Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. I 25 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Eþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Leikmenn botnliða íleikbann Fyrirliði Crystal Palacp, Jim Cannon, var í gær settur i fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Hann missir því fjóra deildaleiki Palace. Tveir leikmenn féiagsins, Billy Gilbert og Tony Seally, voru dæmdir í tveggja leikja bann. Þá var fyrirliöi Brighton, Brian Horton, settur í þriggja leikja bann og meflal leikja, sém hann missir er leikurinn þýðingarmikli i Norwich 28. febrúar. Bikarhetjan seld fyrirsmáaura — Roger Osbome til Colchester Roger Osborne, sem var hetja Ipswich Town, þegar liflið sigraði Arsenal í úrslitum ensku bikar- keppninnar 1978, var í gær seldur til Colchester Uni- ted i 3. deild fyrir 25 þúsund sterlingspund — smá- aura. Osborne skoraði eina markið i úrslitaleiknum en lið hans hafði mikla yfirburði gegn Arsenal. Osborne var eini leikmaflur sigurliðsins, sem fæddur og uppalinn er í Ipswich. Hann meiddist skömmu siðar og hefur ekki leikið i aðallifli Ipswich siðan, eða á þriðja ár. Hann mun búa áfram í Ipswich enda örsutt til Colchester, elztu borgar Englands.frá Ips- wich. 18BretaráEM innanhúss — en hafa enga möguleika áverðlaunum Brezka frjálsiþróttasambandið valdi í gær 18 íþróttamenn til að taka þátt i Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem háfl verflur i Greonoble i Frakklandi 21. og 22. þessa mánaðar — „íþróttafólk, sem sennilega mun ekki vinna til neinna verðlauna á mót- inu”, að því er David Shaw, ritari brezka samhands- ins sagði í gær. Sebastian Coe, sem í fyrrakvöld setti nýtt heimsmet i 800 m hlaupi innanhúss, er ekki í brezka liðinu. Öruggt er að tveir íslendingar, Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson, taka þátt í mótinu i Grenoble, kannski fleiri. Bikarmót á ísaf irði — og svigmót í Sleggjubeinsskarði Bikarmót Skiðasambands íslands verður haldið á ísafirði og meöal keppenda verða nær allir beztu skíðamenn íandsins. Kl. 11 á laugardag hefst keppni í stórsvigi karla og kvenna. Eftir hádegi verður ganga. Á sunnudag kl. 11 verður keppt í svigi karla og kvenna. Þá verður svigmót Víkings við skála félagsins í Sleggjubeinsskarði. Keppt í unglingaflokki 13—16 ára og barnaflokki, 12 ára og yngri. Keppnin hefst á laugardag og verður fram haldið á sunnudag. Meistaramótið ífrjálsum Dagana 14. og 15. febrúar nk. fer fram i I.augar- dalshöll 'og Baldurshaga meistaramót íslands, innanhúss. Keppnisgreinar verða þessar: Fyrri dagur, Laugardalshöll kl. 11.00: 800 m karla og kvenna. ■ . Kúluvarp karla og kvenna Hástökk karla. Baldurshagi kl. 14.30. 50 m karla og kvenna Langstökk karla. Seinni dagur Laugardalshöll kl. 8.30: 1500 m karla Hástökk kvenna. 4x3 hríngir boðhlaup karla og kvem > Baldurshagi kl. 13.30. 