Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1980, Qupperneq 28

Dagblaðið - 08.10.1980, Qupperneq 28
VERKFALLSVOPM BEITT EF NAUÐSYN KREFUR Gamlir Flugfélagsmenn endurvekja félag sítt: STARFSMENN HF. STARFAR ÁFRAM — eiga 5,7% hlutaf jár íFlugleiðum ,,Meiningin var að leysa upp félagið og ganga inn i Flugleiðir, en við höfum nú ákveðið að það verði til áfratn,” sagði Örn Eiríksson starfsmaður Flug- leiða um fund i fyrrakvöld þar seni komu saman nokkrir gamlir starfs- menn Flugfélags íslands, sem mynda lélagsskapinh Starfsmenn hf. Félagið |em að sögn Arnar var stofnað á sinum Mma að frumkvæði Eyjólfs Konráðs Jónssonar á 5,7% hlutafjár í Flugleiðum, en átti um 10% í Flug- félagi Íslands. Félagið heTur þó átt stjórnarmann I hvoi ttgu félaginu. Aðspurður hvort fundarboðunin i fyrfakvöld stæði i sambandi við hlut- hafafund i Flugleiðum i dag sagði Örn: ,,Við vörtihi niesl að rábba saman um stóðUna bg fólhiti stjórn Slarfs- manna hf. að fara með okkar mái á hluthafafundinum. Við höfðum ekki öruggar uppiýsingar um hvað fram myndi koma á hluthafafundinum i dag og þvi voru stjórnarmönnum ekki lagð- ar beinar linur fyrir fundinn.” -ARH. Smygl- og þjóf naðarmálið í Fríhöf ninni: Malið talið upp lýst og máls- gögn yfirfarin — Sá sem úrskutðaður var f 10 daga gæzluvarðhald losnaöi f gær eftir 5 daga innilokun í gærdag var Frlhafnarslarfsntað- urinn, sem sl. fimmtudag var úr- Skurðaður i allt að 10 daga gæzluvarðhald, leystur úr haldi. Eltki vildi Ólafur I. Hannesson rann- sóknardómari hjá lögreglustjóraem- bættlnu á Keflavikurfltigvelli viður- kenna að bein játning lægi fyrir frá Itinum grunaða, en sagði ,,að málið teldist það vel upplýst, aö ekki Itefði verið talin ástæða til að halda manninum lengur i gæzlu”. Urn magn þýfis og sntygls vildi Ólafur ekkerl segja og helzt ekki urn máliðræða. Ólafur staðfesti að það væru fjór- ir starfsmcnn Fríhafnarinnar sem' værú grunaðir um aðild að málinu. Að sögn Ólafs liggur nú fyrir að fara yfir öll gögn málsins. Siðan yrði lekitt ákvörðun um hvort frckari yfirheyrslur færu fram i ntálinu eða málsgögnin vrðu afhent rikissak- sóknara til ákvörðunar. Þorgeir Þorsteinsson lögreglu- stjóri á Keflavikurflugvelli kom úr sumarleyfi á mánudag og daginn eftir var lokið 10 daga gæzluvarðhaldsvist Fríhafnarstarfsmannsins sem yfir- heyrslur stóðu lengst yfir. -A.St. frjálst, úhóð dagblað MIÐVIKUDAGUR 8. OKT. 1980. Sjálfstæðismenn deila um nefndakjör: „Hörð afstaða Gunnars kemur mér á óvart” — segir formaður þingflokksins „Mér kemur hörð afstaða Gunnars Thoroddsen á óvart," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, í morgun um deilur i þingflokknum um nefndakjör. For- sætisráðherra krefst þess að stjórnar- liðar í þingflokknum fái einn mann af þeim þrem sem sjálfstæðismenn gælu sameinaðir komið að í sjö manna nefndum. Þá fengju stjórnarliðar meirihlulann i nefndunum. „Meirihluti stjórnarandstöðunnar i mörgum þingnefndum hefur engan veginn verið misnotaður,” sagði Ólaf- ur G. Einarsson. Stefna stjórnarand- stæðinga í þingflokknum er að skipun nefnda verði óbreytt frá því sem nú er. Ólafur kvaðst gera ráð fyrir við- ræðum aðila um málið í dag. Þing- flokksfundur yrði líklega annaðhvort eftir þingsetningu á föstudag eða snemma á mánudag. Ætlunin væri að kjósa í nefndir á mánudag. -HH Gervasoni fékk vinnu — en mætirekki Franska flóttamanninum Gervasoni hefur verið boðið starf hér á landi. Það er byggingarmeistari sem nú vinnur við lagfæringar á Gamla Garði við Hring- braut sem hefur tekið hann í vinnu. Gervasoni átti að byrja sl. mánudag en mætti ekki vegna þess að atvinnuleyfi var ekki fengið. DB fékk þær upplýs- ingar hjá skrifstofustjóra félagsmála- ráðuneytisins í gær að atvinnuleyfi fyrir Gervasoni hefði verið afgreitt á mánudag. Þrátt fyrir það mætti Gerva- soni