Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 14
14 Iþróttir Leikdögunum ekkibreytt — í Evrópuleikjum Víkings og Lugi. Víkingar þvf ekki í keppnisförinni til Þýzkalands og Belgíu „Það er útséð um, að landsliðsmenn Vikings geti tekið þátt í keppnisfur þess til Vestur-Þýzkalands og Belgíu í janúar. Sænska liðið Lugi, sem leikur við Víking í Evrópukeppninni, gat ekld breytt leik- dögum Evrópuleikjanna vegna þess, að það hefði raskað of mikið keppninni i Allsvenskan. Við förum með 12 leikmenn til V-Þýzkalands og Belgiu og ég þarf því að velja 3—4 nýja leikmenn í þá för. Ennþá hef ég ekkert ákveðið hverjir það verða,” sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfarinn i handknatt- leik, þegar DB ræddi við hann i gær. Fyrri leikur Vikings og Lugi hefur verið ákveðinn sunnudaginn 18. janúari Reykjavik. Siðari leikurinn verður í Lundi i Sviþjóð viku síðar, eða 25. janúar. Þar sem ekki var hægt að fá leikdögunum breytt geta landsiiðsmenn Víkings, sex að tölu, ekki leikið við V-Þýzkaland i Hamborg 20. janúar og 22. janúar i Liibeck. Leikið verður við Belga 23. janúar. Sennilega aðeins einn leikur að ósk Belgiumanna. Hinn 27. janúar leika Frakkar landsleik við íslendinga i Reykjavik og þar ætti landsliðshópur- inn, sem fer i B-keppnina i Frakklandi siðari hluta febrúar, að geta leikið. Komið hefur til tals að fresta síðustu umferð íslandsmótsins fram yfir heims- meistarakeppnina í Frakklandi. Þaö gæti komið sér vel fyrir landsliðið — það fengi þá lengri undir- búningstima fyrir B-keppnina. Norðurlandamet hjáSkúla og þrjú íslandsmet —á kraftiyftingamóti KR Skúli Óskarsson setti nýtt Norðurlandamet á Kraftlyftingamóti KR á laugardag og Óskar Jakobs- son setti þar nýtt íslandsmet. Ágætur árangur náðist í heild á mótinu. Jón Páll Sigmarsson setti tvö íslandsmet. Skúli var nokkru þyngri en áður og flutti sig upp um flokk. Keppti i 82.5 kg fiokki í stað 75 kg áður oftast. í aukatilraun i hnébeygjulyftu náði Skúli að lyfta 307.5 kg. og bætti eldra Norðurlandamet sitt um 2.5 kg. Hins vegar á hann 300 kg bezt i 75 kg flokki. Skúli lyfti samtals 720 kg, 130 i bekkpressu, 290 í réttstöðulyftu og 300 i hnébeygju. Skemmtileg keppni var i bekkpressu i 125 kg flokki milli Óskars og Jóns Páls Sigmarssonar. Óskar setti nýtt met á dögunum, 197.5 kg og byrjaði nú á 200 kg sem hann tók. Jón Páll bætti íslandsmetiö i 202.5 kg en Óskar hafði ekki sagt sitt siöasta orð. Tók 205 kg. Þriðja íslandsmetið. Jón Páli reyndi 205.5 kg og náði þyngdinni upp. Hins vegar dæmdu tveir af þremur dómurum það ógilt. I flokknum reyndi Jón Páll viðEvrópumet Arthúrs Bogasonar i réttstöðulyftu. Var mjög nærri að lyfta þeirri þyngd. Tókst þó ekki en það virðist aðeins timaspursmál hvenær hann gerir það. Jón Páll setti íslandsmet í hnébeygju. Lyfti þar 320.5 kg og sam- tals 855 kg sem Ifka er íslandsmet. 