Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 14 ""“Sia FRAMRUÐU? rrr Ath. hvort við getum aðstoðað. ilásí^ ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN "«oG2678» Félag farstöövareigenda DEILD 4 Aðalfundur deildar 4 verður haldinn laugardaginn 14. júní 1980 að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18 og hefst kl. 14 stundvislega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sérstök athygli er vakin á þvi aðsýna þarf kvittun fyrir greidd ársgjöld. i Stjórn deildar 4. ALBERT var fyrstur Norðurlandamanna í fremstu röð knattspyrnumanna í Englandi, Frakklandi og Ítalíu. íþróttum hefur hann unnið allt sem hann hefur mátt síðan hann kom heim. Vegur íslenzkrar knattspyrnu varð verulegur þegar Albert varð formaður Knattspyrnu- sambands íslands. Þannig eiga íþróttir honum margt að þakka frá liðnum árum. Við lýsum yfir stuðningi við Albert Guðmundsson og Brynhildi Jóhanns- dóttur við forsetakjör 29. jání nk. Gisli Halldórsson forseti ÍSL Sveinn Björnsson varaforseti ÍSÍ. Heimir Sindrason formaður Gróttu. Böðvar Björgvinsson form. Skallagríms. Helgi Bjarnason form. körfuboltad. Skallagríms. Jóhann Kjartansson Skallagrími. Alfred Þorsteinsson Fram. Hilmar Guðlaugsson form. Fram. Jón G. Zoega form. knattspyrnud. Vals. Freyr Bjarnason form. Völsungs. Boði Björnsson form. Stjörnunnar. Jón Ólafsson hástökkvari. Einar Gunnarsson Keflavík. Hafsteinn Guðmundsson form. IJMFK. Helgi I lólm form. ÍK. Siguröur Steindórsson form. KF. Óskar Færseth knattspyrnum. Magnús Garðarsson Handknattleiksráði Keflavíkur. Kristbjörn Albertsson stjórn körfuknattleiksr. Sigurður Ingvarsson fv. form. Víðis. Júlíus Jónsson viðskiptafr. Sandgerði. Óskar Valgarðsson form. knattspyrnud. ÍR. Július Hafstein form. HSÍ. Baldur Jónsson vallarstjóri. Anton Örn Kærnested form. Vfkings. Úlfar Þórðarson form. ÍBR. Kjartan Trausti Sigurðsson framkvæmdastj. KSÍ. Ólafur Erlendsson form. KRR. Þórður Þorkelsson gjaldk. ÍSÍ. Sigurður Magnússon útbrstj. ÍSÍ. Haukur Bjarnason ritari ÍBR. Fríður Guðmundsdóttir form. Íþróttafélags kvenna. Viktor Helgason þjálfari ÍBV. Tómas Sigurpálsson lyftingamaður. Þórður Hallgrímsson ÍBV. Snorri Þ. Rúts ÍBV. Sveinn B. Sveinsson ÍBV. Blómlegt skáklíf f Bandaríkjunum Eftir aö Fischer náði heimsmeist- aratitlinum í Reykjavík 1972 fór mikil skák-bylgja yfir Bandaríkin og hvarvetna drógu menn töfl upp úr pússi sínu. En það stóð aöeins í nokk- ur ár. Áhuginn fór aftur að dofna þegar Fischer dró sig í hlé og þótti mörgum sem í óefni væri komið. Bandaríska skáksambandiö var harð- lega gagnrýnt og einstaklingar áttu það til að stofna sér-skáksambönd til að stuðla að framgangi skáklistarinn- ar. Nú er svo komið að i New York einni rekur hvert alþjóölega skák- mótið annaö og skáklíf hefur sjaldan staöið með eins miklum blóma. Sá er þetta ritar er einmitt ný- kominn frá New York þar sem hann tefldi í tveimur mótum. Hiö fyrra fór fram í Manhattan skákklúbbnum og var skipulagt af Bill