Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. 9 Utvarp 35 Sjónvarp i Frank Sinatra. VIDEO VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16. mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt . Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- yC orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God- . father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skipta. yC Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin) * * * * wm nen Kv KVIKMYNDIR 19 000 Kvikmyndahátíð 1981 Laugardagur 14. febrúar. MORÐGÁTAN—sjónvarp kl. 22: JÁTNING KNÚIN FRAM VEGNA ÞRÝSTINGS FRÁ FJÖUVHÐLUM —engar sannanir liggja þó fyvir gegn hinum grunaða (Næstsíðasti dagur hátíðarinnar) BUSTER Pabbadreni stúlku. Si Auka BUSTER KEA asta mynd JAM (Síðasta my KEATON (6) HNEFALEIKARINN (Battling Butler). Buster læzt vera hnefaleikari til að ganga í augun á þannig að hann lendir í hnefaleikahringnum. [The Boat), ein frægasta stutta mynd Keatons. idarkl. I.00og3.00. ERSHÖFÐINGINN (The General). Fræg- margra dómi sú fullkomnasta. Aukamynd: VIKA (One Week). Sýndar kl. 5,7, 9, og 11. (Jamaiea Inn) eftir Alfred Hitchcock. England 1939. hann flutti til Bandaríkjanna.) Mjög athyglisverð kvikmynd eftir hinn tiýlátna meistara. gerð cftir skáldsögu Daphne du Maurier. Aðalhlutverk: C'harles Laughton, sem hlaut mikið KROSSFESTIR ELSKENDUR (Chikamahlú"M§nug8tjá Japanskt meistaraverk eftir snillinginn Mizoguchi Keriji( pcrðI954. Sýndkl. 1.00,3.00, 5.00 og 7.00. SlÐASTA SINN. KONSTÁNTUR. Pólland 1980. Verðlaunamynd eftir Zanussi sem lýsir ástandinu í Póllandi nú. Sýndkl. 1.10, 3.10.og5.IO. SlÐASTA SINN. VIKUFRt. Ffakkland 1980. Nýjasta mynd B. Tavernier, höfund DEKURBARNA og ÚRSMIÐSINS I SAINT-PAUL., Fjallar úm kennslukonu á erfiðum tímamótum. Sýndkl.9.00og 11.00 FUGLARNIR (The Birds) eftir A. Hitchcock, Bandarikin 1963. Einstakt tækifæri til að sjá þessa frægu mynd. Sýnd kl. 9.05 og 11.05. StÐASTA SINN. CHA CHA. Hörku rokkmynd með Ninu Hagen og Lene Lovich. Sýndkl. 7.10, 9.10og lí.10. FRÉTTASPEGILL - sjónvarp kl. 20,50: Fjallað um nýju veit- ingahúsin í Reykjavík —samtök ríkja utan hemaðarbandalaga, nifteinda- sprengjunao.fl. í innlenda hluta Fréttaspegils í kvöld verða tvö mál tekin fyrir, annars vegar stjórnarfrumvarp sem Alþingi hefur verið að ræða um Ingvi Hrafn Jónsion. ögmundur Jónasson. tekju- og eignaskatt og sennilega er orðið að lögum er þetta birtist. Frum- varpið fjallar aðallega um breytingar á vaxtafrádrætti í skattalögunum. Veitingahúsarekstur í Reykjavík er hitt innlenda málið en sem kunnugt er hefur veitingastöðum í höfuðborg- inni fjölgað mjög að undanförnu. Af erlendum vettvangi verður fjallað um ráðstefnu ríkja utan hern- aðarbandalaga sem nú stendur yfir í Nýju Delhi á Indlandi. Verður reynt að ráða í hver verður likleg framtíðarþróun þessara samtaka. Loks verður fjallað um hina um- deildu nifteindasprengju sem nú Ihefur á ný komizt i sviðsljósið eftir yfirlýsingu stjórnar Bandaríkjanna um að það hafi veriö mistök að hætta við smiði hennar í fyrra, Umsjónarmenn Fréttaspegils eru þeir ögmundur Jónasson og Ingvi Hrafn Jónsson. -KMÚ. Sagan gerist í New York en kvik- myndaframleiðendumir nenntu sko ekki að bregða sér þangað, heldur tóku myndina upp í Kaliforníu. Leikstjóri er Gordon Douglas, en þýðandi Kristmann Eiðsson. CKMU. Jacqueiine Bisset. Morðgátan heitir bíómynd sjónvarpsins í kvöld. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um morð og rannsókn lögreglunnar á því. Ungur piltur, sonur þekkts borgara, er myrtur á hrottalegan hátt. Morðið vekur mikla athygli fjölmiðla en þeir álasa lög- reglunni fyrir slæpingshátt gagnvart glæpamönnum vegna sivaxandi glæpa- tíðni í borginni. Allt kapp er því lagt á að finna morðingja piltsins og Iögreglu- foringjanum Joe Leland er falin stjórn rannsóknarinnar. Leland, leikinn af Frank Sinatra, nýtur vaxandi álits sem lögregluforingi og því er honum falið þetta mikilvæga verkefni. Joe Leland kemst fljótlega að þvi að hinn myrti var kynvilltur. Vegna á- bendinga stúlku sem bjó í sama húsi og pilturinn, fær Iögreglan vitneskju um að hinn myrti hafi verið í tengslum við annan pilt og berast böndin því strax að honum. Fljótlega tekst að hafa uppi á hinum grunaða pilti og vegna hins mikla þrýstings fjölmiðla er reynt að knýja fram játningu án þess aðnokkrar sannanir liggi í raun fyrir gegn honum. Pilturinn játar, en þar með er sagan ekki öll. Margir þekktir leikarar fara með hlutverk í þessari mynd. Ber þar fyrst að nefna Frank Sinatra sem eins og áður var sagt fer með hlutverk lög- regluforingjans. Lee Remick fer með stórt hlutverk og einnig má sjá andliti hinnar laglegu Jacqueline Bisset bregða fyrir. NÝTT UNDIRNÁUNNI—útvarp kl. 20,05: Næstvinsælasta lag Bretlandseyja kynnt —er á nýútkominni sólóplötu Phil Collins „Ég reyni að hafa þáttinn sem fjölbreytilegastan,” sagði Gunnar Salvarsson, umsjónarmaður þátt- arins Nýtt undir nálinni, sem er á dagskráútvarps í kvöld. Gunnar hyggst kynna efni úr ýms- um áttum. Má nefna nýtt lag eftir Phil Coliins sem kunnastur er sem Genesismeðlimur, en lagið er á nýút- kominni tveggja laga sólóplötu hans. Lagið heitir In the Air to Night og hefur nú þegar náð miklum vinsæld- um. Situr það í öðru sæti brezka vinsældalistans á eftir lagi Johns Lennon, Woman. Brezka hljómsveitin Beat en hún leikur blöndu af ska, reggea og rokki, verður kynnt, nýtt lag með hljóm- sveitinni Ultra Box, sem einnig er lirezk, verður leikið og loks má nefna söngkonuna Sheilu Easton en Gunnar hyggst kynna lög af fyrstu stóru hljómplötunni með henni sem nýlega kom á markað. Auk þess verður ef tími vinnst til þrem nýjum bandarískum hljómleikaplötum brugðið undir nálina. -KMU. Gunnar Salvarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.