Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 3 Litla-Hraun: EKKIKOLNAÐ RUM í MARGA MÁNUÐI —enginn klefi laus fyrir Hilmar Gestur Sigurður ísleifsson, fangi á Litla-Hrauni, skrifar: Ég er mjög óánægður með skrif ykkar um Hilmar Helgason í blaðinu 4. desember sl. Málið er ekki þaðf hvar hann dvaldist fyrir austan fjall heldur hvað hann var að gera með dvöl sinni þar. Hilmar er nýorðinn l'or- maður Verndar sem flestir vita að u fangahjálp. Þar eð hann hefur lítil af- skipti haft af þeim málum kom hann Raddir lesenda KRISTJAN MAR UNNARSSON hingað á Litla-Hraun til að kynnast föngunum og því sem er að gerast hjá þeim og í kringum þá t.d. framkomu fangavarða við vistmenn. Hilmar hjálpaði einnig nýákomnu trúnaðar- ráði af stað og er hann þegar búinn að gera marga góða hluti í sambandi við það. Mér er óhætt að fullyrða að margir vistmenn eru bjartsýnir á endurkomu sína út í lífið eftir komu Hilmars i Vernd. Hann hefur mikla reynslu í gegnum störf sín í SÁÁ. Ykkar elskulegi heimildarmaður um svefnstað Hilmars á að vita það að hér hefur ekki kólnað rúm í marga mánuði og var því enginn klefi laus nema fyrir þá sem úttektarstjóri sendir hingað. Og hefur hann verið alliðinn við það. Húsið er því nýtt til fulls. Hvar átti þá að troða Hilmari? Ég veit aðeins um eitt rúm sem aldrei er notað og það er sjúkrabekkur I læknaherberginu. Segir mér svo hugur að ekki hefðu allir verið ánægðir með að vita hann hírast þar. Ég held að Hilmar hafi kynnt sér og kynnzt okkur og staðnum allvel þessa daga er hann dvaldi meðal okkar. Hafi hann þökk fyrir og það er von mín að hann fái að starfa í friði að þessu mannúðarmáli sínu. Hilmar Helgason. dagsins Ætlarðu að strengja nýársheit? Skúli Sigurbjörnsson leigubílstjóri: Nei, ég hef nú ekki hugsað mér það. Kannski hætti ég að reykja. Ofbeldi f barna- tíma Faðir hringdi: Sonur minn horfði á barnatíma sjónvarpsins næstsíðasta sunnudag. Sagði hann mér frá mynd um einhvern Hnýsinn og fannst honum ofbeldið þar i það mesta. Voru allir í myndinni að ráðast á einhvern einn náunga og fannst syni mínum það ekki of fallegt. Málningu var hellt yfir Hnýsinn, hann var klemmdur og fleira var gert við hann. Ég er sam- mála syni mínum í því að svona myndir eru ekki fallegar í barna- timanum, sérstaklega er þetta óviðeigandi rétt fyrirjólin. Engin ástæða til að fagna afmælinu — útvarpið hefurdælt óhljóðum yfir þjóðina í hálfa öld Hilmar hringdi: Alveg er maður gáttaður á þessum ríkisfjölmiðlum. Þeir eru búnir að velta sér upp úr þessu 50 ára afmæli siðustu dagana og er öll þjóðin fyrir löngu orðin dauðþreytt á þessu kjaftæði. Og að sjálfsögðu var tækifærið notað til að væla enn einu sinni um nýtt útvarpshús. Hve lengi eigum við sárþjáðir skattgreiðendur og útvarpshlust- endur að þola þetta? A.m k.höfum við enga ástæðu til þess að fagna þvi að þessari stofnun skuli hafa tekizt að dæla yfir okkur óhljóðum I hálfa öld. En sunnudagskvöldið 21. des. ofbauð mér loksins. Ég var setztur fyrir framan sjónvarpstækið og beið eftir Landnemunum, sem eru eitt af því fáa, sem ég horfi á í sjón- varpinu. En áður var sýnd dagskrá úr Þjóðleikhúsinu sem útvarpið var þegar búið að flytja. Að sjálfsögðu var hún drepleiðinleg og afskaplega „local”, m.a. voru innanhússbrand- arar sem engir nema útvarpsmenn skilja fluttir þarna, væntanlega fyrir alla þjóðina. Að sjálfsögðu mjög einkennandi fyrir þessa stofnun sem búin er að flytja I 50 ár tónlist sem engir’hema innanhússmenn skilja í og hafa áhuga fyrir að hlusta á. Nýju AR hátalarana köllum við „HIGH TEGH“ því þeir sameina „HIGH STYLE“ nýjustu tísku og “TECHNOLOGI“ tækni. Hagsýni er tíðarandi okkar, iðnfræði og gáfur hafa því hér verið nýttar til hins ýtrasta til fullkomnunar á hljómgæðum. Notaðar eru nýjar vökvakældar AR hátalaraeiningar, nýjir AR tóndeilar og AR „ACOUSTIC BLANKET“. Ollu ónauðsynlegu skrauti og krómbryddingum er sleppt. Þeir eru klæddir í svart tóndrægt efni sem er hlutlaust gagnvart umhverfinu. AR-93 og AR-94 sameina nútímalegt útlit, frábær tóngæði og hagstætt verð. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMi 84670 © Björn Halldórsson skrifslofumaflur: Ég held að maður sleppi þvi i þetta sinn. Þessi heit eru í dag bara til þess að rjúfa þau. Það þýðir ekki að strengja heit bara til þess að rjúfa það. Guðjón Finnbogason aðstoðarbakari: Nei, það held ég ekki. Ég hef aldrei gert það. Magnús Jónasson, umsjónarmaður í Hveradölum: Nei, ég geri það aldrei. Þá er það minna sem maður þarf að standa við. Vilborg Halldórsdóttir nemi: Já, en ég fer ekki að segja þér hvað það er. Sigrún Sverrlsdóttlr húsmóðir: Já, ætli það ekki. Ég ætla að hætta að reykja. Ég ætla að standa við það núna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.