Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 20
20
1
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980
Menning
Menning
Menning
Menning
YFIR SJO OG LAND
I
Bók
mermtir
Ævisögur og skáldsögur Jóhanns J.E. Kúld
Jóhann J. E. Kúld:
A HÆTTU8VÆÐINU og
UM HELJARSLÓD (skóldaaga). Ritsafn. IV.
blndl
Ægisútgáfan, Raykjavlk 1980.204 bls.
Jóhann J. E. Kúld:
STILLIST ÚFINN SÆR.
Ritsafn V. bindl
Ægisútgáfan, Reykjavfk 1990.187 bls.
Jóhann er stórtækur a ritveuinum
þetta haust og sendir frá sér tvö loka-
bindi Ritsafns síns, hið fjórða og
fimmta. í fjórða bindinu er tvö tengd
verk: Hið fyrra Á hættusvæflinu er
sönn frásögn af siglingum höfundar
til Englands og Ameríku árið 1941 og
kom út á bók hjá Pálma Jónssyni á
Akureyri árið 1942. Hið síðara Um
heljarslóð er skáldsaga, fjallar um
ástir og siglingar til Ameríku á stríðs-
árunum síðari. Kom út árið 1943 hjá
Pálma á Akureyri eins og fyrri bókin.
(Þær voru gefnar út í þúsund eintök-
um og seldust upp fyrir norðan áður
en þær komust á bókamarkaðinn á
Suðurlandi.)
Þó þessi tvö verk séu mjög lík að
því er varðar umhverfi og tíma þá eru
þau ólík að því leyti að í síðari sög-
unni lýtur allt lögmálum skáldsögu.
Persónur eru færri og mótaðar af
skáldlegu innsæi, spennan meiri,
persónurnar lenda í raunverulegum
sjávarháska og ýmsum öðrum
hættum og bjargast á ævintýralegan
hátt.
Á hættusvæðinu
Hér hefst frásögnin á siglingu höf-
undar til Fleetwood á færeyska
kútternum Þuríði sem flutti ísvarinn
fisk. Þetta var á þeim tima sem þýsku
kafbátarnir voru á sveimi um
Atlantshafið og skutu áallt kvikt sem
þeir komust í tæri við. Um þetta leyti
stóðu einnig loftárásir Þjóöverja á
Bretland sem hæst. En breskur
almenningur reyndi að lifa í sátt við
hörmungarnar og breska yfirstéttin
fjölmennti eftir sem áður á bað-
ströndina í Fleetwood: „Fólk í hvít-
um klæðum iðkaði tennis á milli þess
sem það baðaði sig í sólskininu eða
lét öldur hafsins leika um líkama
sinn.” (27). En inni í bænum mátti
lesa „þreytu og áhyggjur út úr hverju
andliti og börnin flæktust um skítug
og rifin í hverfunum í nánd við
höfnina.” (26).
Jóhann segir skemmtilega frá því
sem fyrir hann ber í striðshrjáðu Eng-
landi, hann hefur augun opin. Oft
verður frásagan skopleg þegar sagt er
frá viðskiptum þeirra skipverja við
lögreglu, hórur og skömmtunar-
meistara borgarinnar. Þá er sagan af
ónýtu kolavélinni kafli út af fyrir sig
og táknræn fyrir allan útbúnað þeirra
skipa sem sigldu i gegnum vítiseldinn
milli íslands og Bretlands í stríðinu.
Ekki var hægt að endurnýja slíkan
grip í hvelli í Bretaveldi né heldur út-
vega kol til heimsiglingar og tafðist
brottför skipsins lengi af þeim,
sökum. En allt fór vel að lokum og
heim komust þeir heilir.
Eftir þetta réð Jóhann sig á eim-
skipið Kötlu og sigldi m.a. í fyrstu
skipalest íslenskri til Ameríku. Hann
lýsir vel tilbreytingarlitlu lífinu um
borð í myrkvuðum skipunum,
hafnarborgum sem þeir komu til,
nýtísku vinnubrögðum við afferm-
ingu skipa í amerískum höfnum og
JóhannJ.E. Kúld.
hraðanum og örygginu sem þar var á
öllum sviðum í umferð sem öðru að
því er virtist og óþekkt var með öllu á
Islandi.
.Sérlega eftirtektarverð er lýsingin á
heimsiglingu Kötlu í september 1941.
Gerðu þá kafbátar Þjóðverja mikinn
usla í skipalestinni og sökktu
mörgum skipum. Katla var algjörlega
óvopnað skip en þeir höfðu samt
varðmann aftur á sem átti að huga að
kafbátum sem reyndu að læðast
aftan að skipalestum ofansjávar í
skjóli næturmyrkurs, því þá var ekki
hægt að „hlusta þá uppi” eftir gang-
hljóði rafmagnsvéla sem voru aðeins
í notkun þegar báturinn var í kafi.
Það eina sem varðmaðurinn gat gert
var að hrópa á stýrimann og gera
aðvart' því enga hafði hann byssuna.
