Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
(
I
I
I
I
I
í
I
I
6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980. — 291. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-ADALSÍMI 27022.
f
Maður ársins 1980, Vigdls Finnbogadóttir forseti Islands, tekur við titiinum og hamingjuóskum frá fyrri handhafa titilsins, Friðrik Óiafssyni forseta Alþjóða skák-
sambandsins FIDE, i bókhlöðunni á Bessastöðum slðdegis I gœr. ./)g.m vnj: Gunnar Örn.
Vigdís Maður ársins ’80
—íkjöri meðal blaðamanna DB
völdu blaðamenn DB engan Mann
ársins 1979.
Vigdís forseti sagðist þakklát og
heiðruö af valinu á þessu ári, sem hefði
verið sér ákaflega viðburða- og bless-
unarríkt. „Það var síður en svo um
síðustu áramót, að það hvarflaði að
mér að um þessi áramót byggi ég hér að
Bessastöðum og hefði verið til þess
kjörinn af þjóð minni að vera forseti
lýðveldisins,” sagði Vigdís.
Forseti sagðist hafa átt mjög
ánægjuleg jól að Bessastöðum, þar sem
sér hefði liðið vel allt frá því hún flutti
inn ásamt Ástríði dóttur sinni, og væri
hún fúllviss þess að sér ætti eftir að
líða þar enn betur i framtíðinni. í ýmsu
hefur verið að snúast á forsetasetrinu
um jólin — og í gær var t.d. jóla-
skemmtun á Álftanesi, og þar var að
sjálfsögðu Ástríður dóttir Vigdisar.
Þegar Dagblaösmenn og Friðrik Ólafs-
son bar að garði var forseti að undir-
búa sitt fyrsta áramótaávarp til
þjóðarinnar til flutnings í sjónvarpi á
nýársdag.
„Ég held að val mitt hafi á margan
hátt verið gott fyrir ísland,” sagði
Vigdís Finnbogadóttir. „Það hefur
vakið athygli á landi og þjóð og ég er
þess fullviss, að það verður auðveldara
fyrir konur í framtíðinni að takast á við
ábyrgðarstöður. En það sem mér þykir
kannski merkilegast við þetta ár sem
nú er að líða, er að það skuli hafa verið
komið árið 1980 þegar kona var fyrst
kjörin þjóðhöfðingi í heiminum — það
hefði átt að gerast miklu fyrr.”
Dagblaðið óskar Vigdísi Finnboga-
dóttur forseta íslands innilega til
hamingju með kjörið og óskar henni og
fjölskyldu hennar allra heilla í fram-
tíðinni. Friðrik Ólafssyni þökkum við
samveruna og óskum honum og fjöl-
skyldu hans alls hins bezta. -ÓV.
Jólagjafir
ríkisstjómarínnar:
Margarhækkanir
áaöfangadag
— sjábls.4
Undurveraldar
undirhlídum
— ÓlafurJónsson
skrífar um Para-
dísarheimtábls.4
Flugeldarogblys
fyriráramótín
— sjá DBáneytenda-
markadi bls. 10
„Sameiningartákn
—ætiiþaðsérétta
orðiðyfirmig”
—viðtal við Gumar
Thoroddsen
sjötuganábls.16
Réttarhöldin íBeijing:
Saksóknarim
krefstdauðadéms
yfírekkjuMaós
formams
„Þar sem fyrri handhafi þessa
heiðurstitils er forsti FIDE og mér
hefur alltaf þótt „fide” afar fallegt
orð, þá leyfi ég mér að vona að næsta
ár auðnist okkur öllum að lifa með
,,bona fide” — i góðri trú,” sagði Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands á
Bessastöðum síðdegis í gær. Blaða-
menn Dagblaðsins hafa valið Vigdísi
forseta „Mann ársins 1980” og var
henni í gær kunngert valið um leið og
Friðrik Ólafsson, Maður ársins 1978,
nfhenti henni fagran blómvönd og af-
salaði sér titlinum. Friðrik hefur raunar
haldið titlinum í tvö ár, því í fyrra
TVEIR UNGIR SKATAR
FÓRUST í ÓVEÐRINU
—áleið tilbyggða úrútilegu eftirað tjaldþeirra fauk ofan afþeim
Tveir unglingar urðu úti í Eyjafirði
í gærmorgun. Voru þeir úr 5 manna
skátaleiðangri sem lagt hafði upp i
Finnastaðadal á annan í jólum. Á
sunnudagsnóttina skall á mikið
óveður og fauk þá ofan af piltunum
annað af tveim tjöldum þeirra.
Lögðu þeir þvi af stað til byggða. Um
klukkan sjö í gærmorgun komst einn
þeirra að bænum Holtsseli sem er
næsti bær við Grund. Lét hann vita
af félögum sínum og var þegar kall-
aður út mannskapur til leitar. Um 50
manns úr Hjálparsveit skáta, Flug-
björgunarsveitinni og frá lögreglunni
leituðu piltanna. Einn þeirra fannst
látinn, kominn niður af fjallinu.
Hinir þrir fundust upp undir fjalls-
brún, grafnir í fönn. Tveir þeirra
voru lífs en einn látinn.
Þeir sem lífs voru voru fluttir á
sjúkrahús og voru í gærdag taldir úr
lifshættu. Sá er komst að Holtsseli
var hins vegar, að því er virtist, al-
heill.
Piltarnir sem létust voru Ferdinand
Guðmundsson og Þorgeir Rúnar
Finnsson, 15 og 16 ára. Elzti maður-
inn í leiðangrinum var tvítugur. Þetta
'var hópur sem alvanur var fjallaferð-
um og vel út búinn en veðrið sem yfir
skall var meira en nokkur átti von á.
Tafði veðrið mjög alla leit.
-DS.