Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. 11 Að dómi visindamannsins Lev Malentjev er eldsncvtisforði Sovétrikjanna slíkur, að framleiðsla eldsne.vtis á timabilinu fram yfir næstu aldamót og jafnvel fram undir miðja næstu öld verður aðeins undir því komið, hve miklu fé er varið til jarðfræði- rannsókna. þeim árangri, að upp úr 1950 jókst olíuframleiðslan i Sovétríkjunum mjög ört samtímis því að til- kostnaður hélzt tiltölulega lágur. Frekari endurbætur þessara aðferða gera það kleift að dreifa með hag- kvæmum hætti fjárfestingum á milli hinna mismunandi olíulindasvæða og að auka framleiðsluna án þess að auka boranir takmarkalaust, en meirihluti tilkostnaðar við olíu- vinnsluna fer í boranir. „Með tilstyrk náttúruauðlinda okkar og tæknigetu mun þetta gera okkur fært að halda áfram að auka olíuframleiðsluna án gífurlegrar aukinnar fjárfestingar,” fullyrðir vísindamaðurinn. A. Krilov telur að meginforðabúr fyrir aukna olíuframleiðslu sé Vestur- Síberia. Oliulindir, sem jarðfræðing- ar hafa fundið þar, munu endast mörg ár fram í tímann. Og hagkvæm A. Krilov telur að meginforðabúr fyrir aukna olíuframleiðslu sé Vcstur- Siberia santtvinnun rannsóknar- og vinnsluborana á svæðinu gefur á- stæðu til bjartsýni, þótt til lengri tímasélitið. Árið l%4 var fyrsta olían unnin á þessum endalausu víðáltum mýr- lendisog sífrera. Ef satt skal segja'ar erfitt að trúa því þá, að innan fimmtán ára yrði þetta svæði megin- eldsneytisforðabúr Sovétríkjanna. Spádómar sumra vestrænna frétta- manna um að „Rússarnir munu drukkna i síberísku fenjunum” virt- ust raunhæfir. En árið 1980 framleiddi Vestur-Síbería yfir 315 milljón tonn af olíu. Að dómi vísindamannsins Lev Malentjev er eldsneytisforði Sovét- ríkjanna slíkur, að framleiðsla elds- neytis á tímabilinu fram yfir næstu aldamót og jafnvel framundir miðja næstu öld verður aðeins undir því komin, hve miklu fé er varið til jarðf ræðirannsókna. Árin 1981—1985 munu Sovétrikin flytja út nálega 400 milljón tonn af olíu til CMEA landanna. Samsvarandi tölur voru 370 millj. tonn 1976—1980, 250 millj. tonn 1971 — 1975 og 138 millj. tonn 1966— 1970. En sovézkum sérfræðingum er það vel ljóst, að þar sem olíulindir eru takmarkaðar og endurnýja sig ekki, svo og vegna sívaxandi vinnslu- og flutningskostnaðar á olíu, þá er nauðsynlegt að spara hana og nýta hana á sem hagkvæmastan hátt. í þessu skyni er unnið mikið starf um öll Sovétríkin og á skipulagðan hátt. Notkun olíu sem eldsneytis fyrir orkuver og kyndistöðvar hefur verið skorin niður og enn verið dregið úr henni. Olia cr i vaxandi mæli notuð til þeirra þarfa þar sem ekki hafa fundist neinir orkugjafar, ergeta komið í hennar stað, svo og sem hrá- efni fyrir olíuefnaiðnaðinn. Sams- konar ráðstafanir eru framkvæmdar eða ráðgerðar i öllum aðildarrikjum CMEA. Niðurstaðan er augljós. Olíuframleiðsla Sovétríkjanna mun aukast og samfara hagkvæmari nýtingu hennar mun það gera kleift að fullnægja þörfum efnahagslífs landsins og standa við viðskipta- skuldbindingar við önnur riki. efni fyrir sínar skoðanir í húshitunar- málum landsbyggðarinnar, enda var hann nógu huglaus þegar á hólminn kom og kveða varð niður fjarvarma- veitudrauginn, sem hann og hans líkar komu á framfæri við alþjóð. Ekki þorði hann