagana 5. og 6. júní á sama tíma. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 9. júní. Þeir sem umsóknir senda siðar geta ekki vænst skólavistar. ^Fjölbrautaskólinn i Breiðholti býður fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið (menntaskólasvið). Þar má velja milli sex náms- brauta, sem eru: Eðlisfræðibraut, félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut, tónlistarbraut, tungumálabraut og tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut (til sjúkraliðaréttinda) og hjúkrunarbraut en hin síðari býður upp á aðfara- nám að hjúkrunarskólum. Hugsanlegt er aðfAíyrtibraut verði einnig starf- rækt við skólann á þessu námssviði, ef nemendafjöldi reynist nægur. - Hússtjórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar: Matvælabraut I er býður fram aðfaranám að Hótel- og veitingaskóla lslands, og matvæla- braut II er veitir undirbúning til starfa á mötuneytum sjúkrastofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistar- og handfðabraut, bæði grunnnám og framhaldsnám, svo og handmennta- braut er veitir undirbúning við nám við Kennaraháskóla tslands. Tæknisvið (iðnfræðslusvið), Iðnfræðslubrautir Fjölbrautaskólans í Breiðholti eru þrjár: Málmiðnabraut, rafiðnabraut og tréiðnabraut. Þær veita menntun til sveinsprófs i fjórum iðngreinum: húsasmíði, rafvirkjun, rennismíði og vélvirkjun. Þá geta nemendur einnig lokið stúdentsprófi á þessu námssviði, sem og öllum sjö námssviðum skólans. Hugsanlegt er að boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá menntun. Uppeldissvið. Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir i boði: Fóstur- og þroskaþjálfabraut er býður fram aðfaranám að sérskólum. iþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut er einkum taka mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viðskiptasvið. Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðabraut og loks læknaritarabraut. Af þrem fyrstu brautunum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tvö námsár. Á þriðja námsári gefst nemend um tækifæri til að Ijúka sérhæfðu verslunarpófi í tölvufræðum, markaðs- fræðum og sölufræðum. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðsins. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiðholti má fá á skrif stofu skólans að Austurbergi 5, sími 75600. Er þar hægt að fá bæklinga um skólann, svo og Námsvísi F.B. Skó/ameistarí. Það var Jóhann Guðmundsson hús- vörður Félagslundar á Reyðarfirði, sem átti hugmyndina að því að efna til popphátiðar. Hann kvað í samtali við DB níu hljómsveitir af Austfjörðum hafa skráð sig til leiks, en þrjár drógu sig til baka. Jóhann sagðist vera ánægður með hljómleikana í heild, bæði aðsókn og frammistöðu hljóm- i sveitanna. „Fólkið var ánægt með þetta,” sagði hann. ,,Að visu voru hljómleik- arnir nokkuð langdregnir, en ég held að allir hafi verið ánægðir og að á pró- gramminu hafi verið eitthvað við allra hæfi.” Hann kvaðst jafnframt vera reiðubúinn til að standa fyrir annarri popphátið seinna, — slíkt skildi meira eftir sig en almennur dansleikur. Hljómsveitirnar Sú hljómsveit sem vakti hvað mesta athygli á popphátíðinni á Reyðarfirði var Kvöldverður á Nesi, hljómsveit Norðfirðinga. Hún er skipuð þeim Sig- urði Sveini Þorbergssyni, sem leikur á gítar, tenórbásúnu og flautur, Guðjóni Þorvaldssyni bassaleikara, Daníel Þor- steinssyni hljómborðsleikara og trommaranum Jóhanni Geir Ámasyni. Hann var hins vegar forfallaður kvöldið sem hljómleikarnir voru haldnir, svo að Pétur Sævar Hallgríms- son úr Amon Ra hljóp i skarðið fyrir hann. Kvöldverður á Nesi var stofnuð upp úr hljómsveitinni Vírus. Nafn hennar er þannig til komið að sögn Sigurðar Sveins að hljómsveitin hóf feril sinn sem dinnerhljómsveit á snobbkvöldum í fyrrasumar