50 m grindahlaup karla og kvenna Þristökk kvenna Langstökk kvenna Nýi hollenzki landsliðseinvaldurinn i knattspyrnunni, Rob Bann, valdi í gær 22ja manna landsliðshóp fyrir HM- leikinn við Kýpur. Sá leikur verð- ur í Groningen 22. febrúar. Sjö leikmenn eru frá AZ ’67, Alkmaar, efsta liflinu í hollenzku úrvalsdeildinni. Þá er þar Franz Thjissen, sem lýst hefur þvi yfir, afl hann muni ekki endurnýja samning við Ipswich Town, þegar samningur hans við félagið renn- ur út í sumar. Mest kom á óvart, að ÞAU FENGU EINNIG VIÐURKENNINGAR Eins og við greindum frá í blaðinu í gær verðlaunaði íþróttaráð Reykja- víkurborgar marga einstaklinga og hópa á miðvikudag. Hér að ofan má sjá nokkra þeirra er viðurkenningar hlutu. Myndin er tekin er Anton Bjarnason og fjölskylda veitti mót- töku viðurkenningu fyrir dygga á- stundun hjólreiðaíþróttarinnar, en fjölskyldan hjólar öli reglulega. Það er eiginkona Antons, sem tekur við viðurkenningunni fyrir hönd fjöl- skyldunnar, úr hendi Eiríks Tómas- sonar, formanns.íþróttaráðs. Fyrir framan þau á myndinni má sjá lengst til vinstri Jóhannes Jóhannesson, sem fékk verðlaun fyrir frábær störf að félagsmálum, þá kemur Óskar Pétursson, sem einnig fékk slíka viðurkenningu og lengst til hægri er Sigríður Ólafsdóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir áratuga trimm. -DB-mynd Sig. Þorri. leik gegn Austur-Þjóðverjum - Hef ur þá leikið sautján landsleikjum meir en Geir Hallsteinsson sem er í öðru sæti með landsleikjafjölda 4L Valsmenn „grilluðu” Ármann Það var ekki að sjá að í gær mættust tvö úrvalsdeildarfélög er Valur sigraði Ármann með 95 stigum gegn aðeins 50 i Hagáskólanum. Valsmenn höfðu slíka yfirburði að annað eins hefur vart sézt í langan tíma. Staðan í hálfleik var43— 17 þeim í vil en í síðari hálfleiknum slökuðu þeir vérulega á án þess þó að Ármann ógnaði i. sigrinum nokkurn tíma. BRYNHILDUR VANN í ÖLLUM GREINUM Unglingameistaramót í fimleikum var háð um síðustu helgi. Á laugardag var keppt í fjórum aldursflokkum stúlkna og pilta en á sunnudag var einstaklingskeppni. Úrslit urðu þá þessi. Stökk — Stúlkur 1. Brynh. Skarphéðinsd.^Björk 15.50; 2’. ;SVáva Mathiesen, Björk f 14.50 2. Jóhanna Rúnarsd., Björk 14.20 Tvíslá — Stúlkur 1. Brynh. Skarphéðinsd., Björk 15.15 2. Kristín Gísiad., Gerplu, 14.20 3. Katrín Guðmundsd., Gerplu 11.40 Jafnvægisslá — Stúlkur 1. Brynh. Skarphéðinsd., Bj örk 15.15 2. Kristín Gíslad., Gerplu 13.00 3. Svava Mathiesen, Björk 12.65 Gólfæfingar — Stúlkur 1. Brynh. Skarphéðinsd., Björk 16.00 2. KristínGíslad., Gerplu 13.60 3. Svava Mathiesen, Björk 11.70 Gólfæfingar — Piltar 1. Atli Thorarensen, Árm. 14.20 2. Kristján Ársælsson, Árm. 14.10 3. Þór Thorarensen, Árm. 13.90 Bogahestur — Piltar 1. Þór Thorarensen, Á 11.70 2. Guðjón Gíslason, Á, 11.60 3. -4. Atli Thorarensen, Á 11.40 3,-4. KristjánÁrsælsson, Á 11.40 Hringir — Piltar 1. Atli Thorarensen, Á. 12.80 2. -3. Guðjón Gíslason 12.30 2.