að taka þátt í skrif- um sem urðu um þau mál á síðasta ári. En hann (R/o — draugurinn) er endanlega niður kveðinn og verður ekki upp vakinn, þó svo að prófessor Jónas sé að ýja í þá átt núna. Þar sem prófessor Jónas virðist vera (eða ætti að vera) þaul- kunnugur innan dyra Orkustofn- unar, þá ætti honum að vera Ijóst að lekinn i Sigöldu var séður fyrir og allir sáu að ísland var hvað mest sprungið einmitt á þessum stað. En Jónas reynir að gera lítið úr því ,,að ísland leki” mistökum sem fara fram úr öllum mistökum sem gerð hafa verið á íslandi i marga áratugi. Mistökum sem eiga eftir að verða þjóðinni dýrkeypt og er þó ekki allt komiö fram ennþá. Landsvirkjun gefur út að þessi mistök nemi 75 Gwh / ári eða meira orkutap en nemur orkuframleiðslu Lagarfossvirkjunar og Grímsár til samans. Mistökin eru að öllum líkindum mun meiri en 75 Gwh / ári, vegna þess að hér mun vera reiknað með mjög lágum nýtingartíma á lekanum, ekki tekið tillit til falltapa sem stafa af lágri vatnsstöðu Krókslóns (—6 m) og þess hluta vatns (1/3 lekans) sem fer út af vatnasvæðinu. Tvisvar sinnum meira tap Þannig má reikna i Sigöldu leka- tapið 95,5 Gwh, hæðartapið 56 Gwh, samanlagt 151,5 Gwh og tapaö vatn í Búrfelli 48,5 Gwh. Núverandi leki verður því samanlagt vöntun upp á 200 Gwh á ári og mætti álíta að núverandi kerfi hefði getað nýtt þetta tap með allt að 6000 stunda nýtingu, þannig að eftir standa ca 140 Gwh á ári í tap i núverandi virkjunum eða tvisvar sinnum meira en opinberar tölur frá Landsvirkjun gefa til kynna. Til samanburðar þá seldi Rarik í smásölu hitunarorku 1979 sem nam 105 Gwh og ætla mætti að aukning hafi verið lítil á milli ára, þannig að sú hitunarorka 1980 ætti að vera á bilinu 110—120 Gwh. Hver skyldi nú vera munurinn á að spara 43 milljón- ir króna eða glopra milli fingra sér 50 milljónum króna og það á einu ári. Skyldi prófessor Jónas geta svarað því? Nei örugglega ekki. Síðan þegar Hrauneyjafoss kemur inn þá vantar 39 Gwh vegna 1/3 lek- ans eða með 6000 stunda nýtingu 27 Gwh og í Sultartangavirkjun 7,4 Gwh. Hugsanlegt ónýtanlegt lekatap í framtíð miðað við núverandi aðstæður og 6000 stunda nýtingu nemur þvi um 180 Gwh á ári. Til samanburðar hér má geta þess að Fjarðarárvirkjun i Seyðisfirði var áætluð 20 Mw, með orkuvinnslugetu 120 Gwh á ári, svo hér er ekki neitt smáræði á ferðinni. Það er af fleiru að taka á svæði Landsvirkjunar. Hver var að skrifa um vatnslausar virkjanir á Austur- landi? Prófessor Jónas, hefur þú kynnt þér ástand mála í Sigöldu? Ég held að þú hljótir að hafa gert það, þvi annurs værir þú varla að beina athygli manna að okkar.litlu virkjun- um á Austurlandi. Það munar sjálf- sagt engu að hafa Sigölduvirkjun stopp svo dögum skiptir sökum vatnsleysis, rennandi vatn gerir ekki betur en að sinna lekanum. Þú ættir að vita að náttúrulegt rennsli inn*í Krókslón fer iðulega yfir köldustu mánuðina niður í 20 m’/sek., lekinn við hæð 492 m y.s. er tæpir 18 m’/sek. og mismunurinn 2 m! sek. nýtist þá hinni stóru virkjun sem þarf við þessa hæð 245 m3/sek., m.