Dagblaðið - 08.10.1980, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980.
Grunnskólinn i Grindavik getur tæplega kallazt tákn um rósemi og friðsæld. Mikiar deilur hafa risið um tvo skólastjóra og einn kennara að auki.
17
N
hætt við að skipta um skrárnar þar
sem kostnaður við það reyndist
mikill. Þó var skipt um skrá á skóla-
stjóraskrifstofunni. Lyklar Frið-
bjarnar hefðu ftvi átt að ganga að
öllum öðrum hurðum í skólanum,
áleit Bogi.
Hundurinn sagði ekki
ég, kötturinn sagði...
Hér að framan hefur verið stiklað
á stóru og aðeins drepið á örfá atriði i
„skólastjóramálinu hinu fyrra í
Grindavík” til að menn geti glöggvað
sig örlítið á f>ví um hvað var deilt.
Ríkissaksóknari fékk kæru Frið-
bjarnar til meðferðar í fyrrahaust en
sendi málið rannsóknarlögreglu-
stjóra þann 16. október 1979 lil
rannsóknar. Rannsóknarlögreglan
sendi embætli rikissaksóknara málið
til baka 19. október „til athugunar"
.......Skv. utnlali.” Þann 25.
október sendi ríkissaksóknari
gögnin á ný lil rannsóknarlögreglu-
stjóra „með kröfu um að þér látið
umbeðna rannsókn fram fara.”
Rannsóknarlögreglan lauk rannsókn
Friðbjarnarmálsins og sendi skýrslur
um það til rikissaksóknara 27. maí i
vor. Frá rikissaksóknara fóru gögnin
til menntamálaráðuneytisins en á
þeim bænum þótti mönnum „eigi
vera efni til frekari aðgerða í
málinu,” eins og segir i bréfi til Arn-
mundar Bachmanns og vilnað er i í
upphafi greinarinnar.
„Sannleiksást Frið-
bjarnar og ráðherra
hans"
Bogi Hallgrímsson fyrrum skóla-
stjóri og yfirkennari i Grindavík
kemur við sögu í máli þessu svo sem
fyrr segir. Bogi hefur sent afrit af
bréfi ríkissaksóknara til rannsóknar-
reglunnar til fjöimiðla og fylgdi nteð
yfirlýsing Boga um málið. Segir Bogi
þar m.a.:
„Þyrlaði Friðbjörn ásamt fyrrver-
andi menntamálaráðherra Ragnari
Arnalds upp miklu moldviðri og báru
undirritaðan þungum sökum m.a.
þvi að hafa hindrað Friðbjörn i að
taka við starfi sem skólastjóri haustið
1979 með því m.a. að hafa skipt um
skrár í skólanum og hafa neitað að
afhenda honum lykla sem hvorugt er
rétt þar sem ekki var skipt um skrár.
Þar af leiðandi hafði hann alla lykla
að skólanum frá þvi hann gegndi
starfi sem skólastjóri. Fjarstæða er
að ég hafi vísað honum á dyr eða eins
og hann orðar það í viðtali við eitt
dagblaðanna, að ég hafi kastað
honum út.
Rannsókn þessari er nú lokið. Eru
yfirheyrslur og skjöl málsins á 3ja
hundrað siður og er þar saman
kominn mikill fróðleikur um feril
Friðbjarnar og sannleiksást hans og
ráðherra hans.
Niðurstaða rikissaksóknara er að
sjálfsögðu sú að ekki sé ástæða til
frekari aðgerða í málinu,” segir Bogi
Hallgrímsson að lokum.
„Maðurinn var
flæmdur burtu"
„Ég er að kanna málið og mun
óska eftir áframhaldandi rannsókn
málsins ef mér sýnist svo. Ef ekki
mun ég einbeita mér að þvi að kanna
grundvöll fyrir skaðabótakröfa Frið-
bjarnar á hendur einhverjum í
Grindavik. Það stendur alla vega upp
úr að Friðbjörn var flæmdur burtu
úr plássinu, ákveðið fólk þar batzt
samtökum um að gera honum lífið
sem erfiðast,” sagði Arnmundur
Bachmann lögmaður Friðbjarnar
Gunnlaugssonar þegar Dagblaðið
spurði hann um það álit rikissak-
sóknara að ekki séu tilefni frekari
aðgerða í kærumáli Friðbjarnar.
Bogi Hallgrímsson sendi fjölmiðlum
Ijósrit af bréfi ríkissaksóknara til
rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem
þetta kemur fram eins og fyrr segir,
en afrit af bréfinu var sent Arnrrtundi
Bachmann.