-3. Þór Thorarensen 12.30 Stökk — Piltar 1. Atli Thorarensen, Á, 14.80 2. ÞórThorarensen, Á, 14.00 3. Arnór Diegó, Á, 13.50 Tvíslá — Piltar 1. Guðjón Gíslason, Árm., 12.20 2. Atli Thorarensen, Árm. 12.10 3. Þór Thorarensen, Árm. 11.80 Svifrá — Piltar 1. Guðjón Gíslason, Árm. 11.60 2. Atli Thorarensen, Árm. 10.70 3. Þór Thorarensen, Árm. 10.20 Heitt í kolunum í gærkvöld er Stúdentar unnu ÍR-inga —öruggur sigur ÍS á ÍR-ingum í bikarnum og sæti í undanúrslitunum tryggt Nokkurt jafnræði var með liðunum rétt til að byrja með og munurinn var t.d. ekki nema 8 stig, 14—6 eftir 7 mínútna leik. Þá tóku Hlíðarendapilt- arnir loks við sér og bókstaflega „grilluðu” hina ungu Ármenninga. 14 kylfingar valdir fyr- ir EM unglinga í sumar æf ingar hefjast f I jótlega. Hópurinn einnig valinn í karlaliðinu Stjórn Golfsambands íslands hefur skipafl Kjartan L. Pálsson „einvald" mefl karlalandslið íslands í golfi í sumar. Þá hefur stjórnin einnig skipað Stefán H. Stefánsson „einvald” fyrir unglingalandsliðið i golfi (21 árs og yngri) en það mun taka þátt í Evrópumóti unglinga, sem haldið verður hér á landi dagana 20. til 26. júlí i sumar. Stefán hefur valið 14 pilta til æftnga fyrir það mót og eru það allt piltar sem eru með viðurkennda landsforgjöf (6 eða lægra) frá Golfsambandi íslands. Piltarnir eru frá: Golfklúbbi Reykjavíkur Sigurður Pétursson Stefán Unnarsson Golfklúbbi Akureyrar Jón Þór Gunnarsson Golfklúbbnum Keili Sveinn Sigurbergsson Héðinn Sigurðsson Golfklúbbi Suflurnesja Hilmar Björgvinsson Gylfi Kristinsson Sigurður Sigurðsson Páll Ketilsson Magnús Jónsson Golfklúbbi Vestmannaeyja Sigbjörn Óskarsson Golfklúbbi Ness Gunnlaugur Jóhannsson Magnús Ingi Stefánsson Ásgeir Þórðarson Þá héfur Kjartan valið hóp til æfinga með karlalandsliðinu, og er þar stuðzt við árangur í Stigamótum GSl’ á síðasta ári. Unglingalandsliðspiltarnir koma að sjálfsögðu til greina í lands- liðið þegar Kjartan velur hópinn sem keppir fyrir ísland áEvrópumóti karla, en það verður haldið að St. Andrews golfvellinum í Skotlandi dagana 22. til 27. júní nk. Hópurinn sem Kjartan valdi er þannig skipaður: Golfklúbbur Reykjavíkur; Hannes Eyvindsson Óskar Sæmundsson Ragnar Ólafsson Eirikur Þ. Jónsson Geir Svansson Sigurður Helgi Hafsteinsson Golfklúbburinn Keilir Sigurjón R. Gíslason Júlíus R. Júlíusson Golfklúbbur Ness Jón Haukur Guðlaugsson Golfklúbbur Suöurnesja ÞorbjörnKjærbo Golfklúbbur Akureyrar Björgvin Þorsteinsson Arnórfékk afreksbikar Á lyftingamóti fatlaðra, sem fram fór í sjónvarssal um sl. helgi náflist mjög góður árangur, sem allir þeir sáu vel er á annafl borfl horfflu á iþrótta- þáttinn. Bezta afrek mótsins vann Arnór Pétursson er hann gerði sér lítiö fyrir og lyfti 125 kilógrömmum f 56 kg flokki. Eldra metið var 80,5 kg og átti hann það sjálfur. Hreint ótrúlegar framfarir. nokkuð undarleg deila. Lenti þeim þá