Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980
1
Menning
Menning
Menning
Menning
&
SE0KARLIÞORSHOFN
WUIiam Heinesen:
ÞADÁ AD DANSA
Nýjar sögur frá Þórshöfn
Þorgeir Þorgeirsson þýddi
Mái og menning 1980 217. bb.
Þegar öðru hverju er verið að rífast
út af Norræna þýðingarsjóðnum,
aldrei heyrist þá nefnt hvað við eigum
sjóðnum að þakka. Eins og útgáfu
ýmislegra nýlegra íslenskra bóka á
norðurlandamálum, að svo miklu
leyti sem sú starfsemi er þakkarverð,
og var að vísu nánast engin áður en
sjóðurinn kom til. Eða bækur sem
við höfum eignast á islensku fyrir til-
beina sjóðsins og hefðu kannski ekki
verið þýddar og gefnar út ella.
í mínum huga er enginn vafi á þvi
að þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar
eru það sem við eigum sjóðnum mest
að þakka, það sem af er, og mætti
víst þeirra vegna fyrirgefa ráðsmönn-
um sjóðsins hvaðeina sem þeim kann
að hafa orðið á og að okkur snýr. Ef
þeim hefur þá orðið nokkuð á sem ég
raunar held að ekki sé.
Út eru komnar fjórar bækur, nú
síðast spánnýjar smásögur og komu á
dönsku í haust, en þar á undan nýleg
minningasaga Heinesens, Tuminn á
heimsenda, og tvær einhverjar hans
bestu bækur, Blæsende Gry, í
morgunkulinu, frá 1934, og smá-
sagnasafnið Gamaliels Besættelse,
Fjandinn hleypur i Gamalíel, frá
1960. Og sagt að Þorgeir ætli að
halda verkinu áfram og þýða fleiri og
sem flestar af bókum Heinesens.
Vonandi að bækurnar fái i útgáfu
þann hljómgrunn sem þarf. Ekki
bara vegna þess hvað þetta eru góðar
sögur, einhverjar þær bestu. og
skemmtilegustu sem maður fær, og
Heinesen mikilsverður höfundur.
Það kæmi fyrir lítið ef þær misfærust
i þýðingunni. En ég finn ekki betur
en i Þorgeiri Þorgeirssyni hafi vakist
upp sannarlegur völundur á þýðingu
með þessum bókum, stíll þeirra
alskapaður á íslensku, mergjaður og
hreimmikill, og óhætt að nefna þær í
sömu andránni sem ýmsar helstu
þýðingar í lausu máli — Stefáns
Bjarmans á Þrúgum reiðinnar, Jóns
Sigurðssonar á nokkrum sögum
Hamsuns, svo að nefndar séu þýddar
sögur sem farið er að kalla klassískar
hjá okkur. Við að lesa nýju sögurnar
(sem ég hef að visu ekki lesið á
dönsku) fannst mér þráfaldlega að ég
væri að lesa Heinesen sjálfan, á
frummáli — eða öllu heldur Heinesen
eins og hann væri íslenskur höf-
undur.
William Heinesen er víst orðinn
aidraður maður, öðruhvorumegin
við áttrætt, ef ég man það rétt. En
það er ekki ellimörk að sjá á karli, ef
með því er átt við stöðnun, afturför,
eða þá hnignun. Það er nú öðru nær.
Elli manns fellur að réttum hætti í sér
nýjan áfanga á ævibrautinni, maður
er annar en fyrrum og þó hinn sami.
Sagnamaðurinn skyggnist úr nýjum
útsjónarstað yfir söguslóðir sínar,
fólk og atburði, og sér það upp á
nýtt, undir öðru sjónahorni og í
annarri birtu en forðum, þó svo fólk
og staðir sé hið sama og áður og
kunnuglegt frá fyrri tíð og sögum.
