Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 4
4
/*
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980
r
v
Hækkanirá
bensíni,
leigubflum og
unnum
kjötvörum:
/
RÍKISSTJÓRNIN
„HRQNSAR ÚT’
Ríkisstjórnin mun líklega á næstu
dögum „hreinsa út” ýmsar
verðhækkunarbeiðnir, sem liggja
fyrir henni, og leyfa talsverðar
hækkanir. Ríkisstjórnin hefur nú
heimilað ýmsar hækkanir, á bensíni
og olíu, leigubilatöxtum og unnum
kjötvörum.
Bensínlitrinn hefur hækkað úr 515
krónum í 595 krónur, eða um 15,5%
og kom hækkunin í gildi á aðfanga-
dag. Þeir, sem í gær mynduðu
biðraðir til að fylla tankana fyrir
verkfall bensínafgreiðslumanna,
fengu að kenna á hækkuninni.
Gasolíulítrinn hefur hækkað úr
210 krónum í 234 krónur, eða um
1 l,4prósent.
Svartolíutonnið hefur hækkað úr
167,400 krónum í 171.000 krónur,
eða um 2,2 prósent.
Taxtar leigubíla hækka um 14
prósent. Unnar kjötvörur hafa
hækkað um 15 til 18,5%.
-HH.
V
Gullrúsínan fór
á 250 þúsund kr.
Gullrúsían fræga. sem til stóð að
selja í pylsu úr pylsuvagninum í
Austurstræti í Reykjavík, var slegin
hæstbjóðanda á opinberu uppboði þar
í götunni á Þorláksmessu. Var rúsínan
á endanum slegin á 250 þúsund krónur
— manni, sem ekki vildi láta nafns síns
getið, en kvaðst ætla að eiga hana
sjálfur. Á stærri myndinni má sjá
uppboðshaldarann, Sigmar B. Hauks-
son, hvetja viðstadda til að bjóða
hraustlega en á þeirri innfelldu telur
kaupandinn (sköllóttur með trefil til
hægri) seðlana fyrir Ásgeir Hannes
pylsusala.
I)B-myndir: Sig. Þorri.
Síðasta
jazzkvöld
ársins
Síðasta jazzkvöld Jazzvakningar á
þessu ári verður á Hótel Borg i kvöld
og hefst klukkan21.
Þar koma fram Kvartett Guðmund-
ar Ingólfssonar og Nýja Kompaniið.
Sérstakir gestir verða Rúnar Georgsson
og Viðar Alfreðsson.
Kvartett Guðmundar skipa auk
hans Björn Thoroddsen á gítar,
Gunnar Hrafnsson á bassa og
Guðmundur Steingrímsson á trommur.
í Nýja kompaníinu eru Jóhann G.
Jóhannsson á píanó, Jóhanna Þór-
hallsdóttir, söngur, Sigurbjörn Einars-
son tenórsax, Sigurður Flosason altsax,
Sigurður Valgeirsson á trommur,
Sveinbjörn Baldvinsson á gítar og
Tómas Einarsson á kontrabassa.
-ÓV.
Undur veraldar undir Hlíðum
Sjónvarp:
PARADfSARHEIMT
Kvikmynd eftir Rotf Hadrfch
gerð eftir sögu Halldórs Laxness
Fyrsti og annar hklti
Paradísarheimt, sagan sjálf, er
kannski dálitið I ætt við kistil, þar
sem hvert leynihólf opnast innar af
öðru, en enginn veit í rauninni hvað
það innsta geymir. Nema kistillinn er
að sínu leyti í líkingu við það musteri
þar sem heilagur andi mælir i organ-
hljómi.
