Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 24
Stórþjóf naður hjá verzlun Pouls Bernburg: Hljóðfærum fyrir tug- þúsundir kr. stolið Stórfelldur hljóðfæraþjófnaður átti sér stað úr verzlun Pauls Bern-' burg á Rauðarárstig 16 í fyrrinótt. Var þar stolið hljóðfærum sem eru að verðmæti 40.960 nýkrónur eða á fimmtu rriilljón gkr. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þjófar leggja leið sina þarna inn. I fyrra skiptið nam verðmæti þýfis jafnvel öllu meira því þá voru fleiri segulbönd í spilinu. Sá þjófn- aður er enn óupplýstur hvað þá heldur þessi. Lítil ummerki sáust eftir þjófana. Er sú helzt tilgáta, að þeir hafi komizt inn í húsið með því að opna sjálfvirka bílskúrshurð með einhverj- um hætti, eða komizt yfir lykil. f kjallara er geymsla hljóðfæra- verzlunarinnar og þar spörkuðu þjóf- arnir hurð upp. Hafa þeir sýnilega ekki verið að flýta sér, heldur skoðað og valið það sem þeir vildu hafa á brott með sér. Stolið var einu Yamaha segulbandi af tegundinni TC 100 K 850, Yamaha - í annað sinn semþjófarvelja sértækiaflager sömuverzlunar útvarpsmagnara CR—640 og tveimur öðrum af gerðinni CR—440. Þá hvarf Yamahamagnari A—450, 2 Gibson ráfmagnsgítarar i kassa, og einn Yamaha rafmagnsgítar í kassa. Innbrotsins varð ekki vart fyrr en undir hádegið, að komið var í igeymsluna. -A.St. HLUTAFELAGINU 0UU- MÖL F0RMLEGA SLITH) —skorað á alla sem tel ja til eigna eða skulda hjá félaginu að lýsa kröf um sínum Hlutafélaginu Olíumöl hefur verið slitið. Ákvörðun um það var tekin á hluthafafundi 21. janúar sl. Með bréfi hlutafélagaskrár dagsettu 29. janúar sL voru Björn Ólafsson verk- fræðingur, Halldór Hróarr Sigurðs- son löggiltur endurskoðandi og Othar örn Petersen lögfræðingur löggiltir skilanefndarmenn fyrir félagið. Skorað hefur verið á alla þá sem telja til eigna eða skulda hjá Oliumöl hf. að lýsa kröfum sínum innan þriggja mánaða frá innköllun, sem fram fór 30. janúar. Svo sem DB hefur greint frá nema skuldir fyrirtækisins á þriðja milljarð gamalla króna. Fjármálaráðherra hefur lýst þvi yfir að stofnað verði nýtt félag til þess að nýta eigur OIiu- malar hf., en helztu eigendur þess félags verða Framkvæmdasjóður og Útvegsbankinn. Sveitarfélögum þeim sem áttu hlut í Oliumöl hf. hefur verið gert að greiða ábyrgðir sem þau eru i. „Telja má vist að eftir atvikum njóti þau skaplegra vaxtakjara i lán- tökum vegna ábyrgðanna, ef til kemur,” sagði Björn Ólafsson verk- fræðingur, fyrrum stjórnarformaður í Olíumöl hf. „Þetta er eina’leiðin til þess að fá hreint borð i málinu, enda þótt við teljum okkur kunnugt um nærri allt það sem verulegu máli skiptir,” sagði Björn. ,,Hætt er við að eignir fyrirtækis- ins nýtist betur með þessum hætti heldur en með nauðungarsölu, t.d. á uppboði. Það hefði út af fyrir sig sjálfsagt verið löglegt en að margra mati siðlaust. Fleiri hefðu þá setið eftir með sárt ennið og sárindi i brjósti,”, sagði Björn Ólafsson. -JH/BS. Jón Baldvinsson: Lagztur að bryggju til langdvalar Þá er togarinn Jón Baldvinsson stopp í bili. Lagztur aö bryttpju op petur verið að hann þurfi að iiyyja þar lengi. Jón Baldvinsson erfyrsti Reykjavlkurtogarinn sem stoppast vegna kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Að vísu