Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. Menning Menning Menning Menning e Háskólatónleikar Hóskólatónloikar ( Fólagsstofnun stúdenta 7. febníar. Flytjendur: Manuola Wiesler og Julian Dawson-Lyell. Efnisskrá: Francis Borno: „Carmen'' Fantasio; Gabríel. Fauró: Fantasie, op. 79; Jules Mouquet: La flute de Pan, op. 15; Albert Roussel, Joueurs de flute; P.A. Genin;Camaval de Venise. Að setja saman heila dagskrS með franskri aldamótatónlist er heldur fátítt hérlendis að minnsta kosti, þótt upp skjóti einstökum verkum. Þannig fóru þau nú samt að Manuela Wiesler og Julian Dawson-Lyell. Samleik þeirra þekkja íslenzkir tón- leikageetir að góðu einu og rétt er að gleyma ekki frábærum leik þeirra á Steinhljóðsplötu númer eitt. Venjan hefur hins vegar verið sú að saman hafa þau glímt við verkefni sem þykja öllu alvarlegra eðlis en það sem upp á var boðið í efnisskrá þeirra nú. Dagskráin var sem sé af léttara taginu, en hreinn óþarfi fannst mér nú samt af Tónleikanefnd Háskólans að setja eins konar afsökun fyrir henni inn á skrána. Það fyrirtæki býður upp á svo góða vetraráætlun. að óþarfi er fyrir það að afsaka nokkurn hlut, fyrirfram að minnsta kosti. Það var enginn svikinn sem leið sína lagði vestur i Félagsstofnun á laugardaginn. Mér finnst það vera að bera i bakkafullan lækinn að reyna að koma fram með einhverja sundur- liðaða lýsingu á leik þeirra Manuelu og Julians Dawson-Lyell. Hann var eins og við var að búast, frábær. Samt er alltaf eitthvað nýtt að heyra í samleik þeirra. Og alltaf líður manni svo dæmalaust vel að fá að hlýða á góða listamenn vinna svo vel saman, listamenn sem ekki einungis hafa firna gott vald á hljóðfærum sínum heldur kunna með slíkt vald að fara öðrum til ánægju. -EM. Dúett á Kjarvalsstöðum Sveinbjörg Vilhjálmsdóltir, Sigrún Valgeröur Gestsdóttir og John A. Spelght á æflngu. Tónlist Gabriel Fauré — „enginn svikinn. . . .” Engin er rós an þyrna \ Tónleiker afl Kjarvalsstöflum 3. febrúar. Flytjendur: Sigrún Valgerflur Gestsdóttir, sópran; John A. Speight, barýtón; Sveinbjörg Vilhjólmsdóttir, planóleikari. Efnisskró: Verk eftir Purcell, Finzi, Scarlatti, Giordoni, Gluck og Mozart Ekki er það á hverjum degi að tón- leikagestum sé boðið upp á söngskrá með verkum Purcells og Finzis, en fyrri hluti efnisskrár þeirra Sigrúnar V. Gestsdóttur og Johns Speight samanstóð af verkum þeirra ágætu manna. Fyrst þremur dúettum eftir Purcell, Sound the Trumpet, Lost is my Quiet og A two Part Song eftir Purcell og lagaflokknum Let Us Gar- lands Bring eftir Finzi. Það tók þau svolítinn tíma að finna sig í byrjun, sem mér þótti miður, sérstaklega vegna dálætis míns á þessum dúett- um Purcells. En þegar þau höfðu fundið réttan farveg og jafnvægi var náð, var söngur þeirra hreinn og glæsilegur á allan máta. Ekki alfaraleið Aldrei hef ég heyrt lagaflokkinn Let Us Garlands Bring sunginn allan fyrr en nú. Það er aftur á móti vinsæl iðja margra barýtóna að reyta innan úr honum þau lög sem þeim líkar (eða ráða) best við. Þannig heyrast lögin, Who is Sylvia og O, Mistress Mino alloft sungin. Meðferð þeirra Johns og Sveinbjargar á lagaflokkn- um var skinandi góö og eiga þau sér- stakar þakkir fyrir að flytja hann allan i stað þess að fara algengustu leið og bjóða aðeins upp á þekktustu brotin. Eftir hlé tók Sigrún við og söng þrjár gamlar aríur, Le Violette, Scar- íattis; Caro mio ben, Giordonis og O del mio dolce ardor, Glucks. Hún söng þær af öryggi og glæsibrag með sinni miklu og fallegu rödd — og síðan sneri hún sér að Mozart. Kannski er fað vegna þess að Abend- empfindung og Trennungslied eru alls ekki dæmigerðir Mozartsöngvar