Enginn þarf víst að vænta þess að
sú gáta verði ráðin í bíómynd hvað
það að endingu er sem knýr Steinar
bónda í Hlíðum að heiman frá búi og
börnum, lætur hann selja af hendi
sálarhest sinn og sálarkistil fyrir
bílæti af útlendu kóngafólki, kaupa
sér um síðir við gæfu sinni fyrirheitna
landið fyrir vestan haf til að gefa það
börnum sínum. Þar verða engin svör
uppi nenia þau sem sagan geymir
sjálf: að hann dreymdi til að kaupa
dóttur sinpi kóngsríki fyrir hest. Að
hann geti ekki hugsað sér það
fríðleiksyndi líða hjá sem bernska
hennar geymdi.
Það er að vísu löng leið í tímanum
austan undan Steinahlíðum og vestur
þangað sem sannleikurinn býr. Og
ekki vert að gleyma vísdómsorðum
Runólfs prests í Saltsnjódal að viska
manna hafi ekki náð að leiða þá langt
á við hitt — ,,hve langt fáviska
þeirra og jafnvel sérdeilis heimska
þeirra, að ég nú segi ekki' fullkomin
blinda þeirra hefur náð að lyfta
þeim.”
Skáldlegu launungarmálin í Para-
dísarheimt verða víst seint ráðin við
sjónvarpið. Það verður ekki sagt í
mynd, sem ekki er unnt að koma
orðum að á bók. Sá andi og sú raust,
sem í bókinni býr, það er samt sem
áður raust og andi epískrar frá-
sagnar. Að reyna að koma orðum að
einhverju sem kannski er að endingu
ósegjanlegt. Eins og þeirri áráttu
Steinars bónda að vilja fyrir hvern
mun fá já út úr tilverunni þótt hann
viti manna best, að það orð merki um
síðir hið sama sem nei.
Það er ekki í lítið ráðist að reyna
að segja frá öllu þessu í kvikmynd.
Sama þótt miðillinn sé sjónvarp og
vettvangur frásagnar þar með heima í
stofu þar sem á að vera nógur tími að
gefa sig að sögum. En það virðist
samt sem áður vera metnaður Rolf
Hándrichs leikstjóra, að koma frá-
sagnarefni Paradisarheimtar helst
öllu og óskertu fram í mynd, og til
þess tekur hann sér það ráðrúm sem
þarf og verður að vera. Ætli hafi ekki
samt ýmsum þótt sagan nokkuð
hæg af stað og sein i svifum í fyrsta
hluta kvikmyndarinnar, á jóladags-
kvöld. En þar kom í gærkvöldi, í
öðrum þriðjungi sögunnar, að frá-
varpinu með ráðnar hugmyndir um
fólkið og atburðina og efni frásagn-
arinnar, og fer ekki hjá því að þær
ráði því að marki hvernig maður
nemur hana. Ekki auðráðið í það við
svo búið hvernig mynd eins og þessi
gagnast erlendum áhorfendum, sem
ekki hafa nema í mesta lagi lítilshátt-
ar nasasjón af bókinni og
höfundinum og flestir áreiðanlega
alls enga. Nema auðvitað má ætla að
sjálft hið framandlega frásagnarefni,
umhverfi og landshættir, fólk og at-
burðir, sem frá er sagt, öðlist sitt sér-
sögnin reis til fulls upp til lífsins á
skjánum, orðin þá um leið eitthvað
annað en eintóm endursögn eða
endurgerð skáldsögunnar. Þá var
augað sem sér í mynd um siöir komið
I staðinn fyrir þá raust, sem talar i
sögu.
Fyrir íslenskan áhorfanda verður
að vísu alltaf fjarska náið með mynd-
inni og sögunni: mann ber að sjón-
staka aðdráttarafi fyrir þá áhorf-
endur, sem á annað borð ætla
myndinni það tóm, sem hún gerir
tilkall til. Þá fær hún væntanlega líka
allt annarskonar gildi fyrir þá en
okkur sem þekkjum allt þetta meira
eða minna fyrir.
Hvað sem þessu líður: vænghaf
frásögunnar fannst mér fyrst birtast
til hlítar I öðrum hluta myndarinnar.
