Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.02.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1981. 'BMBIABW frjálst, nháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjöri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjénsson. Aðstoðarrítstjörí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. iþróttin Hallur Simonarson. Manning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjarríason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefénscjóttir, EHn Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, lng.» Huld Hékonardóttir, Krjstjén Már Unnarsson, Sigurður Svorrisson. Ljósmyndir Bjarnleifur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðssorí og Svainn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þr&inn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: M&r E.M. Halldóre- son. DreHingaretjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, &skrHtadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi btaðsins er 27D22 (10 Hnurí. Setnlng og umbrot Dagblaðlð hf., Siðumúla 12. Mynda- og piötugarð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverð & m&nuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. lafnréttííorði Meirihluti landsmanna telur, að/j jafnrétti kynja ríki ekki hér á landi. Flestir segja sem svo, að jafnréttið ríki í orði en ekki á borði. ,,Með einstaka fráviki má segja, að lagalegt jafnrétti sé hér á landi, meðal annars með tilkomu jafnréttislaganna • - frá J976. En um raunverulegt jafnrétti er ekki að ræða,” sagði framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs í viðtali í Dagblaðinu í gær. í skoðanakönnun, sem Dagblaðið hefur gert um þessa spurningu, reyndist yfirgnæfandi meirihluti kvenna álíta, að jafnrétti væri ekki til staðar. Meiri- hluti karla á höfuðborgarsvæðinu áleit nokkuð skorta á, að jafnrétti hefði náðst. Meirihluti karla utan höfuðborgarsvæðisins taldi hins vegar, að hér ríkti jafnrétti milli kynja. Oft var bent á, að launamisrétti ríkti milli kynja. Konum væri „smalað” í verst launuðu störfin. Þannig næðu lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu ekki tilgangi sínum. Á vinnustöðum nytu konur ekki jafnræðis við stöðuhækkanir. Þetta er allt rétt. Karlaveldið er sterkt í okkar þjóðfélagi þrátt fyrir allar lagabreytingar, ,,kvennaár” og kjör konu í for- setaembætti. Á vinnustöðum þarf kona yfirleitt að sýna afburðaatorku til að komast ,,upp”, svo að einhverju nemi. Svipað gildir um stöðuveitingar hins opinbera. Að öðru jöfnu eru konur í lægstu launa- flokkunum og með minnsta möguleika til að komast upp úr þeim. „Konur hætta fyrr í námi og lenda í barneignum og heimilisstörfum. Konur hafa í orði sömu möguleika en á borði færri en karlar. Og svo þurfum við að berjast við eldgamla fordóma. . . ” sagði ein konan, sem spurð var í þessari skoðanakönnun. Framangreint lýsir afstöðu meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnuninni. Að sjálfsögðu voru nokkur dæmi þess, en örfá, að karlmenn segðu, að hér ríkti ekki jafnrétti, af því að þeir töldu, að konur væru of valdamiklar í þjóðfélaginu. Framkvæmdastjóri jafnréttisráðs tók einnig undir það, að misrétti fyndist gagnvart körlum í fjölskyldumálum. Margir töldu á hinn bóginn, að jafnrétti ríkti hér nema hvað konur væru óduglegar við að sækja rétt sinn. „Rétturinn er jafn. Það er svo annað mál, hvort báðir aðilar eru jafnduglegir við að bera sig eftir honum,” var dæmigert svar fyrir þann hóp. Misréttið gagnvart konum birtist einkum í launa- málum og stöðuveitingum. Það breytist ekki á skammri stund, hversu fast sem konur leita eftir, en vissulega breytist það aldrei, ef konur láta kyrrt liggja. Nokkrir rifjuðu upp, að kjör Vigdísar Finnboga- dóttur í forsetaembætti hefði verið sigur fyrir málstað jafnréttisins. Það er rétt athugað, að kjörið sýnir, að konur gætu stóraukið áhrif sín í þjóðfélaginu, ef þær sæktu ótrauðar á brattann. Þannig mætti smám saman uppræta „eldgamla fordóma”. En það hefur ekki breytzt við forsetakjör, að misréttið varir. Konur eiga ekki að biðja um forréttindi. Það yrði málstað þeirra ekki til framdráttar, að sett yrðu lög, jafnvel í skamman tíma, sem veittu konum embætti bara af því að þær eru konur. Konur hafa heldur ekki ?agn af fáránlegum reglum um orðalag auglýsinga. En meirihlutinn segir, að jafnrétti ríki í orði en ekki á borði og rétt er að taka undir þá niðurstöðu. r Sovétmenn leita austur á bóginn í olíuleit: Olíuframleiðsla Sovétríkjanna mun aukast” —segir vísindamaðurinn Alexander Krilov og vísar á bug spádómum um minnkandi olíuf ramleiðslu Sovétríkjanna ánæstuárum Sovétríkin framleiöa nú fimmtung allrar olíu, sem framleidd er í heiminum. Það er því augljóst að á- stand og horfur í olíuframleiðslu Sovétríkjanna, varða allan heiminn. Því hefur verið haldið