Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980
5
Oveður um Suður- og Vesturland:
11 vindstig í Reykjavík
—truf lanir á síma, raf magni og útvarpi
„Þetta byrjaði allt að kvöldi 26.
með suðaustanátt og hláku,” sagði
Páll Bergþórsson veðurfræðingur er
hann var spurður um veður það sem
gekk yfir landið núna um jólin. Olli
veðrið víða nokkrum skemmdum,
einkum á Suður- og Vesturlandi, þak-
plötur fuku af húsum og miklar
skemmdir urðu á hafnargarðinum á
Akranesi. Fór úr honum stórt stykki og
gekk sjór þar látlaust inn í gærdag.
,,Á laugardaginn fór svo allt af
stað,” sagði Páll. ,,Þá snérist áttin í
suðvestan og vestan og hvessti mjög.
Það gekk á með skúrum og hagléljum
og var veðrið verst á laugardags-
kvöldið. Þá var svona 8—10 stiga
vindur nærri því beint af vestri
sunnan- og vestanlands. E1 voru mest
við sjóinn, það er að segja vestanlands,
en þau náðu töluvert langt austur úr. í
gær var veðrið eitthvað skárra þó það
væri ennþáslæmt.
Hvassast var í Reykjavík um 11
vindstig en úti á sjó var enn hvassara,
milli 10 og 12 stig að jafnaði. Þrumur
og eldingar komu með þessu veðri og
voru þær aðallega á laugardagskvöldið
og sunnudagsnóttina. Það er ekki svo
sjaldgæft að hér séu þrumur að vetrar-
lagi en oft heyrast þær ekki vegna
hvassviðris,” sagði Páll um veðrið.
Vegna veðurs varð að aflýsa
mörgum jólaskemmtunum og Akra-
borgin felldi niður ferðir. Innanlands-
flug lá niðri og millilandaflug gekk
mjög illa. Litlu munaði að slys yrði á
Hvolsvelli. Þar laust eldingu niður í
skiptiborð símans með þeim af-
leiðingum að úr því gneistaði. Er það í
megnasta ólagi siðan og taldist mildi að
stúlkan sem við það sat slapp ómeidd.
Símasambandslaust var í gær allt frá
Hvolsvelli austur og norður um alla
leið í Mývatnssveit. Rafmagnstruflanir
voru einnig miklar á Suðurlandi á laug-
ardaginn og loftnetsstengur slitnuðu
niður á útvarpssendinum á Vatnsenda
þannig að ekki var hægt að útvarpa á
langbylgju á laugardag og sunnudag.
-DS.
Slæm færð á láði og lofti
Þar sem frétzt hefur af færð á
landinu er hún víðast slæm. En vegna
símasambandsleysis og truflana var
örðugt að fá fréttir.
í nágrenni Reykjavíkur er mikil
hálka á vegum og þegar mikið rok
bætist ofan á er umferð mjög hættuleg.
Hellisheiði er ófær á köflum og eins
leiðin til Keflavíkur. Fært var fyrir
Hvalfjörð í gærdag, en illfært jóla-
dagana.
Ekki gengu samgöngur betur i lofti.
Ekkert var flogið innanlands á laugar-
dag og á sunnudag og féllu niður yfir
20 áætlunarferðir. Biðu margir á hin-
um ýmsu stöðum landsins eftir flugi til
þess að komast heim úr jólaleyfi.
-DS.
Flugvél fauk á Reykjavíkurflugvelli:
Haf naði á
skúr Iscargo
Flugvél fauk á Reykjavíkurflugvelli
á laugardaginn. Var þetta vél af
gerðinni DC-3 á bandarískum
skráningarnúmerum. Flugvélin hefur
staðið á vellinum frá þvi I fyrrahaust,
er hún varð innlyksa hér. Siðan hefur
verið heldur lítið um hana sinnt.
Vélin stóð vestan við byggingu flug-
skóla Helga Jónssonar og fauk hún
afturábak eina 10—20 metra og
hafnaði á litlum skúr í eigu Iscargo.
Skemmdist vélin þó nokkuð á stýris-
búnaði en skúrinn nær ekkert. Vélin
var fest niður með bungum steypu-
klumpum, sem hún di ó með sér.
-DS.
«c
Flugvéiin fauk 20—30 metra, eins og glöggt má sjá af förunum eftir h.jólin.
DB-mynd: Sig. Þorri.
Jarðskjálftar
á Öxarfirði:.
Grímsey-
ingar hrist-
ust í rúm-
um sínum
Grimseyingar vöknuðu flestir um
áttaleytið á jóladagsmorgun við
jarðskjálfta sem upptök átti á
Öxarfirði. Hélt áfram að skjálfa fram
eftir degi og varð mesti skjálftinn um
hálftólfleytið, 4,9—5 stig á Richters-
kvarða. Aðfaranótt annars jóladags
fundust einnig nokkrir skjálftar, 4,6-
4,7 stig. Annan dag jóla hafði jörðin
hins vegar róast og varð ekki vart
skjálfta.
Stærstu skjálftarnir fundust uppi á
landi, víða á Tjörnesi og á Húsavík. Á
Ólafsfirði varð fólk vart skjálfta
aðfaranótt annars jóladags.
-DS.
Mikil umferð var um Fossvogskirkjugarð á aðfangadag eins og undanfarin ár. Urðu margir til að koma og hlúa að leiðum horfinna ástvina sinna — þótt erfitt
væri um vik vegna snjóa. DB-mynd: Sig. Þorri.