Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 Af félagslegu álagi skal nefnt hér hraði og tímapressa, tregar þjóð- 'félagsstofnanir, álag frá verðbólgu og efnahagslegt öryggisleysi, of mikil eða of lítil félagsleg samskipti, ofneyzla fjölmiðlaðs efnis, skortur á félagslegu tjáningarformi, krafan um aðlögun, að skoðunum eða lífsstíl annarra, óánægja með starf eða vöntun á óskastarfi, ráðandi gildis- mat í fréttaflutningi og afþreyingar- efni um of á vængi ofbeldis og ótta og fleira. Ráð við streitu Lítum nú á helztu atriði sem valda streitu í líkamanum og skoðum hvað einstaklingurinn getur gert til þess að hinara að líkaminn bregðist við þeim á niðurrífandi hátt. Álag sem veldur streitu kemur í sjálfssefjunartækni getur einstakling- urinn aðlagað sig og sína innri líf- færastarfsemi álagi, flýtt fyrir því aí líkamsstarfsemin komist i samt lag aftur og jafnað út álaginu á árangurs- ríkari hátt. Andlegan þrótt og skapgerðarstyrk einstaklings má efla með ýmsum að- ferðum svo sem slökunaraðferðum, hugleiðslutækni, sállækningum og öðrum álíka aðferðum. Með eflingu félagslegrar samstöðu, hópmeðferð, fjölskyldulækningum og fleiri viðlíka leiðum er hægt að efla hið félagslega net sem einstaklingurinn hrærist í og styrkja á þann hátt félagslega umhverfið sem einstaklingurinn lifir í. Einnig má nefna þann möguleika að styrkja samskipti einstaklingsins við þjóðfélagsstofnanir, kenna fólki „Streita er þegar allt er grandskoöaö, hin jákvæða lífsorka mannsins að vinna gegn álagi.” Dr. Hans Selye. stórum stíl frá félagslega og sam- félagslega sviðinu. Sem dæmi má teija að glima einstaklingsins við þjóðfélagsvenjur, skrifstofukerfi, fjölmiðla og stofnanir þjóðfélagsins getur valdið verulegu álagi hjá ein- staklingnum, of mikil mannleg sam- skipti valda álagi hjá sumum, einhæf störf, einvera eða innilokunarkennd hrjá aðra. Að efla hæfni einstaklingsins til árangursríkra samskipta við annað fólk og þjóðfélagsstofnanir er leið til þess að efla hæfni einstaklings til að standast slikt álag. Með beitingu ímyndunaraflsins, jákvæðri hugarlegri afstöðu og að notfæra sér betur þann félagslega stuðning og þá samhjálp sem þjóð- félagið býður uppá. Að síðustu er rétt að nefna trúar- lega þáttinn, því þátttaka í trúar- legum söfnuðum og andleg iðkun veitir mörgum verulegan stuðning í lífsbaráttunni. Svipað er að segja um þátttöku í öðrum tegundum hug- sjónastarfs, því samvinna að hugsjónarlegum markmiðum, hvort heldur er á sviði stjórnmála, félags- mála eða í almenningsheillaskyni, gefur fólki oft þann lífstilgang og trú sem sköpum getur skipt í daglegu lífi. Geir Viðar Viihjálmsson sálfræðingur. snæriðsitt íhendinni. Íslenzk lög gera nefnilega engan höfuðmun á því hvort manni er gefin hálf milljón króna i Austurstræti eða hann rændur hálfri milljón króna í Austurstræti. Aldahvörf við Austurvöll Undarlega samin lög eru ekki sök þeirra, sem þeim ber að þjóna heldur hinna, sem lögin setja. Þeir heita alþingismenn og -konur og búa í holtunum umhverfis Austurvöll en koma nú ýmist af fjöllum eða áf hafi. Þeir eru einn og fimmtíu og níu talsins með gylltan staf í hendi. Við upphaf Alþingis á söguöld var annar skilningur lagður í þingsetu en við endalok þess núna á atómöld. Þá komu landsins beztu synir saman í nokkra daga til að ráða þjóðinni heilt en héldu við svo búið heim á leið. Þá riðu líka hetjur um héruð og menn höfðu svigrúm til að ganga uppréttir „íslenzk lög gera engan höfuðmun á þvi hvort manni er gefin hálf milljón króna i Austurstræti eða hann rændur sömu upphæð,” segir greinarhöfundur. að starfi og leik. Þessi skipan þing- mála hélzt um aldir. Bændur gerðu hlé á búverkum yfir þingtímann og sýslumenn og prestar lögðu frá sér embættisklæðin. Þá var öldin önnur á Alþingi. Þá sátu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi. Þá var Ármann á Alþingi. í dag hafa því miður orðið alda- hvörf í Alþineishúsinu. Þangað rata ekki 'engui lar.dsins ztu svnii ti að halda friðinn með einum lögnm. Þangað sækir nú sviplaus meðalmennskan i atvinnuleit og er tekið tveim höndum af saklausu meðalmanneskjunni sem þar er fyrir á launaskrá. Fagnaðarfundir verða hjá jafningjum. Samvinnubúskapur í sauðalitunum Jafnaðarmenn Alþingis líta hver á annan og í eigin barm og segja: Allir menn eru jafnir og guð skapaði manninn í sinni mynd. Þar með er heimsmynd þeirra fundin og grái liturinn nær yfirhöndinni í litrófi mannlífsins. Flóra landsins tapar náttúrunni. Öll lagasetning dregur því miður dám af þessum sjóndeildarhring. Undirlendið blasir hvarvetna við og dregið er fyrir fjailasýn. Grátt. Þannig stefna fræðslulög skólanna að þvi að berja aulann til bókar á kostnað þeirra sem betur mega sín í námi. I öt> iini hi’sakost hvetja fólk til að hneppa sig átthagafjötrum í félagslegu húsnæói en letja menn til að reisa eigið þak yfir höfuðið. Viðskiptalög hlaða undir miðlungs- verzlun í selstöðu en hefta ferðir þeirra, sem vilja leita uppi nýjar leiðir. Á endanum verða öll viðskipti íslendingaórðin samvinnubúskapur i sauðalitunum. Helzta lífsmarkið verður færsla á milli dálka í sömu bók en áskriftargjald Tímans innheimt með mánaðaruppgjörinu. Einstaklingurinn er að deyja út en grár hópur miðlungsmanna erfir ' ríkið. Hann lengi lifi. Ferfalt húrra! Ásgeir Hannes Eiriksson, verzlunarmaður. 13

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.