í fyrstu litlu sögunni í bókinni,
aðeins fáar blaðsíður og nefnist
Húsið í þokunni, einskonar formáli
að hinum reglulegu sögum sem á eftir
koma, finnst mér raunar að greina
megi kjarna máls í skáldskap Heine-
sens. Þetta er bara dálítil ferðaminn-
ing, brot úr ferðasögu frá Noregi, og
feginn skal ég trúa því að atvikið sem
frá er sagt, ef svo má kalla það, sé
dagsönn saga. En um leið verður frá-
sögnin að kynjafullu söguljóði um
draum og vöku, skáldskap og veru-
leika, líftð og dauðann. Og að sínum
hætti kveðja höfundarins til lesenda
sinna þar sem hann í sögulokin röltir
„sallarólegur upp hlykkjótta götuna
heim að þessari miklu brakandi
timburhöll minni þar sem verðskuld-
uð hvíld og órofa svefn bíða veglúins
manns.”
í sögunum sjálfum slokar hann á
Þorgeir Þorgelrsson, þýðandi Heinesens, — „sannariegur völundur í
þýðingum”.
hinn bóginn, eins og lika segir hér,
enn eitt sinn „megna angan lífs og
dauða”. Og eins og vænta mátti á
lifið og dauðinn, ástin og ellin i
þessum sögum sér stað í Þórshöfn í
fyrri daga, um og upp úr aldamótun-
um, þegar höfundurinn var sjálfur
ungur maður eða þaðan af fyrr. í
Þórshöfn situr þessi seiðkarl enn í
dag og færir upp úr katli minning-
anna og reynslunnar og skáldskapar-
ins.
Þannig séð kunna seinni sögurnar
tvær í bókinni, Aðventa og það á að
dansa, að leiða huga lesandans að
einhverjum hinum fyrri skáldsögum
höfundarins, eins og í morgunkulinu
sem áðan var nefnd, en þær fyrri,
Fúskarar og Teodóra nefnast þær,
benda um minningasöguna Turninn á
ÓLAFUR
JÖNSSON
heimsenda aftur til sögunnar góðu
um vindhörpuna, De fortabte Spille-
mænd. En allt séð upp á nýtt og í
annarri birtu, aftanskini mætti
kannski segja, þar sem fólkið í
sögunum ber að síðustu uppi við
háan og víðan sjónhringinn í eyríki
skáldsins.
Þar fer eins og fyrri daginn skop og
tregi, galsi og dauðans alvara náið og
innvirðulega saman í frásögninni.
Galsafengnust er víst fyrsta sagan,
Fúskarar, svo að stappar við ærslum
— um Fabían unga skáldefni og
æskuást hans, þá sem kannski gerði
hann að því skáldi sem lærðir menn í
Þýskalandi skrifa nú um spreng-
lærðar ritgerðir. í sögunni af gapripl-
inu Teodóru er skopsýn efnisins
miklu blendnari: ástfangin lýsing
sögunnar á fordæðunni litlu, konu í
barnslíki sem allt ærir í kringum sig í
sögunni, er þar ekki kjarni máls eins
og Fabían i þeirri fyrri. Þar kveður
lífið dyra hjá prestinum í sögunni
eins og sterku ljósi sé brugðið inn í
tóman geim, heimur hinna fullorðnu
ekki nema hol skurn. í þeim „afkima
gleymskunnar” rankar prestur um
síðir við sér „skjálfandi úr kulda með
blaðið á stóru viðaröxinni þétt upp
við kinnina.” í Aðventu er það
barnið í sögunni, Davíð sonur bakar-
ans, sem leiðir veruleika dauðans
fyrir sjónir — Pétur bakara sjálfan
sem í senn er umkomulaus vesalings
maður og sannur sendiboði drottins
og hefur sjálfur reynt og lifað daginn
og stundina þegar allt tekur enda.
Þar verður skop og skelfing eitt í
seiði frásögunnar.
Hvernig á annars að lýsa þessum
sögum? Ég finn af þeim ramman
keiminn af því einu að nefna þær á
nafn. En við góðfúsan lesanda sem
kann ráð að þiggja og að meta góðar
sögur er í rauninni ekki nema eitt að
segja: taktu bókina og lestu þær.
