Dagblaðið - 09.06.1980, Qupperneq 32

Dagblaðið - 09.06.1980, Qupperneq 32
36 ___________________________DAGBLADID. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 Um Listahátídaríist og Gerði VV'O' Það verður vart á móti því borið að hingað til hefur Listahátíðin i Reykjavík verið hátíð tónlistarfólks fyrst og fremst enda voru helstu aðstandendur miklir tónlistarmenn og unnendur. Það er eflaust mál til komið að breyta hlutföllum listgreina á hátíðinni, — þótt ekki væri nema í eitt skipti. Þó verður það að segjast eins og er að myndlistin hefur ekki borið skarðan hlut frá borði há- tíðarinnar, ef á heildina er litið sæmi- lega hlutlausum augum, þótt skipuleggjendur hennar hafi vart haft eins mikinn metnað fyrir myndlistar- fólk og tónlistar. Leiklistin hefur einnig farið allsæmilega út úr há- tiðinni, þótt aðstandendur hennar hafi að ósekju mátt leita fanga víðar en þeir hafa gert. Bókmenntum hefur hins vegar lítið verið sinnt og það liggur við að listdans hafi fengið stærri sneið af kökunni en ritlistin. Listiðn hefur verið lítt áberandi á undangengnum hátiðum. Sæmilega fjölbreytt Myndlisl á þeirri listahátíð sem nú stendur yfir er um margt áhugaverð. Alltént er hún sæmilega fjölbreytt: spænsk nútímatónlist (Saura), svo og klassísk grafiklist Goya, einn helsti myndhöggvari okkar í dag (Sigurjón Ólafsson), tvær merkar íslenskar listakonur (Kristin og Gerður), nýlist i Suðurgötu 7, ýmis smágerð listiðn og fleira í Langbrók, hefðbundnar höggmyndir og þrívíð myndverk ýmiss konar að Korpúlfsstöðum, umhverfislist á almannafæri og loks arkitektúr á íslandi. Hins vegar hefur engin heildar- stefna verið mótuð varðandi myndlist á Listahátið og það sem verra er: undirbúningstimi er hlægilega stuttur. Þess vegna er ekki laust við Brnnsmynd, 1972. Gerður Hclgadóttir að störfum. að sumar sýninganna virki bæði tætingslegar og hálfkaraðar, — hafi óljósan tilgang. Sérhver listahátiðar- nefnd á að gera það upp við sig snemma á fcrli sínum, hvers konar myndlist hún vill sjá á næstu hátíð og þá gjarnan með undangengna hátið sem viðmiðun. Þörf á alvöru- sýningum Mér finnst t.d. ekki ósanngjarnt að ætlast til þess af Listahátíð að hún standi fyrir a.m.k. tveimur meiri háttar listsýningum, einni að utan og annarri íslenskri. Einnig mætti imynda sér að Listahátíð tæki af skarið og skipulegði myndlistar- sýningar, sem allar tengdust ákveðnu tema. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi.En það er fyrir öllu að skipulagsnefnd haldi um stjórnvölinn af röggsemi, þannig að sú handvömm og það skipulagsleysi sem einkenndi allan undirbúning myndlistar fyrir þessa hátíð endurtaki sig ekki. Og þegar ég nefni myndlist, þá á ég við alvörusýningar, rækilega undirbúnar, vel uppsettar með alvöru sýningarskrám, sem geta haft alll í senn, fræðslu, útbreiðslu og heimildagildi. Sérstaklega er mikilvægt að viðhafa þau vinnu- brögð þegar um yfirlitssýningu á lítt þekktum íslenskum listamanni er að ræða, því enn skortir okkur tilfinnanlega vitneskju um ýmsa mikilvæga þætti í íslenskri myndlist- arsögu. Meira um spurn- ingar en svör Því bera að harma þá meðferð sem Kristín Jónsdóttir hefur hlotiðá þess- ari hátíð. Satt að segja er ég hissa á þvi að ættingjar hennar skuli hafa látið bjóða sér upp á fimm mánaða undirbúningstíma, stuttlega upptaln- ingu á sýningum í skrá, — og full- komna fáránlega upphengingu myndanna. Meira um sýningu Krist- ínar í næstu grein. Ekki var ég meira en svo trúaður á kosti þess að blanda saman á einum stað verkum Kristínar og Gerðar Helgadóttur, ásamt með myndröð Ragnheiðar Jónsdóttur sem gerð var sérstaklega fyrir Listahátíð. En þótt þessar sýningar veki upp fleiri spurningar en þær svara, þá er Ijóst, að Leifur Breiðfjörð glermynda- smiður, sem sá um útlit sýninganna og sýningarskrár, hefur bjargað mál- um með fádæma smekklegu og skemmtilegu skipulagi, sérstaklega á verkum Gerðar, —■ og hefur beinlínis gert staðinn spennandi fyrir vikið. Mikil afköst Enn er ólokið úttekt á ævistarfi Gerðar Helgadóttur og væntanlega biður það verk hins nýja safns í Kópavogi. En uppsetning Leifs gerir áhorfandanum samt kleift að rekja