202.5 kg. i bekk- pressu og 335 i réttstöðulyftu. Í 100 kg flokki var skemmtileg keppni milli Harðar Magnússonar, KR, sem sigraði 745 kg og Halldórs Sigurbjörnssonar, KR, sem lyfti samtals 730 kg. Þeir reyndu báðir við Íslandsmet i hnébeygjulyftu en tókst ekki þó litlu munaði. Keppt var um farandbikar i stigakeppni og vann Skúli Óskarsson bikarinn þriðja árið i röð. Til eignar. Hlaut 455.688 stig. Jón Páll varð annar með 449.644 stig og Sverrir Hjaltason, KR, þriðji með 440.993 stig I 90 kg flokki. Hann reyndi við 315 kg i réttstöðulyftu, sem hefði gefið honum sigur i stiga- keppninni, og munaði litlu að hann tæki þá þyngd. Aberdeen fór létt meðCeltic Aberdeen vann auðveldan sigur á Celtic á heima- veili á laugardag. Stefnir greinilega á að halda meistaratitli sinum. Úrslitin 4—1 og Aberdeen komst i 4—0 með mörkum McLeish, Miller, McAle og Stracham, víti, áður en Nichollas skoraði eina mark Celtic. Aberdeen hefur nú 31 stig en Celtic 28 og hefur leikið einum leik meira. Rangers er i þriðja sæti með 24 stig. Leik Rangers við St. Mirren á laug- ardag var frestað. Dundee Utd. vann hins vegar Hearts 4—1 og Morton vann Partick 2—0. Hvort tveggja heimasigrar. Leik Airdrie og Kilmarnock var frestað. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Pétur Guðmundsson gnæfir yfir aðra leikmenn og sendir knöttinn í átt að körfu Frakka. Hann var stigahæstur i báðum landsleikjunum. í útvarpsviðtali fyrir helgi lýsti Pétur því yfir, að hann mundi leika með sinum gömlu félögum hjá Val eftir ára- mótin — í fjóra mánuði að minnsta kosti. DB-mynd: emm, Lpkakafli Péturs færði Islandi aftur sigurinn —íslenzki risim skoraði sjö síðustu stig íslands, þegar ísland vann Frakkland 69-65 íKeflavík ígær ísland sigraði Frakkland öðru sinni í landsleik þjóðanna i Keflavik i gær. Lokatölur 69—65 og var leikurinn skemmtilegur fyrir áhorfendur, sem voru eins margir og húsið rúmaði. Yfir þúsund áhorfendur. Spenna allt til loka en leikurinn ekki sérlega vel leikinn. Hittni leikmanna fremur slæm. Jón Sigurðsson var bezti maður islenzka liðsins og stjórnaði leik þess með tilþrifum. Pétur Guðmundsson innsiglaði sigurinn með snjöllum loka- kafla. Skoraði sjö síðustu stig islenzka liðsins. Hafði áður ekki verið hittinn en snjall í fráköstum. Frakkar voru óheppnir, þegar bezti maður liðsins Franck Cazalon meiddist i byrjun s.h. og gat ekki leikið meira. Einum leikmanni Frakka, Yvon Leo, var vikið alveg af leikvelli fyrir að slá mótherja, Jónas Jóhannesson. Sigur islenzka liðsins var sanngjarn en það franska ekki eins sterkt og reiknað hafði verið með. Áður en leikurinn hófst heilsaði Tómas Tómasson, forseti baejar- stjórnar Keflavíkur, leikmönnum en hann var heiðursgestur KKÍ á leiknum. Síðan hófst Ieikurinn og Torfi Magnús- son skoraði fyrstu landsliðskörfuna i nýja íþróttahúsinu í Keflavik. ísland byrjaði betur. Komst í 4—2 og 8—6 en síðan komust Frakkar yfir og höfðu oftast forustu í fyrri hálfleik. 