Goichberg. Goichberg er mörgum íslendingum að góðu kunnur, því hann hefur ár- lega staðið fyrir „World Open” skákmótinu í Fíladelfíu sem íslenskir skákmenn hafa sótt og verið sigur- sælir á. Mótið i Manhattan var í styrkleika- flokki 8 og mættu 3 stórmeistarar til leiks og 5 alþjóðlegir meistarar. Bandariski stórmeistarinn Alburt, sem er landflótta Sovétmaður, tók forustuna strax í byrjun og reyndist óstöðvandi. Þegar yfir lauk hafði hann aðeins leyft þrjú jafntefli, en unnið sjöskákir. Ég hafnaði að lokum í 2. sæti, aöeins einum vinningi frá stórmeist- araárangri. Sá litli vinningur var þó ætíð iangt undan, því það var ekki fyrr en í seinni hluta mótsins sem prikin komu á mótstöfluna. Ég má þó vel við una og skaut meðal annars aftur fyrir mig tveimur stórmeistur- um, Dzindzichashvili og Lein. Sá fyrrnefndi gerði óvenju mikið af „stórmeistarajafnteflum” og Lein var aö reyna að hætta reykingum. Úr því að minnst er á reykingar má nefna að i Bandaríkjunum virðist það vera algild regla að banna reykingar i skáksal. Það er atriði sem íslensk skákyfirvöld mættu gjarnan taka til athugunar. Lokastaðan á mótinu varð annars þessi: 1. Alburt (Bandaríkin) 8 1/2 v, af 10 mögulegum. 2. Jón L. Árnason 6 1/2 v. 3. Dzindzichashvili (israel) 6. v. 4. -5. Lein og Kastner (Bandarikin) 5 1/2 v. 6. Zapata (Kólumbíu) 5 v. 7. -8. Valvo og Petcrs (Bandaríkin) 4 9.-10. Coudari (Kanada og Benjamin (Bandaríkin) 3 1/2 v. 11. Fedorowicz (Bandaríkin) 3 v. Bandariski skákmeistarinn Kastner náði árangri alþjóðlegs meistara. Síðara mótið fór fram í Marshall skákklúbbnum og sá ungur hljóm- sveitarstjóri, Eric Schiller að nafni um framkvæmd þess. Til marks um það hvað heimurinn er lítill, má nefna að móðir hans var nemandi bandariska píanóleikarans Alan Marks, sem staddur var hér á landi i síðasta mánuði. Mótið var kennt við franska skák- snillinginn og tóniistarmanninn Francois André Danican Philidor, sem uppi var á 16. öld. Aðeins þrír al- þjóðlegir meistarar tóku þátt í mót- inu og þrír FIDE-meistarar. Það var því ekki eins vel skipað og fyrra mótið, en náði þó styrkleikaflokki fjögur. Mót sem þetta miðast fyrst og fremst við að gefa innfæddum mögu- leika á að ná alþjóðlegum meistara- titlum og að því leytinu tókst mótið vonum framar. Zlotnikov og Kudrin, sem báðir eru rússneskættaöir Bandarikjamenn náðu alþjóðlegum meistaratitli og Duarte frá Brasilíu náði FIDE-meistaraárangri. Loka- staðan varð þessi: 1. Jón L. Árnason 10 1/2 v. af 13 mögulegum. 2. Zlotnikov (Bandaríkin) 10 v. 3. -4. Zuckerman og Kudrin (Banda- ríkin) 9 v. 5. Pritchelt (Skotland) 7 1/2 v. 6. Taylor (Bandaríkin) 7 v. 7. -8. Blumenfeld (Bandaríkin) og Duarte (Brasilia) 6 1/2 v. 9. Weeramantry (Srí Lanka) 6 v. 10. -11. Blocker og Bonin (Banda- ríkin) 5 v. 12. Renna 13. Pavlovic (Júgóslaviu) 3 v. 14. Braun (Bandaríkin) 2 v. 15. Shipman (Bandaríkin) 1 1/2 v. Shipman hætti í mótinu eftir 6 um- ferðir og var þvi strikaður út. Það kom sér illa fyrir mig, því hann hafði unnið helsta keppinaut minn, Zlotni- kov, en tapað fyrir mér í fyrstu um- ferð — i fjörugri kóngsbragsskák: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Shipman (Bandaríkin) Kóngsbragð 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. Bc4 g4 5. 