Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 TREYSTIÞVÍ AÐ RÁÐHERRA VÍSIGERVASONIÚR LANDI —annars mun flæða yfir okkur alls kyns æsingalýður frá mörgum löndum Frank A. Cauata akrifar: Tll háttvirta dómamálaráðharral MED LÖGUM 8KAL LAND BYGGJA Þessi orð fela í sér þá undirstöðu sem við byggjum okkar hugmyndir á um sjálfstæða og lýðræðislega þingræðisstjórn. Edmund Burke, þekktur Englend- ingur, sagði eitt sinn: ,,Til að njóta borgaralegra réttinda verðum við að láta eitthvaðaf frelsinu af hendi.” — Það er skylda hvers borgara að tryggja þessi borgaralegu réttindi með því að þjóna landi sínu. Sá sem brýtur lög útilokast þar með frá því að njóta þessara borgaralegu réttinda þar til búið er aö gera út um mál hans Ólöglegt athæfi er ofbeldi gagnvart' lögum okkar (og allra landa) og er refsivert með útilokun frá samfélag- inu. Þessar staðreyndir á ekki að þurfa að ræða. Samtökin Amnesty International halda því fram að þau berjist fyrir réttindum allra borgara. En hvernig er hægt að veita borgaraleg réttindi fyrir ólöglegt athæfi? Gervasoni er ólöglegur frá upphafi. Hann reyndi ekki aðeins einu sinni að brjóta lög heldur aftur og hann komst næstum því upp með það með þvi að biðjast hælis sem ..pólitiskur flóttamaður” á þeim forsendum að hann væri and- stæðingur alls hernaðarbrölts. Ef hann hefði lagt mál sitt á borð fyrir hernaðaryfirvöld hefði hann sjálf- virkt fengið undanþágu frá sjálfri hermennskunni. Athugasemd Helga J. Halldórs- sonar i Morgunblaðinu II. des. sl. um piltinn sem SS-sveitir Hitlers skutu þegar hann sótti um undan- þágu frá hermennsku er blekking og hreint og beint sett fram til þess að snúa út úr og leiða umræðuna frá kjarna málsins. Er það ekki skrýtið að Gervasoni reyndi fyrst að komast ólöglega inn í landið en mistókst en reyndi síðan aftur og næstum því tókst það? Er það ekki skrýtið að 99% af þeim sem mæla gegn brottvísun Gervasonis eru æsingamenn, kommúnistar og óábyrgt fólk? Eigum við að láta stjórnast af skríl eða lögum? Ég treysti því að dómsmálaráð- herra ljúki þessu máli með því að vísa Gervasoni úr landi. Ef hann gerir það ekki mun alls kyns æsingalýður frá mörgum löndum flæða yfir landið og biðjast pólitisks hælis hér. Haun mun leggja grunninn að pólitískum æsingum og ólýræðislegum stjórnar- háttum. Hættu bara, Guðni —þú hefurþó sómatilfinningu Valdi skrifar: Vegna yfirlýsingar Guðna Kolbeinssonar um að hann hyggist láta af stjórn íslenzkuþáttar síns í út- varpinu vegna mistaka, sem honum urðu þar á, langar mig að hvetja hann til að standa við ákvörðun sína. Guðna er sómi í að þora að vera á- byrgur gerða sinna — rangra sem réttra. Vonandi lætur hann ekki undan þrýstingi um að hætta við að hætta — það er nóg af svoleiðis lúsa- blesum vaðandi uppi í þjóðfélaginu. Þeir eru nefnilega ekki orðnir svo margir á þessu landi sem gera sér grein fyrir mistökum sínum og skilja þá ábyrgð sem á þá er lögð. Því er þetta rétt ákvörðun hjá Guðna — en ég mun þó svo sannarlega sakna hans úr útvarpinu. Mannlegt að gera mistök íslenzkuunnandi hringdi: Ég vil taka undir áskorun eins les- anda um að Guðni Kolbeinsson haldi áfram með Daglegt mál. Auðvitað er mannlegt að gera mistök. Það hendir okkur öll. Guðni á ekki að þurfa að hætta vegna smámismælis. Guðni á ekkl afl þurfa afl hætta vegna smámismælls, seglr einn lesandi. DB-mynd: BJamleifur. ______3iia í veskinuenbia grunor? HVAÐ ER EFSTÁ ÓSKALISTANUM? Er ætlunin aö eignast nýjan bíl eöa bara hjól? Fagran grip eöa halda út í heim? Hægindastól? Vantar eitthvað til heimilisins? Óskirnar eru ólíkar eins og viö sjálf. En miöi í happdrætti SÍBS gefur öllum jafna möguleika , meira en einn á móti f jór- um. Allt upp í 10 milljónir (100.000 nýkr.) er hægt aö vinna. Sex sinnum veröur dregið um 5 milljónir (50.000 nýkr.) — og 40 sinnum um eina (10.000 nýkr.). Nú kostar miðinn tvöþúsund (20 nýkr.) en lægsti vinningur er 50 þúsund (500 nýkr.). Ef til vill þaö sem á vantar — til þess að ein ósk geti ræst. Og hver seldur miöi í happdrætti SÍBS á þátt í aö glæöa vonir sjúkra á leið til sjálfsbjargar HAPPDRÆTTI SlBS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.