Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. 5 Patreksfjörður: MILDIAÐ ENGINN VARD FYRIR SNJO- FLÓDISEM FÉLL í MIÐJAN BÆINN —flóðið féll yf ir tvær götur og að bflaverkstæði niðri við höf n Snjóflóð féll inni i miðri byggð á Patreksfirði um kl. 11 i gærdag. Mikil mildi var að enginn varð fyrir flóðinu og tjón var litið sem ekkert. Flóðið féll milli tveggja húsa í eigu þeirra Finnboga Magnússonar skipstjóra og Brians Rowling. Það hljóp yfir Urðargötu og Mýrargötu og alveg niður að bílaverkstæði Guðjóns Hannessonar, sem stendur niðri við höfnina. Fréttaritari DB á Patreksfirði ræddi við Braga Thoroddsen vega- verkstjóra og sagði hann að mest hætta væri á snjóflóðum á Patreks- firði, þegar vindur stæði eins og í gær. Þá skæfi í kletta ofan við bæinn. Þarna hafa áður fallið snjóflóð og því er óbyggt svæði neðan við klettana, þar sem ekki verður byggt. Siðast þegar snjóflóð féll þarna féll það á bílaverkstæði. Heppni þótti í gær að ekki skyldu vera bílar á ferð á Urðar- og Mýrar- götu. Mikill snjór er nú á Patreksfirði og í grenndinni. Helzt er treyst á flug varðandi samgöngur en þó er torfært á flugvöllinn frá kauptúninu. Spáð er áframhaldandi snjókomu. -EO Og á meðan krakkamir ærslast i snjónum situr kisa litia og skilur okki neitt i neinu. Henni er meira að segja meinilla við kaidan snjóinn og biður örugglega eftír vorinu og góða veðrinu, eins og hinar fullorðnu mannverur. -DB-myndir Einar Óiason. Snjór, snjór, snjór og enn meirí snjór. Ætiar þessu akfrei að linna? Þannig hugsar fullorðna fólkið. En unga kynslóðin þarf ekki að láta sér leiðast á meðan hann snjóar og margt er sór tíi gamans gert Eins og td. að stökkva ofan afhiminháum bilskúrum, sem reynast að visu ekkert háirþegar siíkir skaflar hafa myndazt eins og þarna. Þá er heldur ekki úr vegi að fara upp og láta sig svo detta ofan i dúnmjúkan snjóinn. Slikur leikur eykur matarlystína og er ekkihættulegur ef varíega er farið niður. Snjór,snjórogenn meirisnjór: Hann er þó ekki enn að snjóa? Langt er orðið liðið síðan Reykvíkingar hafa fengi jafnsnjóþung- an vetur og þann sem nú stendur yfir. Allmargir kvarta sáran á hverjum morgni er litið er út um gluggan. Sér- staklega eru það bifreiðaeigendur, sem þurfa að byrja daginn á því að skafa af bilunum sínum. Síðan þarf að hita hann upp og jafnvel situr hann fastur i stæðinu. En þó að ökumennirnir kvarti sáran á morgnana er það önnur kynslóð, mun yngri, sem fagnar innilega þessum endalausa snjó. Enda er snjóriri'n til margs nýtilegur, t.d. er hægt að byggja úr honum snjóhús, snjókarla, það er hægt að hnoða hann í bolta og á þessa hressilegu krakka á Háaleitis- það er hægt að liggja á jörðinni og búa brautinni, þar sem þeir léku sér í Snjókast er með eindæmum skemmtílegt á meðan það er bara leikur. Hins til engla og þannig mætti endalaust snjónum á meðan umferðin silaðist vegarþykirþað Ijóturieikuraðkastaifullorðið fólkogþásórstaklegagamal- telja. hægt og rólega um þessa miklu menni. Þessilitla hnáta lét sór ekkidetta neitt slíkt íhug hektur brostíalsæl Einar Ólason Ijósmyndari DB rakst umferðargötu. -ELA. oftír að hafa getað hnoðað einn„svoldið"stóran. MONUSTi VARAHUjti ííísSíís SMURSTÖO V£RK§T/Eði bilagler 0LAMALUN BILAS7NING Sýnum’81 árgeiöí r af bílum frá rl Amerícan Motors og Fíat í sýníngarsalnum að 0 yc 0 kl.l 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.