Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjórnar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Monning: Aflalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stofónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krísljón Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: BjarnleHur BjarnleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinr Þormóflsson. SkrHstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. GjakJkerí: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Droifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síflumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. ÁskrHtarv.erð á mánufli kr. 7.000. Verfl i lausasölu kr. 350. Varðandi um að ræða Stundum er ástæða til að fagna, að ekki skuli allir ílendast í kennslu, heldur hafna í minniháttar störfum, sem hvorki raga til og frá, til dæmis þing- ménnsku. Með því móti ætti skaðinn að verða minni, svo sem dæmið sannar. Kennari á alþingi hefur nýlega lagt ' fram þingsályktunartillögu um nýtingu kolmunna. Að verulegu leyti er greinargerð hans tilvitnun í aðra menn, sem kunna þolanlega íslenzku. Um 40 línur eru þó þingmannsins sjálfs. Hann segir: ,,Þarf hér að vera um að ræða stóra hráefnisgeymslu”. ,,Jafnframt yrði um afurðageymslu að ræða”. „Verði um verulega nýtingu að ræða”. ,,Hér er um mikinn ónýttan auð að ræða”. ,,Hér er um milljarða að ræða”. ,,Hér er um brýnt þjóðhags- legt atriði að ræða”. í 40 línum hins fyrrverandi kennara rúmast fleira, sem íslenzkir blaðamenn þora ekki að segja á 40 síðum, svo að þeir verði ekki krossfestir í daglegu máli læks og lækjar í útvarpinu. En þeirra störf skipta líka nokkru máli. „Tilheyrandi frystiþættinum” og „gagnvart ríkis- valdinu” blómstra í texta þingmannsins eins og „varðandi sókn í aðra fiskistofna” og „ákvörðun ráðherra þar um”, „sem tillagan lýtur að” og „sem þessi tillaga lýtur að”. ,,Eins og markaðsmál standa í dag” og „þegar verðbætur eru í dag greiddar á fisktegundir”, þá má segja, að „kjörnasti staðurinn” fyrir kennara af þessu tagi sé einmitt í sölum alþingis. Þar eru þeir nógu langt frá börnunum. í hnotskurn mætti kannski segja: „Varðandi íslenzkuþátt Helga Seljan yrði að geta verið um kjörnustu leið gagnvart ríkisvaldinu að ræða til að lúta að menntakerfinu, þegar það stendur i dag, svo sem ráðherra hefur ákveðið þar um”. Hrossakaup játuð Vakið hefur réttmæta athygli, að lítt reyndur þing- maður hefur í ógáti játað hrossakaup á alþingi við af- greiðslu nokkurra þingmála fyrir jólahlé. Hrossakaup eru algeng þar á bæ, en hingað til hafa menn skirrzt við að viðurkenna það. Eggert Haukdal greiddi atkvæði með nýju vörugjaldi á sælgæti og tóbak, þótt hann væri því and- vígur. Sagðist hann hafa gert það, af því að gjaldið hafi fengizt lækkað úr 10% í 7% og af því að leyst hefðu verið fleiri mál. Við nánari eftirgrennslan missti þingmaðurinn út úr sér, að hann hefði jafnframt náð hálfum öðrum milljarði króna í Byggðasjóð Framkvæmdastofnunar, þar sem hann er formaður. Þessa játningu hentu menn auðvitað á lofti. Síðan hefur þingmaðurinn reynt að draga í land með því að segja þetta tvö óskyld mál. Fremur er það dauflegt yfirklór eftir fyrri yfirlýsingar, þótt aðrir þingmenn hafi kannski ekki ráð á grjótkasti úr gler- húsi. Almenningur þarf ekki að furða sig á, að ríkis- geirinn skuli stöðugt þenjast út og hossa verðbólgunni. Alþingi og ríkisstjórn geta ekki haldið fjárlögum í skefjum, þegar hugarfar hrossakaupanna ræður ferðinni, leynt og ljóst. Einn þingmaður fær brú, annar skuttogara og hinn þriðji byggðafé. Síðan senda þeir almenningi reikninginn fyrir samanlagða spillingu sína. Þetta er gamalkunn verzlunarstefna á alþingi, sem nú hefur fengið gæðastimpil með játningu. STREITAER TÍZKUHUGTAK Hvafl er streita? Streita er tizkuhugtak. Eins og mörg ný hugtök sem ekki hafa fengið fasta merkingu i málinu er notkun hugtaksins nokkuð laus i reipunum. Meðal almennings virðist hugtakið aðallega fela i sér merkinguna: spenna, álag, einkum óþægilegt álag og er í venjulegri málnotkun ekki gerður greinarmunur á því sem álaginu veldur og viðbrögðum einstaklingsins við því. Án þess að ég vilji stunda málvöndunarstefnu er rétt að benda fólki á að það er