Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 DAGBLAÐIÐ ER SMAAUGLYSINGABLAÐIÐ SIMI 27022 ÞVERHOLT111 JAMES BARWICK ttuggt feí «1 Skuggi úlfsins eftir James Barwick Aðkvöldi hins 10. mai 1941 stökk annar valdamesti maður Hillers Þýzkalands. Rudolf Hess. i fallhlif úr flugvél yl'ir Skotlandi. Í þessari bók er reynt aðgela sér til um ástæður þessa ferðalags, en Hess var handtekinn í Bretlandi og er enn á lifi i Spandau-kastalanum i Vestur lierlin. Þar er hann fangi og vilja banda mcnn ógjarnan gefa honum frelsi. þóol't hafi það komið til greina. Að öllum likindum óttasl þcir að vilneskja hans um einstaklinga og póliliska atburði^ gæti orðið hættuleg ef hún yrði gerð opinber. í bókinni er sagt frá öðrum ntanni sent var nteð Hess i flugvélinni og varö þaö hlutskipli hans að afhenda mönnunt í Bandarikjunum upplýsingar l'rá Hess. Þessi maður hét Alfred Horn og hin stórkostlcgu ævintýri hans í Brel landi og Bandaríkiurium ,i lcsandann til aö standa á öndinm ai spenningi. I>ella er hrollvekjandi saga af nianna veiðunt og stórkostlegum áhættum. Frá sögulegu sjónarmiöi cru gelgátur bókarinnar jafnlurðulegar og ægilcgar eins og raunveruleikinn. Skuggi úlfsins er 224 blaðsiður. prentuð og bundin i Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri og úlgefandi cr Bokaforlag Odds Björnssonar. Þýöandi er Hersteinn Pálsson. Nt .SKAl.llSAl, \ 11 iih lA itönM) ~ mkisöi.ubökahNn.vk kSI ÍKLDON •„... lérnt etigi Verndarenglar eftir Sidney Sheldon í þessari bók segir frá Jennifcr Parker. sem er gáfuð. glæsileg og einörð. í lyrsta réttarhaldinu sent hún vann aö sent laganenti verður hún til þessaðsak sóknarinn. sent hún vinnur nteð tapar ntálinu. sem snerist gegn ntafiunni. I.eggur hann Italur á hana fyrir vikfETög gerir allt sem i hans valdi stenduV til að útiloka framtíð hennar sem lögfræðings. En allt kemur fyrir ekki. Jennifer Parker vinnur sig upp með þrautseigju. nteð þvi að taka að sér ntál alls kyns hópa. sem enginn lögfræðingur vill láta bendla sig við. Árangurinn lætur ekki á sér standa. hún vcrður einhver ntest hrífandi og eflirsóttasti lögfræðingur Banda ríkjanna. Jennifer Parker er stórbrotnasta per sóna seni vSidney Sheldon hefur skapað — kona sem nteð þvi einu að vera lil hvetur tvo menn til ásta og ástriðna.. . og annan þeirra til óhæfuverka. Áðtir hafa komið út eftir sama höfund bækurnar Fram yfir miðnætti. Andlit i speglinunt og Blóðbönd. sent allar hafa verið kvikmyndaðar og sýndar hér á landi. Bókin er 280 blaðsiður. prentuð og bundin i Prentverki Odds Björnssonar og útgefandi er Bókaforlag Odds Björns- sonar. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. S Ég harðbanna þér að leggja þig síðdegis meir. Mundu nú, — ekki að fara að leggja þig. Þegar stórhátíðir ganga í garð hefur alltaf þótt tilhlýðilegt að allir taki sig saman í andlitinu og fari í betri fötin. Slíkt hið sama gera ríkis- fjölmiðlarnir þegar stórhátíðir eins og jól ganga i garð. Að þessu sinni bar nokkurs konar nútíma „stórubrandajól” uppá því aftan í jólahelgina sjálfa hnýttist venjuleg helgi þannig að alls voru það fimm heilir sparifatadagar hjá