Dagblaðið - 01.09.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980.
7
sagður vera ca 24 ár. eða yfir 40%
ibúa undir 15 ára aldri!
Það var greinilega þingkosninga-
bragur á skipulagi starfs stuðnings-
manna beggja frambjóðenda. Merkt
var við í kjördeildum og menn sátu við
simann og hringdu i alkvæðin og
reyndu að fjölga í hópnum sem veðja á
„þeirra mann”. Undir kvöldið var ætl-
unin að hringja skipulega í þá sem áttu
eftir að kjósa. Útlit var fyrir að kjör
sókn yrði i meðallagi góð, en ein-
hverjir spáðu því samt að hún færi
upp undir 70%. Óskar Friðriksson.
kosningastjóri séra Valgeirs, hefur
stjórnað kosningabaráttu 8 presta áður
i Reykjavík frá því 1972 og er þvi
farinn að kunna sitt fag. Fimm
sinnum hefur hans maður unnið. cn
þrisvar sinnum þurfti hann að þola
tap. Aðeins einu sinni af þessum 8
skiptum náði prestur lögmætri kosn-
ingu. Það var i Laugarnesprestakalli
árið 1976 og þá var 71 % kjörsókn.
Séra Valgeir Ástráðsson sagðist
hafa starfað vegna kosninganna i rétt-
an mánuð. Hann kvaðzt hafa gengið i
Óskar Friðriksson, kosningastjóri séra Valgeirs Astráðssonar, er enginn nýliði i
faginu. Hann hefur stjórnað kosningabaráttu 8 annarra presta i Reykjavik, unnið
fimm sinnum og tapað þrisvar. Og hann stjórnaði kosningabaráttu Péturs J.
Thorsteinssonar forsetaframbjóðanda.
Drulluspýjurnar gengu i allar áttir þegar keppendur tættu i gegnum þann hluta
brautarinnar sem mýrlendur var.
ákjósanlegasta. Keppendur á stærri
mótorhjólunum óku 20 hringi i
tveimur lotum I malargryfjunum.
Brautin var hreint ekki auðveld yfir-
ferðar, snarbrattar brekkur, hólar,
hæðir, iausamöl, sandur og jafnvel
drulludý.
Menn urðu fyrir alls kyns skakka-
föllum í akstrinum: Bensin þraut á
einu hjólinu i miðri keppninni, sumir
misstu stjórn á tækjum sinum og
stungust á hausinn. Áhorfendur nutu
þess í ríkum mæli að sjá kappana
böðlazt í dýinu þar sem vatn og
drulla gekk i gusum í allar áttir og
gufu lagði upp af rymjandi mótor-
um.
Öryggiskröfur. sem keppendur
verða að standast eru miklar, enda
ekki vanþörf á. Hraðinn getur verið
allt upp í 100 km á klst. og þar yfir.
Það er ekkert grín að gera mistök á
svo mikilli ferð. Enda er þessi íþrótt
álitin ein sú hættulegasta og erfiðasta
sem yfirleitt er stunduð. Slys eru þó
sögð sjaldgæf og aldrei hafa t.d.
•rðið slys á keppendum eða áhorf-
endum í löggiltri motocrosskeppni
hérlendis.
ökumennirnir eru hinir vígaleg-
ustu ásýndum í fullum keppnis-
skrúða. Á höfði er hjálmur og hlífð-
argleraugu. Þeir eru iklæddir brynju
sem ver bak, axlir og brjóstkassa,
nýrnabelti sem veitir nýrunum stuðn-
ing, sérstökum buxum sem verja lend-
ar, hnéhlífum, leðurhönzkum og stig-
vélum.
Motocross er fólgið I því að aka
ákveðinn fjölda hringja á lokaðri
keppnisbraut sem engu tæki er fær
nema þessum sérsmíðuðu keppnis-
hjólum. Alltaf er keppt í malargryfj-
um eða á öðrum stöðum þar sem alls
engin hætta er á að gróður skemmist.
