Dagblaðið - 14.11.1980, Síða 3

Dagblaðið - 14.11.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980. 3 Síðasti sjálf stæðismaðurínn? Blm. DB drógu alla í dilka t Hvorki Gunnars- né Geirsmaður skrifar: Kæra ritstjórnarfólk! Ekki hélt ég að fyrir mér ætti að liggja að skrifa ykkur bréf af einu eða öðru tagi en nú er svo komið að hneykslan mín er slik orðin að vart fæ ég lengur orða bundizt. í baksíðufrétt í Dagblaðinu fimmtudaginn 6. þ.m., um mannaval uppstillingarnefndar fyrir stjórnar- kjör Landsmálafélagsins Varðar, sem var sl. miðvikudag, tókst þeim blaða- mönnunum Jónasi Haraldssyni og Braga Sigurðssyni að flokka þá sem upp var stillt sem annaðhvort Gunn- ars- eða Geirsmenn, alla nema einn. Hverju sætir þetta? Hví bregzt Dagblaðið svo upplýsingaskyldu sinni gagnvart alþjóð? Hvernig dettur Dagblaðinu í hug að skilja al- menning eftir í óvissu um það hverj- um þessi eini sem óflokkaður er, heldur með? Ég efast ekki um að það eru miklu fleiri íslendingar en ég sem líða sálar- kvalir og hugarangur fyrir það eitt að vita ekki hvar þessi eini lendir í dilka- drættinum. Það hlýtur að vera hjart- ans mál allra landsmanna að fá að fylgjast með því hverjir halda með hverjum í hinum æsispennandi leik Gunnarsgegn Geir. Ég spyr: „Hvar er rannsóknar- blaðamennskan”? Var ekki hægt að gera út af örkinni viljugan og hug- prúðan blaðamann og bara hreinlega segja honum að vera ekkert að koma aftur fyrr en hann hefði flokkað þennan eina? ' Kannast einhver við rendurnar? dýrin hans Bjarna 9825-0328 hringdi: Allt of lítið er af körfubolta- myndum í íþróttaþættinum. Mér finnst það, svo og öllum á heimilinu. Þegar Bjarni ioksins sýnir körfu- myndir, þá er það af KR. Mér finnst allt í lagi að sýna bad- minton og fleiri iþróttir en ekki of lengi í einu. Það er nóg að sýna bara glefsur. Annars er Bjarni ágætur oft á tfðum en hann er anzi gjarn á að hampa zebradýrunum sínum. Raddir lesenda Zebra S\J'J0 SJÖNVARPSSTOFAN Austurvegi 11 Selfossr Sírni 99-1492 ‘Firestik’ CB—LOFTNET Loksins á íslandi 5 ARA ÁBYRGÐ MSfTftí Nú er svo komið að vart mega tveir menn hittast, hvað þá fleiri, án þess að velt sé vöngum yfir þessu dular- fulla ástandi. Fáum ber saman um ástæðuna, sumir telja þennan eina Geirsmann aðrir Gunnarsmann en allir eru sammála um að hann er ann- aðhvort. Það kemur jú ekkert annað til greina, eða hvað? Ég hitti einn kunningja minn yfir kaffibolla um daginn og auðvitað hófum við umræður okkar á þessu máli allra iandsmanna. Hann sagðist hafa átt margar andvökunætur út af þessu og skyndilega eina nóttina datt honum alveg fáránieg lausn í hug: Hugsanlega var þessi eini hvorki Gunnars- neð Geirsmaður heldur bara venjulegur sjálfstæðismaður sem vill vinna flokki sinum og þjóð vel án tillits til manna og þess vegna ekki hægt að flokka hann. Ég var fljótur að afgreiða þessa firru kunn- ingja míns sem svo að þetta hlyti þá að vera „síðasti sjálfstæðismaður- inn” og vafalaust eitthvað skrýtinn, því það vita jú allir að menn verða að halda með öðrum hvorum, annars stæðist náttúrulögmálið ekki. En þessi hugmynd sótti á mig næstu daga og brátt var ég orðinn svo ruglaður að ég vissi varia hvað ég hét. Gat það verið að enn leyndust menn innan Sjálfstæðisfl. sem höfðu ekki skipað sér í annan hvorn arm- inn? Var það mögulegt að menn létu ekki draga sig í dilka en gerðu hvað þeir gætu til að sameina flokkinn á ný? Var það hugsanlegt að einhverjir þeirra sem nú þegar höfðu verið flokkaðir væru e.t.v. alls ekki á þeirri línu að halda með öðrum hvorum, heldur störfuðu enn að framgangi sjálfstæðisstefnunnar, þrátt fyrir ríginn milli Gunnars og Geirs? Var það hugsaniega mögulegt að í Sjáif- stæðisflokknum væru menn sem Finnast innan Sjálfstxðisflokksins menn sem hvorki teljast til Gunnars né Geirs? DB-mynd: Ragnar Th. hugsuðu um hag flokksins og um leið þjóðarinnar sem mikilvægara verk- efni en að taka þátt í þessum leik þeirra Gunnars og Geirs? Mig bókstaflega svimaði við til- hugsunina eina saman. í ljósi þessa bið ég ykkur, Dag- blaðsmenn, að komast að hinu sanna í málinu og upplýsa okkur hin um niðurstöðuna. Það væri jú leiðinlegt ef maður hefur misskilið þetta allt saman og hreinlega ósanngjarnt gagnvart Sjálfstæðisflokknum að vaða í þeirri hugsanlegu villu að þar gangi allt út á hvor er vinsælli Gunnar eða Geir. Hverjir vinna 1. deild karla íblaki Finnbogi Gunnlaugsson nemi: Eru ekki Laugdælir beztir? Nei annars, Framarar unnu Laugdæli, svo að þeir hljóta að vera beztir. Sigurður Rafn Borgþórsson nemi: Stúdentarnir, þeir hafa öft verið góðir. Ég held með Fram i fótboltanum en ekki í blakinu af því að þeir eru svo lélegir. Hergelr Eliasson nemi: Ætli það verði ekki Þróttarar, þeir eru beztir. IS verður I öðru sæti og Fram i þriðja. Haraldur Þór Gunnlaugsson nemi: Fram, það er bezta liðið. Kristján Þórarinsson neml: Ég held að Þróttur vinni, Fram verður I fjórða sæti.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.