Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.05.1980, Qupperneq 19

Dagblaðið - 19.05.1980, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAl 1980. G 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I FH-ingar skoruðu fyrst en sofnuðu síðan á verðinum — Kef Ivíkingar skoruðu tvívegis á 6 mfnútum og tryggðu sér sigur í Kaplakrika Þórir .Sigfússon skoraói sigurmark ÍBK gegn KH. Tvö mörk Keflvíkinga á 6 minútna kafla um miöjan síðari hálfleikinn gegn FH gerðu út um leikinn. FH leiddi 1—0 þegar hinir ungu og frísku strákar úr Kcflavikinni tóku til sinna ráfla. Á 60. minútu fengu Keflvíkingar aukaspyrnu á hægri vængnum, skammt utan víta- teigs. Fimm FH-ingar fóru í varnarvegg og einn Keflvíkingur tróö sér á milli þeirra. Athyglin var svo gersamlega bundin við þann mann að hinir leik- menn Keflvíkinga inni í vítateignum hreinlega gleymdust. Óiafur Júlíusson framkvæmdi aukaspyrnuna mjög lag- lega og sendi knöttinn vel inn i teiginn. Þar kastaöi Sigurjón Sigurðsson, ungur nýliði, sér glæsilega fram og skallaði knöttinn i bláhornið — óverj- andi fyrir Halldór Pálsson i markinu. Þetta mark virkaði eins og vítamin- sprauta á Keflavikurliðið, sem sótti án afláts næstu mínútur. Á 66. mínútu gaf Ólafur vel fyrir markið af vinstri kant- inum. Knötturinn sveif yfir alla varnar- menn FH og beint til Þóris Sigfús- sonar, sem hafði lítið fyrir því að skora, 2—1. Eftir markið gerðu Kefl- víkingarnir þá reginskyssu að draga sig aftur og ætla að halda fengnum hlut. Það tókst þeim að vísu en það var ekki þeim að þakka að FH skoraði ekki. Þrivegis síðustu 20 mínúturnar fengu FH-ingar færi á að jafna metin. Fyrst skallaði Pálmi Jónsson beint i fang Jóns Örvars, sem var í meira lagi mis- tækur í markinu. Mínútu siðar skap- aðist stórhætta við mark ÍBK eftir glannalegt úthlaup Jóns og á 81. Englendingar fengu skell hjá Walesbúum —töpuðu 1-4 ef tir 7 sigurleiki í röð F.nglendingar fengu héldur belur óvæntan skell í brezku meistarakeppn- inni, sem hófst á laugardag, er þeir steinlágu fyrir Wales I—4 í Wrexham. F.kki þarf að taka það fram að þetta er stærsta tap F.nglands i 16 ár eða síðan Krasilíumenn unnu þá 5—1 í Ríó. Um leið var þelta stærsti sigur Wales á F'ng- landi i sögu knattspyrnunnar þarlendis. Englendingar voru án 6 leikmanna er voru i sigurliðinu gegn Argentínu- mönnum á þriðjudag og þar á meðal voru Kevin Keegan, Tony Woodcock, David Watson, David Johnson og Ray Wilkins, sem reyndar kom inn á sem varamaður. Þrátt fyrir allt náðu Eng- lendingar forystu á 16. mínútu með marki Paul Mariner en siðan hrundi allt saman. Vörnin hjá Englandi var mjög óörugg og þá einkum og sér í lagi þeir Larry Lloyd sem lék sinn fyrsta landsleik i 8 ár, og Phil Thompson, fyrrum félagi hans hjá Liverpool. Micky Thomas jafnaði metin strax á el'tir og lan Walsh kom Wales yfir fyrir hlé, 2—I. England sótti án afláts í síð- ari hálfleik en það var Wales sem skoraði. lan Leighton James bætti þriðja markinu við á 60. minútu og á 66. minútu varð Phil Thompson fyrir þvi óláni að senda knöttinn í eigið net. Undir lokin færðist nokkur harka í leikinn og var þá Lloyd bókaður fyrir brot á David Giles en síðan varð hann að haltra út af á 80. mínútu. Þetta tap Englendinga kemur eins og köld vatns- gusa framan í þá eftir 7 sigurleiki í röð og víst er að undirbúningurinn fyrir Evrópukeppnina í Róm i næsta mánuði þarl' gagngera endurskoðun. íslend- ingar geta ekki gert sér neinar vonir um auðveldan leik 2. júní því þetta sama velska lið leikur hér á Laugardalsvellin- um við ísland í forkeppni HM á Spáni. Velska liðið er ekki