Dagblaðið - 01.09.1980, Síða 16

Dagblaðið - 01.09.1980, Síða 16
17 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. íþróttir Celtic í kröppum dansi í Skotlandi Celtic komst i krappan dans í skozka deildabikarnum á laugardag er liflid sigraði Stiriling Albion 6—1. Krappur dans? — kunna e.t.v. menn að spyrja en staðreyndin er sú að staðan var 2—1 í lok venjulegs leiktima. Celtic skoraði hins vegar fjórum sinnum í framleng- ingunni gegn engu marki gestanna. Aberdeen sigraði Berwick 4—0 á úti- velli og 12—1 samanlagt. Rangers sigrafli Fortfar 3—1 og 5—1 saman- lagt. Dundee vann Arbroath 3—0 og 5—0 samanlegt. Dundee United sigraði Cowdenbeath 4—1 úti og 8—1 saman- lagt og i heildina var ekkert um óvænt úrslit. Porto á skrið Önnur umferðin í Portúgölsku 1 dcildinni var leikin á laugardag og urðu úrslit sem hér segir: Porto—Belenenses 3—1 Portimonese—Boavista 5—1 Coimbra—Setubal 1—1 Amora—Espinho 0—0 Acad. dc Viseu—Sporling 1—1 Braga—Penafield 3—1 Marit.d Funchal—Guimaraes 2—2 Bcnfica—Varzim frestað Porto, Benfica og Sporting börðusi aðallega um titilinn i fyrra og líkur eri á að svo verði einnig í ár. GAIS missti afHill Minnstu munaði að útherjinn snjalii frá QPR Gordon Hill, færi til sænska 2. deildar liðsins GAIS, i sl. viku. Hill hefur átt I útistöðum við forráðamenn félagsins um skeið og vildi ólmur fara til sænska liðsins. Þegar til kom og búifl var að ganga frá öllum samnings- atriðum sagði þjálfarinn nei og ckkert varð úr. Hill verður þvi áfram að hírast i varaliði félags sins. Fátt óvænt íFrakklandi Franska knaltspyrnan er nú komin á fulla ferð og úrslit þar urðu segir um helgina: scm hér Sochaux—Lyons 2—2 Tours—Nancy 1—2 Bordeaux—Angers 1—0 Monaco—Valenciennes 5—0 Metz—Auxerrc 2—2 St. Ktienne—I.ille 3—1 Laval—Strasbourg 3—1 Nanfes—Paris St. G. 1—0 I.cns—Bastia 5—0 Ágætur árangurþrátt fyrir regn Ágætis árangur náðist á frjáls- íþróttamóli i l.uxemburg um helgina þrátl fyrir úrhellsirigningu og erfiflar aðstæður. Á meflal úrslita má nefna 100 metra hlaup Stanley Floyd, en hann kom I mark á 10,13 sek. Melvin I.attany, landi hans frá Bandaríkjunum kom í mark á 10,26 sek. í 200 metrun- um sjgraði Pascal Barre á 20,73 sek. James Walker vann 300 metra grinda- hlaupið á 50,02 sek. en þar vantaði illi- lega V-Þjóðverjann Harald Schmidt sem ekki gat verið með vegna togn- unar. Johnnie Walker vann 1500 metrana á 3:40,77 min. og Filbert Bayi vann 3000 metra hlaupið á 7:52,90 min. íþróttir iþróttir íþróttir jþróti „TÓKUM LÍF- INU MEÐ R0” —segir Atli Eðvaldsson, en Borussia Dortmund vann iið áhugamanna 5-2 „Þetta var eins og gerist og gengur þegar atvinnumenn og áhugamenn mætast. Við tókum lifinu með ró og í hálfleik var staðan 1-0 fyrir þá, en við unnum 5-2 eftir framlengdan leik,” sagði Atli Eðvaldsson, en á laugardag sigraði lið hans, Borussia Dortmund, áhuga- mannalið VFB Stuttgart í þýzku bikar- kcppninni i knattspyrnu. „Við jöfnuðum metin eftir hlé og komumst i 2-1, en þá skoraði varnar- maður hjá okkur gullfallegt sjálfsmark. Hann stökk upp með markmanninum og skallaði boltann niður i markið. 