„Bréfið kom mér í opna skjöldu,
enda hafði ég skömmu áður óskað
eftir því að rannsókn þessa máls yrði
ekki lokið fyrr en mér hefði gefizt
tækifæri til að koma athugasemdum
á framfæri. Auk þess þykir mér
furðulegt að Bogi Hallgrímsson skuli
hafa aðgang að þessu bréfi og senda
(af því Ijósrit til fjölmiðla.
Málinu er ekki lokið af okkar
hendi. Alveg er Ijóst að Friðbjörn
hefur orðið fyrir verulegu tjóni og þó
svo færi að ekki tækist að sanna
hegningarlagabrot gagnvart honum
þá stendur eftir að kanna möguleika
á að höfða skaðabótamál fyrir hans
hönd,” sagði Arnmundur Bach-
mann.
Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri var eitt af vitnum I rannsókn á deilum um
lyklavöld i grunnskólanum i Grindavik og dót I herbergi i kennarabústaónum.
DB-mynd Ragnar Th.
Byljasamt í
Grindavík
Óhætt er að segja að undanfarin ár
hafi verið ærið stormasamt í kringum
skóla þeirra Grindvíkinga eins og
frá hefur verið greint í fjölmörgum
fréttum og frásögnum í Dagblaðinu.
Hafa sumir stormsveipir verið
djúpir og krappir og náð stigi felli-
bylsins í bæjarlífinu. Mál Frið-
bjarnar Gunnlaugssonar, „skóla-
stjóramál hið fyrra”, komst fyrst
verulega í hámæli fyrir réttu ári þegar
mest var skrifað og deilt um „skóla-
stjóramálið hið siðara”.
Síðari skólastjóraþræta Grindvik-
inga var um þá ákvörðun Ragnars
Arnalds að setja Hjálmar Árnason
skólastjóra í Grindavík um eins árs
skeið frá og með 25. sept. 1979. Af
því varð eitt heljar mikið fjaðrafok
og leiðindi eins og menn muna.
Lyktir urðu þær að Hjálmar sagði
upp störfum 4. október eftir miklar
deilur og harðar.
Síðast hvessti í Grindavík fyrir
fáeinum vikum þegar nokkrir
foreldrar kröfðust þess að Ragnar
Ágústsson kennari viki og sendu
ekki börn sín til hans í tíma kröfum
sinum til áréttingar. Var Ragnar
l'ærður til i kennslu við grunnskólann
og er ekki annað vitað en skólastarfið
gangi nú eðlilega fyrir sig.
Storma hefur lægt við Grinda-
vikurskólann i bili. Hver veit nema
að það sé logn á undan næsta stormi.
Hvað er það: Eitt er víst að það er
uppvaxandi Grindvíkingum, þ.e.
nemendum í grunnskólanum, litill
þroskaauki að fylgjast með eldra og
reyndara fólki gera út um mál sín á
jafnharkalegan hátt og raun ber
vitni. Það vill því miður glevmast
stundum.
-ARH.
Heimilistölvan
Tölvuskóli
Borgartúni 29
105 Reykjavík
Sími 25400
Tolvu-
námskeið
Byrjenda- og framhaldsnámskeið
Örtölvan er án el'a byItingarkenndasta uppfinning þessarar aldar.
Með tilkomu hennar hafa tölvur med sambærilega afkastagetu lækkað i verði ur
l .000.000 dollara i 2.000 dollara á siðastliðnum 10 árum.
Bein afleiðing þessarar þróunar er m.a. sú að nú geta lítil fyrirtæki nieð 3—10 menn i
vinnu loks eignast og rekið sínar eigin tölvur.
Læknastofur. fasteigna- og bílasölur, endurskoðunarskrifstofur.lögfræðiskrifstofur, út-
gerðarfyrirtæki, verktakar og jafnvel einstaklingar geta nú tekið tölvutæknina í sina
þjónustu. Verkefnin eru óþrjótandi.
I>ví miður hafa fæst okkar fengið nokkra kennslu í meðferð tölva. þvi skólakerfið hefur
ekki séð fyrir þessa merkilegu þróun.
Langflestar litlar tölvur nota lorritunarmálið BASIC sem cr byggt upp úr auðveldum
enskum orðum sem flestir kannast við.
Fölvuskólinn býður yður nú upp á tækifæri til að kynnast hinum fjölbreyttu notkunar
möguleikum smátölva af eigin raun um leið að læra forritun í BASIC máli..
Námskeiðin eru byrjendanántskeið í meðferð tölva og henta hverjum þeim sem vill
læra að hagnýta sér þá margvíslegu möguleika sem smátölvur Imicrocomputers) hafa
upp á að bjóða.
Kennsla fer að miklu leyti fram undir leiðsögn tölva. Tveir nemendur vinna við hverja
tölvu og námsefnið er að sjálfsögðu allt á íslensku.
INNRITUN ÍSÍMA 25400