28—22 og 30—24. Jón Jörundsson átti góðan leikkafla og minnkaði muninn i 28—31 og siðan komst ísland í 32—31. Leiktímanum í hálfleiknum var lokið en vegna mistaka tímavarða ekki flautað. Guðsteinn Ingimarsson braut af sér. Dæmd víti og Frakkar nýttu þau. Komust í 33—32, sem var staðan i hálfleik. Framan af siðari hálfleiknum höfðu Frakkar forustu 41—38 en síðan tókst þeim Jóni Sigurðssyni og Kristni Jörundssyni með góðan leik að skora sex stig í röð. Island var komið yfir 44—41. Frakkar jöfnuðu en þegar 10 mín. voru til leiksloka var staðan 52— 50 fyrir ísland. Þá fóru þeir Jón. Sig. og Pétur útaf og það orsakaði slakasta leikkafla fslands. Frakkar komust í 55—52, en Jón og Pétur komu inn á aftur. Lokakaflinn var spennandi. Þegar 90 sekúndur voru eftir var staðan 63—62 fyrir fsland og undir lokin sýndi Pétur yfirburði sina. Skoraði sex síðustu stig íslands, en Frakkar þrjú. Úrslit því 69—65. Vörnin var aðall íslenzka liðsins í leiknum en hittnin ekki góð. Leikmenn jafnir yfirleitt. Dómarar Þráinn Skúla- son og Sigurður Valur Halldórsson. Eftir leikinn sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með sigrana gegn Frökkum. Landsliðið er skipað samstilltum hóp og það er á réttri leið.” Flest stig íslands skoruðu Pétur 23, JónSig. 14, Torfi 12, Símon Ólafsson 9 og Jón Jör. 6. Cazalon var stigahæstur Frakka þrátt fyrir meiðsUn með 8 stig. -emm. Ovæntur enverðskuld- aður sigur íslendinga! —sætur sigur, 79-75, á Frökkum í fyrri leik þ jóðanna íslendingar unnu óvæntan en afar verðskuldaðan sigur á Frökkum i fyrri landsleik liðanna i körfuknattleik, sem fram fór i Laugardalshöllinni á laugar- dag. Lokatölur urðu 79—75 eftir að staðan f hálfleik hafði veríð 37—34 íslandi i vil. Mikil spenna rlkti i Höllinni undir lok leiksins. ísland leiddi 77—75 er 39 sek. voru eftir. Landinn hóf sókn, en Frakkamir gáfu ekki höggstað á sér i vörninni. Þegar 30 sekúndumar voru um það bil að renna út barst knötturínn tii Guðsteins Ingi- marssonar, sem var út við hliðarlinu miðja vegu á milli endalinu og miðlinu vallar. Guðsteinn leit á klukkuna, sá að engu mátti muna, og sendi siðan knöttinn með faliegu skoti rakleiðis i körfu Frakkanna. Þeir hófu þegar i stað sókn en tókst ekki að brúa bilið hvað þá að laga stöðuna og sigur íslands var i höfn. Geysileg kátina leik- manna brauzt út enda eru Frakkar A- þjóð i körfunni en ísland telst hins veg- ar á meðal C-þjóða. Leikurinn á laugardag var geysilega jafn allt frá upphafi til loka. Skildu liðin sjaldnast nema örfá stig að. Torfi Magnússon, Jón Sigurðsson, Kristinn Jörundsson, Símon Ólafsson og Pétur Guðmundsson hófu leikinn fyrir íslands hönd og liðsheildin virtist ekkert veikjast þótt aðrir leikmenn kæmu inn á. Jón Sig. var þó sem fyrr driffjöðrin í leik liðsins og Pétur Pétur fer til Vals Pétur Guðmundsson lýsti þvi yfir i viðtali við útvarpið um heigina að hann myndi ganga til liös við sfna fyrrí félaga f Val eftir áramótin. Þar með virðist botninn sleginn i kapphlaup Vals og KR um að ná i kappann. Ekki er að efa að Valsmenn munu þjarma vel að Njarðvikingum eftir áramótin með Pétur innanborðs. geysilega sterkur í miðherjastöðunni. í upphafi síðari hálfleiks virtist svo sem Frakkarnir myndu e.t.v. taka leikinn í sínar hendur. Þeir breyttu stöðunni úr 36—41. i 43—41 sér í vil á skömmum tíma og virtust til alls líklegir. Það stóð hins vegar ekki lengi og ísland svaraði með 6 stigum í röð og náði yfirhöndinni aftur. Eftir það náðu Frakkarnir aldrei að komast yfir og sigur íslands var öruggur þótt spennan væri mikil í lokin. Það var fyrst og fremst stórgóður varnarleikur landsliðsins, sem skóp sigurinn. Leikmenn börðust eins og ljón allan tímann og gáfu aldrei þumlung eftir. Það var sama hvaða fimm leikmenn voru inn á — allir virt- ust ná vel saman. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nógu beittur á köflum og nokkuð var um misheppnaðar sendingar. Það er ákaflega erfitt að tína út einstaka leikmenn því ef sigur liðsheildar er á annað borð til, sást hann í þessu tilviki. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að draga styrkleika franska liðsins í efa. Það er útilokað að þetta sé bezta lið Frakka. Þjóð, sem stendur uppi á hárinu á Spánverjum, Rússum og Júgóslövum tapar ekki fyrir íslandi — og það I tvígang. Annars hafði ég spurnir af því í gegnum kunningja frá Frakklandi að þetta væri langt í frá að vera A-lið Frakka. Langbezti maður franska liðsins var svertinginn Cazalon. Leikmaður, sem oft minnti mjög á Danny Shouse. Kattliðugur og stökkkrafturinn með ólíkindum. Aðrir leikmenn franska liðsins voru áþekkir að getu. Jón Otti Ólafsson og Kristbjörn Albertsson dæmdu leikinn mjög vel og í annan tíma minnist ég varla eins góðrar dómgæzlu. Stig Islands: Pétur Guðmundsson 27, Ríkharður Hrafnkelsson 12, Jón Sigurðsson 12, Kristinn Jörundsson 8, Torfi Magnússon 6, Guðsteinn Ingi- marsson 4, Gunnar Þorvarðarson 4, Jónas Jóhannesson 4, Simon Ólafsson 2. -SSv. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 15 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Liverpool enn á toppnum —þrátt fyrir slaka jólaleiki. Skoraði ekki mark. Ipswich og Aston Villa hlutu 3 stig en Man. City og Brighton gerðu enn betur. Sigruðu í báðum leikjum sínum. John Wark jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Ipswich gegn Arsenal á laugardag. Skoraði einnig gegn Norwich daginn áður. Hefur nú skorað 23 mörk á leiktimabilinu. Þrátt fyrír litlausa leiki í jólavikunni heldur Liverpool enn forustu i 1. deild- inni ensku en naumt er það. Liðið hefur sama stigafjölda og sama marka- mun og Aston Villa en hefur hins vegar skorað fieiri mörk. Það ræður með efsta sætið. Á föstudag lék Liverpool við Man. Utd. á Old Trafford i Manc- hester og þar voru fleiri áhorfendur en áður á deildaleik á leiktímabilinu eða 57.053. Þeir urðu fyrir vonbrigðum — allt of mikil hlaup en lítil kaup. Kenny Dalglish og David Johnson léku með Liverpool á ný eftir meiðsli og það næsta sem liðið komst að skora var á 80. min. Ray Kennedy spyrnti knettin- um í þverslá marks United. Hinum megin varði Ray Clemence snilldarlega frá Thomas. Ekkert mark skorað i leiknum og Allan Hanscn, miðvörður Liverpool, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsia. Graeme Souness lék ekld með Liverpool — komst ekki í gegnum læknisskoðun rétt fyrir leik- inn. Á laugardag lék svo Liverpool við Leeds á heimavelli án Souness og Han- sen. Richard Mooney lék sem bak- vörður en Phil Neal var miðvörður með Irvine. Ekki náði Liverpool-liðið sér heldur á strik í þeim leik og