þróun í verkum hennar, — og njóta um leið áhrifa einstakra verka. Þannig á að standa að samsetningu yfirlitssýningar, hvort sem hún er til bráðabirgða eða gerir tilkall til að vera afgerandi og endanleg úttekt. Hvers konar mynd fáum við svo af Gerði sem listamanni? Að svo komnu máli og án frekari rannsókna er varlegast að fullyrða ekki um of. Þó langar mig að minnast á nokkur atriði sem hafa sótt á mig við skoðun sýningarinnar. Gerður deyr árið 1974 aðeins 47 ára að aldri og ef skúlplúr hennar einn og sér er skoðaður, þá sýnist mér, sem hún hafi ekki verið búin að taka út fullan þroska, er hún lést, þótt afköst henn- ar hafi verið gríðarleg alla tíð. Hér á ég við að henni tekst ekki (eða afar sjaldan) að setja fram niðurstöður i skúlptúr sínum, sem ekki bera sterkari svip af igrundunum annarra en hennar sjálfrar. Sellóleikarinn, 1950, brenndur leir. Mörg járn í eldinum Kannski var hún áhrifagjörn um of, kannski var hún með of mörg járn í eldinum, — einkarlega um og eftir miðjan sjöunda áratugiun. Við sjáum í verkum hennar einn læri- meistarann taka við af öðrunt — Sigurjón Ólafsson, Maillol & Laurens, Zadkine, Gonzalez, Calder, loks Pevsner og Lippold, — obb- ann af meisturum módernismans í nútíma skúlptúr. í hvert sinn vinnur Gerður úr verkefni sinu af stakri vandvirkni og verklagni, en þóer eins og hnykkur komi á þróunarferil hennar við hverja umbreytingu og áhorfandanum verður ekki Ijóst hver tengslin eru milli tveggja ólíkra skeiða. Þó er ég ekki frá því að á tima- bilinu 1951 —1954 hafi Gerður komist næst því að skapa sér sjálf- stæðar forsendur. Hér á ég við svörtu járnskúlptúrana, sem eru ávöxtur af kynnum Gerðar af geómetrískri af- straktlist í Paris og nánu samneyti við verk Julio Gonzalez á Nútímalista- safninu þar i borg. Ríkulega skreytihæfileika Þessi verk hafa alveg sérstakan þokka og leikandi létt inntak, auk þess sem þar eru gerðar ýmsar bráðskemmtilegar tilraunir með rúm og massa. En það er einkennandi fyrir þær efasemdir sem virðasl sækja á Gerði oft og tiðum, að samtímis þessum laufléttu, opnu skúlptúrum, gerir hún massif verk og þyngslaleg og leitar þá jafnvel aftur í tyrfnasta kúbisma (Lipchitz, Laurens) að fyrirmyndum. Það er kannski í steinglerinu og steinsteypu-skúlptúrum með inn- felidu gleri, sem Gerður er sjálfri sér samkvæm alla ævi. Það kemur i Ijós að hún hafði rikulega hæfileika til ýmiss konar skreytinga og þeir koma fram í síðari skúlptúrum hennar mörgum, lágmyndum, mósaiki og skartgripum, — en einkarlega í steinglerinu. Allt frá því hún gerir sina fyrstu glugga í Saur- bæjarkirkju árið 1957 og til þeirra glugga, sem hún lét eftir sig og þeir Oidtmann-bræður hafa unnið, mót- ar hún steingler eftir sinu eigin höfði og leikur á alls oddi. Fágun og atorka Helsu einkenni á gluggum hennar eru: afstrakt inntak, smágerð form, mikil notkun blýfalsa fremur en yfir- málum og tíð brúkun á samloka formum (symmetriskum), helst fyrir miðju í hverju glugga, — en það er symmetrían, sem setur einna sterkast- an svip á siðari skúlptúr hennar. Litir hennar eru mildir og mjúklega sam- stilltir, kalla ekki á áhorfandann heldur kynna sig smátt og smátt. Mesta ánægju hafði ég af tveimur stórum gluggum í grátónum og T- laga teikningum fyrir þýska kirkju. Margt fleira má segja um verk Gerðar Helgadóttur og vonandi gefst lækifæri til þess siðar meir, þegar búið verður að koma upp safni hennar i Kópavogi. En þessi sýning ber fagurt vitni fágaðri myndrænni hugsun listakonunnar, vönduðu handbragði og feikilegri atorku — svo og ræktarsemi ættingja hennar og vina og virðingu skipuleggjand- ans, Leifs Breiðfjörð, fyrir því verki sem hann tókst á hendur. -Al. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 29. JUNÍ PÉTURJ. THORSTE/NS- SON ★ ★ Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar 28170-28518 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SÍM.AR: 28171 OG 29873. ■* Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. * Skráning sjálfboðaliða. * Tekið á móti framlögum i kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Stuflningsfólk Péturs.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.