fram, að olíuframleiðsla Sovétríkjanna muni fara minnkandi. Sovézki vísinda- maðurinn Alexander' Krilov er ekki sammála því. ,,Ég tel þvert á móti að land okkar eigi góða möguleika á að auka framleiðslu olíu á aðgengilegu verði.” f' sovézku efnahagsáætluninni fyrir níunda áratuginn, sem nú er til umræðu í Sovétríkjunum, er gert ráð fyrir því að framleiðsla á oliu og gasi verði komin upp í 620—645 milljón tonn árið 1985. Þetta er um 100 milljón tonnum meira en öll olíuframleiðsla heimsins var upp úr 1950 og um 50% meira en núverandi olíuframleiðsla Bandaríkjanna. Þetta þýðir þó ekki, að engin vandamál sé við að glíma i sambandi við oliuframleiðslu Sovétríkjanna. Skortur er á eldsneyti i Evrópuhluta landsins. Til þess að framleiða olíu er nauðsynlegt að leita lengra austur og norður á bóginn til óbyggðra svæða, og það þarf að leggja þangað vegi, reisa þar borgir, setja upp olíubor- turna og leggja olíuleiðslur. Bora þarf æ fleiri olíubrunna, en nú eru starfræktir yfir 84 þúsund slíkir í Sovétríkjunum, og gera þádýpri. Framleiðslukostnaður á hvert tonn olíu eykst um fimmtung á hverjum þrem árum. Kostnaður við byggingu hvers oliubrunns vex um þriðjung á hverjum fimm árum. Meðalvegalengd. sem dæla þarf olíunni hefur þrefaldazt á innan við 15 árum. 1976—80 var fjárfesting í olíuiðnaðinum 50% meiri en næsta fimm ára tímabil á undan og meira en 100% hærri en hún var 1966—1970. í stuttu máli, kostnaðurinn hefur vaxið miklu hraðar en oliuframleiðslan. Gerir þessi neikvæða þróun olíuframleiðsluna of dýra? Þessi spurning var lögð fyrirKrilov. „Það er einmitt þessi þróun, sem vekur ugg,” svaraði hann. „Eins og er, er kostnaður við olíufram- leiðsluna í Sovétríkjunum viðráðanlegur, þrátt fyrir áður- nefndar staðreyndir. En haldi hann áfram að vaxa með sama hraða mun ástandið e.t.v. breytast. Fyrrnefnd atriði hafa áhrif á alla olíufram- leiðslu i heiminum. Það sem er sér- stætt fyrir Sovétríkin er að við höfum raunhæfa möguleika á að vinna verulega gegn óhagstæðum áhrifum þeirra.” „Þegar allt kemur til alls,” sagði A. Krilov, ,,eru afköst olíu- framleiðslunnar ekki aðeins komin undir náttúrulegum aðstæðum, sem eru mjög mismunandi á hinum ýmsu svæðum landsins, heldur og undir vinnsluaðferðunum, umfram allt vinnslukerfi olíusvæðisins.” Alexander Krilov er einn af höfundum víðtækra aðferða, sem mótaðar voru fyrir þrem áratugum við framkvæmd olíuvinnslunnar með r Oráðshjal prófessorsins Mönnum bregður illa, er lesnar eru greinar prófessors Jónasar Elías- sonar, hvílíkt rugl um hluti sem hann virðist ekkert skynbragð bera á, enda er hann helfrosinn innan borgarmúra Reykjavíkur með víðsýni töluvert undir því marki sem búast mætti við af manni með hans menntun. í greinum sinum gerir hann krampa- kenndar tilraunir til að villa um fyrir almenningi um hinn eiginlega vanda, sem nú blasir við í orkumálum, hinn geigvænlega orkuskort. Hann kepp- ist við að draga fram í dagsljósið hluti, sem ekkert hafa með orku- skortinn að gera og tíundar þar svo sem litlar vatnslausar virkjanir eins og Lagarfoss og Grímsárvirkjanir. Virkjanir sem hafa mun betri nýt- ingartíma en gerist hér á landi, þrátt fyrir að Grímsárv. hefur enga vatns- miðlun og Lagarfossv. hefur tiltölu- lega litla miðlun. I.agarfossvirkjun framleiddi á síð- asta ári 54 Gwh, sem svarar til 7200 nýtingartima, þrátt fyrir að slegið var af afköstum hennar langtímum saman i sumar vegna þess að ekki mátti orkan fara öfuga leið í gegnum aðveitustöð á Brennimel, þ.e.a.s. inn Kjallarinn V y \ j. N. HeimirSveinsson á svæði Landsvirkjunar. Sama gilti fyrir Grímsárvirkjun og var hún jafn- vel stoppuð af sömu orsökum. Þrátt fyrir það framleiddi hún á síðasta ári 17 Gwh sem svarar til 6000 nýtingar- tíma. Þess má geta hér að á meöan Grímsárvirkjun var „ein” á sam- tengisvæði Austurlands, þá komst hún upp í 21 Gwh sem svarar til 7500 nýtingartíma. Lekinn var sóður fyrir Hvaða virkjanir á íslandi hafa sambærilegan nýtingartíma? Þær gætu orðið vandfundnar, allavega eru þar hvorki Sigöldu- né Hraun- eyjáfossvirkjanir. Hvaða virkjanir eru það þá, sem eru vatnslausar? Þeirra þurfa menn ekki að leita utan Þjórsársvæðis, því þar eru þær. Samanlagður aflskortur í kerfinu er á bilinu 140—160 Mw, en saman- lögð aflgeta Lagarfoss- og Grímsár- virkjana er aðeins 10,3 Mw eða 6,4— 7,3% af aflskortinum séu þær stopp, en svo er ekki, þær skila nálægt 5 Mw inn á kerfið í dag. Þá mun varla vera hægt að setja meira en 3—4% af vandanum á þessar virkjanir ef reikna á með að þær geti skilað 8760 nýtingartimum. Hvar eru þá hin prósentin eða 96— 97%? Varla getur það verið rafhitun- in, fremur en að Reykvikingar hættu við að gasvæða borgina og notuðu i þess stað rafmagn. Prófessor Jónas er þegar orðinn að þjóðlegu hláturs-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.