Seinna var hann fluttur bak við
stýrishús, því ekki var stætt i skut
sökum ágjafar og auk þess hægara að
hrópa á stýrimann. Frásaga Jóhanns
af aðbúnaði og öryggisleysi sjó-
manna á þessum skipum er þeim
LYFTIGETA:
8 tonn—2 metra
5 tonn—3 metra
2 tonn—7 metra
1 tonn—10 metra
SÍMI
52371
í Hafnarfinði
HVAMMSTANGI
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á
Hvammstanga.
Uppl. ísíma 95-1394 eða ísíma 91-22078.
BIAÐIÐ
mun átakanlegri að hann segir frá
hlutunum svo blátt áfram og án
dramatiseringar.
Um heljarslóð
Þetta er skáldsaga sem gerist á
sömu slóðum, en nú er skipið norskt,
Sæljónið, með norskri áhöfn. Sögu-
maður sjálfur er þó íslenöingur,
Björn að nafni, og ræður sig á skipið
i Reykjavík en þaðan siglir Sæljónið
með freðfisk til Bandaríkjanna.
Meðal skipshafnar eru margir góðir
karakterar, svo sem Klumbufótur
stýrimaður hinn hrjúfi og Óli gamli
bátsmaður sem með þolinmæði sinni
og hörku bjargaði lifi sögumanns og
fleiri. Það verður að segjast eins og er
að márgt verður æði keimlíkt með
„sannleik” fyrri frásagnar og
„skáldskap” hinnar siðari, svo sem
lýsing á hafnarhverfum, skipi, vinnu-
brögðum o.fl.
Höfundur lætur sögumann leggja
af stað nýgiftan í fi ðalagið og það
eykur honum kjark til að standast
allar holdlegar freistingar og eflir
honum ásmegin til að rífa sig úr
greipum heljar. En sögurnar verða
þeim mun líflegri af skipsfélögum
Björns. Tveir þeirra strjúka frá borði
í New York, búnir að fá sig fullsadda
á hættum hafsins og illa launaðri
þjónustu. Annar þeirra nær sér í lag-
legan og stöndugan kvenlækni að
launum fyrir björgun úr lífsháska.
Inn í söguna fléttast ýmsar ævintýra-
sögur skipverja á firkki um heim-
inn.
Sæljónið var skotið niður á leið til
íslands — hafði yfirgefið skipalestina
(eins og norska skipið Cetus í fyrri
frásögn?) og björguðust fimm menn
upp á fleka. Eftir mikla hrakninga
var þeim bjargað af rússnesku skipi,
þar sem að þeim var hlúð af fögrum
hjúkrunarkonum og góðum læknum.
Þeir voru fluttir til New York en heim
komust þeir með íslensku skipi. Og
þar beið Anna eftir Birni.
Stillist úfinn sær
Þessu verki hefur höfundur lok-
ið 1. mars 1980. Þar rekur hann sögu
sína frá því hann kom í land úr
Ameríkusiglingunum 1941 fram til
yfirstandandi árs. Hann byrjar frá-
sögnina á kafla sem hann nefnir:
„Forleikur stríðsins — Hinir
leyndardómsfuUu Þjóðverjar”. Seint
á hausti 1939 hittir hann í húsi i
Reykjavík stýrimann af þýska vöru-
flutningaskipinu Baja-Blanca
sem sokkið hafði út af Vestfjörð-
um. Hann truir Jóhanni fyrir því
að hann sé meðlimur í þýska
herráðinu — en hafi farið í þessa ferð
sem þýskur hermaður. Sannfrétti
Jóhann það síðar, þegar Bretar voru
búnir að taka skipshöfnina af Baja-
Blanca til fanga, að Þjóðverji þessi
hefði sagt rétt frá. Bretar töldu hann
einn verðmesta stríðsfanga sinn af
því hann var meðlimur þýska her-
ráðsins. En hvað var hann að gera á
fiutningaskipi út af Vestfjörðum?
Árið 1935 hafði Jóhann sýkst af
berklum og hafði alls ekki náð sér að
fullu þegar hann fór í siglingarnar,
þurfti m.a. á lungnablástursaðgerð
að halda þegar hann var í Englandi af
því skipinu seinkaði (eins og frá segir
í bókinni Á hættusvæðinu). Höfðu
læknar úrskurðað að Jóhann hefði
misst líkamsþrótt að þremur fjórðu.
Sumir hefðu lagt árar í bát við minni
andbyr. Meðfram af þessum sökum
leitaði Jóhann sér nú atvinnu i landi.
Fyrst var hann verkstjóri á vegum
bandarísku landgöngusveitanna uppi
í Kjós, þar næst sölumaður í
viðskiptum við stríðsflotann. í
björgunarliði breska sjóhersins var
hann frá 1942 til striðsloka. Af starfi
sínu þar segir hann margt athyglisvert
sem enginn annar hefur verið til frá-
sagnar um. Þá segir hann einnig frá
Alþingisframboði sínu fyrir Sósía-
listaflokkinn í þrígang. Upp úr stríði
stundaði hann ýmis störf, t.d. birgða-
vörslu á Reykjavíkurflugvelli i tæp
þrjú ár, sildveiði, verkamannavinnu
ýmiss konar en síðan lá leið hans inn
á nýtt atvinnusvið: Hann gerðist fisk-
matsmaður og um tíma fiskvinnslu-
leiðbeinandi, síðar kennari við fisk-
vinnsluskólann o.fl. o.fl.