átti meira að segja um tíma í vök að verjast vegna stórleiks Argentínumannsins Sabella hjá Leeds. Vörn Yorkshire-liðsins var sterk með landsliðsmanninn Trevor Cherry sem bezta mann. Tíu mín. fyrir leikslok varð Dalglish að yfirgefa völl- inn. Meiðsli hans tóku sig upp — og ekkert mark var skorað í leiknum frekar en á Old Trafford. Frank Wprthington — skoraði sigur- mark Tlírmingham gegn Sunderland á lokasekúndum leiksins. Úrslit á 2. í jólurn — föstudag — urðu þessi: 1. deild Aston Villa-Stoke 1—0 Coventry-Middlesbro 1—0 C. Palace-Arsenal 2—2 Everton-Man. City 0—2 Ipswich-Norwich 2—0 Leeds-Birmingham 0—0 Leicester-Brighton 0—1 Man. Utd.-Liverpool 0—0 Sunderland-WBA 0—0 Tottenham-Southampton 4—4 Wolves-Nottm. Forest 1—4 2. deild Blackburn-Preston 0—0 Bristol City-Cardiff 0—0 Derby-Oldham 4—1 Grimsby-Newcastle 0—0 Luton-Chelsea 2—0 Notts. Co.-Cambrídge frestað Orient-Watford 1—1 QPR-West Ham 2—0 Sheff. Wed.-Shrewsbury 1—1 Swansea-Bristol Rov. 2—1 Wrexham-Bolton 0—1 Þrjú stig Villa og Ipswich Aston Villa og Ipswich náðu hins vegar þremur stigum í jólaleikjunum. Bæði sigruðu á föstudag. Villa vann Stoke 1-0 með marki Peter Withe eftir að Fox hafði varið snilldarlega frá Shaw. Ekki sannfærandi sigur og litlu munaði að Stoke næði stigi. Jimmy Rimmer varði eitt sinn frá Mike Doyle og knötturinn fór í þverslá marks Villa. Ipswich lék einnig á heimavelli og sigr- aði Norwich 2-0. Brazil og Wark skor- uðu. Á laugardag lék Ipswich við Arsenal í Lundúnum og átti lengi vel í vök að verjast. Alan Sunderland náði forustu fyrir Arsenal á 35. mín. Hollins tók hornspyrnu og Willie Young skallaði knöttinn til Sunderland. í s.h. náði Ipswich-liðið sér betur á strik en Cooper markvörður varð þó tvívegis að taka á honum stóra sínum til að verja frá Stapleton áður en Ipswich jafnaði. Það var á 77. mín. Pat Jennings varði þá mjög vel frá Mariner en hélt ekki knettinum. Mariner náði honum aftur en var felldur af Gatting. Vítaspyrna, sem Wark skoraði úr. 23ja marka hans á leiktímabilinu. Villa lék þá gegn Nottingham Forest á City Ground í Nottingham. Náði forustu á 16. mín. með heldur óvenju- legu sjálfsmarki. Bakvörðurinn Gunn spyrnti knettinum en beint í samherja sinn, Larry Lloyd, og af honum hrökk boltinn í markið. Eftir mikla pressu tókst Trevor Francis að jafna fyrir Forest fyrir hálfleik. { s.h. náði Villa aftur forustu með marki Gary Shaw á 67. mín. Hans 16. á leiktímabilinu. Sex mín. fyrir leikslok jafnaði Martin O’Neil. Fjögur stig Brighton og Man. City Tvö lið í 1. deiid hlutu fullt hús stiga. Brighton sigraði botnliðin bæði. Fyrst Leicester á útivelli á föstudag með marki bakvarðarins John Gregory og síðan Crystal Palace á laugardag, 3-2. Þar skoraði Gregory síðasta mark leiksins, sjálfsmark. Brighton komst i 2-0 með mörkum O’SulIivan og Robin- son. Murphy minnkaði muninn i 2-1 en Mike Robinson kom Brighton 13-1. Man. City varð fyrst liða á leiktíma- bilinu til að sigra Everton á Goodison Park í Liverpool. Þann sigur getur liðið þakkað einum manni öðrum fremur. Joe Corrigan markverði, sem átti snilldarleik. Fékk