skipað neinum stjörnuleikmönnum og megnið af liðs- mönnunum kemur úr lægri deildunum á Englandi. í hinum leiknum í keppn- inni sigraði N-lrland Skotland I—0 með marki Billy Hamilton. Leikið verður fram á miðvikudag og síðan á laugardag. Maradona heill- aði alla íra —fór á kostum í 1-0 sigri Argentínu l)iego Maradona heillaði írska knattspyrnuunnendur upp úr skónum á laugardag, er hann leiddi Argentinumenn til sigurs gegn írska landsliðinu í Dublin, 1—0. Stór- kostlegur einleikur hans leiddi til eina mark leiksins. Á 27. mínútu tók Maradona ,,a bewildering solo" eins og Reuter-fréttastofan kemst að orði og var brugðið rétt utan vítateigs. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur og sendi beint á kollinn á Jode Vaiencia scm skallaði i netið af 10 metra færi. Maradona skapaði fjöldann allan af færum fyrir félaga sína en þau nýttust ekki. I siðari hálfleiknum slökuðu Argentínumennirnir nokkuð á og virtust sætta sig við þetta eina mark sitt. Það reyndist þeim næstum dýr- keypt því fyrst brenndi Don Givens af og siðan Gerry Daly rétt á eftir á loka- minútunum. Maradona var klappað lof i lófa lengi vel eftir leikinn en 35.000 manns voru á vellinum þar á meðal fjölmargir íslendingar sem nú dveljast í Dyflini. mínútu lyfti Pálmi knettinum rétt yfir þverslá eftir enn ein hrapalleg mistök. Jóns. FH hóf leikinn á laugardag betur og naut aðstoðar vindsins. Leikmenn reyndu mjög að leika yfirvegað í rokinu og tókst það á stundum en endahnútinn vantaði jafnan á uppbyggingu sókn- anna. Tíðindalítið var framan af leikn- um en síðan fóru FH-ingarnir að finna glufur í annars þéttri vörn Keflvíkinga. Á 18. mínútu komst Pálmi einn í gegn eftir mistök Gísla Eyjólfssonar en fast skot hans fór yfir. Sex mín. síðar komst hann aftur í gegn en skaut beint i fang markvarðarins. Enn komst Pálmi í gott færi á 33. mínútu en þá var naumlega bjargað i horn. FH skapaði sér færin en ekki var skorað úr þeim. Pálmi er stórhættulegur miðherji en vantar nauðsynlega að koma tuðrunni í netið einu sinni til að komast á bragðið. Eina mark FH kom á 56. mínútu. Það þurfti dyggilega aðstoð varnar- manns Keflvíkinga við það því sending hans til markvarðar var allt of laus. Heimir Bergsson, sivakandi, stakk sér inn á milli og náði knettinum. Lék á Jón Örvar i markinu og var að búa sig undir að spyrna í markið er mark- vörðurinn brá honum. Vítaspyrna og ekkert annað. Úr henni skoraði Helgi Ragnarsson örugglega. Leikurinn var í heildina fremur slakur og gat farið á hvorn veginn sem var. FH-inga vantar nauðsynlega meiri kraft á miðjunni og varnarleikurinn er enn óöruggur. Sóknin er frísk en mörk- in vantar. Beztu menn liðsins voru Guðjón Guðmundsson, sterkur leik- maður sem ekki fer mikið fyrir, Ásgeir Arnbjörnsson, Pálmi Jónsson og Heimir Bergsson, sem hvarf þó allt of mikið inn á milli. í liði ÍBK var Óskar Færseth mjög sterkur i bakvarðarstöð- unni. Ragnar Margeirsson var siógn- andi og þá var nýliðinn Sigur- Jón Sigurðsson mjög frískur. Ólafur Júliusson var maðurinn á bak við flestar sóknir Keflavikurliðsins og átti góðanleik. -SSv. Olíufylltir TERMEL rafmagnsofnar. Hagkvæmustu og þægilegustu hitagjafarnir KJÖLUR SF Thom VESTURGÖTU 10 SflVII KEFLAVfK SÍMI 92 2121 SUPER-SUGAN A HLÆGILEGU VERÐI SOGAR VATN, MÖL, SAND, STOFUTEPPIN OG NÁNAST HVAÐ \ ER mrnÍÍ8ÉÍÍmm Model 840 EG PÓSTSENDUM ASTRA ÁRMÚLA 42 - SÍMI 32030 Vestur- ÞS'zk gœðavara Fyrir fyrirtœki, bygginga* verktaka, stofnanir, verkstœði og heimili VERÐ: 34 LÍTRA KR. 139.900 43 LÍTRA KR. 159.800 51 LÍTRA KR. 199.300 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.