Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 8
8 GOLD STAR Fáðu þér stereoútvarpstœki svo þú getir hlustað á útsendingu útvarpsins í stereo. Dragðu það ekki, viðfengum takmarkað magn tœkja á þessu landfleyga verði, kr. 653.00.- FM-bylfiia, miðbylfya. 2x8 viitt. . AFC(automatisk frekvenskontroll) Tenffja má við tœkið segulband og plötuspilara, 220 volt. Mjöp skemmtilept tœkifyrir elliheimili, skóla, sjúkrahús op heimili. Árs ábyrgð. Sendum gegn póstkröfu yöur að kostnaðarlausu. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Ný byrjendanámskeið hefjast 16. febrúar. Þjátfari: Viðar Guðjohnsen Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. JÚDÓDEILD ÁRMANNS Ármúla 32. Rupert Murdoch keypti The Times Ástralski blaðakóngurinn Rupert Murdoch. „Ég er mjög ánægður með Murdock hefur náð samkomulagi við þann árangur, sem náðst hefur,” starfsfólk Times-blaðakeðjunnar og sagðihann. mun því kaupa blöðin, þar á mcðal elzta blað Bretlands, The Times, frá Rupert Murdoch mun nú ráða yfir Thomson fjölskyldunni. um þrjátíu^prósent af brezkum dag- ,,Ég held, að við getum gert þessi blaðamarkaði, ef miðað er við út- blöð lifandi og sterk,” sagði breiðslu blaðanna. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Yorkshire-morðinginii fyrir rétt Vörubílstjórinn Sutdiffe ákærö- ur fyrir 13 morð Vörubílstjórinn Peter Sutcliffe hef- ur nú verið áfcærður fyrir þrettán ‘morð og sjö morðtilraunir. Áður hafði hann verið ákærður fyrir morðiö á Jacquline Hill, tvítugri há- skólastúlku i Leeds. Hún var talin vera þrettánda fórnarlamb Yorks- hire-morðingjans svonefnda eða The Yorkshire Ripper eins og hann er oftast nefndur i Bretlandi. Hann hefur á siðastliðnum fimm árum valdið meiri skelfingu á Bretlandseyj- um en nokkur maður annar. Fórnar- lömb hans hafa i flestum tilfellum verið vændiskonur. Óstaðfestar heimildir greina, að Peter Sutcliffe, sem er 35 ára gamall og kvæntur, hafi þegar játað að vera Yorkshire- moröinginn. Það var saksóknarinn I málinu, Maurice Shaffner, sem skýrði réttin- um í Dewsbury frá ákærunum í gær. Fyrsta morð Yorkshire-morðingjans var framið þann 30. október 1975 og hið síðasta 17. nóvember í fyrra. Leitin að Yorkshire-morðingj- anum hefur verið sú utnfangs- mesta, sem um getur í sögu brezku lögregiunnar. Engu að siður var það hrein tðviljun sem leiddi til handtöku Sutcliffes 2. janúar síðastliðinn. Lögreglumenn á eftirlitsferð hand- tóku hann þá vegna þess að skrásetn- ingarnúmer á bifreið hans voru stolin. Sutcliffe var með vændiskonu i bílnum er hann var handtekinn og er talið hugsanlegt, að hún hefði orðið fjórtánda fórnarlamb hans ef lögregl- an hefði ekki stöðvaö leik hennar og Sutcliffes þá hæst hann stóð. Vændiskonur þessar eru taldar hafa sloppið naumlega úr klóm Yorkshire- morðingjans. Önnur þeirra hafnaði Sutcliffe vegna þess að henni fannst hann svo taugaóstyrkuren hin hafði látið að vilja hans er lögreglan kom á vettvang. Stórreykingamenn borði gulrætur: Gulræturgeta konúð i veg fyrir krabba Neyti stórreykingarmaður gulróta í miklu magni daglega, getur hann með þvi minnkað verulega hættuna á lungnakrabba, að því er þekktur brezkur prófessor telur. Prófessor sir Richard Doll er einn af fremstu krabbameinslæknum Bretlands. Hann heldur þvi fram að mikið magn af A- vítamíni því sem finnst í gulrótum geti minnkað líkurnar á lungnakrabba um allt að 40%. Sir Richard Doll sagði að hópur vísindamanna sem vinnur undir hans stjórn, hefði eytt stórum peninga- upphæðum til að rannsaka samhengi milli lítils A-vítamínsmagns i blóði og hárrar krabbameinstíðni. „Við þurfum á mun víðtækari rannsóknum að halda til þess að sýna fram á réttmæti kenningar okkar,” sagði sir Richard Doll. Flugstjórinn misstí rænuna við lendingu —Snarræði aðstoðarflugstjóra bjargaði málunum Eftir mikla taugaspennu í stjórn- klefa lenti Metropolitan flugvél með 50 farþega á Fornebuflugvellinum í Osló. í flugstjórasætinu sat meðvitundarlaus flugstjóri. Lendingin tókst vel, það geta farþegarnir þakkað snarræði aðstoöarflugstjórans. Flugstjórinn hafði fengið aðsvif rétt eftir að annar hreyfill bilaði. Aðstoðar- flugstjórinn tók þegar í stað við stjórn flugvélarinnar og sendi út neyðarkall, þannig að allar öryggisráðstafanir væru viðhafðar. Lendingin tókst eins og bezt verður á kosið og farþegarnir höfðu ekki hugmynd um það sem gerzt hafði. Flugvélin Convair 440 úr gamla Metropolitanflota SAS var að koma frá Stavanger þegar óhappið varð. Flugstjórinn var þegar í stað fluttur á sjúkrahús, en var ekki talinn alvarlega veikur. Metropolitanflugvél eins og sú sem lenti með meðvitundarlausan flugstjóra á Fornebuflugvelli f Osló í sfðustu viku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.