1 framlengingunni skoruðum við siðan þrjú mörk. Þetta var áhugamannalið Stultgart, en þaðeru þrjú lið þaðan. sem bera sama nafn, áhugamannaliðið, hálf- atvinnumannaliðogatvinnumannalið. Það hafði verið ákveðið að hvíla mig fyrir leikinn á móti efsta liðinu i Bundcs- ligunni, Fortuna Dusseldorf, en við leikum við þá á þriðjudag, en ég var samt settur inn á í hálfleik. Fortuna Diisseldorf vann Bayern Munchen um daginn, 3-0, og Allofs-bræðurnir í liðinu cru sagðir vera í miklu stuði um þessar mundir. Ixikurinn á þriðjudag er því mjög mikilvægur," sagði Atli Eðvalds- son. Helztu úrslit i fyrstu umferð þýzku bikarkeppninnar urðu annars þessi: Bayern Munchen—A. Bielefeld 2-0 Schalke04—Baycr Uerdingen 2-5 HamburgSV- Wormatia Worms III VfB Stuttgart —Fortuna Köln 4 0 Borussia Mönchengl.— Hanover 7-3 Eintracht Trier—Fortuna Dusseld. 0-1 MSV Duisburg—Wacker 04 Berlin 9-0 VfBCaggenau—Eintr. Frankfurt 0-3 Vf4Heilbronn—Kaiserslautern 0-3 Emsdetten 05—Köln 0 6 Viersen—Karlsruhe 2-2 Bramfelder SV—Bayer Leverkusen 2-8 VFL Bochum—SV Eilmershaven 4 I SG 05 Permasens— 1860 Munchen 0-8 - SA Slakur leikur hjá Feyenoord Pétur ekki á skotskónum í gær Pétri Péturssyni tókst ekki að kom- ast á blað er Feyenoord og Utrecht gerðu jafntefli, 1-1, í Rotterdam í gær- dag. Leikurinn var slakur og úrhellis- rigning meðan á honum stófl. Feye- noord náði forystu mefl marki Jan Pet- ers í fyrri hálfleiknum, en Utrecht jafn- McGarry rekinn Newcastle rak stjóra sinn Bill McGarry fyrir leik liðsins á laugardag gegn Luton. Liðinu gekk afleitlega í þremur fyrstu leikjum tímabilsins og þá var um að gera að reka framkvæmda- stjórann. Joe Harvey tók við en hann sljórnaði liðinu fyrir um áratug siðan. aöi metin með ákaflega slysalegu marki i siðari hálfleiknum. Mátti skrifa það algerlega á reikning markvarðar Feyc- noord. Annars kom mest á óvart stór-j skellur Ajax á heimavelli gegn nýliðum Wageningen, 2-4. Annars urðu úrslitin í Hollandi þessi: Feyenoord — Utrecht Twente — Deventer Maastricht — Roda Ajax — Wageningen NEC Nijmegen — NAC Breda PEC Zwolle — PSV Eindhoven 0-0 AZ ’67 — Alkmaar-Excelsior 2-1 Den Haag — Groningen 3-3 Willem II — Sparta 1-0 Staða efstu liða er nú þessi: Twente 3 3 0 0 8-1 6 AZ ’67 3 3 0 0 8-2 6 Feyenoord 3 2 10 7-2 5 Ajax 3201 10-8 4 Wageningen 3 1 2 0 6-4 4 -SSv. Sigþór Ómarsson fékk að lita rauða spjaldið i fyrri hálfleiknum og við þafl lamaðist spil Skagamanna er á leið. vígter Valsmenn hafav [ E.t.v. réttmætur en engu að siður gífurlega harður dómur Kjartans Ólafs- sonar var að ölium likindum vendi- punkturinn í leik Akurnesinga og Vals- manna á föstudagskvöld á Akranesi. Er staðan var 1—1 og leikurinn mjög tvi- sýnn visaði Kjartan Sigþóri Ómarssyni út af fyrir að slá til Sævars Jónssonar. Þeir höfðu rétt áður lent i návígi með þeim afleiðingum að dæmt var á Sævar. t augnabliksreiði slengdj Sigþór hendinni í Sævar og frá undirrituðum séð virtist ekki vera um meiri háttar brot að ræða. Ásetningsbrot var það engu að síður og Kjartan, sem var rétt við atvikið, vísaði