ekki á sig mark þó Everton hefði umtalsverða yfirburði í leiknum. City skoraði á fyrstu min. síðari hálfleiks, Reeves, og gulltryggði svo sigurinn á síðustu mínútu leiksins eftir að Everton hafði sótt látlaust. Paul Power. Á laugardag léku leikmenn City svo Úlfana grátt. Það var þó ekki fyrr en á 63. mín. að bakvörðurinn MacDon- ald skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrsta mark hans fyrir Man. City og á eftir Blackpool-Chester 2—3 Brentford-Colchester 2—1 Cariisle-Burnley 3—2 Chesterfield-Barnsley 0—0 Fulham-Sheff. Utd. 2—1 Gillingham-Millwall 1—2 Hull City-Rotherham 1—2 Newport-Swindon 0—2 Oxford-Charlton 1—0 Plymouth-Exeter 0—2 Portsmouth-Reading 0—0 Walsall-Huddersfield 2—2 4. deild Aldershot-Hereford 4—0 Bournemouth-Southend 2—1 Bradford-Doncaster 1—1 Bury-York 2—0 Darlington-Hartlepool 3—0 Mansfield-Scunthorpe 1—0 Peterbro-Northampton 3—0 l’ort Vale-Lincoln 0—1 Rochdale-Halifax 1—1 Torquay-Wimbledon 2—3 Tranmere-Stockport 1—0 Wigan-Crewe 0—0 fylgdu þrjú mörk á skömmum tíma. Tommy Hutchison, sem John Bond keypti frá Coventry um leið og MacDonald, skoraði tvívegis. Reeves fjórða markið. Þegar Bond tók við Man. City var liðið næstneðst með aðeins 4 stig. Hefur síðan hlotið 20 stig i 16 leikjum og er nú um miðja töflu. Aðeins tapað þremur leikjum í tíð Bonds. Dýrlingarnir skoruðu átta Kevin Keegan lék sinn fyrsta leik með Southampton í sex vikur á laugar- dag og eftir aðeins sjö mín. hafði hann skorað gegn Leicester. Síðan skoruðu þeir Baker, víti, Charlie George og Steve Moran fyrir Dýrlingana. 4-0 í hálfieik eri fieiri urðu mörkin ekki. Á föstudag gerðu Dýrlingarnir jafn- tefli við Tottenham í hörkuskemmtileg- um leik í Lundúnum. Tottenham náði tvivegis tveggja marka forustu, 2 -0 og 4-2 en jafntefii varð 4-4. Archibald Úrslitá laugardag Úrslitin i ensku knattspyrnunni á laugardag uröu þessi: l.deild Arsenal-Ipswich 1—1 Birmingham-Sunderland 3—2 Brighton-C. Palace 3—2 Liverpool-Leeds 0—0 Man. City-Wolves 4—0 Middlesbro-Everton 1—0 Norwich-Tottenham 2—2 Nottm. For.-Aston Villa 2—2 Southampton-Leicester 4—0 Stoke-Coventry 2—2 WBA-Man. Utd. 3—1 2. deild | Bolton-Blackburn 1—2 Bristol Rov.-Luton 2—4 Cambrídge-Shheff. Wed. frestað Cardiff-Swansea 3—3 Chelsea-Bristol City 0—0 Newcastle-Derby 0—2 Oldham-Grimsby 1—2 Preston-Notts. County 2—2 Shrewsbury-Wrexham 1—2 Watford-QPR 1—1 West Ham-Orient 2—1 Leikjum Cambridge var frestað vegna inflúensufaraldurs hjá félaginu. 3. deild Barnsley-Walsall 3—0 Burnley-Blackpool 4—1 Charlton-Fulham 1—1 Chester-Chesterfield 2—1 Colchester-Gillingham 2—1 Exeter-Newport 2—2 Huddersfield-Hull 5—0 Millwall-Portsmouth 0—0 Reading-Oxford 0—1 Rotherham-Carlisle 3—0 Sheff. Utd.