Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980
17
N
-LIFK) ER BUNDISLEIKUR”
Stund milli stríða með ballettmeistaranum Jochen Ullrich
v
sýningum hennar ef þess gerist þörf,
en að öðru leyti er hann sjálfstæð
eining.”
Hvernig er háttað tengslum
Ullrich og Sveinbjargar Alexanders?
„Sveinbjörg hefur starfað með
mér frá upphafi og ég met hana
mikils. Hún er sífellt að þroskast og
hefur óvenju breitt tjáningarsvið í
dansinum, getur túlkað allt frá gamni
og upp í harmsögur. í gegnum
Sveinbjörgu kynntist ég íslenska
dansflokknum, sem ég sá fyrst á ferð
hans um Finnland. Þegar mér bauðst
að setja upp þennan ballett, tók ég
þvi fegins hendi þótt það kostaði
ýmiss konar tilfærslu í Köln, — m.a.
þurfti ég að kippa Sveinbjörgu út úr
ballett við Mandarínan eftir Bartók,
sem ég var að semja. Til íslands hefur
mig lengi langað, ekki síst vegna
landslagsins.”
Hvaða skoðanir hefur hann á
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njólsgötu 49 - Sími 15105
Á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu
stendur yfir æfing á ballettnum
Blindisleikur við tónlist Jóns Ásgeirs-
sonar. Nanna Ólafsdóttir dansari
stjórnar segulbandsupptöku og fyrir
miðju stendur Jochen Ullrich baliett-
meistari og horfir hugsi á þau Svein-
björgu Alexanders og Michael
Molnar dansa tvídans. Það er
auðsætt að Ullrich hefur unnið með
þeim áður, þekkir styrkleika þeirra
til hlítar og getur leiðbeint þeim með
einföldustu handa- og höfuð-
hreyfingum. Fyrir framan svið stikar
tónskáldið eins og ljón í búri, vindur
sér allt í einu að blaðamanni DB og
hvíslar: „Hann er klár, djöfull klár
þessi Ullrich.” Fleiri urðu til að bera
lof á hinn þýska ballettmeistara og
fýsti okkur því að taka hann tali. Við
hittumst eina stund milli stríða í
kaffistofu Þjóðleikhússins.
Ullrich er 36 ára gamall, hóf
upphaflega nám í stærðfræði og
efnafræði við háskólann í Köln, en
uppgötvaði þá að hann hafði miklar
taugar til dansins og gerðist brátt
dansari við Kölnaróperuna. Árið
1971 stofnaði hann og fjórir kollegar
hans danshópinn Tanzforum, sem
slarfað hefur síðan í Köln, í nánum
tengslum við óperuna þar. Til
skamms tima var Tanzforum eini
hópurinn sem sérhæfði sig í flutningi
nýrra dansverka í Þýskalandi, en nú
eru komnir fram aðrir dansfiokkar,
sem hafa þetta að markmiði. Ullrich
er stjórnandi flokks sins og oft dans-
höfundur, en auk þess fær hann til
liðs við sig og flokkinn ýmis tónskáld
og dansahöfunda. Tanzforum hefur
ferðast viða um heim og dansar
flokksins hafa verið fluttir víða, m.a.
hér á landi.
Við byrjuðum á því að spyrja
Ullrich um skólagöngu hans, hvort
bakgrunnur hans í stærð- og efna-
fræði kæmi fram í dönsum hans.
Hann brosti brcitt og hrísti höfuðið.
„Ég held ekki. Ég held ég hafi
einmitt snúið mér að dansi vegna
þess að hann bauð upp á annað hug-
arfar, tilfinningar fremur en lógík.
Þó er þetta tvennt ekki eins andstætt
og margir halda. Listdans er m.a.
byggður á eigin lógík, útreikningum,
vinnu. með gefnar stærðir eða
jafnvel óþekktar.”
Hvcrs konar dansflokkur er
Tanzforum?
