Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. Leiðinlegar staðreyndir um offitu eiginkvenna Feitar eiginkonur óhamingju- samar en feitum körlum sama Feitar konur virðast lifa 1 fremur óhamingjusömu hjónabandi á meðan feitir karlmenn lifa í ámóta hamingjusömu hjónabandi og grann- ir. Staðreynd er að fita kvenna hefur varanleg áhrif á hjónabandsham- ingju þeirra. Er það ein af þeim furðulegu staðreyndum sem fram kom í rannsókn Richards nokkurs Stuarts í New York. Stuart er doktor í sálfræði og yfirmaður sálfræöi- deildar stofnunar sem nefnd er , .Alþjóðlega þyngdargæzlufélagið” (Weight Watchers International). Hann kannaði hug manna til líkamsæfinga, heilsu, megrunar og ekki sízt hamingju þeirra í hjóna- bandinu. Könnun hans var einstæð að því leyti að hann spurði bæði eiginkonur og eiginmenn i sömu fjöl- skyldunum. Þegar flokka skyldi svörin kom í ljós að af þeim 1200 manns sem svör veittu á 19 stöðum kom margt furðu- legt í ljós. Svo furðulegt að nú fer fram önnur könnun sem betur á að skýra niðurstöður hinnar fyrri. í ljós kom að þegar eiginmaðurinn er of feitur er hjónaband hans hvorki betra né verra en sé hann grannur. Sé hins vegar eiginkonan of feit er Kannski er jafnréttið enn minna en við héldum. Það virðist ekki einu sinni ná til spiksins. Feitar konur skammast sin meira en feitir karlar. hjónabandið að öllum líkindum óhamingjusamt fyrir báða aðila. Veldur þá feit eiginkona manni sínum stöðugum leiða? Eru feitar konur leiðinlegar og þunglyndar og því erfiðar i sambúð? Eða er óhamingjusamt hjónaband þess vald- andi að þær borða allt of mikið? Líklega er eitthvað til í öllum þessum skýringum. Það vekur þá undrun að ekki skuli vera samband á milli fitu eiginmannsins og hamingju hjónabandsins. önnur furðuleg niðurstaða er að holdafar elsta barns hjóna virðist fara eftir holdafari föður á meðan holdafar yngsta barnsins er líkt holdafari móður. Áður hefur oft verið talið að holdafar barna færi eftir því af hvoru kyni þau Væru, synir líktust feðrum sinum og dætur mæðrum. En það er sem sagt ekki rétt. Setjum svo að faðirinn sé of feitur enmóðiringrönn. Fyrsíabarnið hvort heldur það er drengur eða stúlka er þá of feitt á meðan síðasta barnið er grannt. Stuart heldur að möguleg skýring á þessu geti verið að feður hafi meiri samskipti við eldri börnin og mæður þau yngri. í könnuninni komu í ljós mismun- andi viðhorf kynjanna til megrunar. Þó karlmenn séu í meiri hættu af því að fitna um of vilja þeir síður megra sig en konur. Konur skammast sín fremur en karlmenn fyrir auka- kilóin. Karlmenn brjóta helzt megrunar- kúra til þess að fá sér samlokur eða kartöfluflögur á meðan konur eru veikari fyrir sætindum. Bæði karlar og konur borða of mikið þegar þau eru þreytt og þeim leiðist. Fyrir konur er hættutiminn seinni hluti síðdegis á meðan karl- menn eru veikastir á svellinu seinni hluta kvöldsins. Konur narta i allt -mögulegt á meðan þær elda matinn en karlarnir fá sér ýmislegt gott yfir síðasta dagskrárlið sjónvarpsins. Karlmenn hafa meiri trú á líkams- æfingum í megrunarskyni en konur. En munurinn á viðhorfi þeirra er þó ekki eins mikill og munurinn á við- horfi annars vegar feitra og hins vegar grannra. Grannt fólk virðist hafa meiri trú á líkamsæfingum en feitt. DS-þýddi úr New York Post. Hvf eyðileggja karlar megnm kvenna sinn2? Þegar Jón fór í megrun fór konan hans í hana með honum. En þegar María fór í megrun færði eiginmaður hennar henni lystuga pizzu. Staöreynd er margjr eiginmenn rev""a stöðugt að spilla me.