-Brentford 0—0 Swindon-Plymouth 3—0 4. deild Crewe-Peterbro 1—0 Doncaster-Tranmere 1—0 Halifax-Darlington 1—2 Hartlepool-Bradford 2—2 Hereford-Torquay 0—1 Lincoln-Mansfield 1—1 Northampton-Port Vale 5—1 Scunthorpe-Bury 2—2 Southend-Aldershot 3—0 Stockport-Wigan 0—1 Wimbledon-Bournemouth 2—0 York City-Rochdale 1—2 og Crooks komu Tottenham í 2-0. Moran og Baker jöfnuðu. Þá skoraði nýliðinn Garry Brooke, sem lék sinn fyrsta leik í aðalliði Tottenham i stað Ardiles, tvívegis. Dýrlingarnir jöfnuðu með mörkum George og Moran. Á laugardag lék Tottenham í Nor- wich og þar varð einnig jafntefli. Archibald náði forustu fyrir Totten- ham en Fashanu jafnaði. Síðan komst Tottenham aftur yfir með marki Hoodle um miðjan s.h. en rétt á eftir slasaðist markvörður Tottenham Aleksic. Var borinn af velli og Hoddle fór í markið. Norwich jafnaði svo með vítaspyrnu Kevin Bond. Skellur Úlfanna Úlfarnir fengu skelli í báðum jóla- leikjunum og eru nú komnir í alvarlega fallhættu. Andy Gray kom þó inn sem varamaður gegn Nottingham Forest og þessi snjalli miðherji gæti lagað stöð- una hjá Úlfunum. Langvarandi meiðsli hans hafa sett strik í reikning Úlfanna. En þegar Gray kom inn á höfðu Úlfarnir tapað leik sinum gegn Nottingham Forest á föstudag og það á heimavelli. Forest hafði skorað fjórum sinnum. Fyrst John McGovern, Frankie Gray, víti, þá sjálfsmark Palmer bakvarðar og fjórða mark Forest skoraði Svisslendingurinn Ponti. Stórglæsilegt mark. John Richards minnkaði muninn í 1-4 úr vítaspyrnu rétt fyrir lokin. Trevor Francis hefur mjög breytt liði Forest til hins betra eftir rúmlega sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla. Skorað þrjú mörk. Coventry og Birmingham hlutu þrjú stig í jólaleikjunum. Coventry sigraði Middlesbrough á föstudag með marki Gary Daly og á laugardag gerði liðið jafntefii í Stoke. Mark Hateley og Gary Thompson skoruðu fyrir Coventry. Doyle og Griffith fyrir Stoke. Á laugar- dag sigraði Middlesbrough Everton á heimavelli með marki Billy Ashcroft. Miðvörðurinn fékk knöttinn á miðju vallarins. Lék í átt að marki Everton og skoraði með miklum þrumufleyg. Var áðúr miðherji. Birmingham gerði jafntefli í Leeds 0- 0 en vann Sunderland á heimavelli 3-2 á laugardag. Frank Worthington skoraði sigurmark Birmingham á lokamínútu leiksins. Á fyrstu mín. leiksins var dæmd vítaspyrnu á Birmingham en nýliðinn Tony Coton gerði sér lítið fyrir og varði. Sunderland náði þó forustu á 31. mín. þegar Hawley skor- aði, Archie Gemmill jafnaði. Bertschin kom Birmingham í 2-1 en Rowell jafn- aði. Svo kom sigurmark Worthington á síðustu stundu. United tapaði að venju Man. Utd. fór ekki sigurför fil West Bromwich frekar en áður. Hefur ekki sigrað þar síðan 1966. WBA náði forustu á 34. mín. þegar Bailey mark- vörður braut á Gary Owen. Víta- spyrna, sem Owen skoraði sjálfur úr. Á 43. min. kom Peter Barnes WBA í 2- 0. Framan af s.h. náði United sínum bezta leik. Jovanovic minnkaði muninn í 2-1 — Godden varði mjög vel frá Jordan og síðan var Jordan felldur. Leikmenn United vildu fá vitaspyrnu en dómarinn var á annarri skoðun. Þá fór Mickey Thomas illa með gott færi áður en Cyrille Regis skoraði þriðja mark WBA á 63. mín. Leikmenn Arsenal voru miklir klauf- ar að sigra ekki C. Palace á föstudag í innbyrðisviðureign Lundúnaliðanna. Stapleton náði forustu fyrir Arsenal en á 38. min. jafnaði Sealey eftir horn- spyrnu. Arsenal komst aftur fyrir — Brian McDermott — en Sealey jafnaði í 2-2. Góð forusta West Ham Efsta