Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. Auður Haralds, rithöfundur: Hver var skurðlæknirinn? Auður Haralds. „Hér er ekkert jafnrétti, fremur en annars staðar. Auðvitað viljum við trúa að svo sé og ég trúi því svona 5 mín. á dag, lengur lifir blekkingin ekki. Um daginn var lögð fyrir mig gáta. Hún var svona: Faðir og sonur fara í ökuferð. Þeir lenda í slysi þar sem faðirinn deyr en sonurinn er fluttur á slysadeild og þar þarf að gera aðgerð til að bjarga lífi hans. Skurðlæknirinn lítur á sjúklinginn og segir: ,,Ég get ekki skorið drenginn upp. Þetta er sonur minn. Hver var skurðlæknirinn? Ég gat ekki svarað henni rétt en síðan hef ég notað þessa gátu marg- sinnis. Hingað til hefur enginn, hvorki kona né karlmaður, getað svarað henni. En svarið er einfalt: skurðlæknirinn var móðir drengsins. Þetta sýnir hvernig við hugsum. Ósjálfrátt dettur engum i hug að ,,hann” skurðlæknirinn geti verið kona. Þó svo við breytum hugarfari okkar og ákveðum að hér sé jafnrétti þá höldum við gömlu viðbrögðunum, eins konar vantrausti á konur og því . að búast ekki við neinu af þeim. Samt þarf kona sem fer í hefðbundið karlmannsstarf að sanna ágæti sitt tvöfalt á við það sem karlmaður hefði þurft.” •IHH. Svala Thorlacius, formaður jaf nréttisnefndar Reykjavíkurborgar: EG ER SAMMALA MQRIHLUTANUM — ogtel að enn skorti talsvert á jafnrétti ,,Ég er sammála meirihlutanum, ég tel að enn skorti talsvert mikið á að það sé jafnrétti, þó að mikið hafi áunnizt á síðustu árum. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborg- ar er nú að byrja að vinna úr svörum tvö þúsund Reykvikinga, karla og kvenna, sem valdir voru samkvæmt tölvuúrtaki og spurðir um afstöðu sína til þessara mála. Ákveðnar niðurstöður úr könnun þessari munu ekki fást fyrr en í vor. En svo virðist sem mjög margir þeirra, sem spurðir voru telji skorta á jafnrétti. Sérstaklega virðist fólki svíða misrétti í launamálum,” sagði Svala Thorlacius, formaður jafn- réttisnefndar Reykjavíkurborgar. Ríkir jaf nrétti kynja á íslandi? Niðurstöður skoðanakönrxunar Dagblaðsins um jafnrétti, sem birtust í gœr, sýndu að afþeim sem afstöðu tóku, töldu 28.4% að seo vœri en 61.7% að svo væri ekki. Við höfðum samband við tvo karla og tvœr konur til að heyra álit þeirra. Bjöm Amórsson, BSRB: Oft er erf itt að fá kauphækkanir fyrir hefðbundin kvennastörf —en breytingin er þó í rétta átt ,,Ef við tölum um launamálin innan okkar vébanda,” sagði Björn Arnórsson hjá BSRB,” þá er almenn regla sömu laun fyrir sömu störf. Annað mál er að konur eru í miklum meiri hluta í lægra launuðum störfum. Oft er erfitt að fá kauphækkanir fyrir störf sem að hefð eru kvennastörf — og kannski lágt launuð þess vegna. Glöggt dæmi um það eru fóstrur, sem nú eru í uppsögnum til að fá kröfum sínum framgengt. Það má einnig benda á að hluta- störf eru miklu algengari meðal kvenna. Hins vegar er ekki rétt að líta á þetta mál eins og oft er gert, að það séu karlmenn sem vilji halda konum niðri. Sá hugsunarháttur er alltof algengur meðal kvenna að líta á störf sín sem aukagetu og taka þess vegna ekki þátt i baráttu fyrir hækkun launa. Sem dæmi er oft talað um hvað fáar konur séu í forystustöðum launþegasamtaka og sú skýringgefin að karlar ýti þeim í burtu. En ég veit að það hefur oft verið reynt að fá konur til að stilla upp í kosningum í félögunum en þær ekki fengizt til að gefa kost á sér. Ástæðurnar eru semsagt þjóðfélagslegar í miklu víðari merkingu en að hér sé um misrétti innan launþegasamtakanna að ræða. Breytingin er þó í rétta átt. Samkvæmt BSRB-samningunum 1977 og ’80 var lögð áherzla á að hækka mest fólkið í lægstu launa- flokkunum,” sagði Björn Arnórsson aðlokum. -IHH. Björn Arnórsson. Jóhannes Siggeirsson, Alþýðusambandi íslands: markaði er jaf nrétti á heimilunum störfumogaðjafnaðiá fólksemer í hlutastörfum, hvort sem það eru karlar eða konur, minni möguleika á ábyrgðarstöðum. Einnig verða heildartekjur (dag- vinna plús yfirvinna) karla oft hærri vegna þess að þeir vinna meiri yfir- vinnu og þar kemur sama skýringin; konurnar sinna í langflestum tilfellum heimilisstörfunum samhliða atvinnu utan heimilis. Konur eru heldur ekki komnar inn á mörg svið sem karlar gegna í dag, t.d. sjómennsku á togurum, en nú hafa þær í auknum mæli lagt í lang- skólanám og það á eftir að skila sér í auknum möguleikum til betur launaðra starfa. Að lokum er rétt að benda á að ekki er nóg að hugarfarsbreyting verði hjá konum, heldur þarf hún lika að verða hjá eiginmönnum og sambýlismönnum, svo þeir sinni heimilisstörfum í auknum mæli og taki tillit til vinnu kvenna sinna utan heimilis,” sagði Jóhannes að lokum. -IHH. ,,Þó enn sé langt frá jafnrétti hefur okkur miðað mjög i rétta átt,” sagði Jóhannes Siggeirsson hjá Alþýðusambandi íslands. ,,Ég get nefnt sem dæmi að kringum 1966 var 25% munur á dagvinnukaupi ófaglærðra verkamanna og verka- kvenna. í dag munu samsvarandi tölur vera kringum 10%. Hins vegar er ljóst að það verður ekki fullkomið launajafnrétti milli kynjanna á vinnumarkaði meðan jafnrétti er ekki til staðar á heimilunum. Konur eru meira í hluta- Svala ThoHacius. Forsenda launajafnréttis á vinnu- 1891-1981 Þau eru í hópi 10 þúsund félaga í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur VR VINNUR FYRIR ÞIG Kristín Magnúsdóttir, afgreiðslumatnor í bl&mabúð. Hrafnkell Stefánsson, _ laQermaður. Margrét Sigurjónsdóttir, afgreiðslumaður í kverfataverzlun. Friðrik Eyfjörð, afgreiðslumaöur í leðurvöruverzlun. VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum afgreiðslumaður hjá dagblaði viðskipti &verzlunf

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.