Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. 3 EITTHVAÐ JÁKVÆTT — hlýturadgerast JÁ skrifar: Það hefur stundum verið sagt um fslendinga að þeir væru mesta bók- menntaþjóð heims, það getur verið satt. En einhvern veginn nær þessi bókmenntaáhugi ekki til þeirra, sem finna hjá sér þörf til að skrifa les- endabréf í dagblöðin. Það virðist vera sameiginlegt flestum þessum bréfum að bréfritari skrifar eða hringir í þeim tilgangi að ná sér niðri á einhverjum, einstaklingum eða samtökum. Nú er það margt sem miður fer i dagsins önn og margir eru órétti beittir á degi hverjum, er sjálf- sagt að vekja athygli á því 1 þeirri von að það verði til að rétta hlut viðkomandi. En eitthvað jákvætt og skemmtilegt hlýtur líka að gerast og þyrfti að vera meira skrifað um það, þó ekki væri nema þeim til uppörvunar, sem í ströngu standa. Stjórnmálamenn okkar verða oft fyrir óvægilegri gagnrýni og má það vera að þeir hafi til hennar unnið. En eitthvað gott hljóta þeir líka að gera og þar sem stjórnmálamenn eru mannlegir eins og við hin, mætti vel láta þá vita af því að tekið sé eftir þvi sem vel er gert. KÍMA, fflSTtia’ Við bjóðum uppá kínverskan mat með mörgum ólíkum gómsœtum réttum. Kínverskur matreiðslumaður framreiðir matinn jafnóðum eftir pöntunum. Reynið hinn rómaða mat kínverja: Fimmtud.lFöstud.: 7-10 e. h. LaugardJSunnud: 4—10e. h. Virka daga bjóðum við smárétti í hádeginu á vœgu verði |>rö K/lT VEITINGAHUS jU-Lry| lA LAUGAVEGI22 Ur uppfærslu danska sjónvarpsins á Leðurblökunni 1968. Prinsinn Orlofsky ræðir við veizlugesti. tutt ogskýr bréf Enn cinu sinni minna lcscndaiiálkar DB alla þá. cr hyggjast scnda þœttinum linu. a<) láta fylyja fullt nafn. , heimilisfang. símanúmcr lef um þaó cr ad ræda) <>y < nafnnúmer. Þetta cr litil fyrirhöfn fyrir brcfritara okkar 1 <>K til mikilla þæyinda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á a<) hrófciga a<) vcra stutt <>y skýr. Áskilinn cr fuUur réttur til a<) stytta hréfo/i umorða til að spara rúm og koma efni hctur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vcra lengri cn 200—300 orð. Simatimi lcscndadálka DB cr milli kl. 13 <>k 15 frá mánudögum tiljostudaga. —A - Hverfékk lánaðan penna — í biðrödinni fyrir utan Regnbogann? Agnes Bragadóttir, dagblaðinu Tímanum, hríngdi: Ég fór í kvikmyndahúsið Regnbogann sl. mánudagskvöld. Þar í biðröðinni rétt fyrir kl. 9 sýningu lánaði ég stúlku fyrir framan mig. Lamy-pennann minn. í öllum hama- ganginum gleymdi hún að skila pennanum aftur (eða það vona ég). Þar sem hún þekkir mig ekki neitt, frekar en ég hana, vil ég með þessu bréfi vekja athygli hennar á þvi að hún getur skilað pennanum til mín uppá ritstjórn Tímans (sími 86300) við Síðumúla. Eins og þeir skilja, sem eru búnir að lesa bréfið alveg hingað, Sjónvarp: þá væri ég ekki að skrifa þetta bréf nema vegna þess að þessi penni hefur alveg sérstaka þýðingu fyrir mig, fyrir utan að vera alveg öndvegis penni. Með von um að sjá gamla góða pennann minn fljótlega aftur, takk fyrir. Ein sextug að norðan skrifar: Mig langar að þakka sjónvarpinu kærlega fyrir flutninginn á Leður- blökunni. Satt að segja hef ég ekki oft um mína löngu ævi skemmt mér betur en fyrir framan sjónvarpið á meðan hún var flutt. Bæði er tónlist-. in hress og skemmtileg og flytjendur allir mikið fyrirmyndarfólk á sínu sviði. Ég gat ekki að því gert að mig dauðlangaði að hafa verið uppi í Vín á þessu dýrlega valsatímabili. Það hefði nú verið fjör, maður minn, eins og unga fólkiðsegir. Að vísu fannst mér það nokkur galli að óperettan var flutt í tvennu lagi. Hefði verið skemmtilegra að fá að heyra hana alla í einu. En það eru þvílíkir smámunir að yfir þvi ferst ekki að kvarta. Hitt er miklu meira að þakka beri fyrir slíka ánægju. Og svona í mestu hógværð langar mig í lokin að nefna að það yrði að minnsta kosti ein kona ánægð ef hún fengi meira að heyra í þessum stll. ----- V Spurning Rœktarflu blóm? Jóhanna ivarsdóttir, húsmóðir: Jú, ég gerði það, mér finnst það mjög gaman, blóm eru mikil prýði á heimUum. Ásta Álbertsdóttir, vinnur hjá út- varplnu: Nei, ég hef enga aðstöðu. Ég bý 1 blokk. Þorstelnn Danielsson, húsasmiður: Nei, ég rækta ekíci blóm, en ég hef áhuga á blómum. Það lifa engin blóm hjá mér nema kaktusar. Þórunn Rafnar, nemi: Já, ég rækta aðallega kaktus. Ég hef mjög gaman af því. Hermann Sigurðsson bilstjórí: Já, ég hef mjög gaman af blómum og rækta garðblóm á sumrin, aðallega túlipana. Ólína Fríðriksdóttir, némi: Já, ég á nokkur blóm, en ég hef lítið gaman af þeim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.