illilega saman Bjarna Gunnari og Guðna Kolbeinssyni annars vegar og Erlendi Eysteinssyni hins vegar. Sakaði Bjarni Erlend um að hafa virt að vettugi ósk sína um að fá að ræða við dómarann (Erlend) varðandi atriði leiksins. Stóð í stappi um stund og hótuðu aðilar á víxl að kæra hvor annan en að lokum féll allt í ljúfa löð. Stúdentar eru því komnir í undanúr- slit bikarsins í ár ásamt ÍBK, Val og annaðhvort KR eða Njarðvík, sem leika á sunnudag. Stigahæstir í gær. ÍS: Coleman 32, Bjarni Gunnar Sveinsson 19, Gísli Gislason 18. ÍR: Andy Fleming 25, Jón Jörundsson 22. íslenzku landsliðsmennirnir, sem leika landsleikina tvo i handknattleikn- um við ólympíumeistara Austur- Þýzkalands i kvöld og á sunnudags- kvöld í Laugardalshöll, hafa flcstir mikla leikreynslu i landsleikjum afl baki. Fyrirliði íslenzka landsliðsins, Ólafur H. Jónsson, Þrótti, hefur leikið 133 landsleiki ogkemst því í 135 lands- leiki á sunnudagskvöld. Geir Hall- steinsson, FH/Göppingen, sem hættur er að gefa kost á sér i landsleiki, hefur leikið 118 landsleiki. Þrír aðrir leik- menn, Björgvin Björgvinsson, Fram/Víkingur, Viðar Simonarson, Haukar/FH, og Ólafur Benediktsson, Val/Olympía, hafa leikið yfir 100 landsleiki fyrir ísland. Óli H. er aldursforseti íslenzka landsliðsins, 32ja ára og hefur leikið landsleiki sem leikmaður Vals, Danker- sen og Þróttar. Yngsti leikmaður íslenzka liðsins er hins vegar Guð- mundur Guðmundsson, Víking — aðeins 19 ára, og hefur leikið fjóra landsleiki. Páll Ólafsson, sem er næst- yngstur leikmanna, tvítugur, er með átta landsleiki. Það er athyglisvert, að Bjarni Guðmundsson, Val, sem er aðeins 24ra ára, hefur leikið næstflesta landsleiki ísl. leikmannanna eða 86. Ef að líkum lætur á hann eftir að bæta öðrum eins landsleikjafjölda við. Jafnvel gera enn- þá betur. Axel Axelsson, Fram/Dankersen, hefur leikið 83 Ólafur H. Jónsson , Þrótti, fyrírliði, leikur sinn 135, landsleik gegn Austur- Þjóðverjum. Pétur Guðmundsson skoraði 25 af stigum Valsmanna og fékk að valsa um óáréttur í teig Ármenninga. Miley var með 21 stig. Hjá Ármanni var Valdimar Guðlaugsson stigahæstur með 13 stig, en Guðmundur Sigurðsson var með 12. Pétur Guðmundsson (snýr baki 1 lesendur) varð stigahæstur Vaismanna gegn Ármanni f gær. Stúdetar afsönnuðu allar kenningar í þá áttina að leikmenn liðsins séu of gamlir er þeir fóru létt með að sigra IR-inga í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gærkvöld. Lokatölur urðu 87-71 ÍS í vil, eftir afl þeir höfðu leitt 45—33 í hálfleik. Ef sigur ÍR á KR fyrir skemmstu og gott gengi liðsins að undanförnu bjuggust margir við að róðurinn yrði Stúdentum erfiður í gær. Þeir hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í vetur en sýnt það inn á milli að liðið getur staðið uppi í hárinu á beztu úrvalsdeildarlið- unum þegar svo ber undir og svo var í gær. Bæði lið virkuðu nokkuð