ö.o. nýtanlegt innrennsli er þá 0,8% af þörf. Afganginn, 99,2%, þarf að taka úr Þórisvatni, stærsta miðlunar- lóni á íslandi, upp á ca. 1000 G1 ef fylling heppnast, en það mun vera sjaldgæft. Þaðan endist full miðlun tæpast lengur en í ca 50 daga miðað við venjulegar aðstæður. Það mun því vera mjög svo sjaldgæft að sjá Sigölduvirkjun á fullum afköstum yfir vetrarmánuðina eða 150 Mw, í dgg keyrir hún 33 Mw og notar 50 nr/sek. úr Þórisvatni og þykir hún með betra móti núna því áður var hún stopp í marga daga. Hrauneyjafossvirkjun með lólegastan nýtingartíma Hrauneyjafossvirkjun 3x70 = 210 Mw gerir ekki betur en að snúast með bessu vatni, sem rennur í dag 60—80 m3/sek»eða 21—28% af þórt. Enda er Hrauneyjafossvirkjun með útreiknaðan nýtingurtímu lélegastan^ allra virkjana á Islandi. Hvað eru menn að reikna með 210 Mw út úr þessari virkjun, varla er til taks þegar á þarf að halda nema 1 vél eða 70 Mw. Það hlýtur því að vera mikill ábyrgðarhluti hjá stjórnendum Landsvirkjunar, þegar þeir gefa stjórnmálamönnum upp ástimplað afl i sínum virkjunum. Þegar vitað er að þetta afl er ekki fyrir hendi þegar þörf er á. Þetta leiðir til þess að mik- ill hluti orkuvinnslugetu Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjana íiggur utan þess tíma sem not eru fyrir orkuna. Vatnsskorturinn er því í 90—95% til- fella staðbundinn á svæði Lands- virkjunar og ; þar af leiðandi höfuð ástæða orkuskortsins sem við búum við i dag. Þvi er vel við hæfi prófessors Jónasar og hans líka að beina athygl- inni burt frá þessum stað og sem lengst, þar sem fáir þekkja til, til Austurlands. Honum hefur tekist með þessu framferði sínu ekki bara að gabba almenning, heldur stjórn- málamenn líka, til að apa þetta upp eftir sér. Kröfiuvirkjun er hreint smá- mál samanborið við vatnsskortinn og lekann á svæði Landsvirkjunar og tekur því ekki að ræða hana hér. Eitt er víst að hún hefur orðið íslending- um góður en dýr skóli og kemur örugglega til með að skila sínu. Fljótsdalsvirkjun „alvöruvirkjun" Vilji menn „alvöruvirkjun” inn á landskerfið, þá er einungis um einn kost að ræða og það er Fljótsdals- virkjun, virkjun meö „alvörumiðl- un” sem dugar yfir velrarmánuðina. Virkjun upp á 330 Mw í fjórum áföngum, virkjun sem er til taks þegar á þarf að halda, virkjun sem kemur -til mcð að breiða yfir öll mis- tökin sem gerð hafa verið á svæði Landsvirkjunar í næstu framtið. Til þessa þarf enga viðbótarstóriðju, við höfum nægan og miklu arðbærari ntarkað fyrir þá orku. Hún ein sér gæti fært okkur umtalsverða lækkun á orkuverði sem er komið fram úr öllu velsæmi i dag, sökum vitlausra ákvarðana í orkuöfiunarmálum. Afleiðingar leiðbeininga blindra sér- fræðinga svo sem og af gerð Jónasar. Lokaorð: Guðmundur G. Þórarinsson, þar sem þú virðist eiga i ritdeilum við prófessorinn, ef marka má hans síð- ustu grein í DB /i 7. feb., Þú ■ gætir 8ert betri hluti fyrir prótessor Jónas og hans líka, þessa misheppnuðu, innantómu sérfræð- inga sem nú hafa komið þjóðinni á kaldan klaka og skaðað hana um þúsundir milljóna króna en að reyna að stuðla að þvi, að þeir fari hið skjótasta á eftirlaun. Sýna má fram á þjóðhagslegan sparnað upp á hundruð milljóna króna, sem af þessu leiddi, miðað við óbreytt ástand. Heimir Sveinsson tæknifræðingur, Egilsstöðum. 0 „En Jónas reynir aö gera lítiö úr því að tsland leki, mistökum sem fara fram úr öllum mistökum, sem gerð hafa verið á íslandi í marga áratugi.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.