liðið í 2. deild, West Ham, fékk skell gegn QPR á föstudag, þar sem nýju leikmennirnir frá Crystal Palace, Burridge, Fenwick og Flanag- an stóðu sig vel í liði QPR. En á laugar- dag tókst WH að sigra annað Lundúnalið, Orient, að viðstöddum 34.418 áhorfendum. Pat Holland og Paul Allen skoraði fyrir WH. Nígeríu- maðurinn John Chiedozie jafnaði í 1-1 fyrir Orient. Swansea er í öðru sæti í 2. deild og lið John Toshack gerir það gott. Curtis, Leighton og Robbie James skoruðu gegn Cardiff á laugardag í 3-3 jafntefiinu. Alan Curtis hætti við að fara til Cardiff á síðustu stundu eins og Terry Yorath. Söðlaði yfir og fór til síns gamla félags, Swansea. Hins vegar fór Yorath ekki í stað Curtis til Leeds og hefur leikið í aðalliði Tottenham í síðustu leikjum. Chelsea náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Bristol City og hefur ekki sigrað í sex siðustu leikjunum. Heldur þó enn þriðja sæti en vert er að veita uppgangi Derby og Luton athygli. Derby sigraði i New- castle með mörkum Boam, sjálfsmark og McFarland. Brian Steen skoraði fimm mörk fyrir Luton í jólaleikjun- um. Yfir 22 þúsund áhorfendur sáu leik Watford og QPR. King náði forustu fyrir QPR — John Ward jafnaði. Swindlehurst og Biley skoruðu tvö mörk hvor fyrir Derbygegn Oldham. í 3. deild er Charlton efst með 38 stig. Barnsley hefur 37 stig, Rotherham 35 og Burniey 34 stig. Ian Greaves, áður stjóri Bolton og Huddersfield og bakvörður hjá Man. Utd. sem leik- maður, tók við Oxford í síðustu viku. Oxford sigraði i báðum jólaleikjunum. í 4. deild er Southend efst með 40 stig. Lincoln hefur 38 stig og þessi lið eru að stinga önnur af í deildinni. Mansfield er i 3ja sæti með 32 stig. Hartlepool og Doncasterhafa31 stig. -hsím. Staðaná Englandi Liverpool 25 11 12 2 46—27 34 A. Villa 25 14 6 5 42—23 34 Ipswich 23 12 9 2 39—20 33 Arsenal 25 10 10 5 37—28 30 Nottm. For. 25 11 7 7 40—27 29 WBA 24 10 9 4 30—25 29 Man. Utd. 25 6 15 4 33—23 27 Southampton 25 10 7 8 48—39 27 Everton 24 10 6 8 38—31 26 Tottenham 25 9 8 8 49—47 26 Stoke 25 7 11 7 29—34 25 Middlesbro 24 10 4 10 35—32 24 Man. City 25 9 6 10 36—36 24 Birmingham 24 8 8 8 30—32 24 Coventry 25 9 5 11 29—37 23 Leeds 25 8 6 11 20—34 22 Sunderland 25 7 6 12 32—35 20 Brighton 25 8 4 13 32—43 20 Wolves 25 7 6 12 23—37 20 Norwich 25 7 6 12 31—47 20 Leicester 25 6 2 17 21—42 14 C. Palace 25 5 3 17 33—53 13 2. deild West Ham 25 15 6 4 41—21 36 Swansea 25 11 10 4 39—24 32 Chelsea 25 11 8 6 38—24 30 Notts. Co. 24 10 10 4 28—24 30 Derby Co. 25 10 9 6 38—32 29 Blackburn 24 10 8 6 27—20 28 Luton 25 10 6 8 34—30 28 Orient 24 10 7 7 33—27 27 Sheff. Wed. 23 11 5 7 32—27 27 Grimsby 25 7 11 7 22—23 25 QPR 24 8 7 9 32—24 23 Cambridge 22 10 3 9 27—30 23 Wrexham 25 8 7 10 22—26 23 Bolton 25 8 6 11 41—36 22 Watford 25 8 6 11 30—32 22 Newcastle 24 7 8 9 17—33 22 Cardiff 23 8 5 10 26—32 21 Preston 25 5 11 9 23—37 21 Shrewsbury 25 5 10 10 24—27 20 Oldham 25 5 9 11 19—28 19 Bristol City 25 4 10 11 18—33 18 Bristol Rov. 25 1 10 14 21—44 12 Urslit á föstudag 3. deild

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.