honum umsvifalaust út af. „Ég sló hann með flötum lófa aftan á lærið,” sagði Sigþór. „Ætlunin var aldrei að meiða Sævar, heldur voru þetta aðeins fyrstu viðbrögð við brotinu á mér. Ég hef ekki fengið gult spjald i 4 ár — hvað þá rautt og kemur þetta því á óvart,” sagði hann ennfremur. „Hann var með krepptan hnefann er hann sló,” sagði dómarinn, Kjartan Ólafsson, „og þetta var hréint og klárt ásetningsbrot.” Tíu Skagamenn börðust þó eins og Ijón ákaft hvattir af meirihluta þeirra tæplega 2000 áhorfenda sem á vellinum voru. Valsaðdáendur voru einnig fjöl- mennir og hvöttu sína menn ákaft og Valur fékk sannkallað óskastart i leikn- um. Strax á 2. mínútu skoruðu þeir fyrra mark sitt. Sævar Jónsson skaut þá föstum snúningsknetti að Akranesmark- inu. Bjarni Sigurðsson náði að kasta sér niður og verja skotið en slíkur var snúningurinn að knötturinn spannst i stórum boga úr höndum hans og í gagn- stætt horn, 1—0. Bjarni virtist vera óeðlilega seinn i þessu tilviki enda átti hann við mikinn slappleika að stríða framan af leiknum. Fékk mikið slapp- KA vann auð- veldan sigur KA-menn unnu léttan sigur gegn Sel- fossi I leik liðanna á Akureyri á föstu- dagskvöld. Lokatölur urðu 6-0 eftir að KA hafði leitt I hálfieik 3-0. Nú skortir KA aðeins tvö stig til að innsigla sigur sinn I 2. deildinni, en allar likur benda til að hitt Akureyrarliðið, Þór, fylgi KA uppi l.deild. Leikurinn við Selfoss var alger ein- stefna að marki gestanna og eftir fimm mínútur lá knötturinn i fyrsta sinn í marki Sunnlendinga. Þá óð Elmar Geirs- ;son upp að endamörkum, gaf háan bolta fyrir markið og Gunnar Gíslason skallaði örugglega í markið. Á 25. minútu kom annað mark KA og var þaO svipað hinu fyrra. Óskar Ingi- ’mundarson gaf þá háan bolta inn i víta- 'teiginn og þar kom Erlingur Kristjáns- Ison aðvífandi, kastaði sér fram og skall- jaði knöttinn kröftuglega í netið. Eina dauðafæri Selfoss kom á 31., mínútu. Þá fékk liðið aukaspyrnu réttl utan við vítateig KA. Boltanum var lyftl yfir varnarvegginn og Aðalsteinn mark-| vörður missti knöttinn einnig yfir sig, en, Þóri Valdimarssyni brást þá bogalistin, einn fyrir opnu marki, og sendr boltann fram hjá. Mínútu síðar skoraði KA sitt þriðja mark. Þá var brotið á Óskari inn- an teigs og úr tvítekinni vítaspyrnu skoraði Eyjólfur Ágústsson. Síðari hálfleikur var einungis sex minútna gamall, er Elmar sendi boltann fyrir markið og Óskar Ingimundarson, skallaði boltann í netið, 4-0. Enn liðu sex mínútur og þá bættu gestgjafarnir viðj sínu fimmta marki. Gunnar Gíslason skoraði þá sitt annað mark með þrumu-| skoti frá vítateig. Síðasta markið skoraði svo Óskar Ingimundarson eftir að Elmar hafði sólað tvo varnarmenn upp úr skónum og rennt knettinum á Óskar. Hjá KA voru beztir Erlingur Krist- jánsson og Gunnar Gislason en af Sel- fyssingum Ámundi Sigmundsson. Sævar Frímannsson dæmdi leikinn sæmilega. Alllr dansa konga. . . . Darraðardans 1 vitateig Framara i bikarlelknum í gærdag. DB-mynd Sig. Þorri. - GSv / SA

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.