Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent I Rússarað- varaJapani Sovétríkin eru reiðubúin til að beita hervaldi gegn Japönum ef Japanir ætla sér að halda til streitu kröfugerð sinni varðandi fjórar eyjar í Norður- Kyrrahafi, sem þjóðirnar hafa deilt um. Ummæli þessa efnis hafði japanska fréttastofan Kyodo News eftir sovézka hershöfðingjanum Michael Kirijan. Bretland: Verkfalli aflýst Brezkir sjómenn aflýstu í gær verkföllum gegn erlendum fiskiskipum og hafa þeir og útgerðarmenn orðið ásáttir um að skjóta launadeilu þeirra til kjaradóms. Sjómannasambandið, sem hefur 26 þúsund sjómenn innan sinna vébanda, hefur fallizt á að krafa þeirra um sextán prósent launa- hækkun fari fyrir hlutlausan kjara- dóm. Zimbabwe: Mugabe hótar skæruliðum Talið er, að meira en áttatiu manns hafi fallið í bardögunum í Zimbabwe að undanförnu. Mugabe forsætis- ráðherra hefur hótað að skerast í leikinn í átökum skæruliða i landinu að undanförnu. Virðist sem það hafi haft tiltæluð áhrif og mestu ófriðaröldurnar hafi lægt í bili. Stjórnarhersveitir, skipaðar hvítum mönnum, beittu fallbyssum gegn skæruliðum Zipra-ættflokksins sem taldir eru upphafsmenn átakanna. Þeir eru stuðningsmenn Nkomos. McNamara tíl Washington Post Robert McNamara forseti Alþjóða- bankans og fyrrum varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna verður fram- kvæmdastjóri dagblaðsins Washington Post er hann lætur af störfum hjá Alþjóðabankanum 1. júlí næstkom- andi. Stefnuræða nýs forsætisráðherra Póllands: Neyðaraðgerðir boðað- ar i efnahagsmálum —Jaruzelski vill nýtt samkomulag við Einingu og biður um vinnuf rið í þrjá mánuði Wojciech Jaruzelski, hinn nýi for- sætisráðherra Póllands, hefur óskað eftir að hin sjálfstæðu verkalýðsfélög í landinu láti af öllum verkföllum næstu þrjá mánuði svo að stjórnvöld- um gefist ráðrúm til að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir i landinu. Hefur hann jafnframt lýst yfir vilja sínum til að setjast að samningaborð- inu með talsmönnum Einingar í þeim tilgangi að ná fram nýju samkomu- lagi. Eining, samband hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga i Póllandi, hvatti i gær til þess að látið yrði af skæru- verkföllum í ýmsum héruðum lands- ins, sem hafa leitt til stöðugt versn- andi efnahagsástands í landinu. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, tók vel í þau tilmæli forsætisráðherr- ans að látið yrði af verkföllum. En hann lagði jafnframt á það áherzlu, að endanlegt svar Einingar hlyti að velta á því hvað gerðist i samninga- viðræðunum við stjórnvöld. Einn talsmaður Einingar í Varsjá sagði í samtali við fréttamann Reuters, að menn væru bjartsýnir á að stjórn Jaruzelskis mundi reynast betur en fyrri ríkisstjórn landsins. Aðspurður hvort verkamenn hygð- ust fallast á tímabundið verkfalls- bann, sagði talsmaður Einingar, að það væri eins og að skrifa undir óút- fyllta ávísun. ,,Við erum opin fyrir viðræðum en við verðum fyrst að sjá hvað nýja stjórnin aðhefst. Ef þeir byrja að handtaka þá verkamenn sem mest hafa látið til sín taka þá hljótum við að grípa til verkfalla á ný.” Jaruzelski segist munu leggja fram áætlun í tíu liðum fyrir verkamenn. Þar er meðal annars gert ráð fyrir neyðaraðgerðum í fæðu, húsnæðis- og heilsugæzlumálum. Gro Harlem Brundtiand, hinn nýi forsætisráðherra Noregs hefur staðið i ströngu undanfarnat daga og varla getað hreyft sig án þess að vera með Ijósmyndara og frétta- menn á hælunum. Myndin var tekin er hún fór á hárgreiðslustofu áður en hún hélt á fund konungsins, sem fól henni myndun nýrrar rikisstjórnar. Verkamannaflokkurinn bindur miklar vonir við að frú Brundtland takizt að leiða hann upp úr þeim öldudal sem skoðanakannanir sýna að hann er i. Hjónaskilnað- ur hjá Abba íannaðsinn Annar hjónaskilnaðurinn innan um þetta I mestu vinsemd og bættu sænsku hljómsveitarinnar Abba er þvi við, að hljómsveitin mundi halda nú oröinn að veruleika á skömmum áfram að starfa þrátt fyrir skilnað tíma. Hjónin Benny Anderson og þeirra. Fyrirtveimurárumskilduþau Annfrid Lyngstad tilkynntu I gær að Björn Ulveus og Agneta Fáltskog og í þauhefðuákveðiðaðskilja. siöasta mánuöi gekk Björn siðan i Hjónin segjast hafa orðið ásátt hjónaband öðru sinni. Deng Xiaoping: Hua ekki rekinn Deng Xiaoping, varaformaður kínverska kommúnistafiokksins, sem talinn er valdamesti maður í Kina, hefur neitað fréttum þess efnis, að .Hua Guofeng, formanni kínverska kommúnistafiokksins, hafi verið vikið frá völdum. Hua kom í fyrsta skipti fram opinberlega i síðustu viku eftir að ■hafe-ekki-sézt á opinberum vettvangi frá því í haust. Deng sagði hins vegar að breytingar kynnu að verða gerðar á stjórn landsins á næstunni. Amin biður um aðstoð Fyrrum einræðisherra Uganda, Idi Amin, hefur óskað eftir að múhameðstrúarríki láti honum í té vopn og að Bandaríkin sjái um og kosti menntun 22 barna hans. Idi Amin var hrakinn frá völdum í Uganda í apríl 1979. Hann hefur dvalið i Saudi-Arabíu frá því á síðasta ári og hefur ekki verið í sviðs- ljósinu á þeim tíma fyrr en í síðustu viku er hann bað um aðstoð. Hann sagði þá að hann gæti komizt til valda á ný í Uganda á einni viku, ef hann fengi smáaðstoðvina sinna. „Heirna bíða mín þrettán þúsund tryggir fylgismenn og þeir eru reiðubúnir að deyja fyrir mig. En þeir hafa engin vopn, lítinn mat og engin lyf. Þjóð mín þjáist,” sagði hann. fram að stuðningsmenn hans ráði yfir 26 þúsund ferkílómetra landi í Uganda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.