„Við helgum okkur nútímadansi
fyrst og fremst, fáum tónskáld til að
semja fyrir okkur tónlist og dans-
höfunda til að semja fyrir okkur
dansa. Ég held að við vinnum þarna
þarft verk, því dansinn þarf að vera
hluti af samtíð okkar. Við megum
ekki endalaust að tyggja upp gamla
hefð. Flokkurinn er annars hluti af
Kölnaróperunni og tekur þátt í
(DB-mynd Þorri).
. OKKAR.
IREYKJAVIK
Skátabúðin, Snorrabraut
Volvo salurinn,
Suðurlandsbraut
Alaska, Breiðholti
Fordhúsið, Skeifunni
Seglagerðin Ægir
Bankastræti 9
f
A Lækjartorgi
Styðjið okkur-stuðlið að eigin öryggi
Hjálparsveit skáta
Reykjavík
+
Jochen Ullrích ballettmeistari.
islenskum listdansi?
,,Ég er mjög hrifinn af listrænum
metnaði dansaranna. Þeir eru
Ullrich (lengst t.v.) við æfingar á Blindisleík.
(DB-mynd — Bj. Bj.)
AÐALSTEINIM
INGÓLFSSON
ákveðnir í að skapa sér og list-
dansinum starfsgrundvöll á íslandi,
hvað sem tautar og raular og ég virði
þann áhuga og vildi gjarnan geta lagt
þeim lið. Samstarf okkar hefur svo
verið með hinum mestu ágætum.
Dansararnir eru fjölhæfir og sviðs-
vanir, hafa góða leikræna hæfileika
og eru frábærlega músíkalskir. Þeir
hafa sterka persónuleika og tjá hann í
dansi sínum og eru alveg óhræddir
við að spyrjast fyrir um það sem við
erum að gera hverju sinni, krefjast
skýringa.
„Nú, ég hef séð unga dansara úr
ballettskólanum hér og þeir virðast í
mjög góðri tæknilegri þjálfun þannig
að ég mundi ekki hafa áhyggjur af
þeirri hlið. Hins vegar þarf
flokkurinn á þjálfuðum karldöns-
urum að halda sem mótvægi við
stúlkurnar og hann þarf styrka,
varanlega listræna stjórn til að halda
uppi háum „standard”.
Hvert cr inntak balletts þeirra
Jóns Ásgeirssonar, Blindisleikur?
„Ég held að það sé sígilt og varði
veruleikann og tálmyndir lífsins. Við
göngum utn blindandi, án þess að
vera meðvitaðir um blindu okkar,
uns einhver aðvifandi sviptir hulunni
frá. Jón hafði ýmis þjóðsöguleg
minni í huga er hann samdi tónlistina
og þótt mín túlkun sé á ýmsan hátt
frábrugðin hugmyndum hans, þá
held ég að við séum á sömu linu. Ég á
t.d. mjög auðvelt með að setja mig
inn í þann þjóðsagnaheim, sem Jón
vísar til, þvi sjálfur er ég alinn upp í
héraði, sem á sér ríka þjóðsagnahefð.
Þjóðsagnaminnin gera mér svo kleift
að leggja út af þjóðdönsum á minn
há , umbreyta þeim, byggja upp
ai.ustæður þeirra, o.s.frv. í leiðinni
vil ég sérstaklega geta um framlag
Sigurjóns Jóhannssonar, sem gert
hefur leikmynd að ballettnum. Ég er
sérstaklega hrifinn af hugmyndum
hans og vildi feginn geta unnið með
honum öðru sinni.”
Þá kom kallið. Ullrich þurfti að
athuga hvernig förðun yrði háttað,
svo og hvernig búningum miðaði. Og
árangurinn sáum við annan I jólum.
-Al.
iAnú/l
Xminnum/
w
Tilboðs-
i/erð á kinda-
bjúgum
BLOSSOM
Frábært shampoo
BLOSSOM shampoo Ireyöir vel, og er faanlegt
i 4 geröum.
Hver og einn getur fengiö shampoo viö sitt hæfi.
Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika
KJÖTBÚÐ
SUÐURVERS
STIGAHLÍÐ - SlMI 35645
HaildtölubirgAir.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingóllattraeti 12. timar: 12800 - 14878