Víst voru margir einstakir frásagnar-
þættir aðdáanlega af hendi leystir I
fyrsta hlutanum, ég nefni bara til að
láta það eitthvað heita hina kostulegu
konungsveislu á Þingvöllum, hrossa-
Ijóslifandi einstaklingar, og í senn
gæddir einhverjum hinum „yfir-
skilvitlegu” eðlisþáttum fólksins í
sögunni.
Þetta hygg ég að meiru varði um
Leiklist
kaupmannaþátt heima í Hlíðum, för
á lambafjall. Sjálfsagt er hinn hægri
aðdragandi frásagnar með ýtarlegri
uppmálun á fríðleik landsins í fyrsta
hlutanum nauðsynlegur vegna fram-
vindu efnisins og atburðanna, sem
fara í hönd. Umfram allt gefst þar
ráðrúm til að leiða fólkið í sögunni
hægt og hægt fram fyrir sjónir áhorf-
enda, láta okkur kynnast því í þess
eigin umhverfi: Steinu og Steinari,
Birni á Leirum og því fólki öllu. Og
sjálfsagt er efniviður miðhlutans
með sínu þriskipta sjónarsviði, heima
á íslandi, í Kaupmannahöfn og Júta-
byggð fyrir vestan þakklátari til frá-
sagnar í mynd en upphafsþætti
sögunnar.
Best að geyma sér skoðanir á
niðurstöðum myndarinnar, atburða-
rásar og persónulýsingu uns hún er
öll fram komin og þriðji hluti hefur
verið sýndur á nýársdag. En það sem
hugann hreif og hélt athygli manns
fastri við skjáinn í gærkvöldi, það
var fólkið í sögunni, séð svo næpru
og vökulu auga, hið sama fólk í sðgu
og mynd en allt séð upp á nýtt. Engin
ástæða til að bera saman eða gera
upp á milli einstakra mannlýsinga,
stærri og minni hlutverkanna, mestu
skipti hin myndvísa skynjun og
skipan frásagnarefnis. Sjóntaugin
sjáli í myndinni skipar öllu i heild,
andlitum, atvikum, landsháttum,
öldungis óreyndum leikendum, fólki
af götunni eins og sagt er, og alkunn-
um listamönnum úr leikhúsi. Hvar-
vetna hefur komið raunverulegt fólk,
myndina en ótöluleg smekksatriði um
einstök frásagnarefni og úrlausn
þeirra, sem alltof langt mál yrði að
nefna. Auðvelt að geta um það sem
mesta athygli og aðdáun vekur:
fornmannlegt atgervi Þórðar
Sigurðssonar í gervi Björns áLeir um,
andlitið á Arnhildi Jónsdótiur,
barnslegu fegurð Fríðu Gylfadóttur.
Undur að sjá hvað myndavélin gat
lesið í andlit stúlkunnar, og þó var
hún sama gátan sem áður, í mynd-
inni eins og sögunni. Eitthvað svipað
má segja um föður hennar, Steinar
kútinn undan Hliðum, og að vísu
fannst mér mannlýsing Jóns Laxdals
eitthvert mesta og minnisverðasta af-
rek islensks leikara, sem ég hef lengi
séð. Hin borginmannlegi hagleiks-
maður úr sveitinni til forna kom
sifellt nær manni sem leið á myndina,
gestur á salargólfi konungs,
safnaðarstólpi í Jútaríki um síðir,
það lýsir af honum manngæska og
einfeldni hans með öllum
drýgindunum. En innst inni er hann
gáta, þversögn, undur veraldar
sjálfur.
Að lokum bara tvö andlit úr
hópnum: Gylfi Gunnarsson í hlut-
verki konungsritara, Helgi Skúlason,
sem séra Jón undir Steinahlíðum,
hvortveggja finnst mér dæmi um það
hvernig myndin eykur við og
umskapar frásagnarefni úr sögunni,
en af fyllstu hollustu við efnið og
andann í henni. Og allra síðast tónlist
Jóns Þórarinssonar. Makalaust fer
hún myndinni vel.