Sá hluti frásagnarinnar sem lýtur
að fiskvinnslu og saltfiskmati finnst
Rannveig Ágústsdóttir
mér einna athyglisverðastur (kannski
af því ég er svo tengd saltfiski).
Jóhann gefur hér nákvæmar verklýs-
ingar, segir frá þróun fiskmats, til-
komu ferskfiskmats, uppbyggingu
frystihúsa, stofnun fiskvinnslu á Sel-
fossi o.fl. o.fl. Einnig koma þar
merkir menn við sögu. Lýsing
Jóhanns á Tryggva Ófeigssyni og
samskiptum við hann erafbragð.
í lokakafla segir Jóhann: „Ég hef
alltaf verið bjartsýnismaður og á
andvökunóttum lífs míns leitaði ég
jafnan að úrræðum í mínu einkalífi,
en neitaði að gefast upp. Líf þjóða
lýtur sömu lögmálum og líf einstak-
linga, svo einfalt er það.” (187).
Jóhann skrifar lifandi og lipurt
mál, ómengað stofnanaíslensku, svo
að hvert mannsbarn má skilja jafnvel
flóknustu verklýsingar. Réttlætistil-
finning er ríkur þáttur í fari hans,
enda ætíð málsvari lítilmagnans og
stundum hrakinn úr starfi þess
vegna, — en lætur góða yfirmenn
njóta sannmælis. Hann er eins og
sumir eldri sósialistar dálítið róman-
tískur og afneitar ekki yfirnáttúr-
legum hlutum. Hann hefur góða
heildarsýn, er athugull og hefur
einkar gott lag á að lýsa handverki
hvers konar því hann hefur næmt
auga listamanns fyrir vel unnu verki.
Frásaga hans er því afbragðs innlegg í
menningarsögu okkar.
Rannveig.
f hakanum.
Hljómplata leikln af Mezzoforte, með lögum
eftir moðlimi hljómsveitarinnar.
Drerfing: Steinar h/f 039
Það var ekki seinna vænna að
Mezzoforte kæmi út eigin plötu á
þessari vertíð. Eftir að vera búnir að
leika á tveimur og jafnvel fleiri
plötum hjá öðrum áttu þeir sannar-
lega skilið að fá að koma með
bræðinginn sinn á eigin plötu pilt-
Tónlist
arnir að tarna. Þeim hefur verið
hampað dátl að undanfömu, kosnir
bestir ogþar'ram eftir götunum. Allt
það finnst mér að hefði átt að knýja
þá félaga til að vera dálítið frumlegir
og gæta þess fyrir alla muni að vera
ekki of einhæfir í lagavali sínu á þess-
ari plötu. En spurningin er hvort ætið
sé hægt að krefjast þess, að menn séu
frumlegir.
Þessi tvö atriði eru líka nokkurn
IHAKANUM
Hljómsveltin Mezzoforte, -
-„kunna að umgangast rafmagn”.
(DB-mynd Einar Ól.)
veginn þau einu neikvæðu sem ég sé
eða öllu heldur heyri á plötunni, því
að öðru leyti er hún býsna góð.
Ofnota ekkert
Strákarnir eru liprir hljóðfæra-
leikarar og kunna að umgangast raf-
magn. Þeir eru greinilega vaxnir upp
úr þeim barnaskap að ofnota alla
hugsanlega effekta, sem út úr
græjunum má fá, og þeir hafa fundið
sér ákveðinn „hálfsterks” hljóm,
auðþekkjanlegan og viðkunnanleg-
an. Ef hampa ætti einhverjum af
lögunum á „Hakanum” væru það
ópusar Friðriks Karlssonar,
Miðnæturhraðlestin, Fyrstu kynni og
Vindur úr suðri. Kannski er það
tilviljun að einmitt í tveimur þeirra
skuli Kristinn Svavarsson Ijá hljóm-
sveitinni lið. Framlag Kristins vekur
þá spurningu, hvort ekki væri ráðlegt
að gera hann að fastamanni í liðinu í
stað þess að vera með hann meira og
minna fyrir lánsmann.
Nafnið?
Ef einhæfni í lagavali er sleppt er í
hakanum skrambi skemmtileg plata.
Lífleg er hún og frísklega leikin. Hún
ber með sér Hljóðritahljóminn, en er
vel og smekklega unnin frá upptöku
til umslags. Nafnið skil ég ekki. —
Vera má að það sé upp fundið til að
vekja fremur athygli á fyrirtækinu,
sem annars ætti ekki að þurfa á
slíkum brellum að halda, jpví að
innihaldiðstendur fyrir sínu.
-EM.