Dagblaðið - 06.08.1980, Síða 3
DAGBI.AÐIO. MIÐVIKUDAGUR 6. AGÚST 1980.
Þýzka fótboltann í sjónvarpið
KnattspyrnuáhuijamaAur skrifar:
Nú fer enski boltinn senn aft rúlla
og upp úr þvi fcr knattspyrnuvcrtiftin
aft hcfjast um alla livrópu. Ég vona
aó enska knattspyrnan verði á sinum
stað í vetrardagskránni, en langar
jafnframt að skjóta þeirri hugmynd
aó forráóamönnum sjónvarps, aö
þcir rcyni að næla i nokkra leiki úr
þýzku knattspyrnunni. Þjóðverjar
eru núvcrandi Evrópumeistarar
landsliða í knattspyrnu og það er mál
manna, að þýzka fyrsta deildin sé sú
sterkasta i heimi. Þá má benda á, að
að meðaltali cru flest mörk skoruð i
Þýzkalandi af öllum löndum Evrópu,
þar sem knattspyrna er iðkuð. Þýzku
fclagsllðin hafa einnig náð frábærum
árangri i hinum þremur knattspyrnu-
kcppnum evrópskra félagsliða, og
sýnist mér sem þau myndu ciga fullt
erindi til íslenzkra knattspyrnuáhuga-
manna. Að lokum vil ég aðeins fagna
þvi að við höfum fengið að sjá svip-
myndir úr áðurnefndum þrcmur
keppnum. Mciraaf svogóðu, Bjarni!
Þýzka knattspyrnan er af mörgum
talin sú bezta I heimi og bréfritari vill
ólmur sjá glefsur úr henni i sjón-
varpi.
Guðrún var mjög hrifin af Mezzo-
forte og fannst hljómsveitln hafa til
að bera sjaldgæfan ferskleika.
DB-mynd Ragnar Th.
Mezzo-
forte bar
af öllum
öðrum
Guðrún Hauksdóttir skrifar:
Sem hlustandi og tónlistarmaður á
seinasta SATT-kvöldi langar mig að
leggja nokkur orð i belg, vegna allra
skrifanna um áðurnefnd kvöld. Þar
sem skrifin hafa mest snúizt um
hljómsveitina Hljóma, sem var sjálf-
um sér og öðrum til háborinnar
skammar, ætla ég að snúa mér að
ferskasta og bezta atriði kvöldsins,
nefnilega Mezzoforte, sem bar af
þetta kvöld.
Samt hefur minnst verið skrifað
um hljómsveitina og finnst mér því
tími til kominn að einhver geri hana
að umræðuefni. Mér finnst að blaða-
menn og aðrir ábyrgir menn og
konur, sem hafa það hlutverk að
gagnrýna tónlist, ættu að sjá sóma
sinn í því, að reyna að sortera frá úr-
ganginn i tónlistinni. Með jákvæðri
hlustun gætu þeir einatt hjálpað þeim
tónlistarmönnum, sem ekki leika tón-
list sina vegna peninganna. Það er
t.d. ekki hægt að láta country-unn-
anda gagnrýna jazztónlist, og öfugt.
Hljómsveitin Mezzoforte fannst
mér hafa þann ferskleika, sem ekki
hefur verið algengur i íslenzkri tónlist
í áraraðir, að undanskildum Þursa-
flokknum og Spilverki þjóðanna og
nokkrum fleiri. Það sem meira er um
vert er, að þessir menn bera virðingu
fyrir þeirri list sem kölluð er tónlist,
en það verður ekki sagt um þá tónlist-
armenn sem spila eingöngu fyrir pen-
ingana. Einhver skrifaði í Dagblaðið
að hann saknaði ferskleika Mezzo-
forte, en ég veit ekki hvað ferskleiki
er, ef Mezzoforte hefur hann ekki.
Hins vegar ef þessi sami kallar Meira
Salt, Hljóma, Þú og ég, og svipaða
tónlist ferska, þá skil ég af hverju
honum fannst ekki Mezzoforte fersk-
Spurning
dagsirrs
Hvað finnst þér
skemmtilegast að
rækta?
(Spurt í Skólagörðum Revkjavíkur.)
WBm
Anna Guðrún Halldórsdóttir:
Blómkál.
Jón Þór Steingrimsson: Næpur.
Gripið simann
geriðgóð
kaup
Smáauglýsingar
B1AÐ5IN5
Þverholtill sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
Hlynur Sigurðsson: Næpur.
Berglind Þorsteinsdóttir: Rófur.
Særún Armannsdóttir: Kartöflur.
Arný F.gilsdóttir: Hvitkál.
Göngum
ávallt vlnstra
megin
á móti akandl
umferð..