taugaó- styrk er leikurinn hófst en það voru Stúdentar sem náðu fyrr valdi á eigin taugum og það skipti sköpum. Þeir einbeittu sér meira að körfuknattleikn- um en ÍR-ingar, sem voru anzi iðnir við að röfla í dómurum leiksins, eins og oft áður í vetur. ÍS hafði yfir allan tímann í gær og sigur liðsins komst aldrei í nokkra hættu. Tólf stiga munur i hálf- leik þykir ekki mikið í körfuknattleik og menn áttu því von á því að ÍR-ingar myndu e.t.v. rifa sig upp úr fýlunni og reyna að spila eins og menn. Jón Jörundsson gerði það a.m.k. og fór á kostum í síðari hálfleiknum. Skoraði 20 stig gegn aðeins 2 í þeim fyrri. Stúdentar með Mark Coleman, sem lék mjög vel, í broddi fylkingar létu hins vegar engan bilbug á sér finna og héldu haus. Gísli Gíslason stjórnaði spilinu af krafti og hefur að undanfömu leikið eins og hann bezt getur. Bjarni Gunnar var einnig drjúgur eins og hans er von og vísa, en eftir leikinn kom upp landsleiki og Páll Björgvinsson, Vík- ing, hefur leikið 53 landsleiki. Þeir eru jafnaldrar og voru nýliðar í sama íslenzka landsliðinu fyrir einum tíu árum. Báðir hafa misst úr marga lands- leiki á þeim árum, sem siðan eru liðin. Axel vegna langdvalar í Vestur-Þýzka- landi, þar sem hann lék með Grlin Weiss Dankersen, en Páll vegna meiðsla. Brotnaði illa á fæti t.d. i ólympíuleik 1976 við Júgóslava i Novo Nesto í Júgóslavíu. Það er sennilega bezti landsleikur, sem ísland hefur leikið á útivelli. Eins marks tap 23-22 gegn þáverandi ólympíumeisturum. Leikurinn var síðari leikur landanna vegna ólympíuleikanna í Montreal I 1976. I Gátum verið stoltir ísland hafði haft forustu nær allan leikinn við Júgóslava en tapaði svo með eins marks mun. Svo naumt tap er- lendrar þjóðar í riki sjálfra ólympíu- meistaranna hafði verið óþekkt um árabil. „Við getum verið stoltir af strákun- um,” sagði Bergur Guðnason, farar- stjóri islenzka liðsins ,,og þó varð íslenzka liðið fyrir miklu áfalli. Það var sorglegt. Páll Björgvinsson hafði leikið frábærlega vel. Beinlínis óstöðv- andi lokakafla fyrri hálfleiksins. Ég hef ekki séð Pál betri. Hann hafði skorað flest mörk íslands, þegar óhappið átti sér stað í byrjun siðari hálfleiks, Páll fótbrotnaði á vinstra fæti. Ég skal ekki segja hvað skeð hefði ef Páll heíði leikið allan leikinn í því formi, sem hann var en ég get ekki séð að íslenzka liðið hefði tapað leiknum,” sagði Berg- ur ennfremur. Fyrst við fórum að minnast á þennan leik má geta þess, að Júgóslavia komst í fyrsta skipti yfir í leiknum, þegar 10 mín. voru til leiksloka, 19-18, Jafnt var síðan 19-19, 20-20, 21-21 en Island mis- notaði vítakast og ólympíumeistararnir unnu með minnsta mun. Mörk íslands í leiknum skoruðu Ólafur H. Jónsson 6, Gunnar Einarsson 5/2, Páll 4, öll í fyrri hálfleik, Jón Hjaltalín Magnús- son, 3, Jón Karlsson, Bjarni Jónsson, Árni Indriðason og Ólafur Einarsson eitt hver. Um tíma í leiknum