einfaldara og skýrara orðalag að segja bara: ,,ég er spenntur” fremur en að segja ,,ég er stressaður”. Annar algengur misskilningur er sá að álíta að streita (stress) sé nauðsyn- lega sjúklegt fyrirbrigði. Svo er ekki. Streita er eðlilegt og meðfætt við- bragð likamans við álagi og verður því aðeins sjúklegt að álagið vari lengi eða aðlögunarhæfni líkamans sé ábótavant. Höfundur streituhug- taksins, dr. Hans. Selye, hefur orðað þetta svo „Streita þarf ekki að vera sjúkleg , kjarni málsins er fólginn í aðlögunarhæfni, afstaðan til álagsins sker úr um það hvort þú bregst við streitunni á uppbyggilegan eða niður- brjótandi hátt.” Gott dæmi um mikilvægi hinnar Kjallarinn Geir Viðar Vilhjálmsson huglægu afstöðu er sú staðreynd að miklum afköstum, t.d. við vinnu, í íþróttum eða samfara sterkum tilfinningum, mikilli gleði eða ánægju, fylgir mikið álag á likam- ann. Af því fólk hefur undir þessum kringumstæðum jákvæða afstöðu til þess sem er að ske, bregst það við á- iaginu á jákvæðan hátt.Þegarálagið er liðið hjá kemst líkaminn fljólt aftur í jafnvægi og streita safnast ekki fyrir. Einstaklingurinn hefur virkjað eða ræst út þá orku sem í álaginu fólst. Álag sem veldur streitu getur verið líkamlegt, andlegt eða félagslegt. Meðal líkamiegra álagsatriða sem algeng eru má telja of mikla vinnu, vökur, óreglulegan vinnutima, hávaða, mengun, eitur- og aukaefni í mat, skakkar stellingar við vinnu og daglegt líf, mataræði sem passar ekki, miklar kyrrsetur, skort á fjöl- breytni, að vasast í of mörgu, truflað jafnvægi rafeinda í andrúmslofti, óhæfilega þurrt loft og margt fleira. Meðal andlegra álagsþátta má nefna erfiðleika í bernsku og öryggis- leysi gagnvart umhverfi og öðru fólki, erfíðleika í hjónabandi eða starfi, einmanakennd, að geta ekki tjáð sig nægilega gagnvart öðrum, að gera óþarflega miklar kröfur til sjálfs sín eða til annarra, tilgangsleysi, skort á skilningi á sjálfum sér eða umhverfinu, áhyggjur af öðrum eða heimsmálunum og margt fleira kemur til. Sælir eru gef- endur og ræn- ingjar á jólum Fyrsta skyldan i hverjum at- vinnurekstri er að finna í honum næga hagkvæmni til að standa í skilum við lánardrottna. Menn þurfa að gera upp aðdrætti og launa- greiðslur ekki síður en opinber gjöld. Til þeirra verka er meðal annars notuð álagning og almenningstengsl. Þetta hefur einkarekstur skilið frá upphafi viðskipta en opinber rekstur aldrei þurft að muna enda nærist hann á almannafé. Skattheimtan spyr ekki að leikslokum. Gjöf og þýfi Auglýsingamenn hafa tekið til ýmissa ráða við að örva hringrás viðskiptanna. Happdrætti og hluta- veltur jafnt sem lukkumiðar og get- raunaseðlar eru greinar af þeim meiði ekki síður en ýmsir aðskotahlutir innan um söluvöru. Ávísanir hafa fundizt í ávaxtasafa og glervara í mjölsekkjum. Matvörubúðir landsins bjóða allar fram kornflögur frá út- löndum þar sem lítil börn eru lokkuð til viðskipta með verðiausu drasli og pappírsfígúrum. Sjálft ríkisvaldið blekkir gamalt fólk með falskri Kjallarinn ÁsgeirHannes Eiríksson krónuvon í happdrættisbréfum þegar ríkissjóður sölsar undir sig spariféð sem börnin okkar mega síðan endur- greiða. Þannig má áfram telja á meðan tær og fingur endast. Gjafir eru yður gefnar, segir falleg bók og sælla er að gefa en þiggja. Með þetta í huga drógu tvö fyrirtæki í miðborginni upp línur að saklausum jólaleik. Vegfarendum í Austurstræti var boðið að hreppa fallegan skart- grip frá Gulli og silfri í pylsu frá Pylsuvagninum. Hvatinn að þessum leik var íslenzka orðtakið um rúsínuna í pylsuendanum. Hámark leiksins var að gleðja einhvern sam- borgarann með verðmætum hlut til gjafar eða eignar um jólin. Tilgangur leiksins var vitaskuld sá að efla lif- andi tengsl við fólkið í miðborginni í bráð og lengd. En æ sér gjöf til gjalda. Yfir hátiðarnar geta fleiri sagt að agi sé nauðsyn heldur en góði dátinn Sveijk. Forstöðumenn jólaleiksins voru leiddir fyrir Rannsóknarlög- reglu rikisins og tilkynnt að þar færi skýlaust brot á landslögum vegna ólögmæti í viðskiptaháttum og paragraff númer eitthvað. Viðurlög reyndust vera i svipuðu hlutfalli og þegar Jón Hreggviðsson á Rein stóð forðum framan við Brimarhólm með

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.