Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 2
Jafnrétti Alþýðu- bandalagsins —dæmum þá eftir verkum ekki orðum Ágúsl Karlsson, Freyjugötu 10, skrifar: Mikið hefur verið fjaliað um veitingu lyfsöluleyfis á Dalvík. Er af- staða Svavars Gestssonar heilbrigðismálaráðherra í þessu máli öll hin athyglisverðasta. Svavar Gestsson hrósaði sér og sínum flokki í sjónvarpsþætti um daginn fyrir að vera í fararbroddi íslenzkra stjórn- málaflokka í jafnréttismálum. í rit- stjórnargrein helgarbiaðs Þjóðviljans er tekið í sama streng og reynt að sannfæra lesendur um að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu i þessu máli. Einnig er reynt að réttlæta gjörðir Svavars. En ósköp er þetta óburðugur og annars hlálegur mál- flutningur. Ætli landslýður sjái nú ekki gegnum svona lélegan mál- flutning og yfirlýsingar? Það mætti segja mér að allt þetta jafnréttisfjas Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans sé aðeins i orði en ekki verki. Sannast það best á þessu Dalvíkurmáli. Ef Svavari Gestssyni er svo umhugað um jafnrétti kynjanna og hann og flokkur hans svona einstaklega dug- legir í þeim efnum að eigin sögn, (þó dæmin sanni annað), þá finnst mér nánast furðuleg ákvörðunt aðhafna þeirri manneskju sem er kona, og sem talin er hæfust af þeim umsækjendum sem til greina komu samkvæmt matsnefnd. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að allt tal Svavars um jafnrétti og gjörðir hans í þessu máli fara ekki beint saman. Svo klykkja þeir Þjóðviljamenn og Svavar Gestsson út með því áð minn- ast á frumvarp sem Alþýðubanda- lagið flutti á sínum tíma um tíma- bundin forréttindi kvenna á vinnumarkaði. Greinilega ekki vanþörf á slíkum forréttindum á meðan Svavar og hans líkar eiga að skipa í embætti. Sannleikurinn skyldi þó aldrei vera sá, eins og raunin virðist vera i þessu máli að Alþýðu- bandalagið gangi bara fyrir slag- orðum, hrópum og yfirlýsingum, hugleiðum það, góðir landar. Við dæmum þá eftir verkunum, en ekki orðunum. Svavar Gestsson ráðherra. Fatlaðir fjölmenntu á ólympfumót fatlaðra f Arnhem, Hollandi, f fyrra. Athyglin er fötluðu fólki hvatning — göður íþróttaþáttur með lyftingamóti fatlaðra Gunnar Jakohsson hringdi: Ég vil mótmæla því sem Hilmar Karlsson skrifaði i DB sl. mánudag um íþróttaþátt i sjónvarpi laugardaginn 7. feb. sl. Hann segist GÍSLI SVAN EINARSSON ekki skilja í því að lyftingamót fatlaðra skuli haldið í sjónvarpssal. Mér fannst íþróttaþátturinn mjög góður og það fannst lika öllum sem ég hef talað við. Það er fötluðu fólki hvatning að því skuli vera veitt athygli, þegar það er að reyna að gera eitthvað til að hjálpa sér sjálft. Það er bæði gaman fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra að sjá hvað hægt er að gera, þrátt fyrir fötlun. Lítið gert fyrir íbúa Hveragerðis Ein i Hveragerði skrifar: Það er bókstaflega ékkert gert hér í Hveragerðishreppi. Hér eru tvær matvörubúðir, báðar fyrir neðan allar hellur. Eina búðin, sem hægt var að fá tvinna i, garn, efni og fleira því um Iikt er farin á hausinn, eða a.m.k. lokuð. Fiskbúð er á staðnum, en þar er aldrei neinn. Ömurlegar götur, holóttar og ekkert gert fyrir þær fyrr en bílarnir festast í þeim. Leikskólinn, ef kalla má leik- skóla, í honum eru 60 börn, tvær deildir, eitt klósett fyrir hvora deild, inn i húsnæðið bæði lekur og blæs, hvergi demparar á hurðum, kannski ekki'furða því hús þetta er ekki byggt fyrir leikskóla, heldur fyrir kven- félagið sem á það. Nú á leikskólinn að fara úr húsnæðinu 8. maí 1981. Þeim hafði verið sagt upp með þriggja ára fyrir- vara svo nægur tími yrði til að útvega nýtt húsnæði, en hreppurinn hefur ekkert gert í húsnæðismálum leik- skólans frekar en í öðrum málum. Þarf fólkið sem á börn í leikskólanum að hætta að vinna? Hreppurinn hlýtur að tapa á því. Á kannski að byggja nýtt íþróttahús áður en kemur að byggingu leikskóla. Þetta áhugaleysi ráðámanna er ó- þolandi. Raddir lesenda Hríngið í síma millikl.l3oglS, eðaskrifið Sýni kvikmynd- ina Manhattan — eitthvað lengur Biósjúkur hringdi: Á ég að trúa því að Tónabíó sé hætt að sýna hina frábæru mynd Woody Allens, Manhattan. Þessi mynd, sem hlotið hefur verðlaun um allan heim, ég bara trúi því ekki. Ég hef ætlað að fara á hana alveg síðan sýningar hófust en ekki komist vegna ýmissa orsaka, og huggaði mig með því að hún yrði að minnsta kosti sýnd eitthvað áfram vegna þess hve hún var vinsæl, en hún gekk bara í viku. Tónabíó: Úr Manhaftan. Ef það er raunin að sýningum sé hætt í bili þá get ég einungis vonað að Tónabíó taki þessa mynd til sýningar sem fyrst aftur. SVAR: Gunnar Geirsson starfs- maður Tónabíós tjáði DB að sýningum á Manhattan væri hætt að minnsta kosti í bili, en ef mikið yrði spurzt fyrir um myndina, yrði hún ef til vill sýnd fljótlega aftur. Hveragerði. G.M.S. skrifar: Nú er svo komið fyrir lögreglu- mönnum í Reykjavík að þeir nenna varla að ganga lengd sína út frá bækistöð. Allt skal farið i bifreið. Þannig má sjá þá akandi stórum bílum lúshægt í umferðarþrengslum niður Bankastræti, upp Lækjargötu, niður Pósthússtræti, Austurstræti og Hafnarstræti. Sézt hefir til þeirra fara inn á svæði við Lækjartorg, sem bönnuð eru bifreiðaumferð. Þessir laganna verðir virðast halda að lögin séu fyrir ,,hina”, ekki þá sjálfa. Flestir eru þeir vingjarnlegir, en misjafn sauður í mörgu fé. Það LETIN BRYTUR LÖG — nenna varla að ganga lengd sína f rá bækistöð. Allt skal farið á bflum orðtak á hvergi betur við en um iögregluna í Reykjavík. Líklega er mesta vandamál lögreglumanna, hvað þeir hafa lítil verkefni í okkar friðsælu höfuðborg. Það er helzt að þeir finni upp á einhverju sjálfir þeg- ar þeir eru leiðir á að eltast við drukkna menn, unglinga og smá- þjófa. Tilburðir lögreglumanna eru oft furðulegir, eins og þegar þeir fylgja ökuþórum á flugvélarhraða eftir aðalgötum gegnum borgina þvera. Altalað er að lögreglan notist við upplýsingar leigubilstjóra, jafnvel strætisvagnabilstjóra o. fi. aðila þeg- ar þeir leita að bílaþjófum eða vilja njósna um ferðir annarra. Ef þetta er rétt vaknar spurningin: Hvað fá leigubílstjórar fyrir sinn snúð?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.