ríkis- fjölmiðlunum að þessu sinni. Ætli aðfangadagur jóla sé ekki einn lengsti dagur ársins hjá yngstu kynslóðinni, og sjónvarpið hefur sannarlega tekið tillit til þess und- anfarin ár og stytt börnunum biðina fram til kvöldsins með sýningu á skemmtiefni fyrir þau. Að þessu sinni var ýmislegt góðgæti á skjánum, þeir Jóki björn og Bleiki pardusinn, ásamt félögum brugðu á skemmtilegan leik í teiknimyndinni Fyrstu jól Kaspers, skyggnzt var um í fjölleikahúsi hjá frændum okkar í Noregi og endað var á frábærlega vel gerðri brezkri leikbrúðumynd um öskubusku. Lítið fór fyrir frekari hlustunáút- varp eða sjónvarp það sem eftir var aðfangadagsins vegna venjubundins stúss, kirkjuferðar og þess umstangs sem jólum fylgir, nema að ég greip niður í þátt Finnboga Hermanns- sonar, þar sem hann gekk með séra Baldri Vilhelmssyni um kirkjustaði við Inndjúp og var það hinn á- heyrilegasti þáttur, en þennan þátt mætti að skaðlausu endurtaka því trúlegt þykir mér að margir hafi misst af honum í ys og þys jólahátíðarinn- ar. Frá jóladeginum er fátt eitt sem situr eftir, fyrir utan sýningu á því stóra verki Pardísarheimt, sem rann sitt fyrsta skeið af þremur yfir skjáinn á jóladagskvöld. Var þar margt mjög vel gert enda margir góðir kraftar sem þar leggja hönd á plóginn. En þar sem Ólafur Jónsson mun gera þessu mikla verki sérstök skil hér í blaðinu þá ætla ég mér ekki út á þann hála ís, að fara að fjalla nánar um lífshlaup Steinars bónda. AF SPARIFATADOGUM OG VEDURSINFÓNÍUM Á jóladagskvöld lauk dagskrá sjónvarpsins með mjög svo fróðlegri mynd um borgina helgu, Jerúsalem, sem nefnd hefur verið borg friðarins, þótt ekki hafi alltaf andað þar friðsömum vindum um stræti í ald- anna rás. Annar dagur jóla varð öllu fyrir- ferðarmeiri í fjölmiðlaneyzlu (hjartað í íslenzkufræðingunum tekur kollhnis þegar svona er sagt). Ómar Ragnarsson á sannarlega lof sldllfl fyrlr myndlna um eyðibyggðir Hornstranda. . . . Leikbrúðumyndin um öskubusku var vel gerð og skemmtileg. Fyrir hádegið fengum við sendingu frá páfanum í Róm i formi kaþólskrar messu i Krístskirkju í Landakoti. Skemmtileg tilbreyting að heyra frá öðrum kirkjudeildum, og margur organleikarinn mætti taka sér sem fordæmi líflegan organleik eins og þann sem hljómaði í messulok. Sú kynslóð sem í dag telst til eldra fólks má svo sannarlega muna timana tvenna, og þá sérstaklega hvað jólahaldið áhrærir, en á annan jóladag var dagskrá í samantekt Böðvars Guðmundssonar um jóla- hald fátæka mannsins fyrr á árum. Lýsingar þeirra Vilborgar Dagbjarts- dóttur á jólahaldi í Seyðisfirði í byrjun kreppunnar og Tryggva Emilssonar á erfiðleikum blásnauðrar sveitafjölskyldu í byrjun þessarar aldar voru ljóslifandi og svo var einnig um lestur Sigurðar A. Magnússonar úr bók sinni Undir kal- Stjörnu. Þetta var vel gerður og fróðlegur þáttur, sem ég hefði ekki viljaðmissa af. Annar þáttur var í útvarpinu þennan dag sem ég hefði ekki viljað missa af, en það var viðtal Björns Th. við Aðalbjörgu Sigurðardóttur um Einar Benediktsson. 