ekki til vinnu i gær og i morgun hófu verkamennirnir störf án hans EI.A Ásmundur Stefánsson f ramkvæmdastjóri Alþýðusambandsins: — „höf um stigið eins mörg skref til móts við bókagerðarmenn og f rekast er kostur,” segir Þorsteinn Pálsson 43ja manna samninganefnd Alþýðusambandsins hlttist I gær hjá sáttasemjara. Frá vinstri: Hreinn Erlendsson formaður Alþýðusambands Suðurlands, Karvel Pálmason þingmaður og verkalýðsleiðtogi á Bolungarvik. Guðmundur J. GuðmundssonogKarlSteinarGuðnasonleiðtogarVerkamannasambandsins. DB-mynd: Sig. Þorri. „Okkar markmið er að ná samningunum en ekki að fara í verk- fall en það er auðvitað alveg Ijóst að til þess getur komið að gripið verði til harðra aðgerða,” sagði Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins í morgun þegar hann var inntur eftir því hvort verka- lýðshreyfingin myndi grípa til verk- fallsvopsnins í því skyni að knýja at- vinnurekendur til samninga um kröfur Alþýðusambandsins. „Við höfum talið tilgangslaust að sitja yfir endalausum neitunum at- vinnurekenda og lýsum ábyrgð á hendur Vinnuveitendasambandinu vegna þess dráttar sem orðið hefur á að ASÍ-félagar fái þá kauphækkun sem þeim ber.” 43ja manna samninganefnd ASÍ skoraði í gær á verkalýðsfélögin að afla sér verkfallsheimildar. Að sögn Ásmundar hafa flest stærri félögin þegar aflað sér slíkrar heimildar, en hann kvaðst ekki hafa yfirlit yfir hve mörg félögættu þaðeftir. Guðmundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambandsins, segist i Þjóðviljaviðtali i morgun vera vantrúaður á að neitt gerist i samningamálum fyrr en gripið verði til „alvarlegra aðgerða.” Ennfremur: „Sú klíka sem nú ræður ferðinni i Vinnuveitendasambandinu hefur i allt sumar og haust hagað sér með þeim hætti að mál er til komið að sýna henni fulla alvöru.” „Sá sem viðhefur slíkt orðbragð virðist ekki hafa fylgzt með gangi samningamálanna,” sagði Þor- steinn Pálsson, framkvæmdasljóri VSÍ, í morgun um ummæli Guðmundar J. „Eftir samninga um launa- flokkananiðurröðun vantar ekki mikið upp á að verkafólk og opinberir starfsmenn á sama launa- bili standi jafnfætis launalega séð. Til að Ijúka viðræðum um launastig- ann þarf hins vegar að Ijúka sér- kröfuviðræðunum. Þar er deila bókagerðarmanna þyngsta þrautin, en við höfum stigið eins mörg skref til móts við þá og frekast er kostur.” Staðan á vinnumarkaðnum er því allt annað en friðvænleg: Viðræðuslit í deilu Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins annars vegar og í deilu bókagerðarmanna og viðsemjenda þeirra hins vegar. í morgun hafði verið boðað til sátta- fundar i hvorugri deilunni en Ijóst er að fyrst verður að rekja upp samningahnút i bókagerðar- samningunum áður en heildar- samtökin taka upp viðræðurá ný. -ARH. Vetrarríki nyrðra-hvass- viðri syðra Algert vetrarriki er nú á Norðurlandi og talsvert fannfergi, einkum vestan lil og þó mest á Vestfjörðum. Skaflar eru á götum á tsafirði og fjallvegir allir taldir ófærir og verða ekki ruddir fyrr en hrið slotar og veður lægir. Höfnin er full af skipum, m.a. 42 loðnubálum íslenzkum og erlendum. Á Akureyri er skafrenningur og hvassviðri, alhvitt niður i sjó. Hálka er á götum i og upp á brekkunum en greiðfært um bæinn. Á Húsavík er veður skaplegra, um 5 vindstig en jörð telst ennþá ekki nema grá. Unt allt Suðurland var mikið hvass- viðri og sand- og moldrok. Hvassast var í Eyjum en víða miklar stormhrin- ur. Á það ekki sízt við um Mosfells- sveitina. Þar var mökkur frá sandnám- unum yfir sveitinni. 1 morgun var beðið aðstoðar vegna plötufoks af einu hest- húsanna á Varmársvæðinu. ( gær fukit bllar af vegum, bæði í Hornafirði og Hvalfirði. Hlutust slys af en ekki lifshættuleg. -A.Sl. LUKKUDAGAR: 8. OKTÓBER 21819 Tesai ferðaútvarp. Vinningshafar hringi | , ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.