Bók
menntir
HEFDI An AÐ FA AÐ LIGGJAIFRIÐI
Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands og
Söngsveitarinnar Fflharmónki í Háskólabiói
18. desember.
Stjórnandi: Páll Pampichler Páisson.
Einsöngvarar: Ólöf K. Harflardóttir, Sólvoig
Björling, Magnús Jónsson og Krístinn Halls-
son.
Kórstjórí: Dobra Gold.
Verkefni: íslands þúsund ár, kantata f tilefni
Alþingishátfðarinnar 1930 eftir Björgvin
Guflmundsson, vifl Ijófl Davffls Stefánssonar.
Hljómsveitarútsetning: Jón Pórarínsson.
Hvar voru
söngunnendur?
Ekki veit ég hvar söngunnendur
héldu sig fimmtudagskvöldið 18.
desember, en af fjöldanum í Há-
skólabíói, mátti ráða að margir
þeirra héldu sig heima við jóla-
bakstur eða annað vafstur af þvi
tagi. Ætla mætti að þetta ágæta
heimasetufólk hefði setið af sér
Ólöf Kolbrún Harðardóttir —
„bjargaði andliti einsöngvara-
liðsins”.
Tónlist
merkan menningaratburð, en satt
best að segja, þá öfundaði ég þessa
letingja í aðra röndina, því að þeir
misstu ekki af miklu. En tökum það
jákvæða fyrst. Söngsveitin
Fílharmónía söng hreint og þar með
eru björtu hliðarnar nokkum
veginn upp taldar.
Megnið af kantötunni söng kór-
inn i einu allsherjar mezzoforte.
Langkvalin af tenórafæð tók söng-
sveitin nokkur stykki til láns. Mála-
liðarnir gerðu heldur betur sitt
gagn, svo að á köflum mátti ekki
miklu muna að þeir syngju aðrar
raddir í kaf. Gegnumsneitt náði
kórinn sér aldrei reglulega á strik, en
ekki verður honum einum um kennt.
Hljómsveitin lék frábærlega
snyrtilega og samviskusamlega unna
útsetningu Jóns Þórarinssonar eins
nærri því með hangandi hendi og
unnt var.
Einsöngvararnir slógu hljóm-
sveitinni hreinlega við í áhugaleysi.
Látum vera þótt þeir kunni ekki
raddirnar utan að. En að komast
ekki í gegnum handritið klakklaust er
einum of mikið fyrir þaulvanan at-
vinnusöngvara. Ólöf Kolbrún bjarg-
aði andliti einsöngvaraliðsins með
söng sínum i „Þó að margt hafí
þreytzt”. En það hryggir mig að
þurfa að segja að þessi elskulegi
söngur hennar hafi komið eins og
skrattinn úr sauðarleggnum, sé tekið
mið af frammistöðu félaganna.
Ekki veit ég hvort við Pál verður
beinlínis sakazt að svo fór sem fór.
Líklega hefði honum verið betur
komin svipa, og hún löng, í hönd í
tónsprota stað.
Vitanlega er Alþingishátíðar-
kantata síður en svo spennandi verk
í flutningi, en það afsakar ekki
áhugaleysi flytjendanna. — Ég held
að hún hefði betur fengið að liggja i
friði um sinn, eins og hún er búin
að fá að gera í fimmtiu ár. -EM.
Aðal
útsölustaður
Fjarðor-
kaup
Helluhraun
Hjallahraun 9
Sími 52634
Trönuhraun.
Styrkið starf björgunar-
sveitarinnar
Pris-ma
c
s
o
>-
c
o
t
Flugeldar
Blys — Sólir
Gos — Stjörnuljós
Fjölskyldukassar á
kr. 5000.-
kr. 8000.- kr. 13.000.-
-> Reykjavikurvegur
b
Útsölustaður einnig
Kaupfélag Hafnfirðinga
við Fjarðargötu
-o
v-
O
'T3
O
Athugið:
Flugeldasýning 29. des
kl. 20.00 að Hjallahrauni 9.
FLUGELDAMARKAÐUR
FISKAKLETTS
Býður upp á fjölbreytt úrval
af flugeldum á hagstæðu