1 þessu viðtali sem fengið hefur að bíða birtingar hálfan annan áratug kom margt fram um „hina hliðina” á skáldinu og varpaði nýju ljósi á stórbrotið lífs- hlaup Einars. Enn er eftir að flytja tvö viðtöl sem einnig voru hljóðrituð á aldarafmæli Einars 1964 og verður án efa forvitnilegt að hlýða á þau. Veðursinfónía í fjórum þáttum... Sinfóníur hafa ekki átt upp á paíl- borðið hjá öllum, en ef þær væru í dúr við veðursinfóníu Trausta veður- fræðings í veðurfréttunum þennan dag, þá yrði hlustendahópurinn stór. Trausta hefur oft tekizt vel upp á skjánum, en þennan dag fór hann aldeilis á kostum, þegar hann var að lýsa veðursinfóníu þeirri í fjórum þáttum og með óvissum endi sem framundan væri á landinu. í fyrsta þætti veðursinfóníunnar leiddi Ómar Ragnarsson ásamt sam- starfsmönnum sínum okkur á vit eyðibyggða Hornstranda. Sjaldan hefur tekizt betur til hjá sjónvarpinu við gerð þáttar sem þessa. Sú hug- mynd þeirra félaga að láta manneskj- una hvergi koma við sögu heldur láta fuglinn fljúgandi vísa okkur veginn, undirstrikaði enn frekar yfirbragð þessara eyðisveita. Sjónvarpsmenn hafa ekki lagt svo lítið á sig við gerð þessa þáttar og hafi þeir þökk fyrir. Hvort snjóskaflinn sem Austur- landahraðlestin sat föst i á meðan Hercule Poirot glímdi við morðgát- una var af sama toga spunninn og snjórinn utan við gluggana hjá okkur í þessum fyrsta þætti hrikalegrar veðursinfóníu Trausta skal ósagt látið, en vissulega var gaman að sjá aftur þessa mynd þar sem hver stór- stjarnan trónaði upp yfir aðra i sögu- þræði sem engum er lagið að setja saman sem drottningu glæpasagn- anna Agöthu Christie. Frá laugardeginum er helzt að minnast þeirra dr. Kristjáns Eldjárn og Gísla Jónssonar úr Vikulokunum, og líflegs spjalls við Vilhjálm Þ. Gíslason um árdaga hans hjá út- varpinu. Um kvöldið sáu svo þeir prúðuleikarar og John Denver um smáskammt af jólaskapi í sjón- varpinu. Hálfrar aldar afmæli útvarpsins. ætlar að veröadrjúgur liður og jafn- framt fróðlegur í dagskrá útvarpsins. Hádegiserindi Jóns Þórarinssonar um sögu og þróun tónlistarmála hjá útvarpinu var fróðlegt. Anna Snorradóttir sagði frá sínum kynnum af útvarpinu og stórgaman var að heyra aftur þátt Svavars Gest, Nefndu lagið, sem fiuttur var fyrir tuttugu árum. Þessir tuttugu ára . . . og ekkl síður Trausti Jónsson veðurfræðlngur fyrlr veðursinfóníu sina f fjórum þóttum. gömlu þættir sýna það og sanna að útvarpið er vel samkeppnisfært við sjónvarpið, eins og til dæmis þáttur- inn Veiztu svarið sýnir og sannar. í gærkvöldi var Brynhildur Lilja frá Húsavík loks lögð að velli eftir að hafa setið af sér harða hríð sunnan- manna fram til þessa. Sjónvarpið síðdegis á sunnudag fór fyrir ofan garð og neðan vegna vinnu, en rétt sá ég brot úr teikni- mynd um Oliver Twist, sem að sögn þeirra sem á horfðu var hin ágætasta. Á eftir miðhluta Paradisarheimtar í gærkvöldi var sýnd sænsk mynd um stærsta þjóðgarð Evrópu í Norður- Svíþjóð, en svo stuttu eftir hina frá- bæru Hornstrandamynd Ómars og félaga þá féll hún í skuggann. Þessum „stórubrandajólum” lauk við síðustu vestanhreyturnar í þriðja þætti veðursinfóníunnar og nú er að biðalokakaflans. UM JÓLIN JÓHANNES REYKDAL

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.