er Neskaupstaður átti af- mæli. ,,Þá voru haldin svona kvöld- verðarboð fyrir fina fólkið og þá spil- uðum við dinnermúsík,” sagði hann. Kvöldverðurinn starfar næsta sumar sem danshljómsveit undir nafninu Prologus. Reyðarfjarðarhljómsveitin Frisko er ný af nálinni — var stofnuð í janúar síðastliðnum. Hún er skipuð Hannesi Sigurðssyni, sem leikur á trommur, gítarleikurunum Stefáni Baldvinssyni og Ómari Bjarnasyni og Jóhanni Guð- mundssyni, sem stjórnar bassanum. Þeir Hannes og Jóhann kváðusl ánægðir með hljómleikana og sögðu að gaman væri að efna til einna slíkra á ári. Tlðindamaður Dagblaðsins á hljómleikunum i Félagslundi var Helgi Arngrimsson frá Egilsstöðum. Hann er gamalreyndur spilari og lék meðal annars með Völundi á sinum tima. Yngstu hljóðfæraleikararnir á popp- hátíðinni skipuðu hljómsveitina Salta- tor frá Eiðaskóla. Liðsmenn hennar, sem eru sex talsins, koma víða að af landinu. Söngvarinn Ólafur Jónsson er frá Reykjavík og söngkonan Lára Heiður Sigbjörnsdóttir er frá Egilsstöð- um. Gítarleikarar Saltators eru Bjatni H. Kristjánsson frá Eiðunt og Gunnar Björnsson úr Ölfusi. Trommuleikari er Sigurður Jakobsson úr Hróarstungu og Björn Vilhjálmsson frá Breiðdalsvik ,,djöflast á bassa,” eins og hann komast aðorði sjálfur. Saltator verður lögð niður er Eiða- skóla lýkur og ætla flestir liðsmenn hennar að halda áfram spilamennsku í sumar í öðrum hljómsveitum. Áslákur frá Hlöðum er skipuð þeim Sigurði Friðrik Lúðvikssyni sem leikur á gítar, Jóni Inga Arngrímssyni bassa- leikara, Stefáni Snædal Bragasyni sem sér um hljómborðsleik og trommuleik- aranum Ragnari Á. Þorsteinssyni. Hljómsveitin hefur starfað frá þ'ví í júlilok í fyrra. Í stuttu rabbi að hljómleikunum loknum kváðust þeir nokkuð ánægðir með útkomuna og hefðu ekki búizt við meiru. Engin hljómsveit var að þeirra áliti áberandi léleg, en Kvöldverður á Nesi skaraði fram úr. Um framtíðar- áform Ásláks sögðu þeir að þeir myndu starfa saman fram á vorið og taka sér svo frí. Að því loknu yrðu svo aust- firzkir danshúsagestir að skera úr um það hvort Áslákur héldi áfram. Ef þeir vildu skemmta sér með hljómsveitinni áfram væri ekkert þvi til fyrirstöðu að hún héldi áfram. Tríó Kára Kristinssonar frá Stöðvar- firði skipa Páll Ásgeirsson gitarleikari, Einn þeirra þriggja, sem skipa Tríó Kára Kristinssonar frá Stöövarfiröi. Garðar Harðarson „Gordon Westley” orgel- og bassaleikari og loks Kári sjálfur Kristinsson sem leikur á trommur. Tríóið er glænýtt af nálinni. Það var stofnað um mánaðamótin janúar-febrúar í vetur, um háannatíma þorrablótanna. Dagblaðinu lék forvltni á að vita hvers vegna hljómsveitin héti einmitt þessu nafni. Það stóð ekki á svari: „Við vildum hafa eitthvert traust- vekjandi nafn á bandinu,” sagði Páll. ,,Fólk hefði verið ragt við að ráða hljómsveit sem héti Gúmmiskór ána- maðksins eða eitthvað þess háttar. Það er þvi eingöngu bísniss að baki þessu nafniokkar.” Páll og Garðar Harðarson kváðust vilja gera austfirzka popphátíð að ár- Hljómsveitin Áslákur. Frá vinstri eru Stefán Bragason hljómborðsleikari, Jón Ingi Arngrimsson sem leikur á bassa, tromm- arinn Ragnar Á. Þorsteinsson og Sigurður F. Lúðviksson gitaristi. Popphátíð í Félagslundi á Reyðarfirði: Sex austfirzkar hljóm- sveitir tróðu upp — Kvöldverður á Nesi var áberandi bezt FdnmiÐdR í fyrsta sinn á íslandi getum við boðið prentun á fatamiðum á sambærilegan hátt og erlendis. Getum prentað 2 liti á miðann að framan og 1 lit að aftan í einni og sömu umferð og á góðu verði. bvottekta. Vönduð vinna reynið viðskiptin lindargötu 48. Síi ií 14480. Póstbox 769. Reykjavik, ísland. Fyrir nokkrum árum urðu harðvítug- ar deilur á poppsíðu Dagblaðsins. Þar deildu Austfirðingar um ágæti dans- hljómsveita sinna. Einna háværastir urðu aðdáendur