að mér fannst vanta Mozart í flutninginn — Þar til kom að An Clöhe. Þá var heldur ekki um villst að báðar kunna þær vel að flytja Mozart, Sveinbjörg og Sigrún. Lokaþátturinn var samansettur úr dúettunum, II core vidono úr Cosi fan tutti; Bei Mánnern úr Töfraflaut- unni og La ci darem úr Don Giovanni. Krefjandi lokakafli sem þau fluttu ágæta vel. -EM Tónieikar Sinfónkjhljómsvoitar ísiands f Hó- skóiabfói 5. febrúar. Stjórnandi: Jean-Piorre JacquillaL Einleikari: Maurice Bourgue, óbóleikari. Efnisskró: G.F. Höndol: Flugeldasvftan; J. Haydn: Óbókonsort; R. Strauss: Óbókonsert og Rosenkavaliersvfta. Sjálfspilandi barrokk? Sú hljóm- sveitargerð Flugeldasvítunnar, sem á þessu kvöldi var leikin er ein sú skemmtilegasta sem tíðkast. Þrefald- ar blásararaddir í trompetum, hornum, óbóum og fagottum. Raddir sem ekki eru einungis skemmtilegar á að hlýða heldur einnig að leika. Fá verk gefa blás- urunum jafn gullin tækifæri til að brillera og einmitt fýrverkeríið hans Hándels. Það var því átakanlega leiðinlegt að hlusta á trompetana og hornin klikka illilega og strengina vera ósamtaka í forleiknum. Prýði- lega leiknir síðari kaflar náðu ekki að Rlchard Strauss — „lítil reynsla hljómsveitarinnar i að spila verk hans.” bæta fyrir klúðrið í upphafi. Það er illt að þurfa að kyngja því, en það er engu likara en að hluti hljómsveitar- lima telji barrokk eitthvert sjálf- spilandi fyrirbæri. Galdrapípari Maurice Bourgue sté síðan á stokk og lét sig ekki muna um að leika þá tvo, konserta Haydns og Richards Strauss. Raunar bætti hann um betur og lék fyrstu Pan- metamorfosu Brit- ens aukreitis, en þakka má hádegis- tónleikum fyrir að þær eru að góðu kunnar hér. Maurice Bourgue er sannkallaður meistari óbósins. Leikur hans býr yfir makalausri fágun, en þegar betur er á hlýtt liggur þessi fágun eins og þunn blæja, breidd yfir hamslausa villimennsku, sem ólgar undir niðri. Leikur hans hrífur svo algjörlega að auðvelt væri að ímynda sér hann í hlutverki píparans í þjóðsögunni, sem fríaði Hamelin, fyrst af rottum og síðan börnum. Ef Hljómsveitin stóð sig býsna vel bæði í Haydn og Strauss konsertin- um. En svo kom að siðasta verkinu, Rósariddarasyrpunni. — Um strengjafjöldann þýðir ekkert að sak- ast og spilamennskan var hreint ekki svo afleit EF tillit er tekið til þess að hljómsveitin hefur fyrir kunnar sakir sáralitla reynslu af að takast á við Strauss og hans líka. Þar af leiðir að kröfur um að hljómsveitarlimir hafi tilfinningu fyrir atriðum eins og hinu ýkta vínarvalsamómenti í valsinum fræga, sem heitir víst ekki neitt, hljóta að vera hrein bábilja. Um önnur sérkenni öðlingsins gildir að sjálfsögðu hið sama. Að leika þessa Rósariddarasyrpu fannst mér til lítils annars en að minna óþyrmilega á þá staðreynd, að engin er rós án þyrna. EM. HORNHRINGSTIGI Til sölu hornhringstigi, full hæð. Upplýsingar í síma29797. TILBOÐ ÓSKAST í bifhjólið Kawaski 650 árg. 1979, skernmt eftir bruna. Hjólið verður til sýnis dagana I2. og 13. febrúar hjá Bifhjólaþjónustunni, Höfðatúni 2. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora að Síðumúla 39 fyrir kl. 17 mánud. 16. febrúar. Almennar Tryggingar. Útboð Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar cftir tilboðum i MÁLUN 60 raðhúsaibúða í Hólahvcrfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB frá og með föstudeginum 13. febrúar gegn 300 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu VB Suðurlandsbraut 30. mánudaginn 2. marzkl. 15. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. ______________________________________________I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.