0—0 De7l? í bókunum er þessi leikur talinn hæpinn vegna 6. d4 gxf3 7. Dxf3 og hvítur hefur sóknarstöðu. Eftir hins vegar 7. — Rc6! eins og leikið var i skákinni Steinitz-Anderssen, London 1862 (nýrri dæmi finnast ekki) er staðan óljós. Hér velur hvitur aðra „óljósa” leið. 6. Re5!? Dxe5 7. d4 Dh5 Ef 7. — Bc5, þá 8. Bxf7 + ! Kxf7 9. Bxf4 og ef 9. — Dx4+ þá 10. Be3 með fráskák! 7. — De7, eða 7. — Dg7 voru þó raunhæfir möguleikar. 8. Bxf4 d6 9. Rc3c6 Svartur sem er heilum manni yfir bauð hér jafntefli sem að sjálfsögðu var hafnað. Hvitur hefur yfirburði i liðsskipan. 10. Dd3 Rd7 11. Hael Rb6 12. d5 Rxc4 13. Dxc4 Bd7 14. e5 0-0-0 15. e6! fxeó 16. dxe6 Bg Hér fylgdi annað jafnteflisboð. Ekki gekk 16. — Be8 vegna 17. Dd4! og kóngshrókur svarts er dauðans matur. Ef 17. — Dc5, þá 18. Dxc5 dxc5 19. Be5! 17. exd7 + Hxd7 18. Re4d5? 19. Dc5 Re7 20. Dxa7 Kd8 21. Db8+ Rc8 22. Rd6 Einfaldara var 22. Bg5+ ! 22. — Hxd6 23. Bxd6 Bd4+ 24. Khl Bb6 25. Be5 He8 26. Dxb7. Svartur gafst upp. Ef 26. — Hxe5, þá 27. Hf8 + og vinnur. Að lokum kemur hér ein af sigur- skákum Alburts úr fyrra mótinu. Hvítt: Lein Svart: Alburt Aljekín-vörn 1. e4 Rf6 2. Rc3 d5 3. exd5 Rxd5 4. Bc4 Rb6 5. Bb3 Rc6! Alburt er mikill sérfræðingur i Aljekín-vörn og beitir henni við hvert tækifæri. Fyrir tæpum 30 árum stakk Euwe upp á textaleiknum (í stað 5. — c5) og taldi hann svartan fá jafnt tafl. Af ftessari skák að dæma virðist hann hafa rétt fyrir sér. 6. Rf3 Bf5 7. d4 e6 8. Bf4 Bd6 9. Dd2 0-0 10. Bg3 Bg4 11. 0-0—0 Ra5 12. HdelRxb3+ 13.axb3a5 Svartur má vel við una. 14. Re5 Bf5 15. Bf4 BxeS! 16. Bxe5 a4 17. bxa4 Rxa4 18. g4 Bg6 19. h4 Rxc3 20. Dxc3 20. — Ha6! Mætir hótuninni 21. h5 á skemmti- legan hátt (21. —Hc6). Svartur hefur náðað hrifsa til sín frumkvæmið. Ef 21. Dxc7, þá 21. — Da8! með sókn eftir c-linunni. 21. De3 Hc6 22. c3 Da8 23. Kdl Da4 + ! 24. Ke2 Db5+ 25. Kf3 Dxb2 26. Hcl f6 27. Bg3 Bc2 28. c4 Db3 29. Hxc2 Hvítur var varnarlaus. Endataflið eftir 29. —Dxb3 er vonlaust. 29. — Dxc2 30. Hcl Da2 31. Kg2 He8 32. c5 Dd5 + 33. Kh2 Hd8 34. Hdl eS 35. g5 exd4 36. Df4 Dxc5 37. gxf6 Hxf6 38. Dd2 Hf7 39. Hcl Dh5 40. Dd3 c5 41. Db5 d3 42. Hel d2 og hvíturgafst upp. Hestamannafélagið Máni HESTAÞING MÁNA verður haldið á Mánagrund 14. og 15. júní. Keppnisgreinar: A-flokkur, B-flokkur, unglinga, 12 ára og yngri, unglinga 13—15 ára, opin töltkeppni, 800 m brokk, 800 m stökk, 350 m stökk, 250 m stökk, 250 m skeið ög 150 m nýliðaskeið. Skráning keppnishesta verður í síma 1343 alla daga milli kl. 11 og 14 og 18 og 21. Skráningu skal vera lokið fyrir há- degi föstudaginn 13. júní. Nefndin. JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK m

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.