Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 6

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið í Vesturlandsumdæmi á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Akranesi, 31. ágúst 1980, Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiriksson. AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið í Austurlandsumdæmi á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga, svo og á þá aðila sem skattskyldir eru samkvæmt 3. gr. laganna. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða um- boðsmanni hans innan 30dagafrá og með dagsetningu þessarar auglýsii'gar. Egilsstöðum, 30. ágúst 1980, Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á HVAMMSTANGA Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera að utan nýbyggingu Heilsugæslustöðvar á Hvamms- tanga. Húsið er 1 hæð, nálægt 725 m2 að flatarmáli. Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 100.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. september 1980 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 íbúar í Sel jasókn völdu sér andlegan leiðtoga í gær: Góður andi ríkjandi og engar gróusögur —úrslit ekki Ijós fyrr en á f immtudaginn samkvæmt lögum frá 1915 Steinn l.árusson t.v. og Stefán Stefánsson, kosningastjórar séra Úlfars Guðmundssonar, skoða kjörskrána I Seljasókn. DB-myndir: Ragnar Th. „Þaö hefur auðvitað verið barizt hart en óhætt er að segja að kosninga- baráttan fer vel fram. Gróusögur, sem oft komast á kreik i prestkosningum. heyrast ekki,” sagði Stefán Stefánsson þar sem hann var önnum kafinn i 'kosningastarfi fyrir scra Ulfar Cíuð mundsson, frambjóðamla i Seljasókn. i l áksheimilinu. Í sama streng úikósk ar Friðriksson kosningastjóri séra \ .il geirs Ástráðssonar þar sem við hittunt hann i hópi stuðningsmanna séra Valgeirs i húsnæðinu fyrir ofan verzl- unina Kjöt og fisk viðSeljabraul. Gott og afslappað andrúmsloft var rikjandi á skrifstofum beggja fram bjóðenda i hinni nýju Seljasókn. þar sem kosið var i gær. Seljasókn var formlega stofnuð 15. júni sl. og nær yfir Skóga- og Seljahverfi i Breiðholti. Á kjörskrá voru um 2800 manns. Hverfið er „ungt". þar er nteðalaldur Ökutækin og mennirnir sjálfir vnru útataóir frá hvirfli til ilja þegar keppni var lokið. Ahorfendum þótti mikið varið I að sjá þá böðlast I forinni: Oddur Víf ilsson hlaut Dagblaðsbikarinn: Tætingsakstur á mótorhjólum Oddur Vífilsson sigraði meðglæsi- og hlaut að launum Dagblaðsbikar- brag i mótorhjólakeppni á vegum inn sem keppt er um árlega. Næstur í Vélhjólaíþróttaklúbbsins í malar- röðinni var Þorkell Ágústsson og í gryfjum í Mosfellssveit í gær. Oddur þriðja sæti Lárus Guðmundsson. f ók hjóli af gerðinni Honda CR-125 flokki rninni vélhjóla (50 kúbik) sigr- — í motocross- vélhjóla- keppninnií Mosfellssveit aði Grétar Jóhannesson. annar vai Hörður Arnarson og þriðji Gunnar Þ. Jónsson. Vélhjólakeppni sem þessi, moto- cross, er ein vinsælasta mótorsport- greinin sem stunduð er víða um lönd. Það þykir hin bezta skemmtun að fylgjast með brynjuðum köppum geysast yfir holt og hæðir í loftköst- um. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með keppninni I gær enda veður hið 4C Þeir voru aldeilis ekki alltaf á báðum hjólum á fósturjörðinni kapparnir. Stundum fiugu þeir marga metra á hjólunum og lentu þeim fagmannlega. Sá sem er til vinstri virðist á góðri leið með að fara kollhnís framfyrir sig, en allt fór þó vel.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.