var staðan 7-3 fyrir ísland — leikur, sem lengi verður í minnum hafður. Unglingamótið ífimleikum: Með 708 landsleiki íslenzki landsliðshópurinn, sem leikur gegn Austur-Þjóðverjum, er skipaður 16 leikmönnum — þeim 16 leikmönnum, sem leika munu fyrir ísland í B-keppninni í Frakklandi frá 21. febrúar til 1. marz. Alls hafa þessir leikmenn leikið 708 landsleiki fyrir fsland, þegar landsleikjafjöldi þeirra er lagður saman. Við skulum nú líta á aldur piltanna og landsleikjafjölda. Fyrst aldurinn — þá leikjafjöldinn hjá hverjum einstök- um. Aldur- -Leikir Kristján Sigmundsson, Vík 24 47 Jens Einarsson, Tý, 25 31 Einar Þorvarðarson, HK, 23 6 ÓlafurH. Jónsson, Þrótti, 32 133 Páll Björgvinsson, Víking, 29 53 Bjarni Guðmundsson, Val, 24 86 Þorbj. Guðmundsson, Val, 26 64 Atli Hilmarsson, Fram, 21 18 Steindór Gunnarsson, Val, 24 61 Axel Axelsson, Fram, 29 83 Stefán Halldórsson, Val, 22 22 Þorbj. Aðalsteinsson, Vík. ,24 52 Sigurður Sveinsson, Þrótti, 22 30 Guðm. Guðmson, Vík. 19 4 Hollenzki landsliðshópurínn valinn: —Willy van der Kerkhof. Tveir valdir f rá liðum utan Hollands Steinar Birgisson, Víking, 25 10 Páll Ólafsson, Þrótti, 20 8 Fyrri landsleikurinn við A-Þjóðverja verður i kvöld og hefst kl. 20.00. -hsím. Aðeins einn eftir af gömlu snillingunum miðvörðurinn Johnny Dusbaba, sem leikur með belgiska félaginu Ander- lecht, var valinn i hópinn. Hann hefur ekki leikið i hollenzka landsliðinu frá þvi 1 október 1978. Þá lék Holland við Sviss. í hollenzka landsliðshópnum eru þessir leikmenn. Peter Arntz, Hugo Hovenkamp, Ronald Spelbos, John Metgod, Jan Peters, Pier Tol og Jos Jonker, allir AZ ’67, Pim Doesburg, Michel Valke, Willy van der Kerkhof og Ernie Brandts, allir PSV Eindhoven, Joop Vander Hiele, Pierre Vermeulen og Ben Wijnsterkers, allir Feyenoord, Dick Nanninga, Roda, Cees Schapen- donk, Maastricht, Tscheu La Ling, Ajax, Hans van Breukelen, Utrecht, Toine van Mierlo, Tilburg, Romeo Zondervan, Twente, Frans Thijssen, Ipswich og Johnny Dusbaba, Ander- lecht. Það er því aðeins einn eftir af hinum frægu leikmönnum Hollands, sem gerðu garðinn frægan síðasta áratug- inn, Willy van der Kérkhof. Varnar- maðurinn Ernie Brandts kom mun siðar í landsliðið. -hsím. Páll Björgvinsson, Viking, fótbrotnaði í ólympiuleik við Júgóslava. „Vildi að ég vissi hvað eraðhjá Liverpool” „Ég get svarifl það að ég vildi gefa mikið fyrir afl geta skýrt hvafl er að hjá Liverpool þessa dagana,” sagði Terry McDermott i viðtali við BBC í gærkvöld.” Leikmenn virðast allir hafa misst sjálfstraustið af einni eða annarri ástæflu og gengi liðsins hefur að vonum hrakað við þafl. Þetta ástand getur þó aldrei varað lengi. Liverpool er með allt of góðan ■nannskap til að drabbast niður,” sagði McDermott enn- fremur. Leikmenn íslands með 708 landsleiki að baki: Oli H. leikur sinn 135. lands-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.