og fjandmenn hljóm- sveitanna Völundar og Heródesar, en aðrar hljómsveitir blönduðust inn i þetta rifrildi, sem kallaðist Völundar- málið. — Flestar þær hljómsveitir sem ýmist voru hafnar til skýjanna eða út- húðað niður i svaðið heyra nú sögunni til, en aðrar koma í þeirra stað. Fyrir nokkru kom rjóminn af Austfjarða- hljómsveitunum saman i félagsheimil- inu Félagslundi á Reyðarfirði. Þar var slegið upp hljómleikum eða öllu heldur popphátíð. Þar komu fram sex hljóm- sveitir, Slagbrandur frá Egilsstöðum, Frisko frá Reyðarfirði, tríó Kára Krist- inssonar frá Stöðvarfirði, Áslákur frá Hlöðum, skólahljómsveitin Saltator frá Eiðum og Neskaupstaðarhljóm- sveitin Kvöldverður á Nesi. — Frétta- ritari Dagblaðsins á Egilsstöðum, Helgi Arngrímsson, var á staðnum og fer samantekt af frásögn hans hér á eftir. - ÁT DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. 13 liiní frrtrt' Ti/sölu Buick Estate Wagon ftd. órg. 78 ef viöunandi tiiboö fæst Uppl. gefur Þórir í síma 84939 eöa 66595. •ni tsleifsson pianóleikari, sú gamalreynda kempa. Hugmyndina að nafni hljómsveitar- einhverju blaði. Tveir liðsmenn hljómsveitarinnar Frisko. Hún var á heimavelli að þessu sinni. DB-myndir: Helgi Arngrímsson. Kynnir á hljómleikunum var Einar Rafn Haraldsson. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu hljómsveitanna, en kannski hefði þurft eilitið betri kynni til að ná upp meiri stemmningu, að hans áliti. inni á Reyðarfirði voru allir spurðir um atvinnumöguleika þar eystra. Þeim bar yfirleitt saman um að nóg væri að gera i fjórðungnum og óþarfi væri að sækja hljómsveitir annars staðar að til að skemmta á dansleikjum. Menn yrðu bara að bera sig eftir vinnunni. Allir kváðust hljóðfæraleikararnir vera ánægðir með framtak Jóhanns Guðmundssonar húsvarðar í Félags- lundi að hafa efnt til hljómleikanna. Þó að ýmislegt hefði þar mátt betur fara væri nú búið að reyna þennan hlut einu sinni og í næsta skipti myndi allt ganga betur. Helgi Arngrímsson / ÁT legum viðburði, en þá yrðu hljómsveit- irnar lika að æfa tónlist sem betur væri sniðin við hljómleika, en ekki bara mæta með danslögin sín. Loks er að geta hljómsveitarinnar Slagbrands frá Egilsstöðum. Hana skipa Árni isleifsson sem leikur á pianó og er jafnframt hljómsveitarstjóri. Magnús Einarsson leikur á orgel, harmóniku og básúnu, Bjarni Helgason sér um trommuleik og Frið- jón Jóhannsson leikur á bassa. Slagbrandur hefur starfað frá árinu 1978. Að sögn Árna ísleifs er nafnið þannig til komið að hann rakst á það í blaði þar sem verið var að skrifa um popp. Nafnið er nýyrði að hans sögn, að minnsta kosti í þeim skilningi, sem hann leggur í orðið. Það er að segja — „Slagbrandur — brandur er sverð og það sem slær. Við eigum við slátt- inn . . . að það er taktur i þessu og við reiðum jú brandinn.” Að sögn liðsmanna Slagbrands er nóg að gera við spilamennsku eystra. Þeir ætla að halda samstarfinu í sumar og þann 1. maí átti að bætast gítarleik- ari í hópinn, Stefán Jóhannsson. Markaðurinn Hljóðfæraleikararnir á popphátið- SUMARHUS EINBÝLISHÚS, VEIÐIHÚS í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Nýttá ísbndi Að öðrum hljómsveitum ólöstuðum vakti Kvöldverður á Nesi mesta athygli á hljómleikunum 1 Félagslundi. Hér er einn fjögurra liðsmanna Kvöldverðarins, Sigurður Sveinn Þorbergsson. Eini kvenmaðurinn sem kom fram á hljómleikunum var Lára Sigbjörnsdóttir, söngkona Saltators frá Eiðum. Finlux LITSJOIVIVARPSTÆKI Toppurinn í dag SJONVARPSBUÐIN BOHGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 Vönduð faBeg, ðdýr „HELSESTRÁ" grasplötur á þök sem eru allt í senn sterkar, einangrandi, vatnsþéttar og fallegar. Uppl. í síma 99-5851 alla daga og 84377 virka daga.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.