Göngum
ávallt vinstra
megln
á mótl akandl
umferð..
ass1"1"
Keppnin í gær gaf stig i keppni
mótorhjólamanna um íslandsmeist-
aratitil í greininni. Fyrir keppnina
hafði Oddur Vífilsson forystu með 63
stig. Þorvarður Björgúlfsson var með
55 stig, Heimir Barðason með 50 stig
og Lárus Guðmundsson með 50 stig.
Með sigri sínum í gær bætir Oddur
enn stöðu sína og sér hilla undir
meistaratitil í ár.
-ARH.
hús og rætt við fólk. Timi vannst þó
ekki til að heimsækja alveg öll hús i
hverfinu.
Steinn Lárusson og Stefán Stefáns-
son. kosningastjórar séra Úlfars.
sögðu að þau hjón, Freyja Jóhanns-
dóttir og séra Úlfar. hefðu gengið í öll
hús í hverfinu undanfarnar vikur.
Beint samband frambjóðenda við kjós
endur væri alltaf bezta leiðin.
Margir viðmælendur blaðsins á
kosningaskrifstofunum létu i Ijós
óánægju með þá skipan mála að al
kvæði verði ekki talin fyrr en á
fimmtudagsmorgun. Lög þar að lút-
andi eru frá 1915. Sömuleiðis að engin
utankjörstaðaatkvæðagreiðsla tiðkist
Séra Valgeir Ástráðsson, t.h., fylgist með kosningastarfinu. Við hlið hans situr
faðir hans, Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri. Aðra á myndinni kunnum við
þvi miður ekki að nafngreina.
Það var óspart slegið á létta strengi á kosningaskrifstofunum og afslappað and-
rúmsloft rikti.
Hér eru frá vinstri: Guðrún Guðmundsdóttir (systir séra Úlfars), Freyja Jóhanns-
dóttir (eiginkona séra Úlfars), Ásta Arnardóttir (dóttir Guðrúnar) og Stefán Stef-
ánsson kosningastjóri. Séra Úlfar var ekki á staðnum þegar DB-menn komu á
staðinn.
við prestkosningar. Þar með séu
margir í raun sviptir kosningarétti.
Kærur vegna kjörskrár voru óvenju
margar i Seljasókn eða á þriðja Itundr
að. Þá má geta þess að sjómaður einn
sem búsettur er i hverfinu hringdi á
ritstjórn í gærkvöldi og gagnrýndi
harðlega hvernig að málum væri
staðið í kosningununt. Hann sagðist
vera í hópi 60—70 manna sem reynd
ust ekki vera á kjörskrá og ekki hafa
haft tækifæri til að ganga úr skugga
um það í tæka tið og kæra það fyrir 25.
ágúst. Yfirkjörstjórn starfaði ekki i
gær og því þurfti maðurinn að sitja
heima á kjördag gegn vilja sinum. „Ég
mun kanna þetta mál á morgun. Ég
ætla ekki að láta biskupsskrifstofuna
svipta ntig atkvæðisréttinum," sagði
sjómaðurinn.
•ARII.
Finnsk glerlist er
falleg gjöf
littala listmunir veita þeim
ánægju sem eignast þá
og njóta.
Heimsfrægir listamenn
eins og Wirkala, Sarpa-
neva, Vennola o.fl. starfa
stöðugt að nýjungum hjá
littala.
í gler- og gjafavörudeild
verslunar okkar vió
Smiðjustíg gefst ykkur
kostur á að velja fyrir
ykkur og aðra.
Meðal annars ARKIPE-
LAGO seríuna eftir Sar-
paneva. En hún er algjör
nýjung í glerhönnun.
OO
KRISTJÁn
SIGGEIRSSOn HF.
LAUGAVEG113,
SMIÐJUSTÍG 6, SÍMI 25870
argus
SYNING 30. ágúst
til 14.september.
Opnunartími: Virka daga kl. 9—18.Fimmtudagskvöld til kl. 22.Laugardaga kl. 9—17.Sunnudaga kl. 13—18