hafði Guðsteinn legið. nokkra daga við bryggju á undan honum, cn hann hafði hreinlega aldrei farið út eftir að deilan skaíl á. Einn Akureyrartogari hefur einnig stöðvazt. Jón kom inn með 150 lestir af fiski I morgun. Vinnanfyrir verkafólk I landi helzt þvi góð áfram, þvl von er á fleiri togurum inn á næstunni. -DS/DB-mynd S. ístjóm Flugleiða hf.? í stað aðalfundarins, sem Flugleiðir hf. áttu að halda, sam- kvæmt skilyrðum fyrir rikisábyrgð á lántökum, verður bráðlega boðað til hluthafafundar. Verður þar borin upp tiliaga um breytingar á sam- þykktum félagsins í þá átt að fjölga um tvo mennístjórn. Búið er að ganga frá hlutabréfa- kaupum rikisins í Flugleiðum hf. Verður að öllum líkindum kynnt fyrir hluthafafundinum, hverja tvo menn ríkið setur í stjómina.Er. taliö víst að fjármálaráðherra tilnefni annan en samgönguráðherra hinn. Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður verður maður sam- gönguráðherra samkvæmt heimildum sem DB telur áreiðanleg- ar og ekki fæst staðfest að Lúðvík Jósepsson verði tilnefndur af fjár- málaráðherra. Vitað er að forystumenn Flugleiða hf. geta vel sætt sig við þessa menn i stjórn. -BS. frjálst, óháðdagblað FÖSTUDAGUR 13. FEB. 1981. Hægagangur ísamningunum: Sjómenn f unda áf ram en vélst jórar fhvíld Enn er ósamið við bæði sjómenn og vélstjóra í ríkisverksmiðjunum. Samningafundur með sjómönnum og útgerðarmönnum stóð til miðnættis í nótt og halda á áfram í dag. Er formlegur samningafundur klukkan tvö. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara er verið að fara í kröfurnar eina af annarri en hversu fljótt verður samið ræðst nokkuð af fiskverði. Hægar gengur i viðræðum vélstjóra í ríkisverksmiðjum og ríkisins að sögn Guðlaugs. Sáttafundur var í gær en stuttur. Ákvörðun verður tekin um það um tvöleytið i dag hvenær næsti fundur verður boðaður. -DS. Hringanóri með íscargo- vélfrá Hollandi til íslands — ápantaðfar áfram til Akureyrar Hringanóri verður meðal farþega í íscargo-flugvél sem kemur hingað til Reykjavíkur næstkomandi laugardags- kvöld frá Hollandi. Hefur selurinn hér stuttan stanz og heldur til Norðurlands með minni flugvél. Þar verður honum sleppt i sjóinn kalda, sem er hans eiginlega heimkynni. Þessi hringanóri er einn af átta þeirrar tegundar, sem flækzt hafa á strönd Hollands síðustu 100 árin eftir því sem bezt er vitað. Eru hollenzkir dýravinir og náttúruverndarmenn, sem leituðu til íscargo með þennan óvenjulega flutning, að sögn Kristins Finnbogasonar, framkvæmdastjóra íscargo, er DB innti hann eftir þessu máli. Þess má geta sem vel er gert og þá í þessu sambandi örlætis íscargo hf. að leggja þessu óvenjulega framtaki gott lið án nokkurs endurgjalds. -BS. Fiskverð ákveðið ídag Ríkisstjórnin sat enn á fundinum nú rétt fyrir hádegi sem hófst kl. 8.30 í morgun, meðal annars vegna fisk- verðsins sem enn hefur ekki verið á- kveðið, þrátt fyrir ráðstafanir stjómarinnar til þess að auðvelda verðlagsnefndinni að taka ákvörðun. Þrátt fyrir önnur mál sem til umræðu koma á fundi þessum, eins og fram kemur í annarri frétt í blaðinu, er talið víst að honum ljúki ekki fyrr en tryggt sé að nýtt fiskverð verði á- kveðið og tilkynnt í dag. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.