-’/unarkúr eiginkvenna sinna. En hví er það að karlinn býður strax upp á rjómais og konan er búin að tilkynna að hún sé komin í megrun? Svarið getur verið það að átið sé íslenzkar kartöflur verða franskar Franskar kartöflur frá Svalbarðs- eyri eru væntanlegar á markað upp úr mánaðamótum. Kaupfélag Sval- barðseyrar hefur fengið hingað dönsk tæki til þess að búa kartöfl- urnar til úr norðlenzkum kartöflum.. Upp úr 20. febrúar koma hingað Danir að kenna mönnum á tækin til hlítar ogefdrþaðferalltaðrúlla. Sævar Hallgrímsson, framleiðslu- stjóri í þessari nýju grein, sagði í sam- tali við DB að ekki væri ennþá ljóst hvað hinar nýju kartöflur kæmu til með að kosta. Þó væri ljóst, að verðið yrði sambærilegt við það sem er á erlendum kartöflum sömu gerðar. Seldar verða tvenns konar pakkningar með 800 grömmum og 2 kílóum. Kartöflurnar verða hálf- steiktar og frystar. Síðan þarf ekki annað en að bregða þeim í heita feiti stundarkorn og allt er tilbúið. Kartöflurnar koma til með að fást um allt land og sagði Sævar að búið væri að tryggja að nóg fengist af kartöfium í framleiðsluna. Bændur í grennd við Svalbarðseyri hafa farið æ meira yfir í kartöfluframleiðslu en minnkað í staðinn framleiðslu á mjólk og kjöti. Áætlað er að fram- leiða til að byrja með 150 lestir á ári. En mögulegt er að framleiða allt upp í 300 lestir án þess að auka við véla- kostinn. -DS. sameiginleg iðja hjónanna 'Karijnn vilji ekki félagsskap konu "miar við það. Það getur líka verið að honum finnist að á meðan hún er of feit ráði hann meiru á heimilinu. Sumir karlar kenna einnig fitu kon- unnar um getuleysi sitt í kynlífinu. Megrist konan er sú afsökun farin fyrir lítið. Enn aðrir sætta sig við feita konu því þeir óttast ekki að hún haldi fram hjá þeim. Hver hefur svo sem áhuga á að halda við akfeita jússu? spyrja þeir sig. í sumum hjónaböndum er ofát konunnar einnig notað sem skipta- miðill fyrir ofdrykkju karlsins. Ef hann þegir við sætindunum, þegir hún við vinglösunum. Sorglegust þykir þó sú staðreynd að margir karlar hvetja konur sínar beint og óbeint til ofáts til þess að fela hina raunverulegu ástæðu til ómögulegs hjónabands. Körlum til afsökunar er þó hægt að segja að sumir þeirra gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að spilla megrun kvenna sinna. Þeir halda að þeir séu að gera konunum greiða með því að vera sífellt að minna þær á þegar þær fá sér eitthvað „bannað.” En sálfræðingar halda því fram að hrósuðu þeir því heldur þegar vel gengur hefði það meiri áhrif. Ef eiginmaðurinn tekur ekkert eftir því að konan drekkur ósætt kaffi í alla mata en njósnar hins vegar vandlega um hana og grípur hana glóðvolga við kökustampinn veður konan oft á tíðum vond og borðar meira. -DS. DS- þýddi úr New York Post. Upplýsingaseðííí til samanbutóar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamjðlun mcðal almennings um hvert sé meðaital hcimiliskostnaðar fjiilskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í janúarmánuði 1981. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. W l lfíiV I.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.